Morgunblaðið - 29.04.2001, Side 53
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MOLDVARPAN kvikmyndagerð er
félag fjögurra ungra Íslendinga
sem í haust lögðu land undir fót og
fluttu til Prag, höfuðborgar Tékk-
lands. Þau Sigurður Hallmar Magn-
ússon (Diddi), Erpur Sigurðarson,
Helga Björk Arnardóttir og Stark-
aður Barkarson búa í stúdenta-
hverfinu Zizkov þar sem nám í
kvikmyndafræðum, förðun og ein-
staka ferðir á hverfisbarinn hafa átt
hug þeirra að mestu.
Diddi, Erpur og Starkaður
stunda nám við listaháskólann
AMU, nánar tiltekið í kvikmynda-
skóla innan hans sem heitir FAMU
og þykir merkur skóli í tékkneskri
kvikmyndasögu. Helga hefur hins
vegar fengist við förðun fyrir aug-
lýsingar og stuttmyndir í vetur.
Starkaður Barkarson
Eftir að ljúka námi í íslensku og
bókmenntafræðum við Háskóla Ís-
lands lá leið Keflvíkingsins Stark-
aðar í kennsluréttindanám. En þar
sem flakkaraeðlið er sterkt í
stráknum flúði hann fljótlega til
Prag og hóf nám í kvikmyndafræð-
um. Hann vill þó ekki meina að
hann sé kvikmyndafrík. „Nei, ég er
það alls ekki,“ svarar hann um hæl.
„Ég held að það hafi aðallega verið
einhver þreyta sem réð ferðinni,
mig langaði að finna mér eitthvað
allt annað að gera.“
Ertu ánægður með námið?
„Það er ýmsu ábótavant hvað
varðar kennslu og skipulag en
kannski má kenna því um að þetta
prógramm sem við erum í er nýj-
ung við skólann. Þetta er eingöngu
fræðilegt nám en við í bekknum
ætlum að gera mynd sem verður þá
algjörlega á okkar vegum.“
Myndin, sem hefur fengið vinnu-
heitið Bréfberinn, verður tekin upp
í maí. Í upphafi var ákveðinn
rammi, að myndin skyldi fjalla um
bréfbera og samskipti hans við þá
sem hann færir böggla og bréf. Tíu
nemendur eru í bekknum og voru
skrifuð sjö handrit. Af þeim voru
valin fjögur sem verða kvikmynduð
og eiga Starkaður, Diddi og Erpur
þrjú þeirra.
En hvar liggur þitt áhugasvið
innan kvikmyndagerðar?
„Upphaflega var það bæði að
skrifa handrit og leikstýra. En
áhuginn hefur dvínað,“ viðurkennir
Starkaður. „Ég á aðeins eftir að
skrifa svona eins og eitt ljóð áður
en ég fer heim, það myndi full-
nægja sköpunarþörfinni.“
Hvað kanntu best við í Prag?
„Stemmningin í borginni er mjög
sérstök, einkum fyrir saklausan Ís-
lendinginn. Við búum t.d. í götu þar
sem öll hús eru yfir hundrað ára
gömul og víða má finna mun eldri
byggingar og staði með mikla sögu.
Sagan er alls staðar í kringum
mann.“
Sérðu þig fyrir þér sem kvik-
myndagerðarmann í framtíðinni?
„Það er aldrei að vita hvað verð-
ur, kannski ég fari bara í hár-
greiðslu næst.“
Erpur Sigurðarson
Erpur man námkvæmlega hve-
nær áhugi hans á kvikmyndagerð
hófst. „Það var árið 1992 þegar ég
og félagar mínir réðumst í að gera
svokallaða „splattermynd“, sem við
kláruðum reyndar aldrei,“ rifjar
hann upp. „Það besta sem kom út
úr þessu var nafnið Moldvarpan,“
bætir hann við og útskýrir: „Mold-
varpan er alltaf neðanjarðar og svo
er hún blind. Það er skemmtileg ír-
onía í þessu.“
Af hverju ákvaðstu að flytja til
Prag?
„Ég kom hingað fyrst fyrir
nokkrum árum og fannst þetta fal-
leg borg, það er eins og maður búi
inni í listaverki. Svo er auðvelt að
gleyma sér hérna. Það er eitthvað
við Prag sem togar mann til sín aft-
ur og aftur.“
Ertu ánægður með námið?
„Já, en tímarnir eru vissulega
misjafnir og sömuleiðis kennararn-
ir. En maður ræður því svolítið
sjálfur hvað maður fær út úr þessu.
Umhverfið er mjög sérstakt að vera
innan um fólk sem er að vasast í
þessu sama. Maður er alltaf að læra
þó að maður sé ekki staddur í skól-
anum.“
Eitthvað sem þér finnst neikvætt
við Prag?
„Komandi frá Íslandi er það
vissulega áfall að sjá fólk á götum
úti allslaust. En það er ótrúlegt
hvað ég varð fljótt vanur þessu. Ég
bjó í miðbæ Prag fyrir nokkrum ár-
um. Það var í fyrstu áfall að sjá
unglinga sprauta sig í stigagang-
inum en fljótlega var ég hættur að
kippa mér upp við það.“
Áttu þér eftirlætisstað í borg-
inni?
„Já, t.d. Mala Strana-hverfið og
þá helst kaffihúsið Rubin. Þetta er
einn af þessum börum sem virðast
gera í því að forðast ferðamenn.
Mér finnst slíkir staðir ágætir.“
Sigurður Hallmar Magnússon
(Diddi)
Diddi fær það hlutverk að rifja
upp sögu Moldvörpunnar sem
formlega var stofnuð fyrir um
þremur árum. „Við Erpur sáum
auglýsingu fyrir Stuttmyndadaga í
Reykjavík og ákváðum að slá til og
gera mynd sem við síðan skiluðum í
keppnina mánuði síðar. Ekkert
gerðist náttúrlega,“ segir Diddi
brosandi, „en við lærðum heilmikið
á þessu. Þar með varð Molvarpan
kvikmyndagerð að veruleika en hún
hafði fram að þessum tímapunkti
aðeins verið nafn. Svo bættist
Starkaður í hópinn og nú erum við
allir þrír hér í Prag.“
Ertu ánægður með kvikmynda-
námið?
„Mér finnst reyndar allt nám
frekar vafasamt. Ég held að það
sem mestu máli skipti sé að áhug-
inn sé til staðar. Þá lærir maður
ósjálfrátt, skóli er aðeins viss
hvatning.“
Hvað kanntu best við í Prag?
„Hér ríkir allt annar hugsunar-
gangur, maður finnur ekki jafnmik-
ið fyrir lífsgæðakapphlaupinu. Svo
er mjög ódýrt að lifa hérna en það
hefur samt breyst frá því að ég
kom hingað fyrst.“
Áttu þér uppáhaldsstað í borg-
inni?
„Já, kommúnistablokkarhverfið
við enda neðanjarðarlestarlínunnar.
Mér finnst gott að fara þangað einn
og rölta um. Þetta er Breiðholt
margfaldað með hundrað. Þarna er
hægt að ganga endalaust innan um
gráar blokkirnar.“
Hvað tekur við hjá þér eftir skól-
ann í vor?
„Ég er að grúska í heimildar-
myndargerð núna og svo að gera
mynd með bekknum. Ég er nú ekk-
ert fullur af áhyggjum um hvað
gerist ef ég hætti öllu kvikmynda-
stússi. Ég myndi ekki líta á það
sem neina uppgjöf, heldur snúa
mér að einhverju öðru. En ég vil
gjarnan halda áfram í kvikmynda-
gerð og vonast til að geta búið í
Prag eitthvað lengur.“
Helga Björk Arnardóttir
Helga hefur lengi haft áhuga á
förðun og fór því í nám í leikhús- og
kvikmyndaförðun hjá No Name síð-
asta vetur. „Ég kynntist strákunum
í Moldvörpunni þegar ég var að
sminka fyrir tónlistarmyndband,“
útskýrir Helga. Hún hefur síðan
farðað fyrir myndir Moldvörpunn-
ar, auglýsingar og fleiri tónlistar-
myndbönd en að auki var hún yf-
irsminka í kvikmyndinni Fyrsti
apríl sem tekin var upp í Reykjavík
síðasta sumar.“
Hvers vegna fluttir þú til Prag?
„Mér fannst ég þurfa að komast í
burtu, vildi prófa eitthvað nýtt og
kynnast nýju fólki. Ég hafði heyrt
að Prag væri yndisleg borg og hún
hefur staðist allar mínar væntingar
og miklu meira til.“
Hvað er það sem þú kannt best
við í Prag?
„Umhverfið er margs konar, hér
ríkir stórborgarandi en einnig er
auðvelt að vera einn með sjálfum
sér. Það er endalaust hægt að
gleyma sér á gangi í þessari borg.“
Hvað hefurðu verið að fást við
síðan þú komst?
„Ég hef verið að að sminka fyrir
auglýsingar og einnig unnið fyrir
fólkið í kvikmyndaskólanum. Þetta
hefur verið mjög skemmtilegt og
gaman að fá tækifæri til að kynnast
fólki í kvikmyndanámi sem er fullt
af áhuga og hugmyndum.“
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn
í Prag?
„Það er lítið hverfi, sem kallast
Mala Strana. Fullt af þröngum göt-
um og litlum görðum. Þegar ég vil
vera ein með sjálfri mér fer ég og
geng þarna um.“
Er eitthvað sem þú saknar frá
Íslandi?
„Það koma alltaf annað slagið
tímar þegar maður hugsar heim,“
viðurkennir Helga. „En þá horfi ég
bara til himins og skoða stjörn-
urnar, þetta eru sömu stjörnurnar
hér og heima.“
Íslenskt kvikmyndagerðarfólk við nám og störf í Tékklandi
Fjögur andlit
Moldvörpunnar
Í gegnum aldirnar hafa margir listamenn dvalið í Prag og sótt
sér innblástur. Þar frumflutti Mozart Don Giovanni-óperuna,
Kafka sat þar við skriftir og Mahler við tónsmíðar. Engin furða,
borgin á sér ríka sögu og fagrar byggingar. Sunna Ósk Loga-
dóttir heimsótti þar fjóra Íslendinga sem eiga það m.a. sameig-
inlegt að hafa tekið ástfóstri við borg hinna þúsund turna og
búa til kvikmyndir undir nafni Moldvörpunnar.
Helga: „Prag hefur staðist allar mínar væntingar og miklu meira til.“
Ljósmynd/Helga B. Arnardóttir
Diddi: „Í Prag ríkir annar hugsunargangur, maður finnur ekki jafn-
mikið fyrir lífsgæðakapphlaupinu.“
Ljósmynd/Helga B. Arnardóttir
Erpur: „Prag er falleg borg, það er eins og maður
búi inni í listaverki.“
Ljósmynd/Helga B. Arnardóttir
Starkaður: „Ég á eftir að skrifa eins og eitt ljóð áður en
ég fer heim, það myndi fullnægja sköpunarþörfinni.“