Morgunblaðið - 29.04.2001, Síða 54

Morgunblaðið - 29.04.2001, Síða 54
FYRIR skömmu var haldið Gala- kvöld í Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ. Þessi uppákoma er orðin að föst- um lið í skólastarfinu en þá koma útskriftarnemendur og kennarar saman, snæða hátíðarkvöldverð í boði skólans og síðan tekur við dans undir ljúfum tónum hljómsveitar hússins. Til undirbúnings er þátttak- endum boðið upp á dansæfingar sem danskennarinn Óli Geir hefur séð um. Danskort eru ómissandi þáttur á slíku kvöldi, svo og marsering und- ir styrkri stjórn íþróttakennara skólans. Þetta kvöld er einn af mörgum liðum í öflugu forvarna- starfi skólans. Skilaboðin eru skýr: Skemmtum okkur án vímuefna! Björn Þorlákur Björnsson og Hildur Ketilsdóttir. Karitas Sæmundsdóttir, Lilja Rut Jóhannsdóttir og Nanna K. Traustadóttir. Galakvöld í Garða- bænum Halla Viðarsdóttir og Hermann Sigurðsson. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 57 Á sunnudögum bjóðum við upp á matseðil fyrir sælkera. Sunnudagar fyrir sælkera 4 rétta fiskmatseðill 2.700.- 5 rétta kjöt- eða fiskimatseðill 3.500.- Stórglæsilegur a la Carté matseðill Valin vín og vingjarnlegt umhverfi Mike Scott, ásamt nýlega endur- reistri Waterboys, hefur í hyggju að gefa út Fishermans Blues Two, sem mun innihalda lög sem komust ekki inn á upprunalega meistarastykkið frá árinu 1988. Morrissey gengur þessa dagana samningslaus á milli úgáfufyrir- tækja með fulla vasa af lögum sem enginn sýnir áhuga. Undarlegt. Gruggsveitin Afgan Whigs hefur nú hætt störfum (snökt, snökt) vegna landfræðilegra ástæðna að sögn Greg Dulli, leiðtoga sveitarinn- ar. Í bígerð er fjögurra diska kassi með tyggjórokksveitinni sálugu Monkees og tvöföld safnplata er einnig á leiðinni. Allar plötur XTC munu svo verða endurútgefnar í maí og enginn smá slatti þar á ferðinni. Eminem stendur í stórræðum að vanda en hann hyggst nú leika í kvik- mynd byggða á eigin lífi. Billy Corgan er um þessar mundir í hljóðveri með þunglyndu dansbolt- unum í New Order, en hann mun syngja í ónefndu lagi sem verður á væntanlegri skífu þeirra sveitar. Hljómsveitin James er svo tilbú- inn með nýja plötu en það er enginn annar en sjálfur Brian Eno sem sneri tökkunum við upptöku hennar. Ljósmynd/Marlene Goldman Morrissey á í engin hús að venda. Poppkorn Sími 551 5103 TANGO HÁTÍÐ Kennarar Daniela og Armando frá Buenos Aires Einstakt tækifæri FÓLK Í FRÉTTUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.