Morgunblaðið - 20.05.2001, Qupperneq 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 13
Kynnið ykkur stórglæsileg ferðatilboð á vefsíðu okkar
www.samvinn.is og á söluskrifstofum um land allt.
Rhodos • Ítalíu • Portúgal
Mallorca • Benidorm • Albir
Við bjóðum ferðir á eftirtalda staði:
Bókaðu hjá traustu fyrirtæki og nýttu þér 25 ára reynslu og fagmennsku í ferða-
þjónustu. Þín bíður frábær dvöl og einstök þjónusta á áfangastöðum okkar.
aðeins
á mann á La Colina
23.maí í eina viku
SPÁNN
ALBIR
Miðað við tvo fullorðna og tvö börn.
Skattar og gjöld innifalin.
Einstakt tækifæri!
GRIKKLAND
RHODOS
28. maí í tvær vikur
59.082 kr.
á mann á Rhodos Palace
Miðað við tvo fullorðna og tvö börn
skattar og gjöld innifalin
44.872 kr.
aðeins
Örfá sæti laus á sértilboði!
FEÐGAR hafa verið fundnir
sekir um árásir gegn níu ára
dreng sem var nágranni þeirra
í fjölbýlishúsi í miðborg
Reykjavíkur. Auk þess var fað-
irinn dæmdur fyrir ráðast á
móður drengsins þegar hún
ætlaði að koma syni sínum til
hjálpar. Í dómnum kemur fram
að árásirnar hafa haft veruleg
áhrif á líðan drengsins, öryggi
og námsárangur. Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur dæmdi föður-
inn til að greiða 100.000 krónur
í sekt til ríkissjóðs, greiða
drengnum 150.000 krónur í
miskabætur og móðurinni
75.000 í miskabætur. Ákvörðun
um refsingu sonarins er frestað
í tvö ár en hann var dæmdur til
að greiða drengnum 50.000
krónur í miskabætur. Þá voru
feðgarnir dæmdir til að greiða
allan sakarkostnað.
Árásirnar áttu sér stað sama
daginn í desember 1999. Síð-
degis réðst sonurinn, sem er
rúmlega tvítugur, á drenginn
skammt frá heimili þeirra og
sparkaði í hann. Lögregla var
kölluð til en sonurinn svaraði
ekki þegar lögreglan barði dyra
á heimili feðganna. Nokkru eft-
ir að lögregla var farin af vett-
vangi réðst faðirinn á drenginn
í stigagangi fjölbýlishússins.
Hann hrinti drengnum og
sparkaði í hann. Þegar móðir
drengins kom honum til hjálpar
sló hann hana. Lögregla var
aftur kölluð til og reyndu lög-
reglumenn að ná tali af þeim
feðgum með því að berja dyra
og kalla til þeirra en fengu ekk-
ert svar. Í lögregluskýrslu var
bókað að frá íbúð þeirra heyrð-
ist umgangur og mannamál.
Feðgarnir neituðu báðir fyrir
dómi að árásirnar hefðu átt sér
stað.
Hrottaleg og
tilefnislaus árás
Aðalmeðferð í báðum málun-
um fór fram samhliða og voru
skýrslur aðila og vitna teknar í
einu lagi fyrir bæði málin.
Fram kemur í dómi héraðs-
dóms yfir syninum að drengur-
inn hafi orðið viðkvæmur eftir
árásina og að hann hafi verið
hræddur um að það yrði aftur
ráðist á hann. Í dómnum segir
að árásin hafi verið hrottaleg
og tilefnislaus. Í dómnum yfir
föðurnum segir að einsýnt þyki
að hin síðari árás vegi þyngra,
„enda um endurtekið áreiti að
ræða og ákærði fullorðinn mað-
ur, en almennt eiga börn að
geta treyst fullorðnum, þá átti
síðara tilvikið sér stað á heimili
brotaþola“.
Hjördís Hákonardóttir hér-
aðsdómari kvað upp dóminn.
Dæmdir
fyrir að
ráðast á
dreng
SAMNINGUR um menntun ófag-
lærðra í byggingariðnaði var und-
irritaður á fimmtudag en aðild að
honum eiga Starfsafl, Landsmennt
og Menntafélag byggingariðnaðar-
ins. Um fjögur þúsund ófaglærðrir
starfsmenn vinna í byggingariðn-
aði hér á landi og er með samn-
ingnum stefnt að því að sinna
reglulega þörfum ófaglærðra í
byggingariðnaði fyrir símenntun,
segir í fréttatilkynningu frá að-
ilunum þremur. Menntafélag bygg-
ingariðnaðarins sem annast sí-
menntun sveina og meistara í
byggingariðnaði, mun sjá um
menntunina.
Efla menntun
ófaglærðra
Morgunblaðið/Þorkell
Ingi Bogi Bogason, Eyjólfur Bjarnason og Ágúst H. Elíasson.
FFA – Fræðsla fyrir fatlaða og að-
standendur – sem er samstarfsverk-
efni Landssamtakanna Þroskahjálp-
ar, Sjálfsbjörg landssambandsins,
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
og Styrktarfélags vangefinna, boða
til fræðslufundar fyrir afa og ömmur
fatlaðra barna. Þetta verður síðasta
afa- og ömmukvöld vetrarins.
Á fundinn kemur sr. Guðný Hall-
grímsdóttir, prestur fatlaðra. Sr.
Guðný mun spjalla um starf sitt sem
prestur fatlaðra, bæði hvernig hún
tengist fötluðum sjálfum sem og að-
standendum þeirra. Fundurinn
verður haldinn hjá Þroskahjálp, Suð-
urlandsbraut 22, þriðjudaginn 22.
maí kl. 20.
Afar og ömmur
fatlaðra barna