Morgunblaðið - 20.05.2001, Page 14

Morgunblaðið - 20.05.2001, Page 14
LISTIR 14 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ T ENÓRSÖNGVARINN Serg- ei Larin, sem Kristján Jó- hannsson segist telja „grande tenore“ og taka ofan fyrir, þar sem hann sé „miklu betri en allir þessir gaurar“, er Rússi, sem hóf feril sinn í Vilnius í Litháen. Í samtali við brezka tónlistartímaritið Gramophone seg- ist hann hafa haldið þangað 1981 til þess að læra raddbeitingu hjá kennara við tónlistar- skólann þar og árið eftir kom hann fyrst fram í Vilniusaróperunni í hlutverki Alfredo í La Traviata. 1989 réðst hann til Þjóðaróperunnar í Bratislava og 1990 náði hann eyrum um- heimsins, þegar hann söng Lensky í Évgen- íj Onegin í Þjóðaróperunni í Vín. Eftir það má segja að honum hafi staðið allar dyr opnar. Hann hefur m.a. sungið víða á Ítalíu, á Scala, í Bologne, Flórenz og Napólí, í Covent Garden í London, óperunum í París, óperunni í Monte Carlo, óperunum í Frank- furt, München, Stuttgart og Berlín, Zürich og Amsterdam, Buenos Aires og San Francisco. Vorið 1994 söng hann fyrst í Metropolitanóperunni í New York. Hann hefur komið víða fram á tónlist- arhátíðum og tónleikum, þar sem m.a. Claudio Abbado, Vladimir Fedoseyev, Neemi Jarvi, Zubin Mehta og Riccardo Muti hafa staðið við stjórnvölinn. Fyrstu óperusýningarnar, sem Larin tók þátt í, voru fluttar á litháísku, en hún stóð ekkert í honum. Tungumál eru eitt af hans áhugamálum og hann talar sjö tungumál. Áður en hann hélt til Vilnius nam hann frönsku við Gorkyháskóla og þegar hann fór að syngja í París, hrósuðu frönsk blöð hon- um fyrir vald hans á franskri tungu. Í Gramophone sagði í fyrra, að þótt Larin syngi fallega frönsku, geri hann betur bæði á þýzku og ítölsku. Í samtalinu við Gramophone segistLarin ekki vera ljóðrænn tenór, röddsín sé öflugri en svo. Hann segistvinna að því upp á hvern dag að þróa báðar hliðar raddarinnar; ekki aðeins bæta við kraftinn og styrkja neðra raddsviðið til átaka við hljómsveitina, heldur líka að ná valdi á veikum söng og jöfnum hendingum með miðlungsveikum söng, að geta sungið langar hendingar án þess að pína sig um of. Hann segir átrúnaðargoð sín öll í fortíðinni og í hans huga ber rödd Franco Corelli hæst. Sergei Larin hefur sungið inn á nokkrar geislaplötur fyrir Chandos; lög eftir rúss- nesk tónskáld við undirleik Bekovasystra, þar á meðal sérstakar plötur með lögum Tsjaíkovskíj og Rachmaninov, einnig rúss- neskar óperuaríur og lög rússneskra tón- skálda við ljóð vestrænna skálda. Þá er hann meðal flytjenda á geislaplötum Deutsche Grammophon með óperunum Lafði Macbeth frá Minsk eftir Shostakovich og Mazeppa eftir Tsjaíkovskíj og hann hef- ur sungið í útgáfu SONY Classical á Boris Godunov eftir Mussorgsky. Í október 1995 hlaut Sergei Larin Verdi- verðlaun Verdifélagsins í Parma. Gagnrýnandi Gramophone segir í umsögn um plötuna með Boris Godunov (1994), að sá Grigory, sem Larin syngi, sé sá bezti á plötu til þessa. Í umsögn Gramophone um plötu með söngvum rússneskra tónskálda (1997) er Larin m.a. sagður syngja unaðs- fagran tón og á öðrum stað er tenórrödd hans sögð fallega hrein, styrk og jöfn, hún slakni ekki á neðri tónum og stígi með kröftugum hljómi. Og enn einn gagnrýnandi Gramophone segir í umsögn um geislaplötu með rússneskum aríum (1998), að rösklega fertugur sé Sergei Larin kominn á toppinn og sé vissulega beztur „nýju tenóranna.“ Larin söng hlutverk Calaf prins á móti Kristjáni Jóhannssyni og Lando Bartolini, þegar Turandot var flutt í forboðnu borg- inni í Peking 1998. Um þann flutning segir Larin í samtali við þýzka tónlistartímaritið Das Opernglas, að uppfærslan hafi verið mjög svo hefðbundin. En staðurinn gæddi sýningarnar sérstöku lífi, sem blandaðist töfrum tónlistar Puccini. Verst þykir hon- um, hvað fáir gátu sótt sýningarnar, en miðarnir voru seldir við hreinu okurverði. Sergei Larin er söngvari sem vill að sér- hver maður eigi þess sem oftast kost að koma í óperuna. Þessi sýning í Peking, sem Zubin Mehta stjórnaði, vakti heimsathygli. Hún var gefin út á geislaplötu og myndbandi meðLarin, Giovanna Casolla sem Turandot og Barbara Frittoli í hlutverki Liu. Heldur fær platan slaka útreið í Gramophone, en á myndband- inu ber sviðssetningin nokkuð í brestina. Larin er sagður gnæfa upp úr söngv- arahópnum með túlkun sinni á Calaf. Ég þekki Sergei Larin ekki náið, enég hef sungið með honum í tví-gang og hann er einn af þeimbeztu,“ sagði Kristinn Sigmunds- son, óperusöngvari, í samtali við Morgun- blaðið, þegar lokið var sýningum á Don Carlos hjá Bastilluóperunni í París, þar sem Sergei Larin söng titilhlutverkið og Krist- inn forseta rannsóknaréttarins. „Hann berst ekki mikið á og er hinn ljúfasti í allri við- kynningu,“ sagði Kristinn. Morgunblaðið sagði Kristni af ummælum Kristjáns, sem voru svar við vangaveltum í Time um arftaka tenóranna þriggja, þar sem Roberto Alagna og José Cura voru m.a. nefndir og einnig Marcello Alvarez og Salvatore Licitra, en Sergei Larin ekki. Kristinn sagði slíkar vangaveltur ósköp ómerkilegar og kvaðst vel geta tekið undir orð Kristjáns þar um. „Ég var nú einu sinni að hlusta á Alagna, sat úti í sal, og þá hugs- aði ég með mér: Hér þyrfti nú Kristján að vera kominn! Þetta snýst allt meira um viðskipti en list. Plötufyrirtækin eru með því að hampa söngvurum eins og Alagna og Cura að reyna að halda í eitthvað, sem þó er hrunið. Sergei Larin er ekki í þessum flokki og svo er um fleiri góða söngvara. Hann er mjög traustur listamaður og er ekkert að slá um sig í auglýsingum. Ég hef nú meiri trú á þannig fólki. Ég hef sungið með honum í Don Carlos og Évgeníj Onegin og hann er frábær söngvari.“ Í viðtalinu við Das Opernglas er SergeiLarin spurður út í fjölbreytt verk-efnaval sitt; hann syngi upp á franskaóperu, rússneska og ekki sízt ítalska og leggi stund á ljóðasöng með. Larin svar- ar því til, að hann geti ekki hugsað sér að verða tónlistarlegur eintrjáningur. Óperan bjóði upp á svo mörg ólík og áhugaverð hlutverk, sem krefjist ekki bara söngs held- ur einnig sálfræðilegrar innlifunar. Slík hlutverk eru hans ær og kýr! Hann segir, að til þess að geta túlkað tónlist af ólíkum uppruna verði söngvarinn að vefa þjóðernið saman við röddina. Þýð- ingarmest sé þó að skilja hvert orð, sem sungið er. Tónlistin breytist með málinu, rétt eins og munnurinn starfar ólíkt eftir því, hvort mælt er á frönsku eða þýzku. Söngvari verður að kunna skil á þessum mun, annars syngur hann bara út í bláinn. Sergei Larin segist þeirrar skoðunar, að söngvarar af hans kynslóð séu tæknilega betur til söngs búnir en tenórar fyrri tíma. En tæknin ein dregur menn skammt. Það vegur þyngst, að söngvarinn þekki það sem líkt er með tónlist Tsjaíkovskíj og Puccini, en hafi um leið sérkenni beggja á valdi sínu. Larin segir, að hvað sem öllu líði, sé ítalski skólinn enn sem fyrr undirstaða alls óperusöngs. Það lærði hann ungur í Litháen og ekkert hefur breytt því. Þegar allt komi til alls, sé rússneski skólinn sprottinn upp úr þeim ítalska. Þegar Rússland var opið til vesturs, blönduðust rússneskur söngur og ítölsk raddment. Tæknilega séu skólarnir eins og tungumálin svipuð til söngs. En eft- ir októberbyltinguna var söngurinn sem annað tekinn í þjónustu flokksins og þróað- ist þá til verri áttar. Nú er öldin önnur; handjárnin eru horfin og söngurinn hefur lifað af hina pólitísku herleiðingu. Fólk og fyrirmenn deila nú sætum í óperuhúsunum, listamenn sækja vestur á bóginn og vestrænir straumar leita austur. Larin segir það aðeins tímaspurs- mál, hvenær landamærin leysast upp og austrið verður vestrinu jafngilt óperusvið. Talinu víkur þessu næst að geisla-plötuútgáfu og þar segir Larin viðramman reip að draga. Söngvarinnverði að taka því sem að honum er rétt, fremur en að hann geti látið drauma sína rætast. Þannig sé farið með söng hans á plötum í Mazeppa og Lafði Macbeth frá Minsk, en hins vegar megi líta á þátttöku hans í Boris Godunov sem sérstakt happ. En þegar hann segi plötuútgefendum að hann langi til að syngja í Spaðadrottning- unni, þá sé viðbáran sú að á þeim bæ sé samkeppnin alltof mikil, of margar upp- tökur séu á markaðnum. Stóru útgáfufyr- irtæki vilji bara halda í það sem þau hafa og enga áhættu taka. „En hún getur nú borgað sig eins og sýndi sig, þegar ég söng lög Mussorgskis inn á plötu!“ En hvers vegna hefur hann dálæti á Her- manni í Spaðadrottningu Tsjaíkovskíj? „Mörgum ítölskum hlutverkum, sem ég syng, eru lagðar gullfallegar aríur í munn, en þau eru öll á yfirborðinu. Ég hef alltaf barizt gegn þeirri klisju, að tenórar séu bara til þess að fara upp á háa cið á færi- bandi.“ Hermann er tilvalinn til þess að Larin fái ekki aðeins að syngja heldur líka útrás fyrir löngun sína til þess að kafa djúpt í sálarlíf persónunnar. Hvaða hlutverk önnur eru á óskalist- anum? Hann nefnir fyrst til Andrea Chén- ier og Idomeneo í samnefndum óperum Gi- ordano og Mozart. Og hann er að búa sig undir hlutverk Werther í samnefndri óperu Massenet. Reyndar segir hann að einhverjir telji rödd sína ekki nógu ljóðræna fyrir það hlutverk, en hann er þeirrar skoðunar að Werther hæfi vel kröftug rödd. Svo segist hann vera spenntur fyrir Wagner og getur vel hugsað sér að syngja Lohengrin. Óttast hann ekkert að þau átök kunni að skaða röddina? Jú. Hann kannast við ummæli Melchior; menn fæðast ekki hetjutenórar heldur þroska sig til þess. Honum hefur verið boðið að syngja í Wagn- er, en hefur alltaf neitað því til þessa, því hann segist hafa séð marga félaga sína fara flatt á því. „En Lohengrin er hlutverk, sem ég get látið mig dreyma um.“ Í samtalinu við Gramophone kemurlíka fram, að Larin veit að allt hefursinn tíma og að sá einn tapar, semreynir að hnika honum til. Hann seg- ir þá Abbado oft hafa rætt um Óþelló, en sé litið til ítölsku stórtenóranna hafi þeir allir beðið með að taka Óþelló upp í hlutverka- skrá sína. Það hlutverk sé ekki aðeins spurning um rödd heldur þurfi það líka lífs- reynslu og burði, sem aðeins náist með ára- langri listiðkun. Þýzka tímaritið færir vaxandi íburð í óp- erusýningum í mál við Sergei Larin, sem segir þróunina víða liggja til hreinna skrautsýninga. Umbúðirnar eigi að trekkja. En þótt gott sé að gleðja augað finnst hon- um óperan fara fyrir lítið, þegar skrautið ber tónlistina ofurliði. „Ef tónlistin týnist geta engin leiktjöld bætt fyrir það.“ Hann er miklu betri en allir þessir gaurar Sergei Larin AF LISTUM Eftir Freystein Jóhannsson frjo@mbl.is FYRIR skemmstu voru haldnir á Skriðuklaustri tónleikar, þar sem Ingveldur G. Ólafsdóttir söng lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Tón- skáldið lék undir á píanó. Atli Heimir hefur samið um þrjátíu lög við ljóð Jónasar. Þau hafa verið gefin út á geisladisk og fylgja honum tvö nótnahefti, annað fyrir rödd og píanó og hitt eru léttar útsetningar fyrir smá- ar hendur. Upphaflega samdi Atli Heimir flest lögin við leiksýn- inguna Legg og skel, sem Bríet Héðinsdóttir hugðist vinna fyrir börn. Inn í sýninguna átti að flétta kvæðum og ljóðum Jónasar. Af sýningunni varð þó aldrei, en Atli Heimir hélt áfram að bæta við í lagasafnið. Signý Sæmunds- dóttir flutti svo lögin í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum, í Skarðs- kirkju í Landsveit. Í samtali við Ingveldi eftir tón- leikana, sagði hún mikinn feng að fá Atla Heimi austur og mjög gaman að fá tækifæri til að syngja lögin aftur, en áður flutti hún þau fyrir tveimur árum í Safni Sigurjóns Ólafssonar í Reykjavík. Ingveldur segir þau ljóð Jón- asar sem Atli valdi til að semja við, eiga náttúruna og ástina sameiginlega. Lögin séu afar ein- læg og í einskonar gamaldags stíl. Tónleikarnir, sem hefðu mátt vera betur sóttir, tókust hið besta. Auk 12 laga Atla Heimis fluttu þau Ingveldur sex lög eftir Brahms. Ingveldur, sem er skólastjóri Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, sagði mikið fyr- irtæki að halda tónleika sem þessa og segist ekki hafa íhugað frekara tónleikahald eystra að sinni. Vor með Jónasi í Skriðuklaustri Morgunblaðið/SBG Ingveldur G. Ólafsdóttir og Atli Heimir Sveinsson flytja lög Atla við ljóð Jónasar Hallgrímssonar í viðhafnarstofunni í Skriðuklaustri. Egilsstaðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.