Morgunblaðið - 20.05.2001, Page 15

Morgunblaðið - 20.05.2001, Page 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 15 VERKALÝÐSSÝNINGIN í sal Ljósmyndasafns Reykjavíkur er víst fremur skipulögð af Borgarskjala- safni Reykjavíkur en Ljósmynda- safninu. Hún er ekki stór en áhuga- verð því það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á sögulegar sýn- ingar á málefnum verkalýðs, baráttu hans og frídegi. Fyrir utan nokkrar ljósmyndir sem varðveist hafa frá göngum á 1. maí, og útifundum þeim tengdum, eru á sýningunni nokkur kröfuspjöld, eða plaggöt, sem eru talandi tákn um þann tíma þegar þau voru gerð. Þá eru stækkaðar fyrir- sagnir úr dagblöðunum sem varða málefni verkalýðsins á 1. maí. Eins og oft vill verða um svona sýningar vantar nægar upplýsingar. Að vísu er ekki beinlínis við Ljós- myndasafn Reykjavíkur að sakast því ítarlegar skýringar fylgja af- bragðsfínum ljósmyndum Gísla Ólafssonar. Talin eru upp mætir menn, konur og börn sem tekist hef- ur að bera kennsl á, eða gefendur myndanna hafa þekkt. Hins vegar vantar tilfinnanlega upplýsingar um ljósmyndarann. Það er ekki í fyrsta sinn sem slíkt hendir. Undirritaður hefur séð út- gáfur af íslenskum listaverkabókum þar sem fyrirsætanna var getið – og titlar þeirra málsmetandi voru ræki- lega tíundaðir – en málararnir voru ekki nefndir á nafn. Þá fylgir enginn bæklingur né blöðungur sýningunni og þar með vantar sárlega allar nauðsynlegar upplýsingar. Á tímum þegar lenskan er sú að hnýta í sýn- ingastjóra og finna þeim allt til for- áttu er best að ganga í lið með suðinu og kvarta rækilega yfir slælegum vinnubrögðum. Til dæmis er engar upplýsingar að hafa um teiknara plaggatanna. Voru þeir íslenskir eða voru þetta danskir og þýskir teiknarar? Hefðin gæti verið fengin þaðan án þess að það sé víst. Þetta skiptir máli því auglýs- ingaspjöldin tvö sem prýða vestur- vegginn í salnum eru fagurlega og fagmannlega teiknuð. Það væri vissulega gaman að vita hver höf- undurinn er, að ekki sé nú talað um reynist hann hafa verið íslenskur. Vissulega er nauðsynlegt að tína til þá sem stóðu á grjóthrúgunni í ljósmynd Gísla – hún átti síðar eftir að verða Alþýðuhúsið við Ingólfs- stræti og Hverfisgötu – og þrumuðu gegnum lúður undir fánaborginni á 1. maí. Ártalið vantar að vísu en það mætti eflaust reikna út með litlum tilkostnaði. Á grjóthrúgunni má meðal annarra sjá þá Sigurjón Á. Ólafsson, Sjómannafélagi Reykja- víkur, og Dagsbrúnarforkólfana Guðmund Ó. Guðmundsson og Héðin Valdimarsson messa yfir ekki ómerkari mönnum en Jóhanni Jeremías Kristjánssyni – síðar lækni á Ólafsfirði – bróður Sigurliða kaup- manns sem betur var þekktur sem Silli í Silla og Valda. Á annarri mynd eftir Gísla – af 1. maí-göngu á Laugaveginum – má greinilega sjá Odd sterka Sigur- geirsson af Skaganum, Þóru Péturs- dóttur, ömmu Ingjalds Hannibals- sonar, og Ernst Fridolf Backman, málmbræðslumann frá Filipstad á Värmlandi í Svíþjóð – afa leikkon- unnar Eddu Heiðrúnar – ásamt fjöl- skyldu sinni. Það sannar að erlendir verkamenn eru alls ekkert nýnæmi í íslenskri atvinnusögu, því myndin var tekin 1. maí árið 1923, eða fyrir hartnær sjö áratugum. Þetta er því merkileg sýning fyrir ættfræðinga og aðra ámóta forvitna en mér finnst sem íslenskir verka- menn eigi betra og vandaðra skilið en svona greinilega upphróflað skyndihengi í tilefni af frídegi sínum. Það var dálítið tríst að sjá auglýsing- arrenninginn framan við innganginn – þar sem sýningin var hetjulega til- kynnt – hálfan kominn ofan á gólf af því límbandið hafði gefið sig. Ef á annað borð er verið að halda sýningu þarf málamyndanatni af hálfu skipu- leggjenda. Annars er betur heima setið en af stað farið. Fram þjáð- ir menn Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Eitt verkanna á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi. MYNDLIST L j ó s m y n d a s a f n R e y k j a v í k u r , G r ó f a r h ú s i Til 21. maí. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 10–16. LJÓSMYNDIR & VEGGSPJÖLD GÍSLI ÓLAFSSON & FLEIRI Halldór Björn Runólfsson Vekjaraklukka aðeins 900 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.