Morgunblaðið - 20.05.2001, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 19
þó ekkert sérlega skemmtilegur
staður, okkur myndi sjálfsagt leiðast
ef við ynnum ekki svona mikið, hér er
ekki mikið við að vera. Þótt við eigum
hér góða vini eru þeir nær allir út-
lendingar eins og við. Staðurinn á
ekki ítök í okkur, við erum hér vegna
vinnunnar. Verunni hér má líkja við
eina langa vakt,“ segir Ásgeir. Þeir
hafa hvorugt málið lært, albönsku
eða serbnesku, segja slíkt geta kom-
ið mönnum í vandræði, grípi þeir til
rangs orðs.
Tveir heimar
Ásgeir og Þórir munu halda heim í
júní nk. og hafa þá starfað í fjórtán
mánuði við lífvörslu í Kosovo. Eftir
verða tveir nýir meðlimir lífvarða-
sveitarinnar, Hálfdán Daðason og
Arnþór Davíðsson, sem komu til Kos-
ovo í mars sl. Ásgeir og Þórir snúa
báðir aftur til sérsveitar lögreglunn-
ar, sem þeir hafa starfað með í níu og
sjö ár. Ásgeir segist ekki telja að erf-
itt verði að snúa aftur heim í rólegra
starf og umhverfi en útilokar heldur
ekki að hann muni halda á vit nýrra
ævintýra seinna, enda með reynslu í
farteskinu sem margir myndu vafa-
laust fegnir þiggja.
„Í mínum huga eru algjör skil á
milli starfsins hér og á Íslandi. Þetta
er gjörólíkt því sem við vorum að
gera heima, fólk trúir okkur varla
þegar við lýsum fyrir því hvað við er-
um að gera hér,“ segir Ásgeir. „Við
höfum fengið ótrúleg tækifæri í
þessu starfi, tækifæri sem gefast
varla nokkurs staðar annars staðar.“
Þórir og Ásgeir stilla sér upp ásamt félögum sínum úr lífvarðasveitinni og lög-
reglumönnum af ýmsu þjóðerni fyrir indverskan ljósmyndara. Sjón af þessu
tagi mun ekki vera óalgeng í Kosovo um þessar mundir.
Ásgeir og Þórir taka það rólega ofan á brynvarinni bifreið.
650 kúbika Yamaha-mótorhjól bíð-
ur eiganda síns í gámi við höf-
uðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í
Kosovo. Um helgar rennir eigand-
inn, Þórarinn Eyjólfsson, sér stund-
um skottúr um héraðið sem er svo
sem ekki stórt, á stærð við Þingeyj-
arsýslur að flatarmáli. Þó hefur
takmarkaður tími gefist til ferða
þar sem starfsdagurinn er býsna
langur, oft yfir tólf tímar og helg-
arnar meðtaldar.
Þórarinn er deildarstjóri verk-
fræðideildar SÞ og sér um allan
rekstur hennar; innkaup, samn-
ingagerð, vöruhús og þungavinnu-
vélar. Hann hefur starfað í Kosovo
frá því í nóvember 1999 og fyrir SÞ
í 19 ár. Þórarinn kom til Kosovo
frá Líbanon en hann hefur starfað
víða um heim; m.a. í Ísrael, Kýpur,
öllum löndum Suður-Ameríku og
Taílandi.
„Það er erfitt að bera þessa staði
saman, þeir eru gjörólíkir. Ástand-
ið hér hefur batnað mikið frá því
að ég kom nema hvað öryggis-
ástandið er ekki nógu gott,“ segir
Þórainn. Allt er þó með kyrrum
kjörum og öryggi útlendinga ekki
alvarlega ógnað, ólíkt því sem
gerst hefur á sumum svæðanna
sem hann hefur starfað á en hann
hefur misst vinnufélaga og orðið
innlyksa vegna átaka.
Þrátt fyrir að Þórarinn hafi ekki
búið eða starfað á Íslandi í 19 ár,
segist hann enn telja sig eiga þar
heima og vera mikill Íslendingur í
sér. „Mér hefur ekki fundist ég
eiga neins staðar heima þar sem ég
hef starfað, nema kannski í Ísrael,
þar sem ég vann í átta ár.“
En það er ekki þar með sagt að
létt sé að snúa aftur til Íslands,
Þórarinn segir marga Íslendinga
við svipuð störf og hann hjá Sam-
einuðu þjóðunum og að reynslan
sýni að margir sjái eftir því lífi sem
slík vinna sé. „Ætli það sé ekki að
losna við allt daglega amstrið og
stressið. Í svona starfi gefst ekki
tími til neins annars en að vinna,
vinnudagurinn er oftar en ekki um
og yfir 12 tímar. Þetta er paradís
vinnusjúklinga. Maður veit aldrei
hvað morgundaginn ber í skauti
sér, í mínu starfi á ég von á því að
fá skipun um flutning hvenær sem
er, ég gæti verið kominn til Eritreu
áður en ég veit af. Svo er auðvitað
ákveðinn ævintýraljómi einnig. Ís-
lenska útþráin lætur heldur ekki að
sér hæða.“
Fjölskylda Þórarins hefur verið
með honum á flestum stöðunum en
vegna náms barnanna er hún nú
búsett í Svíþjóð. Þá hafa landsmenn
Þórarins yfirleitt alltaf skotið upp
kollinum en þó hvergi eins margir
og í Kosovo, þar sem þeir eru orðn-
ir 20 og halda flestir hópinn.
Þórarinn segir erfitt að aðlagast
samfélaginu í Kosovo, til þess sé
hugsunarhátturinn of ólíkur því
sem hann eigi að venjast. Þá sé
hann ekki mikill aðdáandi Pristina
og flutti því í lítið þorp skammt frá
höfuðstaðnum þar sem hann vakn-
ar við hanagal á hverjum morgni.
„Ég nýt þess að vinna en utan vinn-
unnar er hins vegar fátt við að vera
svo ég keypti mér mótorhjól. Ég
hjóla á kvöldin og um helgar þegar
færi gefst. En það verður að fara
varlega,“ segir Þórarinn sem við-
beinsbrotnaði í fyrra þegar hann
missti stjórn á hjólinu eftir að hafa
ekið ofan í djúpa holu, sem meira
en nóg er af á illa förnum vegum
Kosovo.
Hversu lengi dvölin í héraðinu
varir er undir öðrum komið, Þór-
arinn fer þangað sem yfirstjórn-
endur hans hjá SÞ telja að mest
þörf sé fyrir hann. Hann segist
ætla að vinna fram að sextugu og
taka sér þá ársfrí áður en hann
gerir upp við sig hvað svo taki við.
Það gæti sem best orðið meiri
vinna.
Brunað um Kosovo
Þórarinn Eyjólfsson verkfræðingur starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar og segir
ástandið hafa batnað í Kosovo nema í öryggismálum.
enn miklu nær arabaheiminum en
Evrópu. Það sést á hefndardrápum
sem eru ævaforn siður.
Þá er t.d. enn óskaplega viðkvæmt
mál að ræða um takmarkanir barn-
eigna. Í þeim tilfellum sem slíkt ger-
ist er það nær alltaf karlinn sem
ákveður að fleiri verði börnin ekki.
Það telst enn vera skömm fyrir kon-
ur að vera ógiftar framundir þrítugt
en þær eru í erfiðri stöðu því konur
eru mun fleiri en karlar í Kosovo.
Samkvæmt kjörskrá sveitarstjórn-
arkosninganna eru konur um 55%.
Fjöldi karla féll í átökunum við
Serba en mest munar þó um þá stað-
reynd að svo margir þeirra vinna er-
lendis, einkum í Sviss og Þýska-
landi.“
Kristín segist hafa verið orðin
þreytt á erfiðum aðstæðum er hún
hélt á brott í desember sl. auk þess
KRISTÍN Ástgeirsdóttir, fyrr-verandi þingkona, stóðst ekkimátið þegar tækifæri gafst til
að ljúka hálfkláruðum verkefnum og
sneri aftur til Kosovo, í þann mund
sem upp úr blossaði í nágranna-
ríkinu Makedóníu fyrir skemmstu.
Spennan hafði magnast umtalsvert á
þeim þremur mánuðum sem liðið
höfðu frá því hún lauk störfum fyrir
Kvennastofnun Sameinuðu þjóðanna
og nýtt líf hlaupið í pólitíska umræðu
sem Kristín fylgist sem fyrr með af
áhuga.
Kristín segir ástandið í Kosovo
einkennast af mun meiri spennu en
áður, einkum í tenglsum við átökin í
Makedóníu. Þá sjáist greinileg
merki um óþolinmæði, almenningur
vilji sjá árangur starfs alþjóðastofn-
ana. „Nú er verið að vinna að stöðu-
lögum fyrir verðandi löggjafarsam-
kundu héraðsins og þau hafa að
sjálfsögðu hleypt nýju lífi í um-
ræðuna um stöðu þess og kröfuna
um sjálfstæði,“ segir Kristín.
Sveitarstjórnarkosningarnar í
október sl. voru fyrsta skrefið í átt-
ina að því að færa ábyrgð yfir á
hendur íbúa Kosovo og stefnt er að
því að um mitt ár hafi þeir yfirtekið
öll ráðuneyti sem SÞ komu á fót í
héraðinu. „Alþjóðastarfsmenn verða
hér áfram en aðallega í ráðgjafahlut-
verki. Það sorglega er hins vegar
hinn átakanlegi skortur á stefnu og
markmiðum stjórnmálaflokka.
Hvers konar mennta- og heilbrigð-
iskerfi vilja þeir? Hvernig vilja þeir
reka þetta samfélag? Sem stjórn-
málamann blóðlangar mig til hefja
viðræður við þá um slík grundvall-
aratriði.“
Kristín starfrækir skrifstofu
UNIFEM, Kvennastofnunar Sam-
einuðu þjóðanna, í Kosovo og kom
upphaflega til starfa í mars 2000.
Hún lauk störfum í desember sl. en
var kölluð aftur út skömmu síðar.
UNIFEM beitir sér einkum fyrir
aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna,
í tengslum við komandi þingkosning-
ar. Kristín vinnur m.a. með stjórn-
málakonum, að því að fræða kjós-
endur, þjálfa frambjóðendur og
sinna ráðgjöf. „Þá reynum við að
hafa áhrif á löggjöf svo að tillit sé
tekið til kvenna og jafnréttis gætt.
T.d. lögðum við mikla áherslu á
kynjakvóta í kosningum og höfum
unnið að framkvæmdaáætlun í jafn-
réttismálum fyrir ráðuneytin.“
Í komandi þingkosningum verður
30% kynjakvóti en það sama var upp
á teningnum í sveitarstjórnarkosn-
ingunum, svo og við ráðningar í ein-
stökum stofnunum, t.d. lögreglunni,
þar sem konur eru 20% en það er eitt
hæsta hlutfall lögreglukvenna nokk-
urs staðar.
„Kynjakvótarnir hafa orðið til
þess að konurnar eru mun sýnilegri
en áður. En það er langt í land og ég
er hrædd um að það komi bakslag
þegar alþjóðasamfélagið dregur sig
að einhverju marki út. Því verðum
við að þrýsta á um umbætur á meðan
tækifæri gefst til.“
Staða kvenna í Kosovo hefur
breyst umtalsvert á síðustu árum,
ekki síst þar sem margar þeirra hafa
fengið vinnu hjá alþjóðastofnunum
og eru sumar hverjar einu fyrirvinn-
ur heimilsins. „Í upphafi var mikið
talað um aukið heimilisofbeldi sem
afleiðingu þeirrar spennu sem þetta
skapaði en nú virðist hafa dregið úr
því, karlarnir eru að byrja að venjast
þessari breyttu stöðu. Jafnvægið er
viðkvæmt og það er alltaf spurning
hvaða rétt SÞ hafi til þess að breyta
menningu annarra þjóða? Fólk hér
segist vilja lýðræði og kveðst horfa
til vesturs, en hugsunarhátturinn er
sem hún hafi orðið fyrir miklum von-
brigðum með útkomu kvenna í sveit-
arstjórnarkosningunum síðasta
haust. Hún hafi hins vegar ekki stað-
ist mátið að snúa aftur og ljúka hálf-
kláruðum verkefnum, þrátt fyrir raf-
magnsskort og á stundum svifaseint
og stirðlegt kerfi. „Kannski er ég
komin með Balkan-veiruna,“ segir
hún. „Ég lít þó á þetta sem tíma-
bundið verkefni, borgin er ekki að-
laðandi en fólkið á ítök í mér. Ég nýt
starfsins, þess að sjá árangur verka
minna. Auðvitað verð ég stundum
svartsýn vegna þess hve hægt hlut-
irnir ganga. Hér gætir enda mikillar
svartsýni á meðal alþjóðastarfsliðs-
ins og margir gæta sín ekki og verða
algerlega útbrunnir í starfi. En svo
glittir í vonina annað slagið og það
gefur manni endurnýjaðan þrótt til
að halda áfram.“
Stutt við bakið
á konunum
Kristín Ástgeirsdóttir segist njóta þess að sjá árangur verka sinna við rekstur Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna í
Kosovo og bætir við: „Kannski er ég komin með Balkan-veiruna.“