Morgunblaðið - 20.05.2001, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 21
Hjartans þakkir sendum við, ég og eiginkona
mín, öllum þeim, sem lögðu leið sína í félags-
heimilið Baldur á Drangsnesi eða glöddu okkur
með öðrum hætti í tilefni af níræðisafmæli mínu
þann 11. maí sl.
Guð blessi ykkur öll.
Höskuldur Bjarnason.
Meistaraskóli fyrir:
Bakara,
framreiðslumenn,
kjötiðnaðarmenn,
og matreiðslumenn
Nánari upplýsingar veita kennslustjóri hótel- og
matvælagreina og deildarstjóri Meistaraskólans á
skrifstofutíma milli kl. 9.00 og 15.00
til 8. júní næstkomandi.
Umsóknum fylgi staðfesting á sveinsprófi.
Kennsla hefst 22. ágúst.
HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN
MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI
v/Digranesveg 200 Kópavogi.
Sími 544 5530 Fax 554 3961 Netfang mk@ismennt.is
Nám til
meistara
in með einstakling sem búið er að
gefa grænt ljós á að sé eðlilegt að
fara með í fóstureyðingu. Við
sjáum það fyrir að með árunum
verður farið að líta á þessi börn
sem eru á lífi sem síðustu móhík-
anana og hvernig á þá að réttlæta
stöðu þeirra og mannvirðingu?
Mér finnst þeim vera sýnd van-
virðing og ég er ekki ein um þá
skoðun. Svona upplifum við for-
eldrar þessara barna hugmyndir
af þessu tagi.
Það vakna upp ýmsar spurning-
ar þegar svona er komið. Mér
finnst til dæmis skelfilegt að hugsa
til þess að fyrir 20 árum hafi við-
horf heilbrigðisyfirvalda verið
þannig að ekki þótti svara kostnaði
að senda þessi börn í hjartaað-
gerð. Sem betur fer hefur það
breyst en hvaða skilaboð eru heil-
brigðisyfirvöld að senda okkurmeð
því að skima fyrir þessum litn-
ingagalla hjá öllum konum? Ef far-
ið verður að forgangsraða innan
heilbrigðiskerfisins þegar fram í
sækir og hvar verður þá sonur
minn á þeim lista með þennan litn-
ingagalla? Er það hlutverk heil-
brigðisyfirvalda að ákveða hvað
verður um þá? Það má ekki
gleyma því að þessir einstaklingar
eru hluti af litrófi mannlífsins.
Er verið að leysa einhvern sam-
félagslegan vanda með þessu?
Hvað eru heilbrigðisyfirvöld að
teygja sig langt í þessum efnum?
Menn vita ekki þegar litningagalli
21 greinist hvort um er að ræða
heilbrigt barn eða hvort barnið er
með hjartagalla. Hugsanlega er
um að ræða heilbrigt fóstur sem
boðið er upp á að eyða af því að
það er með litningagalla og þar af
leiðandi líklega greindarskert. Er
það næg ástæða til þess að fara í
fóstureyðingu? Er tilgangurinn að
reyna að útrýma greindarskerð-
ingu? Þá hlýt ég sem foreldri að
líta á það sem fordóma.
Í mínum huga er þetta eins og í
Kína, þar sem stúlkubörn voru
borin út. Við fordæmum þær að-
gerðir og finnst þær ekki réttlæt-
anlegar. Við vitum að það eru
framkvæmdar fóstureyðingar á
börnum í Ísrael sem eru með
skarð í vör. Við fordæmum það
líka og segjum að það verði aldrei
tekið upp hér. En hvað erum við
að gera? Hvar á að láta staðar
numið og hver á að taka ákvörðun
um það? Eru það heilbrigðisyfivöld
sem eiga að taka ákvörðun um
hversu langt á að ganga? Spyrja
má hvaða skoðun hafa þjóðkjörnin
fulltrúar okkar á þessu.
Alvarlegur galli
Þarna finnst okkur sem foreldr-
um við verða að fá einhver svör.“
Ásta bendir á að umræðan snú-
ist um að bjóða fóstureyðingu þeg-
ar um alvarlega galla væri að
ræða.
„En það er boðið upp á fóstur-
eyðingu þegar um downs-heilkenni
er að ræða,“ segir hún. „Það hlýt-
ur þá að teljast sem alvarlegur
galli. Í hverju er hann fólginn ef
annars vegar fóstrið er líkamlega
heilbrigt? Er gallinn þá fólginn í
því að fóstrið er hugsanlega
greindarskert? Við þessu viljum
við foreldtar fá svör. Hvers vegna
er verið að leita uppi þennan litn-
ingagalla?
Okkur foreldrum þessara barna
finnst ástæða til að hafa áhyggjur
af því hvernig þær upplýsingar
verða sem eiga að koma frá heil-
brigðisyfirvöldum til verðandi for-
eldra. Hvernig ætla menn að hafa
þær óhlutdrægar þannig að valið
verði raunverulegt? Ég sé ekki
hvernig það getur gerst. Menn eru
komnir svo langt að þeir gleyma
sér í nýrri tækni, framförum og
nýjungum.
Ég er ekki að gera lítið úr fóst-
ureyðingum sem líkn það er allt
annað mál. Eins og þetta blasir við
mér er verið að skima eftir ein-
staklingum sem eru eins og sonur
minn. Eru það ef til vill fordómar
sem hugsanlega eru byggðir á
vanþekkingu?“