Morgunblaðið - 20.05.2001, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 25
Erum að innrita
í löggiltar iðngreinar:
Bakaraiðn, framreiðslu,
kjötiðn og matreiðslu
Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri hótel- og
matvælagreina á skrifstofutíma
milli kl. 9.00 og 15.00 til 8. júní næstkomandi.
Kennsla hefst 22. ágúst.
HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN
MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI
v/Digranesveg 200 Kópavogi.
Sími 544 5530 Fax 554 3961 Netfang mk@ismennt.is
Metnaður í fyrirrúmi!
dæmda eigi að fara á skrá. Felst í
því aukið réttaröryggi því dómari
hefur enga hagsmuni af því að skrá
sem flesta á meðan lögreglan hefur
ugglaust tilhneigingu til að vilja sjá
sem flesta á skrá.
Ríkislögreglustjóri er þó auðvitað
ekki eftirlitslaus sem skrárhaldari
samkvæmt íslenska frumvarpinu.
Honum ber að tilkynna brotamanni
um skráninguna. Sá getur kært
hana stjórnsýslukæru og örugglega
borið hana undir umboðsmann Al-
þingis eða dómstóla þótt ekki sé það
tekið fram berum orðum. Jafnframt
hefur Persónuvend eftirlitshlutverki
að gegna. Fram kemur þó í umsögn
Persónuverndar um frumvarpið að
hún hefði kosið að hafa víðtækari
eftirlitsheimildir en þar er gert ráð
fyrir.
Þótt skrárhaldari hafi greinilega
eitthvert svigrúm til mats er auðvit-
að ljóst að hugmyndin að baki frum-
varpinu er sú að yfirleitt fari þær
upplýsingar sem hér um ræðir inn á
skrá. Það verði allt að því sjálfvirk
skráning þeirra sem brjóta gegn
viðkomandi ákvæðum. Sama er að
segja um dönsku lögin sem fyrr var
getið.
Þýski stjórnlagadómstóllinn tek-
ur allt annan pól í hæðina í nýlegum
dómi (sjá Europäische Grundrechte
Zeitschrift 2001, bls. 70–76). Í því
máli voru stjórnarskrárvarin rétt-
indi kærenda talin brotin vegna þess
að þegar dómari í sakamáli tók
ákvörðun um að sýni færu á skrá fór
ekki fram sjálfstætt mat á hvort
brotið gæti talist alvarlegt og hvort
viðkomandi einstaklingur væri lík-
legur til að fremja brot á nýjan leik.
Það er sem sagt lögð áhersla á að
skráning viðkvæmra persónuupp-
lýsinga af þessu tagi eigi ekki að
vera sjálfkrafa heldur lúti hún
ströngu mati í hverju tilfelli á því
hvort nauðsyn sé fyrir hendi.
Hvenær á að eyða
erfðaefni úr skránni?
Það er grundvallarsjónarmið
varðandi verndun persónuupplýs-
inga að þær séu ekki geymdar á
skrá lengur en nauðsyn krefur. Þeg-
ar um gagnagrunn af þessu tagi er
að ræða má einnig segja að það sé
sanngjarnt að þeir sem hafa afplán-
að dóm og snúið til betri vegar séu
teknir í sátt að vissum árafjölda
liðnum.
Íslenska frumvarpið virðist ekki
taka nægilegt tillit til þessa sjón-
armiðs. Ekki er gert ráð fyrir að
upplýsingum um erfðaefni verði eytt
fyrr en tveimur árum eftir andlát
eða þegar viðkomandi er sýknaður
eftir endurupptöku máls. Boðskap-
urinn er því «eitt sinn glæpamaður –
ávallt glæpamaður». Í dönsku lög-
unum er hins vegar miðað við að
upplýsingum sé eytt þegar brota-
maður nær sjötugsaldri. Hjá sumum
öðrum Evrópuþjóðum er gert ráð
fyrir að upplýsingum sé eytt þegar
viss árafjöldi, til dæmis tíu ár, er lið-
inn frá því afplánun lauk án þess að
nýtt brot hafi verið framið (sbr.
http://www.rechtsmedizin.uni-
mainz.de/Remedneu/molgen/data-
base.htm).
Afturvirkni
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
skrá megi upplýsingar um þá sem
brotið hafa gegn fyrrgreindum
ákvæðum hegningarlaga og „af-
plána refsidóm uppkveðinn fyrir
gildistöku laga þessara, sæta örygg-
isráðstöfunum eða hefur verið veitt
reynslulausn og reynslutími er ekki
liðinn“.
Frumvarpið er að þessu leyti aft-
urvirkt sem vekur spurningar út frá
grundvallarsjónarmiðum um bann
við afturvirkni laga, sérstaklega á
sviði refsiréttar. Einnig er það að
vissu leyti mismunun að það er ein-
ungis afturvirkt að því marki sem
menn eru enn að afplána dóm á
meðan þeir sem dæmdir eru eftir
gildistöku laganna þurfa að sæta því
að erfðaefni um þá sé geymt alla tíð,
jafnvel löngu eftir að þeir eru búnir
að afplána dóm.
Hvernig á að nálgast lífsýni?
Til þess að ná í erfðaefnisupplýs-
ingarnar úr dæmdum mönnum þarf
vitaskuld lífsýni.
Stundum er það auðvitað svo að
lífsýni hafa verið tekin úr sakborn-
ingi á meðan rannsókn máls stóð yf-
ir samkvæmt heimildum lögreglu í
lögum um meðferð opinberra mála.
Þarf því ekki að afla lífsýnis sér-
staklega til að skrá í gagnagrunn
lögreglu. Í öðrum tilfellum hefur
ekkert sýni verið tekið. Frumvarpið
er nokkuð loðið að þessu leyti. Þar
segir að innan sex mánaða frá upp-
kvaðninu dóms megi afla sýnis úr
dómfellda og sé honum skylt að hlíta
þeirri meðferð sem nauðsynleg sé
talin vegna töku lífsýnisins. Ekki er
hins vegar mælt fyrir um hver séu
viðurlögin ef menn þráast við. Lögin
svara því heldur ekki hvernig eigi að
nálgast sýni úr þeim sem dæmdir
hafa verið eða byrjað að afplána
dóm fyrir gildistöku laganna. Laga-
nefnd Lögmannafélags Íslands
benti á þennan annmarka í umsögn
sinni en allsherjarnefnd hefur
greinilega verið á öðru máli því ekki
er minnst á þetta atriði í áliti hennar
eða breytingartillögum.
Aðgangur að skránni
Það vekur athygli að samkvæmt
frumvarpinu á dómsmálaráðuneytið
að hafa aðgang að skránni auk lög-
reglu. Óneitanlega vaknar spurning-
in, til hvers? Það svar er gefið í at-
hugasemdum með frumvarpinu að
slíkur aðgangur væri einkum nauð-
synlegur þegar ráðuneytið fengi
kærumál vegna óréttmætrar skrán-
ingar til meðferðar. En er aðgangur
að skránni sem slíkri nauðsynlegur
til þess? Getur ráðuneytið ekki met-
ið hvort lagaskilyrði séu til skrán-
ingar án þess að hafa aðgang að
upplýsingum úr skránni sem slík-
um? Með sömu rökum ætti að veita
dómstólum aðgang að skránni því
auðvitað hlýtur að verða hægt að
bera undir þá hvort skráning sé
réttmæt eður ei.
Í öðrum löndum þar sem stjórn-
arfar er ótryggara myndi það að
minnsta kosti vekja mikla tor-
tryggni að heimila stjórnvöldum að-
gang að skrá sem geymdi upplýs-
ingar um erfðaefni úr þeim sem
gerst hafa sekir um pólitíska glæpi
eins og tilraun til landráða.
Höfundur er lögfræðingur hjá Evr-
ópuráðinu. Skoðanir sem kunna að
koma fram í þessari grein eru alfarið
á ábyrgð höfundar. Vinsamlegast
sendið ábendingar um efni til
pall@evc.net.