Morgunblaðið - 20.05.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 20.05.2001, Síða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 33 Sigurður Kristins- son vinur minn frá Höfða er látinn. Kallið kom fyrirvaralítið og allt of fljótt. Þegar Sigurður hringdi í mig á nýja árinu fann ég að hann var þreyttur. Síðasta árið var búið að vera honum erfitt. Samt sló hann á létta strengi og minntist þess þeg- ar við lágum saman á sjúkrahúsinu á Akureyri árið 1982. Hann hafði m.a. hitt eina af starfsstúlkunum, SIGURÐUR ÁRNI KRISTINSSON ✝ Sigurður ÁrniKristinsson frá Höfða fæddist 10. maí 1926 á Végeirs- stöðum í Fnjóskadal. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri að kveldi 11. maí síðastliðins og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 18. maí. „elskunum okkar“ eins og hann orðaði það með sinni glettni, og rifjað upp með henni gömul prakkarastrik. Í þá viku sem við lágum saman á sjúkrahúsinu áttum við Sigurður ánægjulegar stundir þó að báðir hefðum við verið fárveikir. Sigurð- ur var svo skemmtileg- ur og fróður. Öllu var alltaf snúið upp í grín. Sigurður átti góða konu, Sigrúnu Stefáns- dóttur, sem heimsótti hann á hverjum degi og börnin sem bjuggu fyrir norðan gerðu það einn- ig. Þegar þau voru farin talaði hann svo vel um þau öll og einnig sagði hann frá foreldrum sínum og systk- inum. Þó að ég hafi ekki kynnst fleirum en Sigrúnu finnst mér ég þekkja alla fjölskyldu Sigurðar. Hann sagði mér frá því að móðir sín öldruð hefði lent í loftárásum í sex- dagastríðinu í Ísrael með séra Frank M. Halldórssyni. Hann sagði mér einnig frá því þegar hann seinna fór hringferð um landið með móður sína, þá háaldraða. Sú ferð varð lengri en áætlað hafði verið, vegna þess að í hverju einasta plássi þekkti móðir hans fólk sem vildi fyr- ir alla muni hýsa hana. Svo vel var móðir hans kynnt og það var Sig- urður líka. Þó að við Sigurður hittumst ekki á hverju ári töluðum við saman í gegnum jólakortin. Alltaf var gam- an að opna jólakortið frá honum og Sigrúnu. Enn verðmætara var að sitja og skrifa kveðju til þeirra fyrir hver jól. Þrátt fyrir að við Sigurður hefðum ekki umgengist mikið á hann stóran sess í hjarta mínu. Minningin um góðan vin, manninn með fallega glettna brosið og miklu kímnigáfuna, á eftir að ylja mér um hjartarætur allt þangað til að við hittumst aftur. Sigrúnu og fjöl- skyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Guðmundur Guðjónsson, Kópavogi. Mig langar að minn- ast eins besta vinar, sem ég hef eignast, með fáum orðum og rifja upp örfá atriði sem aldrei falla úr minni. En það er ótal margt sem ekki er hægt að skrifa, því það væri efni á margar blaðsíður. Elsku Finni, þú varst ein- stakur í mínum augum, hjálpsamur, og ég minnist þess ekki að hafa séð FRIÐFINNUR SVEINN JÓSEFSSON ✝ FriðfinnurSveinn Jósefsson fæddist á Böggvis- stöðum í Svarfaðar- dal 12. desember 1936. Hann lést á Landspítalanum 6. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 12. maí. þig skipta skapi, enda ljúfmennskan ein. Mig langar að þakka þér gleðina og skemmt- unina í öllum útilegun- um sem við fórum með ykkur Sigrúnu og syni ykkar, þær eru ógleymanlegar og ég veit að börnin mín minnast þeirra með gleði líka og minnast Finna sem alltaf hafði tíma til að leika við þau. Fótboltinn flaug stans- laust þótt þú ættir ekki auðvelt með hlaup, ég man aldrei eftir að hafa heyrt þig kvarta, þú hafðir ótakmarkaðan tíma fyrir börn, enda mikil barnagæla. Ekki gleymi ég þegar við Sigrún stungum af, aðrir fóru að sofa og við gátum rætt málin fram undir morg- un, þetta var svo gaman. Síðan allar skemmtilegu stundirnar sem við átt- um heima, sem voru ófáar. Ég veit að í veikindum þínum stóðstu þig eins og hetja enda ekki vani þinn að kvarta. Síðast þegar ég sá þig heima hafði ég orð á því þegar við komum heim hvað Finni liti vel út, þá varst þú hress og kátur, síðan þremur vik- um seinna hafði þessi andstyggilegi sjúkdómur unnið baráttuna. Mér brá, en leið skár er mér var sagt að þú hefðir ekki kvalist. Elsku vinur, við munum ætíð minnast þín, ná- kvæmlega eins og þú varst. Mér finnst þú alltof ungur til að kveðja þennan heim, en ekki ráðum við. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Guð geymi þig þar til við hittumst. Nú syrgja vinir með votar brár en verndin háa þér yfir. Á kveðjustund er söknuður sár en samskipta minningin lifir. Elsku Sigrún, Þröstur og fjöl- skylda, ég veit þið standið ykkur frá- bærlega. Þín vinkona, Valgerður.                        !"# $ #% &#'#%# $ ( ')% !**+ #           !"  !  ! ! # $%  &   '    ( )    % &     %    #  !  & *  #" $ # ,%-! $')  #$"# ! %' . /  )#  !&  )# "0  %! "%-  )# 1') -%! ) # %"  )# #" $ !! $ 0 ,%*  )# "0 2 "# "! 3   ! +*## !"  / 2                                      ! " # !$ %&'%  ( ) * + $''%  ) ", + $''%  $$ " -$ $" + $'-$ % $$ .'%  / $$ + $'-$ "$ )'%  0* + $'-$ 1 $1+ $ 1 $1 $1+ $ -) ,  ,$'$'                 ! " "! #$                  !               "    #       $%& ' % & % '% "%%" ( ( ') " " "%(%(                                     ! "        #$  %&&   !" #"  $%&  !"     '#"   &  !" #"  "( )*   +!*  !"     * ,                                          ! "#  $%   !& ' (& #! !!& ) !$%    !  & (& $%  "#  * &+ ! ,& !&, ! # ,& !&,& !&,& !' SÓLVEIG ÞÓRÐAR- DÓTTIR ✝ Sólveig Þórðardóttir fæddist íSeljabrekku í Mosfellssveit 14. maí 1952. Hún lést á heimili sínu 17. apríl og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 24. apríl. Þú ert engill lífsins. Þú ert ljós í hjarta mínu, ég finn fyrir þér í her- berginu mínu á kvöldin og stundum þegar ég vakna á nóttunni. Nú dreg- ur sorgarský fyrir hjarta mitt, því þú varst ljós í hjarta mínu. Þín frænka, Margrét Erla Gísladóttir. Þú ert engill í brjósti mér og munt alltaf búa í mér. Ég mun alltaf muna eftir þér, ég elska þig. Þín frænka, Elísa Hafdís Hafþórsdóttir. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina                         ! " #  $ "%$$  $"&"'$ (& &(  ) (& &(& &( * Klapparstíg 44, sími 562 3614 HÚSASKILTI Pantið fyrir 25. nóvember til jólagjafa. HÚSASKILTI Maítilboð 10% afsláttur Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.