Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 35 Til leigu 200 fm. skrifstofuhús- næði á annarri hæð. Húsnæðið skiptist í 3 skrif- stofuherbergi, tvo góða sali, fullbúið eldhús og baðherbergi, parket á öllum gólfum, tölvu- og rafmagnslagnir í stokkum, virkilega fallegt útsýni til sjávar og fjalla. Austurströnd Leiga Húsnæðið hentar t.d. fyrir þá sem vilja vera í skapandi umhverfi eins og auglýsingastofur, arkitekta, tölvufyrirtæki og fl. Sanngjörn leiga. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 netfang: lundur@f-lundur.is - heimasíða:www.f-lundur.is SKEIÐARVOGUR - RAÐHÚS BÆJARTÚN - KÓP. - EINBÝLISHÚS OPIÐ Á LUNDI Í DAG FRÁ KL. 12-14 Gott 170 fm raðhús á 3 hæðum. M.a. góðar stofur og 5 herbergi. Möguleiki á séríbúðaraðstöðu í kjallara. Fallegur suðurgarður. Verð 16,9 millj. Glæsilegt ca 290 fm einbýlishús á 2 hæðum ásamt innbyggðum tvöföldum bílskúr og möguleika á aukaíbúð. Vönduð og vel hönn- uð eign á vinsælum stað. HJARÐARHAGI - M. BÍLSKÚR Góð 3ja herbergja 85 fm íbúð á 2. hæð í nýviðgerðu fjölbýlishúsi. Aukaherbergi í risi. Nýtt rafmagn, gler o.fl. Góður bílskúr fylgir íbúðinni. TVÆR BÓKAVERSLANIR Höfum til sölumeðferðar tvær bóka- og ritfangaverslanir. Báðar eru þær vel staðsettar í góðum verslunarkjörnum. Önnur er í leiguhúsnæði en hin í eigin húsnæði. Nánari upplýsingar gefur Ellert á skrifstofu. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Búland 18 – Reykjavík Afar vandað og fallegt 194 fm raðhús á 4 pöllum auk 24 fm bílskúrs. Eignin skiptist í forst., gesta-wc., eldhús m. nýl. innrétt., saml. parketl. stofur með arni auk borðstofu, 5 herb. auk fjöl- skyldurýmis og nýl. endurn. baðherb. auk þvottaherb. og geymslu. Suðursvalir. Gott útsýni yfir Fossvogsdalinn. Falleg ræktuð lóð. Hiti í stéttum. Áhv. húsbr. 3,1 millj. Verð 24,4 millj. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 14 - 16 Bergstaðastræti 32b - Reykjavík Fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús á tveimur hæðum auk rislofts á fallegri baklóð í Þingholtunum. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, 3 sv.herb. og sjónv.hol, auk rislofts. Vönduð gólfefni. Húsið er nýklætt að utan með bárujárni, rafm. og lagnir hafa verið endurnýjaðar, nýtt gler og nýtt járn á þaki hússins. Vönduð eign á eftirsóttum stað. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 OPIÐ HÚS SUNNUD. 20. MAÍ 2001 NORÐURBRÚN 4, REYKJAVÍK Vorum að fá í sölu vandaða húseign á þessum eftirsótta stað í austurborginni, sérhæð í parhúsi. Um er að ræða bjarta og fallega 166 fm efri sérhæð með bílskúr. Fjögur góð svefn- herbergi og tvær stofur með merbau-parketi. Stórar s-svalir og gott útsýni. Innangengt er inn í 24 fm bílskúr frá kjallara, bílskúrinn er með 3ja fasa rafmagni og rafm.hurðaropnara. Nýtt þak er á húsinu að sögn eiganda. Nýtt gler er í allri íbúðinni fyrir utan einn glugga. Nýtt rafmagn að sögn eiganda. Húsið er klætt að utan að hluta, hiti er í stéttum, endurn. hitalagnir o.fl. Nýjar hurðir eru í allri íbúðinni. Húsinu verður skilað öllu nýmáluðu. Verð 18,0 millj. Áhv. 6,5 millj. Ólöf tekur á móti ykkur í dag milli kl. 14 og 16. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Við smábátahöfnina í Hafnarfirði Nýkomin í einkasölu þessi þekkta húseign á tveimur hæðum, samtals ca 3.200 fm. Um er að ræða húseign sem býður upp á mikla möguleika, m.a. vegna staðsetningarinnar, byggingarréttur mögulegur. Verð tilboð. UNDANFARIN sex ár hefur Lýð- skólinn starfað á Íslandi í anda dönsku lýðháskólanna. Tekið hef- ur verið upp samstarf við Valle- kildeskólann á Sjálandi. Fé til samstarfsins fékkst frá Reykjavík- urborg en borgin hefur stutt skól- ann frá upphafi. Samstarfið felst í því að 15 íslenzkir nemendur ásamt einum íslenzkum kennara fá að taka fullan þátt í skólastarf- inu ásamt Dönunum. Oddur Al- bertsson er skólastjóri Lýðskólans. Skólinn býður upp á fjórar brautir, þ.e. margmiðlunarbraut, sálfræðibraut, leirlistarbraut og tónlistarbraut. Þar að auki er hægt að velja á milli 10 valgreina, svo sem matargerð, ljósmyndun, leiklist og fleira. Þeir sem ekki komast að í haust komast þá að á vormisseri 2002 og geta sótt um hjá Norræna húsinu í Reykjavík. Íþróttasalur er á staðnum og fótboltavöllur, tvö sjónvarps- herbergi og setustofa með arni. Heimanám er lítið sem ekkert í Lýðskólanum. Þeir sem eru í tón- listinni þurfa að syngja eða leika á hljóðfæri í lok annarinnar sem er eins konar skemmtun fyrir hina nemendurna. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson Íslendingarnir reiddu fram saltkjöt og baunir á sprengidaginn í skól- anum á Sjálandi. Lýðskólinn í landvinningum Á FUNDI bæjarstjórnar Mosfells- bæjar 9. maí sl. var tekinn til um- ræðu úrskurður ráðuneytisins varð- andi stjórnsýslukæru í framhaldi af lóðaúthlutunum 27. desember sl. Í því sambandi var svohljóðandi bók- un samþykkt með sjö atkvæðum sem viðbrögð bæjarstjórnar við dómn- um: „Nú liggur fyrir úrskurður félags- málaráðuneytisins vegna stjórn- sýslukæru í framhaldi af lóðaúthlut- unum sem fram fóru 27. desember sl. Samkvæmt úrskurðinum eru viðmið- unarreglur sem bæjarstjórn sam- þykkti vegna mats á hæfum um- sækjendum um lóðir við Svölu- og Súluhöfða taldar andstæðar ákvæð- um 65. gr. stjórnarskrárinnar og ákvæðum stjórnsýslulaga. Af þessu tilefni vill bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggja áherslu á að vegna fjölda umsókna um umræddar lóðir komu upp aðstæður sem bæj- aryfirvöld höfðu ekki staðið frammi fyrir áður og voru ekki búin undir. Vegna þessara aðstæðna taldi bæj- arstjórn nauðsynlegt að setja nánari viðmiðunarreglur um úrvinnslu um- sókna, enda tóku þær reglur sem til- greindar voru á umsóknareyðublaði ekki á því hvernig velja skyldi milli umsækjenda sem fullnægðu þeim. Í því sambandi skal tekið fram að bæjarstjórn leit svo á að reglur á umsóknareyðublaði fælu í sér lág- marksskilyrði sem umsækjendur skyldu fullnægja og var í góðri trú um að sér væri heimilt að setja nán- ari viðmiðunarreglur við úrvinnslu umsókna. Með setningu viðmiðunar- reglnanna viðhafði bæjarstjórn aðra aðferð við lóðaúthlutanirnar en tíð- kast hefur hjá sveitarfélögum þar sem yfirleitt hefur ekki legið fyrir á hvaða grundvelli lóðarhafar eru valdir. Taldi bæjarstjórn sig þannig vera að ganga skrefi lengra í þá átt að viðhafa opna stjórnsýslu heldur en almennt hefur tíðkast hjá sveit- arfélögum við lóðaúthlutanir. Vegna gífurlegrar eftirspurnar eftir umræddum lóðum taldi bæjar- stjórn rök fyrir því við setningu við- miðunarreglnanna að bæjarbúar, sem hefðu um árabil tekið þátt í upp- byggingu bæjarins, hefðu forgang framyfir aðra. Þetta taldi bæjar- stjórn einnig eðlilegt með hliðsjón af því að slíkt hefur tíðkast hjá sveit- arfélögum og íbúar í bænum því oft ekki átt kost á lóðum í öðrum sveit- arfélögum og var bæjarstjórn í góðri trú um að þetta væri heimilt með hliðsjón af venjubundinni fram- kvæmd. Jafnframt er á það að líta að um er að ræða ráðstöfun á eignum bæjar- ins og þar með bæjarbúa og með hliðsjón af því taldi bæjarstjórn einnig eðlilegt að bæjarbúar nytu forgangs eftir að í ljós kom hversu mikil eftirspurn var eftir lóðunum. Bæjarstjórn telur að úrskurður- inn marki tímamót og fagnar því að nú liggi fyrir skýrari línur um það hvernig sveitarfélög skuli standa að lóðaúthlutunum. Bæjarstjórn telur þó að úrskurðurinn svari ekki öllum þeim spurningum sem vakna í kjöl- far hans með nægilega skýrum hætti og fulla ástæðu til þess að félags- málaráðuneytið gefi út almennar og skýrar leiðbeiningar til sveitarfélaga um hvernig standa beri að lóðaút- hlutunum til að stuðla að því að íbúar allra sveitarfélaga standi jafnt að vígi við umsóknir um lóðir í öðrum sveitarfélögum en þeir búa í. Jafnframt telur bæjarstjórn að úr- skurðurinn veki spurningar um hversu langt sveitarfélögum er heimilt að ganga á öðrum sviðum í þá átt að setja búsetu í sveitarfélaginu að skilyrði fyrir þjónustu eða annarri fyrirgreiðslu þeirra og ástæðu til að ráðuneytið gefi einnig út almennar leiðbeiningar þar að lútandi.“ Leiðbein- ingar um lóðaúthlut- anir nauð- synlegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.