Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 39

Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 39 Þitt heimili á COSTA BLANCA Í 19 ár höfum við selt húseignir á Spáni. Nú seljum við beint frá 36 byggingaraðilum TIL ÞÍN. VERÐDÆMI: 1. Stúdíóíbúð í blokk, 35 fm, 3.000.000 ísl. kr. 2. 2ja herb. íbúð, garður, 59 fm, 5.000.000 ísl. kr. 3. Íbúð í fjórbýli, garður, 64 fm, 7.500.000 ísl. kr. Við tölum íslensku - Hafðu samband Sími 0034 6067 19032 - Fax 0034 9657 05487 BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A OPIÐ HÚS SUNNUDAG KL. 14 TIL 16 GARÐSENDI 3 Mjög rúmgóð ca 67 fm kjallaraíbúð í þríbýli. Þvottahús og geymsla inni í íbúðinni. Parket á gólfum. Mjög frið- sæl og góð staðsetning. Linda tekur vel á móti fólki milli kl. 14 og 16 í dag. Verð 7,9 m. OPIÐ HÚS SUNNUDAG KL. 14 TIL 16 SKIPHOLT 55 - LAUS - SEM NÝ 3ja herbergja íbúð á 1. hæð sem verið var að endurnýja frá grunni - allar innréttingar og gólfefni ný. Íbúðin er mjög rúmgóð og vel stað- sett beint á móti verslunarmiðstöð. Stórar svalir. Verið er að laga blokk- ina að utan á kostnað seljanda. Sturlaugur er á staðnum frá kl. 14 til 16 í dag. Verð 11,9 m. 45 fm. vandaður sumarbústaður fullbúinn að utan, og fokheldur að innan. Nú er bara að kaupa lóð og panta flutningabíl, og hafa það svo notalegt í sveitinni. Verð aðeins kr. 2.500.000. Sumarbústaður Til afhendingar strax FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Nýlegur sumarbústaður, afar vandaður á góðum stað í Skipasundi 5, Grímsnesi. Hann er 61 fm að stærð ásamt svefnlofti. Í bústaðnum er raf- magn, kalt og heitt vatn (komið inn í hús, eftir að tengja), nýjar innrétting- ar og sólpallur. Hann er notaður sem heilsársbústaður. Lóðin er 5.000 fm og er í góðri rækt. Jens (861 4153) tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 13 og 18. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. OPIÐ HÚS Í HRAUNBORGUM - GRÍMSNESI Brekkubær 34 Vandað vel staðsett 280 fm raðhús, syðst í Brekkubænum niður við Fylk- isvöllinn. Möguleiki á séríbúð í kjall- ara. Gott aðgengi að verslun og þjónustu. 5 svefnherbergi og 3 stof- ur. V. 24,5 m. Áhv. 8,1 m. Lúðvík og Guðný taka á móti áhugasömun frá kl. 14-17. Opin hús í dag Lækjasmári 54 - Kópavogi Glæsileg fullbúin 4ra herb. efri sér- hæð í fjögurra íb. húsi m. stæði í lok- uðu bílskýli á eftirsóttum stað. Sér- þvottah. Parket. Stórar s-vestursvalir. Sérinng. Áhv. húsbréf 6,2 m. Einn besti staðurinn í Smáranum. Verð 13,7 m. Soffía og Þorlákur sýna eignina í dag milli kl. 14 og 17. Skólagerði 40 - Kópavogi Falleg 112,4 fm miðhæð m. sérinng. Íb. er mikið endurnýjuð. Merbau- parket. 3-4 svefnherb. Nýl. eldhús. Nýl. skápar. Fráb. staðsetning. Stutt í skóla. Getur losnað fljótl. Guðmund- ur og Heiðrún sýna eignina í dag frá kl. 14-17. HEILBRIGÐISDEILD Háskólans á Akureyri (HA) og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) standa fyrir ráðstefnu á Akureyri undir yfirskriftinni „Fagmennska í fyrirrúmi“ dagana 21.–23. maí nk. Ráðstefnan er að mestu afrakstur rannsókna kennara og nemenda við Háskólann á Akureyri, bæði í verk- efnum til B.Sc.-gráðu og meistara- gráðu. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Dr. Christopher Johns, en hann er mjög þekktur á Bretlandi og hef- ur skrifað mikið um ígrundun í starfi. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og er mikill fengur að komu hans til Akureyrar. Hann mun vera með vinnusmiðju og halda erindi um ígrundun í starfi á sviði líknandi meðferðar. Margir telja að þau grundvallarmarkmið sem liggja að baki líknandi meðferð, virðing fyrir vilja einstaklingsins, umhyggja og samráð, eigi alls staðar við þar sem fólk er deyjandi og í raun innan heil- brigðisþjónustunnar allrar. Sautján erindi verða flutt á ráðstefnunni, m.a. um mikilvægi þess að læra að þekkja sinn eigin líkama og treysta táknum frá honum, um mikilvægi fjölskyldunnar í lífi sjúklinga í hinum ýmsu aðstæðum þeirra og um lífs- gæði þeirra kvenna sem sjá um maka sína heima. Þá verður einnig rætt um það hvernig það er að lifa við langvarandi verki og reynslu- heim þeirra sem vinna að hjálpar- starfi og kynnast þjáningu fólks á átakasvæðum víðs vegar í heiminum. Í kynningum á rannsóknum til B.Sc.-gráðu eru mörg athyglisverð erindi, m.a. um tengsl ofvirkni við vímuefnaneyslu, kynferðislegt of- beldi gegn börnum, um upplifun hjúkrunarfræðinema af verklegu námi („Gott en gæti verið betra“), líðan einstaklinga sem missa maka sinn í sjálfsvígi („Áttum eftir að lifa lengi saman“), líðan móður að eiga einhverft barn („Hlustið á mig“), tengsl listmeðferðar og hjúkrunar- fræði og um upplifun verðandi feðra á meðgöngu sem eiga barn/börn fyr- ir („Strembið en stórkostlegt“). Ráð- stefnan er öllum opin og er verði haldið mjög í lágmarki (5 þúsund fyrir þrjá daga), en ráðstefnan er hugsuð sem framlag heilbrigðis- deildar Háskólans á Akureyri og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til aukinnar þekkingar innan heil- brigðisvísinda og þar með til auk- innar fagmennsku. Skráning á ráð- stefnuna fer fram hjá Hildigunni Svavarsdóttur (hildig@fsa.is) og hjá ritara framkvæmdastjóra hjúkrun- ar. Námskeið um fag- mennsku í fyrirrúmi KENNARAR og nemendur við læknadeild Háskóla Íslands munu sitja fyrir svörum um nám í lækn- isfræði og sjúkraþjálfun mánudag- inn 21. maí kl. 15–18. Námskynningin er haldin í hús- næði sjúkraþjálfunar að Skógarhlíð 10. Nám í læknisfræði tekur 6 ár og leggja nú 229 nemendur stund á nám til kandidatsprófs í læknisfræði. Sá sem lokið hefur embættisprófi í læknisfræði ber próftitilinn candid- atus medicinae. Læknadeild býður upp á kennslu til meistara-og doktorsprófs. Nú leggja 55 stúdentar stund á meist- aranám og 25 á doktorsnám. Nám í sjúkraþjálfun tekur 4 ár og leggja nú 62 nemendur stund á nám til BS-gráðu í sjúkraþjálfun. Við deildina er boðið upp á rannsóknar- tengt meistaranám í sjúkraþjálfun. Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu Háskólans, http:// www.physio.hi.is eða http://www. hi.is/nam/laek/. Kynna nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun ♦ ♦ ♦ FASTEIGNIR mbl.isDILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.