Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                              BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ var kvöld eitt í vorblíðunni um daginn að ég gekk inn í matvöru- verslun. Fyrir framan ávaxtaborðið stóð kona og horfði á rándýru dýrð- ina. Hún leit á mig og brosti út í ann- að. ,,Girnilegt er það,“ sagði hún. ,,Og hollt er það eflaust,“ sagði eldri maður sem stóð þarna og valdi sér lauk í poka. ,,Ég kaupi nú lítið af þessu,“ sagði hann, ,,lífeyririnn minn yrði þá fljótt búinn. Nógu er erfitt að reyna að skrimta af honum samt.“ Þá sagði konan að hún væri nú orðin öryrki og næði engan veginn endum saman. Hún sagði líka að fólk væri hvatt til að borða meira grænmeti, heilsunnar vegna, en það væri nú aldeilis ekki á færi þeirra lægstlaun- uðu. Ung stúlka sem stóð þarna og var að raða vörum í hillur sagði að allt hækkaði nær daglega. ,,Ert þú ekki í skóla?“ spurði eldri maðurinn. ,,Nei, ég varð að hætta því að mamma er veik og ég á þrjú yngri systkini.“ ,,Ég get nú bara sagt ykk- ur það,“ sagði maður um þrítugt sem hafði bæst í hópinn, ,,að við hjónin höfum þokkalegar tekjur, en við er- um hrædd við að missa fótanna og geta ekki staðið við skuldbindingar okkar ef verðbólgan þýtur upp eins og útlit er fyrir.“ Svona var nú hljóðið í þjóðarsál- inni fyrir nokkrum dögum. Og ekki hefur það batnað. Það hringdi til mín sjómannskona í gærkvöld, sem fannst það ansi hart eftir langt verk- fall sem tæmt hefði budduna, að lög skyldu vera sett á sjómannaverkfall- ið og sjálfsögð mannréttindi þar með tekin af allri sjómannastéttinni. Hún sagðist vera öryrki og skemmst er að minnast öryrkjadómsins sem reynt var að snúa út úr, beita lagaklækjum og síðan voru sett ný lög sem hent- uðu stjórnvöldum betur. Tvö síðustu afrek ríkisstjórnarinnar höfðu dunið á fullum þunga á þessari fjölskyldu, hjónum með þrjú börn á framfæri. Um daginn fóru lögreglumenn í kröfugöngu til að vekja athygli á sín- um lágu launum og slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn ætla í verk- fall. Það fólk sem vinnur við slík áhættustörf á betra skilið en þau smánarlaun sem það fær. Svona mætti lengi telja, það eru ekki ein- ungis öryrkjar og aldraðir sem eru komnir í bága stöðu heldur hinar ýmsu stéttir vinnandi fólks. Margir tala um að flýja land, það er ekki bara flótti af landsbyggðinni heldur beinlínis frá landinu sjálfu. Menn velta vöngum yfir því þessa dagana hvar þetta endar. Hvað verð- ur þá eftir hér? Valinn hópur fjár- magnseigenda, útgerðarmanna og athafnamanna í viðskiptalífi og fleiri slíkir? Verður það framtíðarsýn okk- ar Íslendinga að afkomendur víking- anna flýja eins og forfeður þeirra flúðu undan skattpíningu Noregs- konungs á sínum tíma? Og þeir sem standa eftir í gósenlandinu ausi yfir sig gullinu eins og draugurinn sem stóð og jós gullinu yfir sig og sagði: ,,Einn, tveir, einn, tveir og allir eru þeir“. Og þeir munu sitja einir að ávaxtaborðinu. SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR, Hraunbæ 38, Reykjavík. Ávaxtaborðið Frá Sigrúnu Ármanns Reynisdóttur: ELÍN Hirst hefur gert tvær frábær- ar tilraunir í sjónvarpinu til að safna saman fagfólki til að „rökræða“. Þessi dagskrár- gerð er eins og hlý vorgola á jökli fullyrðingaþjóð- félagsins sem er að heltaka allt þjóðlífið meira og meira. Í þessum þætti 15. maí, sem var um afstöðu til af- drifa fatlaðra barna, var allt botnþétt. Læknirinn, heimspeking- urinn og þroskaþjálfinn. En það vantaði svolítið í þáttinn. Fulltrúa löggjafarvaldsins. Þetta bréf er til að reyna að fá al- þingismennina og aðra til að ræða „siðfræði“ peninganna. Foreldrar fatlaðra barna hafa ekki sama rétt til að ala sín börn upp og foreldrar ófatlaðra. Hér dugar ekkert róman- tískt kjaftæði sem fólk lærir utan- bókar. Það þarf meiri peninga á nán- ast öllum sviðum. Menntun. Hús- næðismál. Faglega umönnun. At- vinnumál. Félagslega röskun og margt annað. Um þetta veit Friðrik Sigurðsson meira en allt, og líka um „jafnan“ rétt fatlaðra innbyrðis. Fróðlegt væri líka að Steingrímur og Össur al- þingismenn segðu frá tilfinningu sinni þegar þeir gengu í tíunda sinn framhjá Erfðafjársjóði og Fram- kvæmdasjóði fatlaðra upp í ræðustól alþingis og sögðust ekki geta annað vegna þess að þeir hefðu svarið eið um að brjóta ekki stjórnarskrána og öskruðu sig svo hása í öryrkjamálinu í vetur. Fötlunin er eitt af drullugu mál- unum í þjóðfélaginu. Foreldrar fatl- aðra barna geta ekki sagt einn dag- inn: Ég nenni þessu ekki lengur – ég er farinn, eða hvað? Lesið skýrslurn- ar um tíðni hjónaskilnaða þar sem „pabbinn“ segir ég er farinn og kemst upp með það. Lesið um mis- munandi kjör fatlaðra. Einn „fræðingurinn“ (ekki í þess- um þætti) spurði hvort þjóðfélagið yrði ekki of einsleitt ef engin fötluð börn fæddust! Þeir sem hafa það verkefni að ala upp fötluð börn ættu að tjá sig meira opinberlega um persónulega reynslu sína af öllum lögunum og stjórnar- skrárbundnum rétti þessara barna. HRAFN SÆMUNDSSON, Gullsmára 9, Kópavogi. Eiga fötluð börn að fæðast? Frá Hrafni Sæmundssyni: Hrafn Sæmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.