Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 44

Morgunblaðið - 20.05.2001, Side 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sky Bird og Brúarfoss koma í dag. Pascoal Atlantico fer í dag. Nordstar kem- ur og fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Namay kemur í dag. Oyra og Ostan koma á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist, kl. 12.30 baðþjónusta. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, penna- saumur og perlusaumur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félags- vist, kl. 13 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 búta- saumur. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Félagsstarfið í Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10– 13 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska, fram- hald. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Á morg- un kl. 9 böðun, kl. 9.45 leikfimi, kl. 9 hár- greiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar í Bæjar- útgerðinni eru hættar, en verða á þriðjudögum og föstudögum kl. 14–16 í sumar. Ef verkfall leys- ist verður á morgun mánudag félagsvist kl. 13.30 og á þriðjudag brids kl.13.30. Dagsferð á Njáluslóðir fimmtu- daginn 7. júní nk. og þriggja daga ferð til Hornafjarðar 9. júlí. Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli, sími 555- 0142. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda kl. 19 framhald og byrjendur kl. 20.30. Þriðjudaginn 29. maí verður farin stutt vorferð í Hafn- arfjörð og Heiðmörk. Lagt verður af stað kl. 13 og leið lögð um Hafn- arfjörð og þar litast um undir leiðsögn Rúnars Brynjólfssonar. Síðan er ekið um Heiðmörk- ina, staldrað þar við og Vatnsveita Reykjavíkur skoðuð. Að lokum eru kaffiveitingar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Leiðsögn Páll Gísla- son og Pálína Jóns- dóttir. Skráning hafin. 6.-8. júní ferð til Vest- mannaeyja. Skoðunar- ferðir um eyjuna. Gist- ing á Hótel Þórshamri. Nokkur sæti laus. Ath. lækkað verð. 10.-12. júní Skaftafellssýslur. Þriggja daga ferð um Skaftafellssýslur komið að Skógafossi o.fl. fal- legum stöðum á Suður- landi. Gist á Hótel Eddu, Kirkjubæjar- klausti. Silfurlínan er opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. Opnunar- tími skrifstofu FEB er frá kl. 10–16. Upp- lýsingar í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Háteigskirkju. Spilað í Setrinu mánudaga kl. 13–15, kaffi. Miðviku- dagar kl. 11–16 bæna- stund, súpa í hádeginu, spilað frá kl. 13–15, kaffi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Gerðuberg, félagsstarf, Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn. Sigvaldi byrjar aftur dansinn kl. 15.30. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–17, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 13.30 lomber. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og korta- gerð, kl. 10.30 bæna- stund, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 14 sögustund og spjall. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Handavinnusýning verður sunnudaginn 20. og mánud. 21. maí Skemmtiatriði, harm- ónikkuleikur og karla- kórssöngur, veislukaffi opið báða daga frá kl. 13-17. allir velkomnir. Norðurbrún 1. Á morg- un verður fótaaðgerða- stofan opin kl. 9–14, bókasafnið opið kl. 12– 15, ganga kl. 10. Sýning á handavinnu og list- munum aldraðra verður sunnudaginn 20. maí og mánudaginn 21. maí frá kl. 13.30-17 í matsal félagsstarfsins, hátíð- arkaffi. Á mánudaginn kemur kór frá Vitatorgi og syngur í kaffitím- anum. Á sunnudaginn verður Guðný við píanó- ið í kaffitímanum. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 10 boccia, kl. 13 kóræfing, kl. 12.15 danskennsla, framhald, kl. 13.30 danskennsla, byrjendur. Mánudaginn 21. maí verður farið á handverkssýningar í Hvassaleiti og Norð- urbrún. Lagt af stað kl. 13. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir, kl. 13 hand- mennt, kl. 13 leikfimi, kl. 13 spilað. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheimilinu að Gullsmára 13 á mánud. og fimmtud. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara). Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis eru með fundi alla mánu- daga kl. 20 á Sól- vallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Önfirðingafélagið í Reykjavík. Aðalfund- urinn verður haldinn sunnudaginn 27. maí kl. 14 í matsal Granda, Norðurgarði. Lokadags- kaffi félagsins verður eftir fundinn kl. 15–17 á sama stað. Ljós- myndasýning. Kvenfélagið Heimaey. Aðalfundur verður mánudaginn 21. maí kl. 20.30 í skála Hótels Sögu, tískusýning, sjá nánar í bréfi. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Þriðju- daginn 22. maí verður farið til Þingvalla og í Grímsnes, lagt af stað frá kirkjunni kl. 10 skráning hjá Önnu, s. 554-1475. Heilsuhringurinn held- ur aðalfund sinn þriðju- daginn 22. maí í Nor- ræna húsinu kl. 20. Að loknum aðalfund- arstörfum kl. 21 flytur Kári Einarsson raf- magnsverkfræðingur erindi er nefnist hefur rafgeislun og öflug jarðgeislun áhrif á heilsu fólks. Öllum velkomið að hlusta á erindið. Gönguklúbbur Hana- nú. Munið ferð á Njálu- slóðir 29. maí. Allir vel- komir. Upplýsingar í Gjábakka, s. 554-3400 og Gullsmára, s. 564- 5260. Í dag er sunnudagur 20. maí, 140. dagur ársins 2001. Bænadag- ur. Orð dagsins: Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálm. 107.) VANGAVELTUR um fjar- vinnslu eftir að hafa heyrt ávæning af erindi í morg- unútvarpinu einn morgun- inn: Í umræðunni að und- anförnu hefur talsvert farið fyrir umfjöllun um fjar- vinnslu og fjarvinnslufyrir- tæki. Við virðumst enn vera talsvert lokuð fyrir þeim óendanlegu möguleikum sem þetta býður upp á þótt ótrúlegt sé miðað við nýj- ungagirni Íslendinga. Nýr möguleiki í atvinnulífi land- ans! Bæði fyrir fyrirtækin og fólkið í þjóðfélaginu, ekki hvað síst fyrir ríkisfyr- irtækin (þar liggja heilu haugarnir af upplýsingum sem á eftir að koma í tölvu- tækt form), og myndi fljótt spara mikinn tíma og mikla peninga í formi fyrirhafnar og starfsfólks. Eins og svo oft hjá okkur hér á klakanum var rokið til og sett upp þessi líka fínu fyrirtæki úti á landi sem áttu að mala gull í stað fisksins sem við erum að verða búin að sópa upp. Reyndar held ég að þetta hafi aðallega verið fyrir- tæki úr Reykjavík sem sáu sér þarna leik á borði til að ná sér í smáskotsilfur. Það var keypt húsnæði eða leigt fyrir stóran pening og svo þurfti að sjálfsögðu kaupa tölvur og tilheyrandi fyrir milljónir. Nú átti þetta sko að gerast með stæl og allir að verða ríkir í hvelli. En eins og svo oft áður klikkar eitthvað í útreikningunum og allt fór á hausinn með látum og það jafnvel áður en herlegheitin komust í gang að einhverju viti. Eins og allir vita sem eitthvað þekkja til í tölvu- heiminum er þetta mögu- leiki sem margir þekkja orðið og margir nýta sér. Aðallega virðist það þó vera úti í hinum stóra heimi sem fyrirtæki nýta sér þetta frábæra tækifæri. Kannski von með hliðsjón af feng- inni reynslu hér heima af þessum fyrirtækjum sem ætluðu sér svo stóra hluti. En vegna þess hvernig við byrjuðum á þessari braut er eins og það hafi komið afturkippur í þetta allt saman og nú þori enginn að byrja að nýju. Kannski skortir bara hugmyndir um hvernig best væri að haga þessu. Í þjóðfélagi þar sem allt- af er verið að tala um hag- ræðingu og sparnað hlýtur þetta að vera frábær leið til að hafa rekstrarlega hag- kvæman starfskraft. Eins og allir vita er tals- vert ódýrara að hafa verk- taka í vinnu en launamann. Kemur þar til s.s. launa- tengd gjöld og skattar sem fyrirtæki þurfa að greiða fyrir hvern starfsmann en það er ca. 43% sem leggst á hvern unninn klukkutíma (búið að reikna inn í þessa prósentutölu desember- uppbót og orlofsuppbót og ath. þetta er ca. tala) á með- an það er aðeins 24,5% á verktakann. Dæmið lítur því þannig út fyrir atvinnu- rekanda ef miðað er við 1.000 kr. pr. klst. vsk 24,5 % 245 = 1245 launat. gj.atvrek. 43% 430 = 1430 Nú, ef fyrirtækið er með verktaka fær það endur- greiddan virðisaukann þannig að eftir sitja í raun bara 1.000 krónurnar á móti 1.430 krónunum. Augljóst er því að það er mjög óhagkvæmt að vera verktaki í stað launþega þegar á allt er litið. En verktakinn er jafnframt mjög hagkvæmt vinnuafl fyrir fyrirtækin. Nú og svo ekki síst það að það þarf aðstöðu og tæki fyrir viðkomandi starfs- mann þó að hann yrði bara í vinnu í nokkrar vikur eða mánuði við fyrirtækið. Hvað svo? Þótt þú getir selt búnað- inn, skrifborðið, stólinn, reiknivélina, prentarann og svo mætti lengi telja, en við vitum að það fæst lítið fyrir þetta því megnið af þessu er orðið úrelt daginn eftir að þú keyptir það og það vilja auðvitað allir fá það nýjasta ef þeir eru að fjár- festa á annað borð. Eða eins og einn orðaði það: „Ef þú ætlar að fylgjast með þróuninni í tölvu- bransanum þá þarftu alltaf að endurnýja á mánudög- um.“ Nú, við vitum öll að það liggja gögn út um allt land sem bíða eftir að komast í gagnagrunna og því fyrr sem við byrjum því betra. Því ekki að nota vinnuafl- ið sem er vítt og breytt um landið og vill vinna og hefur allan búnað og aðstöðu heimafyrir til að sinna þessu. Það þarf ekki fín fyrir- tæki og yfirbyggingu. Það er nóg: tölva, mótald, símalína og kannski prentari og svo einhver sem er viljugur að sitja fyrir fram- an þetta og vinna. Og ég er ekki í vafa um að við eigum nóg af þessu öllu. G.B.J. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hagkvæmur rekstur Víkverji skrifar... VINUR Víkverja fær, eða á aðfá, send skilaboð frá Tali í far- símann sinn þegar skorað er í leik með enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Það sigraði í Evrópu- keppni félagsliða, UEFA-keppninni sem svo er nefnd, á miðvikudags- kvöldið í ótrúlegum leik í Dortmund í Þýskalandi, 5:4. Um hádegisbil á fimmtudaginn fóru vininum að ber- ast upplýsingar um leikinn í símann; og mörkunum hreinlega rigndi! En hann var ekki sérlega spenntur þeg- ar þarna var komið sögu og fannst þjónustan ekki til að hrópa húrra fyrir. x x x YFIRLÝSING Karls Sigur-björnssonar, biskups Íslands, sem birtist í Morgunblaðinu á föstu- daginn, þar sem hann áréttar þagn- arskyldu presta og djákna, vakti at- hygli Víkverja. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Að gefnu tilefni skal áréttað að vígðir þjónar þjóðkirkjunnar, prest- ar og djáknar, eru bundnir þagn- arskyldu um allt er þeir verða áskynja í starfi og leynt skal fara. Í sálgæslu og skriftum er prestur áheyrandi í Krists stað. Það sem hann verður þannig áskynja má hann því aldrei láta uppi án sam- þykkis viðkomandi skjólstæðings nema landslög kveði á um eða stór- felldir hagsmunir einstaklings eða almennings séu í húfi. Er prestum og djáknum því með öllu óheimilt að skrá slíkar upplýsingar í skýrslur sem ætlaðar eru öðrum.“ Í frétt blaðsins kemur svo fram að fyrirhugað sé að gera breytingar á ákvæði samninga sem sjúkra- stofnarnir hafa gert um skráningu í gagnagrunn, sem taka af allan vafa um að upplýsingar frá prestum og djáknum fari ekki inn í grunninn. Víkverji hefur einmitt undanfarið velt dálítið fyrir sér þagnarskyldu ákveðinna starfsstétta, og hve mik- ilvægt er að hún sé haldin. Þannig er mál með vexti að Vík- verji dvaldi í bæjarfélagi, nokkuð stóru, úti á landi á dögunum og varð þess þá áskynja að fólk sem hann var í samskiptum við virtist hafa ýmsa vitneskju um atburði sem honum fannst óeðlilegt. Af hinu og þessu sem gerst hafði innan veggja sjúkrahússins á staðnum, fréttir úr herbúðum slökkviliðs og lögreglu og þar fram eftir götunum. Ekki allt hættulegar upplýsingar en inn á milli hlutir sem gersamlega fárán- legt er að séu á milli tannanna á „fólki úti í bæ“ vegna þess að því kemur þetta ekki við. Á að minnsta kosti að vera fráleitt að frétta hlut- ina frá áðurnefndum starfsstéttum. Vilji einhver sem var laminn, eða einhver sem lamdi, eða einhver sem fór heim með einhverjum eftir ball, eða var stungið í steininn, eða berst við einhvern sjúkdóm segja frá því er það auðvitað mál viðkomandi, en nefndar starfsstéttir verða skilyrð- islaust að kunna að þegja. Þjóð veit þá þrír vita, segir mál- tækið, og segi ungur aðstoðarlækn- ir, svo dæmi sé tekið af handahófi, tengdaföður sínum ákveðna hluti sem eru að gerast á sjúkrahúsinu þar sem sá fyrrnefndi starfar getur hann ekki verið viss um að sá síð- arnefndi breiði söguna ekki út á sín- um vinnustað. Og svo … Rétt er að taka fram að misjafn sauður er í mörgu fé og í þessu sem öðru geta fáeinir svartir sauðir komið óorði á heilar stéttir. Ein- hverjum kann að þykja Víkverji taka stórt upp í sig með því að minn- ast á þetta, en hér er ekki um sögu- burð að ræða, því miður, heldur staðreyndir sem vert er að hugleiða. LÁRÉTT: 1 vind, 4 höfðu upp á, 7 bætir við, 8 húð, 9 ílát, 11 topp, 13 at, 14 fiskinn, 15 lítill, 17 óþétt, 20 brodd, 22 gufa, 23 trylltur, 24 kaggi, 25 ræktuð lönd. LÓÐRÉTT: 1 digurt, 2 óveður, 3 lofa, 4 kák, 5 synja, 6 alda, 10 tími, 12 skepna, 13 her- bergi, 15 rófu, 16 greinin, 18 á jakka, 19 hreinar, 20 heiðursmerki, 21 LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bókabúðin, 8 skein, 9 dílar, 10 aki, 11 rekur, 12 nemur, 15 stegg, 18 salli, 21 ögn, 22 tíðum, 23 öngul, 24 einlægnin. Lóðrétt: 2 ómerk, 3 asnar, 4 úldin, 5 illum, 6 ósár, 7 hrár, 12 ugg, 14 efa, 15 súta, 16 eyðni, 17 gömul, 18 snögg, 19 lægri, 20 illt. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.