Morgunblaðið - 20.05.2001, Page 56

Morgunblaðið - 20.05.2001, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. HEILDARVERÐMÆTI útfluttra sjávarafurða jókst um 20% þrjá fyrstu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þar hefur mest áhrif 88,4% verðmætaaukning í útflutningi á loðnumjöli en einnig jókst verðmæti á landfrystum fiski um tæp 23% og verðmæti á nýjum og ísuðum fiski um tæp 19%. Reikna má með að 10,8% þessarar aukningar megi rekja til gengisbreytinga og rúmlega 9% til verðhækkana og verðmætaaukningar af öðrum sökum. Þrjá fyrstu mánuði síðasta árs nam heildarverðmæti útfluttra sjávaraf- urða 22,7 milljörðum króna en þrjá fyrstu mánuði ársins 2001 voru heild- arverðmæti útfluttra sjávarafurða 27,1 milljarður og nam aukningin því 4,5 milljörðum króna, eða 19,9%. Verðhækkun afurða milli ára nam 11,8% í heildina tekið og magn út- flutnings jókst um 7,3%. Verðmæti útflutnings á mjöli og lýsi jókst úr rúmum tveimur milljörðum fyrstu þrjá mánuði ársins 2000 í 3,7 milljarða á sama tímabili á þessu ári, eða 83,4%. Verð hækkaði um 11,7% á milli ára en heildarmagn útfluttra mjöl- og lýsis- afurða jókst um 64%. Þar sem ætla má að áhrif gengisbreytinga nemi tæpum 11% hefur aukið magn mest áhrif á verðmætaaukningu í mjöli og lýsi. Verðmæti frystra sjávarafurða í landi jókst úr 7,3 milljörðum í tæpa 9 milljarða, sem er 22,7% aukning, sem fyrst og fremst má rekja til gengis- breytinga og 12,5% magnaukningar. Verðmæti sjófrystra afurða minnkaði örlítið sem og verðmæti síldarsöltun- ar, en verðmæti hertra afurða jókst úr 216,6 milljónum í 398,8 milljónir, eða 80% aukning þar sem verðhækk- anir nema 38,4%. Þórður Friðjónsson, forstöðumað- ur Þjóðhagsstofnunar, segir að aukn- ingu í verðmæti útfluttra sjávaraf- urða megi aðallega rekja til aukins útflutnings á loðnumjöli. Hann segir að gera megi ráð fyrir að útflutningur hafi dregist saman í apríl og maí vegna verkfalls sjómanna, en verk- fallið muni þó hafa lítil áhrif á heildar- útflutning sjávarafurða á þessu ári og minni útflutningur sjávarafurða í þessum mánuðum verði unninn upp á síðari hluta ársins. Verð sjávarafurða hækkaði um 9%MAÐUR lést þar sem hann var við eggjatínslu í Akrafjalli. Maðurinn fór að heiman á föstudag og þegar hann kom ekki heim til sín aðfaranótt laugardags var lögreglu gert viðvart. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá send til að leita mannsins. Lík hans fannst um tíuleytið í gærmorgun og er talið að hann hafi hrapað til bana. Maðurinn, sem var á miðjum aldri, var búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hann var einn á ferð við eggjatínsl- una. Hrapaði til bana í Akrafjalli TRILLUKARLAR héldu í gær fund á Austurvelli og afhentu að honum loknum Árna M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra ályktun fundarins, þar sem skorað er á alþingismenn að fella úr gildi ákvæði laga um nýtt veiðikerfi krókabáta og segjast trillukarlar ekki vilja frekari kvótasetningu. Að því loknu gengu forystumenn trillukarla til fundar með sjávar- útvegsráðherra til að fara yfir stöðu mála. Í ályktuninni kemur fram að kvótasetning krókabáta sé til- komin vegna túlkunar sérfræð- inganefndar á dómi Hæstaréttar, en nýrri dómur hafi leitt í ljós að niðurstaða nefndarinnar hafi ekki verið sú sem rétturinn hafði meint. „Forsendur fyrir nýju veiðikerfi eru því rangar. Stjórn- völdum er heimilt að stjórna veið- um krókabáta án þess að þeir verði kvótasettir og dagar verði framseljanlegir,“ segir í álykt- uninni. Þá segir enn fremur að ábyrgð Alþingis sé mikil þar sem ljóst sé að nýtt veiðikerfi muni hafa í för með sér óbætanlegan skaða á ís- lenskri alþýðumenningu og valda fjárhagserfiðleikum tuga sveitar- félaga og fyrirtækja, auk eigna- og tekjuskerðingar þúsunda fjöl- skyldna. „Alþingismenn – fund- urinn ítrekar og krefst þess að þið komið í veg fyrir slíkar hörm- ungar,“ segir í ályktun trillu- karla. Þingfundur stóð enn þá yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun og var reiknað með að hann gæti staðið yfir fram á kvöld og jafn- vel fram á nótt. Mótmæla frekari kvóta- setningu Smábátasjómenn á fundi á Austurvelli Morgunblaðið/Jim Smart Trillukarlar kveiktu á blysum framan við Alþingi til að minna á kröfur um að þingmenn felli úr gildi ákvæði laga um nýtt veiðikerfi krókabáta. BIRGIR Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabankans, segir að þrátt fyrir ýmis hættumerki í ís- lensku fjármálakerfi sé það mat bankastjórnar að fjármálakerfinu sé ekki hætta búin eins og sakir standa. Í grein sem fjallar um stöðugleika fjármálakerfisins og birtist í nýjasta hefti Peningamála kemur fram að óhóflegur viðskiptahalli og útlána- aukning fjármálastofnana geti hugs- anlega leitt til fjármálakreppu í ljósi þess að fjármálastofnanir séu nú verr í stakk búnar til að bregðast við skyndilegum samdrætti. Að sögn Birgis Ísleifs hefur Seðla- bankinn að undanförnu snúið sér í vaxandi mæli að því að huga að stöð- ugleika fjármálakerfisins og birt út- tekt á stöðugleikanum tvisvar á ári í Peningamálum. Greinin sem birtist í heftinu í gær er af þeim rótum runn- in og hugsuð sem fræðileg úttekt á stöðu fjármálakerfisins. „Í henni fel- ast vissulega aðvörunarorð til þeirra stofnana sem á þessum markaði starfa, þ.e.a.s. banka og annarra fjármálafyrirtækja. En þótt bent sé á viss atriði, sem farið hafi á verri veg frá því að síðasta úttekt var gerð og þrátt fyrir að það séu viss hættu- merki, þá er niðurstaðan sú að það sé ekki líklegt að stöðu innlendra lána- stofnana sé hætta búin eins og sakir standa og aðstæður eru í þjóðfélag- inu í dag. En þær verða auðvitað að gæta vel að sér og þetta er í sam- ræmi við þau aðvörunarorð sem við höfum flutt bönkum í all langan tíma, bæði varðandi útlánaaukningu og eiginfjárhlutfall þeirra.“ Minni hagvöxtur en verið hefur Valur Valsson, bankastjóri Ís- landsbanka-FBA, segist engin merki sjá um yfirvofandi fjármálakreppu og fá teikn á lofti um skyndilegan samdrátt. Hann segir efnahags- ástandið einkennast af minni hag- vexti, sem leiði til þess að á öllum sviðum efnahagslífsins hægi á þró- uninni. Þar á meðal dragi úr verð- hækkunum líkt og þegar hafi gerst á hlutabréfamarkaði. „Hins vegar sé ég ekki neitt tilefni til að tala um yfirvofandi kreppu. Ég sé ekki nein merki þess á Íslandi. Það hefur einungis hægt á hagvext- inum, en það er ennþá hagvöxtur. Þegar við berum ástandið núna sam- an við það, þegar við gengum síðast í gegnum efnahagslega erfiðleika á fyrri hluta síðasta áratugar, þá voru aðstæður með allt öðrum hætti en núna. Þá höfðu þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur lækkað mjög mikið og fyrirtæki og einstaklingar höfðu miklu minni greiðslugetu. Ég sé ekki nein sambærileg merki núna.“ Áhyggjur af háu vaxtastigi Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir að staðan í fjár- málakerfinu sé erfiðari en hún hafi verið um mjög langt skeið, en hins vegar séu fá merki þess að skyndi- legur samdráttur í hagkerfinu geti valdið fjármálakreppu. Hann segir gríðarlega hátt vaxtastig í landinu vera mesta áhyggjuefnið og koma verst niður á fyrirtækjum. Sigurður segir að verulegan hluta útlánaaukningar megi fremur rekja til gengisbreytinga, en ekki vegna þess að menn hafi verið að auka út- lánin og það verði að skilja þar vel á milli. Engin kreppumerki Forsvarsmenn fjármálafyrirtækja segja fá merki um samdrátt ♦ ♦ ♦ SVANIRNIR svörtu sem hafa hald- ið til á Fáskrúðsfirði undanfarið hurfu á braut í síðustu viku. Þeir sáust fljúga út fjörðinn síðastliðið fimmtudagskvöld og tóku ákveðna stefnu til hafs en ekki er þó ljóst hvert förinni var heitið. Svanirnir undu hag sínum vel í nokkurn tíma enda vel fóðraðir af heimamönnum, trúlega nægilega til að geta flogið á næsta áfanga- stað. Svörtu svan- irnir farnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.