Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Eruð þið ekki búin að fatta að góðærissólin er gengin til viðar ??? Lyngásheimilið 40 ára Fjölþætt starf með fötluðum Fyrir skömmu varðLyngásheimilið 40ára. Þórunn Birna Böðvarsdóttir er forstöðu- þroskaþjálfi á Lyngási. Hún var spurð hvernig staða Lyngáss væri nú. „Nú nota 37 börn og unglingar þjónustuna á Lyngási. Á Lyngási fá börn og unglingar á aldr- inum 0 til 18 ára þjálfun, uppeldi og umönnun sem miðast að þörfum hvers og eins. Heimilinu ber að sinna þeim börnum og unglingum sem búa við mesta fötlun hverju sinni og geta ekki nýtt sér al- menn tilboð.“ – Hvers konar þjónustu fá börn og unglingar hjá Lyngási? „Á Lyngási eru fimm mismun- andi deildir og hefur hver og ein sín einkenni og starfsmarkmið. Börnin hafa sín eigin stundatöflu og í henni felst t.d. þroskaþjálfun, sjúkraþjálfun, klúbbastarf fyrir unglingana, líkamsþjálfun fyrir börn á öllum aldri, umönnun, úti- vist og fleira. Auk þess er, fyrir ut- an hina hefðbundnu þjónustu, læknisþjónusta, en Lyngás hefur heimilislækni. Við höfum einnig aðgang að sérfræðingum Styrkt- arfélagsins, félagsráðgjafa og sál- fræðingi og við kaupum líka sér- fræðiþjónustu t.d. hjá geðlæknum og næringarfræðingi. Þá má nefna að við höfum aðgang að þjónustu prests. Flestir á skólaskyldualdri á Lyngási stunda nám við Safa- mýraskóla sem er í áfastri bygg- ingu en nokkrir eru í Öskju- hlíðarskóla og Hlíðaskóla. Forskólabörnin fara í heimsóknir á almenna leikskóla.“ – Er svipuð dagskrá hjá ykkur allan ársins hring? „Allt árið er unnið samkvæmt einstaklingsmiðaðri stundatöflu en á sumrin er lögð rík áhersla á útivist, líkamsþjálfun og félags- lega blöndun út í samfélagið.“ – Hvert er upphafið að starf- seminni á Lyngási? „Lyngásheimilið er rekið af Styrktarfélagi vangefinna. Það var stofnað 1958 af foreldrum og aðstandendum fatlaðra. Tilgang- ur félagsins er og var að gæta hagsmuna og reka þjónustu til stuðnings fólks með fötlun, sér í lagi greindarskerðingu og tengd- ar fatlanir. Félagið er öllum opið sem stuðla vilja að framgangi allra hagsmunamála skjólstæðinga þess. Fljótlega eftir að félagið var stofnað hóf það rekstur leikskóla í leiguhúsnæði fyrir fötluð börn en jafnframt var farið að byggja Lyngáshúsið. Þar hófst starfsemi 1. júní 1961. Fyrirmyndin að Lyngási er sótt til Noregs, þar var heimili sem hét Ragna Ringdals- hjem, sem var stofnað 1957 og var fyrst dagheimilið fyrir fatlaða á Norðurlöndum. Foreldrahópur- inn sem stóð að stofnun Lyngáss í Styrktarfélagi vangefinna fylgdist mjög vel með því sem var að gerast í málefn- um fatlaðra í löndunum í kringum okkur. Fljót- lega kom til starfa hjá Styrktarfélaginu fag- fólk sem lagði sitt af mörkum, má þar nefna fremstar meðal jafningja þær Grétu Bachmann sem hafði hlotið sína menntun sem þroskaþjálfi í Noregi og Hrefnu Haraldsdóttur sem var við nám í gæslusystra- skólanum og fór síðan í fram- haldsnám í þroskaþjálfun til Dan- merkur. Þessar konur hafa starfað um langt árabil hjá Styrktarfélagi vangefinna.“ – Hvernig hefur gengið að fjár- magna þessa starfsemi alla? „Lyngás fær úthlutað ákveðinni upphæð á fjárlögum og í gegnum árin hefur Styrktarfélagið bætt við af eigin sjálfsaflafé í rekstur- inn vegna þess að framlög ríkisins hafa ekki dugað til að halda uppi því þjónustustigi sem við þurfum að gera. Nú er hins vegar nýlega búið að gera þjónustusamning við félagsmálaráðuneytið um rekstur Lyngáss þannig að Styrktarfélag- ið ætti að geta notað eigið fé í þró- unarstarf og nýjungar.“ – Er mikil aðsókn? „Já, það er alltaf einhver biðlisti og sérstaklega er óskað eftir þjón- ustu eftir hádegi þar sem skólar eru nú einsetnir og starfa á morgnana.“ – Hvernig fatlanir er mest um núna meðal barnanna á Lyngási? „Núna síðustu árin hafa nánast öll ný börn verið alvarlega fjölfötl- uð og langveik.“ – Hvað er margt starfsfólk hjá ykkur? „Við erum með 25,9 stöðugildi og vinna rúmlega tuttugu með börnunum inni á stofunum, hitt er í stjórnun og eldhúsi. Flest af starfsfólkinu eru þroskaþjálfar og svo stuðningsfulltrúar sem eru með menntun af ýmsu tagi og sumir með mjög góða starfs- reynslu. Sjúkraþjálfarar starfa á Lyngási sem verktakar hjá Tryggingastofnun rík- isins.“ – Hver er framtíðar- sýnin nú á þessum tímamótum? „Staðið hefur til að málefni fatlaðra fari yf- ir til sveitarfélaganna og gæti það haft einhverjar breyt- ingar í för með sér. Nú heyrum við undir lög um málefni fatlaðra frá 1992 en ekki er fullkomlega ljóst undir hvaða lagaflokk við heyrum ef af þessum breytingum verður. Hlutverk Lyngáss er að sinna þeim sem búa við mesta fötlun og það breytist vafalaust ekki. Þórunn Birna Böðvarsdóttir  Þórunn Birna Böðvarsdóttir fæddist á Hvammstanga í Vest- ur-Húnavatnssýslu 20. maí 1952. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og þroskaþjálfaprófi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands 1981, framhaldsnámi í þroskaþjálfun frá sama skóla 1995. Hún hefur starfað sem þroskaþjálfi á Kópa- vogshæli, hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og hjá Styrktarfélagi vangefinna. Frá 1997 hefur hún verið for- stöðuþroskaþjálfi á Lyngási. Þórunn er gift Huga Helgasyni starfsmanni hjá IKEA og eiga þau tvær dætur. Hlutverk Lyngáss að sinna þeim sem búa við mesta fötlun NETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.