Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt-ir, borgarstjóri, Gísli Gísla-son, bæjarstjóri á Akranesi,Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar Akraness og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, undirrit- uðu í gær viljayfirlýsingu um að sameina Orkuveitu Reykjavíkur og Akranesveitu, Andakílsárvirkjun og eignarhlut Akraneskaupstaðar í Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar. Yfirlýsingin var undirrituð í bæjarþingssalnum á Akranesi, með fyrirvara um samþykki borg- arstjórnar Reykjavíkur og bæjar- stjórnar Akraness. Sameinað orkufyrirtæki tekur til starfa 1. desember 2001. Eignar- hlutur Reykjavíkurborgar í því verður um 94,5% en hlutur Akra- ness um 5,5%. Bæjarstjórn Akra- ness skipar einn fulltrúa í stjórn og einn til vara í sameinuðu fyrirtæki. Eigið fé fyrirtækisins eftir samein- ingu verður um 34 milljarðar króna. Gert ráð fyrir breytingum á gjaldskrám til lækkunar Fram kom á kynningarfundinum að Orkuveita Reykjavíkur og Akra- nesveita hafa greitt arð til eigenda sinna og gert er ráð fyrir óbreyttri arðgreiðslustefnu sameinaðs fyrir- tækis. Sama þjónusta og sama gjaldskrá verður í gildi á Akranesi og í Reykjavík frá og með 1. des- ember 2001. Þá lækkar orkuverð heimila og fyrirtækja á Akranesi verulega, eða alls um 60–70 millj- ónir króna miðað við heildarnotkun á svæði Akranesveitu árið 2000. Verð á heitu vatni á Akranesi lækkar um 34% 1. desember 2001, verð á raforku til heimila þar lækk- ar um 11% og til fyrirtækja um 5% að meðaltali ef núgildandi gjald- skrá Akranesveitu er breytt í sam- ræmi við gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur. Þá hefur stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákveðið að endur- skoða raforkugjaldskrá sína og lækka verð á raforku til fyrirtækja. Kom fram í máli fundarmanna að þessi lækkun komi fyrirtækjum í Reykjavík og á Akranesi til góða. legt atvinnulíf, m.a. stór tæki sem eru að auka mjö sín á Grundartanga.  Orkuverðslækkun á er veruleg kjarabót fyrir og dregur úr rekstrarkost irtækja.  Orkuverðslækkunin búsetu á Akranesi og bæ keppnisstöðu bæjarins höfuðborgarsvæðinu. Önnur sveitarfélög fengið aðild að same orkufyrirtæki Ennfremur kom fram um, að fulltrúar borgaryf Reykjavík og bæjaryfir Akranesi hafi rætt mögul starf sveitarfélaganna á sviðum á óformlegum fu síðasta árs. Þar hafi m.a. borið á góma. Endurskoðendum hafi um verið falið að skila útte málalegri hlið hugsanleg einingar orkufyrirtækja meta verðmæti þeirra. Eft urstöður lágu fyrir hafi Reykjavíkurborgar og kaupstaðar rætt málið me legum hætti og náð fljótl komulagi um viljayfirlýs sameiningu, með fyrirv samþykki bæjarstjórnar A og borgarstjórnar Reykjav Í viljayfirlýsingunni kem að með henni lýsi borg Reykjavíkur og bæjarstjó ness hér með yfir að O Reykjavíkur og Akra Andakílsárvirkjun og 53, arhlutur Akraneskaups Hitaveitu Akraness og fjarðar verði sameinuð frá 1. desember 2001. Þá segir m.a. að aðilar mála um að eignarhlutur Breytingar eru ekki fyrirhugað- ar á starfsmannahaldi orkufyrir- tækjanna við sameiningu þeirra. Starfsmönnum verða tryggð áframhaldandi störf í sameinuðu fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að ræða frekar á næstu vikum og mánuðum við þá starfsmenn sem breyting- arnar snerta um það sem að þeim snýr. Þá verða höfuðstöðvar samein- aðs fyrirtækis á Vesturlandi á Akranesi og vinnuflokkar gerðir út þaðan. Stoðir styrktar fyrir komandi samkeppni Fram komu á fundinum nokkrar ástæður fyrir sameiningunni nú. Þær eru helstar þessar:  Orkuveita Reykjavíkur og Akranesveita eru öflug fyrirtæki sem gert hafa verulegar breytingar í starfsemi sinni á undanförnum ár- um til að hagræða í rekstri og styrkja stöðu sína.  Verulegar breytingar eru fyr- irsjáanlegar á íslenskum orku- markaði á næstum árum og nauð- synlegt fyrir orkufyrirtæki að stækka og eflast til að takast á við harðnandi samkeppni í breyttu við- skiptaumhverfi.  Frumvarp um heildarendur- skoðun laga um vinnslu, flutning og sölu raforku verður væntanlega samþykkt á Alþingi næsta vetur og ný lög taka gildi fyrir 1. júlí 2002.  Sameinað fyrirtæki verður enn stærri og hagkvæmari rekstr- areining en fyrirtækin tvö hvort í sínu lagi.  Hvalfjarðargöngin sameinuðu í raun Reykjavík og byggð norðan Hvalfjarðar í eitt atvinnusvæði.  Á Vesturlandi eru afar miklir möguleikar til aukinnar orkusölu þar sem er vaxandi byggð og blóm- Verð á vatni lækkar um 34% á Akranesi eftir sameinin Frumkvæðið frá Akurnesi Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjar- stjórinn á Akranesi undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að sameina orkufyr- irtæki Reykjavíkur og Akraness. Björn Ingi Hrafnsson sat kynningarfund í bæjarþingssalnum á Akranesi. Frá kynningarfundi á Akranesi í gær. F.v. Alfreð Þorsteinsson insson og Gísli Gíslas )    )   * ) * +) , -  #!   ')./)0' '1            2 3+ * ,&#2-'%2""+ .".2'#'2,(( '("2'('2-&+ #-2-..2#&.2&.- ++4+      ++!++( '1       2 3+ * ,%.2"-+2.#( (,+2#-"2-'- '#+2.#-2&,# %.2(#,2(&%2&.- +""+5+5 + 5=6> 6 61   0    *?  HÚSNÆÐISMÁL MR Húsnæðismál Menntaskólansí Reykjavík eru umtalsefniRagnheiðar Torfadóttur rektors í viðtali sem birtist hér í blaðinu á laugardag. Þar kom fram að skólinn starfar nú í sjö húsum og að viðhaldi elstu húsanna hefur verið mjög ábótavant síðustu ára- tugi. Um er að ræða sögufræg hús, ekki síst gamla skólahúsið sem ná- tengt er sögu Lærða skólans og Menntaskólans sjálfs, auk þess sem það hýsti merka þætti sjálfstæðis- baráttu Íslendinga. Tilefni þessa viðtals við fráfarandi rektor MR voru ummæli hennar í skólaslita- ræðu fyrir skömmu, þar sem hún gerði viðhald skólabyggingarinnar að umtalsefni. Á sínum tíma var skólahús Menntaskólans stærsta hús á land- inu og vandað að allri gerð, en skól- inn hefur nú starfað þar óslitið frá 1846. Í samtalinu bendir Ragnheið- ur á að við viðhald fyrri tíma hafi ekki verið tekið mið af því hve skólahúsið er merkilegt og gamalt. Umbætur hafa því verið sundurleit- ar og bera þess glögg merki að vera tímanna tákn fremur en vitn- isburður um uppruna hússins. Á síðastliðnu ári var arkitektum falið að semja forsögn að viðgerð- um á skólahúsinu og lögðu þeir til að byggingunni verði komið í eins upprunalegt horf og kostur er mið- að við nútímaskólahald. Má það teljast mikilvægt hagsmunamál í byggingarsögulegum skilningi, enda fágætt á Íslandi að hús hafi þjónað hlutverki sínu um svo langt skeið sem hús Menntaskólans í Reykjavík. Á skólareitnum eru fleiri sögu- fræg hús sem huga þarf að, en mörg þeirra eru afar óhentugt kennsluhúsnæði og því brýnt að leysa húsnæðisvanda Menntaskól- ans með nýbyggingu á svæðinu sem brúað gæti bil fortíðar og fram- tíðar. Nú til dags ríkir orðið víðtæk samstaða um varðveislu gamalla og sögufrægra húsa á Íslandi. Það hlýtur því að vera forgangsverkefni ríkis og borgar, sem nýlega gerðu með sér samkomulag um sameigin- lega uppbyggingu menntaskólanna í Reykjavík, að ganga þannig frá gamla skólahúsinu og þessum reit í hjarta miðborgarinnar að Mennta- skólinn í Reykjavík geti áfram þjónað sem mikilvægur hornsteinn menntunar og menningarsögulegra minja í miðborginni. Og óhikað má fullyrða að þær mörgu kynslóðir núlifandi Íslend- inga, sem hafa notið þeirra ein- stöku forréttinda að fá að stunda menntaskólanám í þessu húsi, verða tilbúnar til að veita þessu máli öflugan stuðning. MAKEDÓNÍA Á SUÐUPUNKTI Vonir margra um að friðsælla yrðiá Balkanskaga næstu árin virð- ast ekki ætla að rætast. Þegar loks virtist sem tekist hefði að stöðva of- beldið og flest bendir til að Slobodan Milosevic, fyrrum forseti Júgóslavíu, verði á næstunni framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag, aukast líkurnar á borgarastyrjöld í Makedóníu dag frá degi. Átök hafa geisað um nokkurt skeið í norðurhluta landsins milli stjórnar- hersins og albanskra skæruliða og hafa vestrænar ríkisstjórnir lagt ofuráherslu á það undanfarnar vikur að samið verði um vopnahlé. Allar slíkar tilraunir hafa hins vegar skil- að litlum árangri til þessa og tengj- ast átökin í norðurhluta Makedóníu með beinum hætti svipuðum átökum handan landamæranna í suðurhluta Serbíu og Kosovo. Ekki hefur heldur fundist lausn á því hvernig tryggja megi aðild Alb- ana, sem eru mjög fjölmennir í Makedóníu, að stjórn landsins og að þeir njóti sömu réttinda og aðrir þegnar landsins. Þótt albanskir ráð- herrar sitji í stjórninni er ljóst að staða albanska minnihlutans er að mörgu leyti óviðunandi. Makedónía virtist lengi vel vera helsta tákn stöðugleikans á Balkan- skaga og átökin í Bosníu, Króatíu, Kosovo og víðar náðu ekki að teygja anga sína þangað. Raunar var Mak- edónía lengi vel helsta miðstöð vest- rænna stofnana á borð við NATO og ÖSE sem unnu að því að finna lausn á Kosovo-deilunni. Nú virðist hins vegar sem hatrið og þjóðernisátökin, er valdið hafa svo miklu tjóni í nágrannaríkjunum, kunni að leiða til borgarastyrjaldar í Makedóníu. Á mánudagskvöld brut- ust út óeirðir í Skopje, höfuðborg landsins, þar sem trylltur múgur gerði aðsúg að þinghúsi landsins og krafðist þess að Boris Trajkovskí, forseti landsins, og helstu samstarfs- menn hans segðu af sér. Kveikjan að óeirðunum var sú að fyrr um daginn höfðu bandarískar NATO-sveitir fylgt skæruliðum á brott eftir að þeir höfðu lagt niður vopn í bænum Arac- inovo í kjölfar vopnahléssamkomu- lags við stjórnina um helgina. Mótmælin í Skopje virtust beinast að því að stjórnvöld hefðu yfirhöfuð samþykkt vopnahlé og leyft skæru- liðunum að yfirgefa Aracinovo og ekki síður að NATO hefði aðstoðað við liðsflutningana. Sýnir þetta í hnotskurn hversu flókið ástandið er og hversu erfitt mun reynast að finna lausn er kemur í veg fyrir að átökin haldi áfram að stigmagnast. Ekki síst er það áhyggjuefni að nokkur fjöldi hermanna var í hópi þeirra er mótmæltu fyrir utan þing- húsið. Auðvitað er óhjákvæmilegt að NATO, Evrópusambandið og aðrar stofnanir geri allt sem í valdi þeirra stendur til að stilla til friðar. Það mun hins vegar ekki takast fyrr en vilji er til staðar meðal jafnt Mak- edóna sem albanska minnihlutans að slíðra sverðin. Þótt grunnt sé greini- lega á hatrinu ættu dæmin frá ná- grannaríkjunum að vera nægileg áminning um það, að vopnuð átök leysa engan vanda. Það er vonandi að íbúar Makedóníu muni læra þá lexíu af reynslu annarra en ekki eig- in. Sú von fer hins vegar dvínandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.