Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur og fer í dag. Nordsund kemur í dag. Goðafoss og Brand Pol- aris fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hvítanes, Sjóli, Salleq og Markús J. komu í gær. Veerborg og A. B. Bilbo fóru í gær. Polar Siglir kemur í dag. Sel- foss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofan er opin alla miðvikud. frá kl. 14–17. S. 551 4349. Fataúthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði, frá kl. 14– 17 s. 552 5277. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800 4040 frá kl. 15–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-12 op- in handavinnustofan, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13-16:30 opin smíða- stofan, kl. 10-16 pútt- völlurinn opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 -13 hárgreiðsla, kl. 8- 12:30 böðun, kl. 9-16 al- menn handavinna og fótaaðgerð, kl. 9:30 morgunkaffi/dagblöð, kl. 10 banki, kl. 11:15 matur, kl. 13 spiladagur, kl. 15 kaffi. Farið verður upp á Akranes fimmtu- daginn 28. júní kl. 13. Byggðasafnið skoðað og kaffi drukkið á Dval- arheimilinu Höfða. Ekið verður heim um Hval- fjörð. Upplýsingar og skráning í síma 568- 5052 fyrir miðvikudag- inn 27. júní. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15- 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16:30-18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 11:30 matur, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. At- hugið! Morgungangan fætist aftur yfir á laug- ardag 30. júní og verður rúta frá Firðinum kl. 9:50 og 10 frá Hraunseli. Haustferðin 1. okt. til Prag, Bratislava, Búda- pest og Vínar. Kynning- arfundur verður í dag miðvikudaginn 27. júní n.k. kl. 14, nokkrir mið- ar til, og greiða þarf staðfestingargjald. Or- lofið að Hótel Reykholti Borgarfirði 26. ágúst n.k. Skráning og allar upplýsingar í Hraunseli sími 555-0142. Félags- heimilið Hraunseli verð- ur lokað vegna sum- arleyfa starfsmanna frá 2. júlí til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í hádeg- inu. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara út í Viðey með Viðeyjarferjunni. Mæting í Klettavör Vatnagörðum kl. 12.50 og hafa með sér nesti. Umsjón Ingvar Björns- son. Línudanskennsla Sigvalda kl. 19:15. Dagsferð 10. júlí Þórs- mörk-Langidalur. Stutt- ar léttar göngur. Nesti borðað í Langadal. Leiðsögn Þórunn Lár- usdóttir og Pálína Jóns- dóttir. Dagsferð 14. júlí Gullfoss-Geysir- Haukadalur. Fræða- setrið skoðað. Leiðsögn Sigurður Kristinsson og Pálína Jónsdóttir. Eyja- fjörður-Skagafjörður- Þingeyjarsýslur 6 dag- ar. 26.-31. júlí. Ekið norður Sprengisand til Akureyrar. Farið um Eyjafjarðardali, Svarf- aðardal, Hrísey, Sval- barðsströnd og fl. Ekið suður Kjalveg um Hveravelli til Reykja- víkur. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Eigum nokkur sæti laus. Ath: Vegna mikillar aðsókn- ar í hringferð um Norð- austurland viljum við biðja þá sem eiga pant- að að koma og greiða inn á ferðina sem fyrst. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588-2111. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postu- línsmálun og fótaað- gerð, kl. 13 böðun kl. 13:30 samverustund. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9 lagt af stað í ferð í Húnaþing vestra. Frá hádegi spilasalur opinn. Allar veitingar í veit- ingabúð Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 10:30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári Gullsmára 13. handavinnustofan opin kl. 9-16. Leiðbein- andi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9- 16:30 bútasaumur, kl. 9- 17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 11-12 pútt, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan opin frá kl. 9-14, kl. 9-12:30 út- skurður, kl. 9-16:45 handavinnustofurnar opnar, kl. 13-13:30 bankinn, kl. 14 félags- vist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8:25 sund, kl. 9 dagblöð og kaffi, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 11:45 matur, kl. 14:30 kaffi. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9:30 almenn handmennt, kl. 10 morgunstund og fótaaðgerðir, kl. 11:45 matur, kl. 13 kóræfing, kl. 14:30 verslunarferð, kl. 14:30 kaffi. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kredit- kortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er op- in miðvikud. og föstud. kl. 16-18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. MS-félag Íslands. Minn- ingarkort MS-félagsins eru afgreidd á Sléttu- vegi 5, Rvk, og í síma 568-8620 og myndrita s. 568-8688. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd í síma 552-4440 frá kl 13-17. Eftir kl. 17 s. 698-4426 Jón, 552-2862 Óskar eða 563-5304 Nína. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540- 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótek- um. Gíró-og kredit- kortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Land- spítalans Kópavogi (fyrrverandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551-5941 gegn heim- sendingu gíróseðils. Í dag er miðvikudagur 27. júní, 178.dagur ársins 2001. Sjösof- endadagur. Orð dagsins: Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins. (Orðskv. 4, 23.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 auðveldur, 8 nötraði, 9 reiður, 10 greinir, 11 flýt- irinn, 13 starfsvilji, 15 fjárreksturs, 18 lítil tunna, 21 blekking, 22 smávaxna, 23 óþekkt, 24 þyngdareiningar. LÓÐRÉTT: 2 óhreinkaði, 3 tilfinn- ingalaus, 4 allmikill, 5 reyfið, 6 aldursskeið, 7 vaxa, 12 eyktamark, 14 vafa, 15 látið af hendi, 16 snauð, 17 deilur, 18 slungnu, 19 grasflötur, 20 duglega. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 flets, 4 þófar, 7 leggs, 8 örkin, 9 sýl, 11 skap, 13 saki, 14 eljan, 15 hörð, 17 Ægis, 20 æra, 22 lofað, 23 skúta, 24 sælir, 25 ausan. Lóðrétt: 1 fólks, 2 ergja, 3 sess, 4 þjöl, 5 fokka, 6 rændi, 10 ýkjur, 12 peð, 13 snæ, 15 hælis, 16 ræfil, 18 grúts, 19 skarn, 20 æður, 21 assa. K r o s s g á t a KONA hafði samband við Velvakanda og sagði hún að nýlega hafi verið auglýsing í DV frá Búnaðarbankan- um. Þar var börnum boðið upp á að koma og leggja peninga, hámark kr. 2000, inn á reikning og í staðinn áttu þau að fá pappírspen- inga sem þau gætu notað til að taka út vörur hjá vissum fyrirtækjum. Segir hún að þetta sé augljóslega gert til að fá börnin til að leggja peninga inn á þennan banka og finnst henni það ámælisvert, þetta sé greini- leg markaðssetning á börn- um. Spyr hún hver það sé sem græði á þessu. Dodda-bækur Árni Haukur hafði sam- band við Velvakanda og er hann að leita eftir vel með förnum Dodda-bókum. Þeir sem gætu hjálpað hon- um eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Árna Hauk í síma 562-9144. Hvað er orðið um okkar þjóð? Það er farið að ganga fram af mér hvernig fólk hefur skrifað í lesendadálka blaða. Fólk notar stór og ljót orð og kennir öðrum (t.d. ríkisstjórn) um ófarir sínar. En það þarf ekki að nota ljót orð til að koma sínu á famfæri. Fólk skrifar um tóma ísskápa. Ég skil ekki hvað hefur orðið um okkar þjóð. Getur ekki ver- ið að þetta sé sjálfskapar- víti hjá mörgum? Eyðir fólk ekki í óþarfa og dauða hluti eins og bíla, skemmt- anir, áfengi, tóbak o.s.frv. Ég ól ein upp þrjú börn og þau fengu alltaf nóg að borða og komust öll til manns án þess ég fengi styrki eins og fólk fær í dag. Mér finnst að fólk ætti að líta sér nær og athuga í hvað það eyðir peningum áður en það fer að kvarta í fjölmiðlum. Magnea. Látum málið niður falla Ég get ekki skilið hvað vak- ir fyrir fólki að saka látinn mann, Eðvald Hinriksson, fyrir stríðsglæpi. Að mínu mati er þetta rógburður og ásakanir. Mér finnst ósennilegt að einhver stríðsglæpamaður í fjar- lægu landi ákveði skyndi- lega að að fara til Íslands, giftast góðri konu, eignast börn og aðstoða sjúka. Veit fólk ekki að þessi maður rak nuddstofu í Reykjavík ásamt konu sinni og bætti þar með heilsu margra. Ég var ein af þeim sem var í nuddi hjá honum. Ein- hverju sinni sagði hann mér að ég ætti ekki að þurfa að borga honum fyrir nuddið því ég gæti fengið vottorð frá lækni og þar með fengið útlagðan kostn- að endurgreiddan. Þetta sýnir t.d. hve mikla um- hyggju hann bar fyrir sjúk- lingum sínum. Þegar Eðvald lést var gefin út yfirlýsing af ís- lenskum stjórnvöldum um að málið skyldi látið falla niður. Mér finnst að það hafi verið rétt ákvörðun og að ættingjar hans eigi ekki að þurfa að upplifa þessa umræðu eina ferðina enn. Þetta eru fremur óskemmtilegar minningar fyrir börn og barnabörn látins manns sem eltur er af dómstólum eftir að hann er kominn í vígða mold. Ekki vil ég svar við þessu bréfi, nóg er kvölin samt fyrir aðstandendur og óþægilegt að ýfa þetta upp. Vona ég að þessi umræða haldi ekki áfram í fjölmiðl- um. Inga Ósk Guðmunds- dóttir, Hátúni 10. Létt og Magga V. Ég vil koma á framfæri ánægju minni með útvarps- stöðina Létt 96.7 og þá sér- staklega þáttinn hjá Möggu V. á morgnana. Lagavalið hjá Möggu V. er eins og sniðið eftir mínum smekk. Einnig er hún oft með skemmtilega umfjöllun um allt milli himins og jarðar. Ég kem alltaf afslöppuð og ánægð í vinnuna eftir að hlusta á Möggu á leiðinni. Kærar þakkir fyrir góðan þátt. Helga. Dýrahald Fress vantar heimili Vegna óviðráðanlegra or- saka óskum við eftir góðu heimili fyrir 1 árs gamlan fresskött. Hann er. kol- svartur með glansandi feld, er geltur og kassavanur og mjög líflegur köttur. Nán- ari upplýsingar í síma 861- 5549. Muggur er týndur HVÍTUR kafloðinn köttur er horfinn frá heimili sínu á Seltjarnarnesi (Skerja- braut). Hann gegnir nafn- inu Muggur. Fjölskyldan saknar hans sárt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um Mugg hringi í síma 690- 8463, 552-9447 eða 562- 4031. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Markaðssetn- ing á börnum Víkverji skrifar... EINHVERN tímann varð Vík-verji svo heppinn að komast í kynni við fasanakjöt. Það var í út- landinu, nánar tiltekið hjá Dönum, og hann sér ekki eftir þeim kynnum. Þetta rifjaðist upp nú þegar fréttir berast af því að fasanaræktun er haf- in hérlendis og reyndar á slóðum sem ekki eru alveg ókunnar Víkverja eða austur í Eiðaþinghá. Fasanar eru nefnilega herra- mannsmatur eins og margt annað fuglakjöt og nægir þar að nefna rjúpu, gæs og lunda. Er Víkverji líka sannfærður um að þessi herra- mannsmatur er ekki síður hollur eins og hann er góður. (Við skulum þá ekkert tala um rjómalagaðar eða feitar sósur í þessu sambandi sem eru nauðsynlegt meðlæti.) Verður þess þá vonandi ekki langt að bíða að hægt verður að skeiða í kjörbúðina eftir íslenskræktaðri fasanabringu. Ekki veit Víkverji hversu útbreitt fasanaeldi er eða gæti orðið hérlend- is en hann vonar bara að það verði ekki eins og með minkaræktina að margir stökkvi til og hyggist græða á tá og fingri með fasanarækt og að allt sigi svo á ógæfuhliðina af því að of margir keppi um markaðinn. Inn- lendur markaður þolir varla nema fáa bændur á þessu sviði og fram að þessu hefur okkur ekki lánast mikill útflutningur á landbúnaðarvörum. En hvað sem því líður er komið vatn í munninn og ráð að rifja upp fasanabragðið með því að kanna hvar varan fæst. x x x NÚ þegar sumarið er komið vel áveg er fróðlegt að fylgjast með hvernig fjallvegirnir eða öllu heldur óbyggðavegirnir opnast hver á fætur öðrum. Fært er orðið yfir Kjöl og í Landmannalaugar og ekki líða marg- ar vikur þar til hægt verður að gægj- ast inn á Sprengisandsleið. Óbyggð- irnar og hálendið bjóða uppá ótal ferðamöguleika og á alla mögulega vegu. Víkverji hefur helst kynnst þessum hlutum landsins með því að aka um hálendisvegina og dálítið með göngum en þar vantar mikið á. Hefur hann oftlega haft hug á að bæta þar úr. Hann hálföfundar reyndar hesta- menn af því að geta sest uppá jálka sína og látið bera sig fyrirhafnarlaust yfir landið sem skepnurnar gera víst yfirleitt möglunarlaust. Þær fá sínar tuggur fyrir þegar áð er og þá eru all- ir sáttir og knaparnir ekki síst líka því þeir hljóta að geta notað tæki- færið og nærst líka. Það er spurning hvort Víkverji íhugar þennan ferðamöguleika betur í framtíðinni en til þessa hefur hon- um ekki dottið í hug annar ferðamáti en akstur og ganga. Ætli það sé ekki best að halda sig við það efni og bjóða ekki hættunni heim með ótímabær- um reiðtúrum. Enda á hann ekki svona skepnur og þekkir fáa sem stunda hestamennsku svo þessar hugsanir eru raunar út í hött. En það er öllu auðveldara að skella sér í gönguferðir með Ferðafélaginu eða Útivist eða bara með kunningj- unum. Þá þarf ekki annan búnað en nesti og ekki nýja skó, sæmilegan útifatnað og kannski kort og áttavita ef einhver kann á hann. En óbyggð- irnar bíða og sjálfsagt að nýta helgar og aðra frídaga til að vitja þeirra. Gista í fjallaskálum eða gamla og upplitaða fermingartjaldinu sem sker sig rækilega úr í tjaldbúðunum innan um tjaldíbúðirnar sem hinir eru með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.