Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 22
ERLENT
22 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HARÐIR eftirskjálftar hafa gert
hjálparstarfsmönnum í Perú erfitt
fyrir, en stærsti eftirskjálftinn
mældist 5,7 stig á Richter. Skjálft-
inn á laugardag átti upptök sín í
hafinu austur af borginni Areq-
uipa, um 600 kílómetra suðaustan
við höfuðborgina Líma. Að
minnsta kosti 97 manns hafa látist
í skjálftunum og tugir þúsunda eru
heimilislausir. Alþjóða rauði kross-
inn hvatti erlend ríki til að veita
Perúbúum aðstoð, en að minnsta
kosti 100 milljónir króna þarf á
næstu dögum til að fæða, klæða og
hýsa þann fjölda fólks sem missti
heimili sín í skjálftunum. Evrópu-
sambandið hefur þegar heitið 100
milljónum króna og Japan hefur
lofað öðrum 50 milljónum. Auk
peninganna senda munu Japanir
senda tjöld og teppi að andvirði
800.000 íslenskra króna.
Fyrsti skjálftinn harðari
en áður var talið
Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna
gaf út yfirlýsingu í gær þar sem
segir að skjálftinn sem skók Perú
á laugardaginn hafi verið 8,1 stig á
Richter en ekki 7,9 eins og áður
var talið. Talsmaður stofnunarinn-
ar sagði það lán í óláni að skjálft-
inn skyldi ekki hafa orðið á þétt-
býlla svæði þar sem hann hefði
valdið enn meira tjóni. Þrátt fyrir
það mikla tjón sem varð í skjálft-
anum þykja Perúbúar hafa sloppið
furðuvel miðað við stærð skjálft-
ans. Fimmtánþúsund manns létu
lífið á Indlandi fyrr á þessu ári í
jarðskjálfta sem var töluvert minni
en þessi.
Í hjálparbeiðni Rauða krossins
segir að 20.000 fjölskyldur séu
heimilislausar í Moquegua-hér-
aðinu einu og að önnur héruð
hefðu orðið fyrir miklu tjóni. Tala
heimilislausra hlaupi því á tugum
þúsunda. Vegna þess hve kalt er í
veðri á svæðinu er nauðsynlegt að
skjóta skjólshúsi yfir hina heim-
ilislausu, en óttast er að börn og
gamalmenni muni deyja úr kulda
og vosbúð verði ekkert að gert.
Menningarverð-
mæti skemmast
Næst stærsta borg Perú, Areq-
uipa, sem nýlega var lýst alþjóð-
legt menningarverðmæti af Sam-
einuðu þjóðunum, varð afar illa úti
í skjálftanum. Borgin er fræg fyrir
fallegar byggingar frá nýlendutím-
anum og er hún ein elsta borg
Suður-Ameríku. Var bílaumferð
bönnuð í miðborginni af ótta við að
hún gæti valdið frekara tjóni á
hinum sködduðu byggingum.
Níu af hverjum tíu byggingum í
borginni Moquegua skemmdust að
meira eða minna leyti í skjálft-
unum og létust að minnsta kosti 17
íbúar hennar. Bjuggu þeir flestir í
fátækrahverfinu San Fransisco
sem nánast var jafnað við jörðu í
skjálftanum á laugardag. Einnig
létust átta manns í hafnarbænum
La Punta þegar risastór flóðbylgja
skall á honum á laugardag, en al-
gengt er að jarðskjálftar sem
verða á hafi úti geti af sér slíkar
flóðbylgjur.
Harðir eftirskjálftar auka enn á tjónið í Perú
Fleiri heimilislausir
en áður var talið
Reuters
Indíánafjölskylda vaknar í því sem eftir stendur af húsi þeirra í borginni Moquegua.
Líma. AFP, The Daily Telegraph.
3)
4
)
3
56 78 64)9
:;3)5
: ;
#
2#$ # <
<
<
TUGIR þúsunda Berba gengu um götur Tizi
Ouzou, höfuðstaðar Kabýla-héraðs í Alsír, í fyrra-
dag til að krefjast þess að yfirvöld hæfu nýja rann-
sókn á morði á vinsælum söngvara, Lounes Mat-
oub, sem barðist fyrir réttindum Berba.
Lögreglan beitti táragasi og vatnsþrýstibyssum
til að dreifa mannfjöldanum og koma í veg fyrir að
óeirðir blossuðu upp.
Efnt var til mótmælanna í tilefni þess að þrjú ár
voru liðin frá því að Matoub var myrtur. Yfirvöld
kenndu íslömskum uppreisnarmönnum um morð-
ið, en þeir höfðu rænt söngvaranum fjórum árum
áður og haldið honum í gíslingu í hálfan mánuð.
Margir Berbar telja hins vegar að ríkisstjórn
bandamanna hersins hafi fyrirskipað morðið.
Matoub er átrúnaðargoð ungra Berba og orðinn
að tákngervingi baráttu þeirra fyrir auknum rétt-
indum. Í söngvum sínum gagnrýndi hann ráða-
mennina í Algeirsborg fyrir mannréttindabrot,
spillingu og kúgun, meðal annars í laginu „Svik-
arar“, skrumskælingu á alsírska þjóðsöngnum.
Lagið nýtur mikilla vinsælda meðal mótmælend-
anna í Kabýla en yfirvöldin hafa mikla óbeit á því.
Yfirvöldin sökuðu íslamska uppreisnarmenn um
að hafa myrt söngvarann í árás úr launsátri 25.
júní 1998. Íslömsk uppreisnarhreyfing, sem hóf
blóðuga uppreisn árið 1992, rændi Matoub fjórum
árum fyrir morðið en sleppti honum eftir að hafa
haldið honum í hálfan mánuð.
Fjórir íslamskir uppreisnarmenn voru hand-
teknir fyrir morðið en réttarhöldum yfir þeim var
aflýst. Mótmælendurnir í Kabýla kröfðust þess að
hafin yrði ný rannsókn á málinu og sökuðu stjórn-
ina um að hafa fyrirskipað morðið til að þagga nið-
ur í söngvaranum.
Tugir manna hafa beðið bana
Berbar komu til svæðisins, sem nú er Alsír,
löngu áður en arabar lögðu það undir sig á 7. og 8.
öld. Um 20% íbúanna líta á sig sem Berba.
Kabýlar, einn af ættflokkum Berba, hafa lengi
barist fyrir því að móðurmál þeirra, tamazight,
verði viðurkennt sem opinbert tungumál ásamt
arabísku.
Götuóeirðir hafa blossað upp nánast daglega í
Kabýla frá 18. apríl þegar herþjálfaðir lögreglu-
menn urðu Berba á táningsaldri að bana. Síðan þá
hafa öryggissveitir skotið að minnsta kosti 55 mót-
mælendur til bana og um 1.800 hafa særst.
Kabýlar hafa mótmælt harðræði yfirvaldanna
og krafist þess að sveitir herþjálfaðra lögreglu-
manna í héraðinu verði lagðar niður.
Mótmælin hafa síðan breiðst út til annarra hér-
aða í Alsír og óeirðir hafa jafnvel blossað upp í
bæjum araba. Ungmenni hafa ráðist á ríkisfyr-
irtæki og látið í ljósi óánægju með einræði hersins
og efnahagsþrengingarnar í landinu.
Mótmælin í Alsír breiðast út
Tizi Ouzou. Reuters, AP, AFP.
Reuters
Berbar halda á mynd af söngvaranum Lounes
Matoub í mótmælagöngu í fyrradag.
NORÐUR-kóresk fjölskylda kom í
gærmorgun á skrifstofu flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna
í Peking í Kína og óskaði hælis í
Suður-Kóreu sem pólitískir flótta-
menn. Kvaðst fólkið óttast um líf sitt
ef það yrði sent aftur til Norður-
Kóreu.
Fjölskyldumeðlimirnir eru sjö, á
aldrinum 15 til 69 ára. Sögðust þeir
ekki ætla að yfirgefa skrifstofuna
fyrr en þeir hefðu verið úrskurðaðir
flóttamenn og fengið tryggingu fyr-
ir því að þeir fengju að fara til Suð-
ur-Kóreu.
Talsmaður suður-kóreska utan-
ríkisráðuneytisins sagði í gær að
stjórnvöld í Seoul væru reiðubúin að
veita fólkinu hæli.
Þúsundir flóttamanna
í norðurhluta Kína
Mannréttindasamtökin Björgum
norður-kóresku þjóðinni (RENK),
sem hafa bækistöðvar í Japan,
styðja baráttu fjölskyldunnar. Að
sögn samtakanna flúði fólkið, sem
ber ættarnafnið Jang, frá Norður-
Kóreu fyrir tveimur árum og hefur
síðan verið í felum í Kína.
Hundruð Norður-Kóreubúa flýja
árlega kúgun og hungursneyð í
heimalandinu. Samkvæmt samningi
stjórnvalda í Pyongyang og Peking
ber Kínverjum að snúa öllum flótta-
mönnum til baka, en þó er talið að
þúsundir Norður-Kóreumanna haf-
ist við í leynum í norðurhluta Kína.
Margir þeirra flóttamanna sem nást
eru sendir í fangelsi eða vinnubúðir
eftir heimkomuna.
RENK-samtökin segja að Jang-
fjölskyldan óttist um líf sitt, verði
hún send aftur til síns heima, þar
sem hún hafi gefið út myndskreytta
bók sem lýsir hörmungarástandinu í
Norður-Kóreu. Í bókinni eru stjórn-
völd í Pyongyang kölluð „einræðis-
stjórn“ og lýst ábyrg fyrir „dauða
milljóna saklausra manna.“
Fimm fjölskyldumeðlimir munu
hafa náðst í Kína og verið sendir aft-
ur til Norður-Kóreu og tveir þeirra
eru sagðir vera í einangrunarbúðum
fyrir samviskufanga.
Spennuástand á Gulahafi
Í þessari viku er 51 ár liðið frá því
að Kóreustríðið braust út. Kóreu-
ríkin sömdu aldrei frið, en vopnahlé
hefur verið í gildi síðan 1953. Þrátt
fyrir að samskipti ríkjanna hafi
batnað á undanförnum árum ríkir
enn mikil spenna þeirra í milli.
Á sunnudag skutu suður-kóresk
eftirlitsskip níu viðvörunarskotum
að norður-kóreskum báti, sem hafði
siglt inn á bannsvæði á Gulahafi, ná-
lægt landamærum ríkjanna. Áður
en norðanmennirnir höfðu sig á
brott skutu þeir blysum að eftirlits-
skipunum og veifuðu prikum og
hnífum í átt til þeirra, að því er suð-
ur-kóreska strandgæslan segir.
Var þetta mesta spennuástand
sem skapast hefur á hafinu úti fyrir
Kóreuskaga síðan til átaka kom á
sama svæði árið 1999. Þá sökkti suð-
ur-kóreskt herskip norður-kóresk-
um tundurskeytabáti með tuttugu
mönnum innanborðs, sem allir voru
taldir af.
N-kóresk
fjölskylda
leitar hæl-
is hjá SÞ
Peking, Seoul. AFP, AP.