Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ E f lítil þjóð þarf að semja við aðra stærri eða samtök á borð við Evrópu- sambandið hlýtur hún að mörgu leyti að standa höll- um fæti. Stærðarmunurinn er hin- um í hag. En ekki batnar það ef litla þjóðin leitar ekki samninga þegar vel stendur á heldur hrekst í slæmu veðri í fang nýja félagans, örmagna og rúin sjálfstrausti. Henni væri nær að taka frum- kvæðið þegar vel viðrar. Innan fárra ára hverfa Banda- ríkjamenn með her sinn frá Ís- landi, flest teikn benda til þess. Ekki vegna þess að allir sérfræð- ingar þeirra mæli með slíkum um- skiptum held- ur krefjast kjósendur þess að hætt verði að nota skattpeninga í að halda uppi bækistöðvum sem hafa nánast ein- vörðungu táknrænt gildi fyrir Bandaríkin. Þetta er að sjálfsögðu afleitt fyrir okkur sem höfum átt frábær samskipti við vestræna stórveldið og vildum gjarnan fá að njóta áfram skjaldarins án þess að borga. En breyttur veruleiki setur okkur stólinn fyrir dyrnar. Annað viðfangsefni en nátengt er samstarfið í Evrópu sem á smám saman eftir að spanna einn- ig varnarmál. Hver veit nema það líði nokkur ár þar til Bretar ákveða að taka upp evruna, á með- an getum við beðið og lokað aug- unum. Þá sjáum við ekki neitt óþægilegt, við sjáum ekki neitt. Síðan getum við í ofboði sótt um aðild að sambandinu og tekið þann harða slag sem umræður um aðild hljóta að verða. Við værum að móta stefnu til langs tíma, ákveða hvort við eigum að fórna hluta af sjálfstæðinu til að efla það á nýjan hátt. Þá vinnum við náið með þeim þjóðum sem standa okkur næst en horfum ekki á þær með tortryggni og skelfingu í augnaráðinu. Fyrstu landnámsmennirnir, írsku paparnir, vildu líf einsetu- mannsins. En landnám þeirra hefði seint getað orðið lífvænlegt, þeir eignuðust ekki börn. Ef við kjósum að vera utanveltu eins og paparnir getum við að vísu haldið áfram að búa til börn en þau verða enn líklegri en ella til að yfirgefa landið vegna þess að tíðarandinn er ekki hliðhollur einangrun. Þau vilja vera með og finnst það sjálf- sagt, jafnvel þótt við getum þá aldrei tekið aftur upp sérvisku eins og bjórleysi og sjónvarps- lausa fimmtudaga. Einhverja dreymir vafalaust enn um þá dýrðartíma. Málið snýst ekki um það eitt að tryggja okkur betri viðskiptakjör, áhrif á fiskveiðistefnuna eða regl- ur um mengun. Fjölmargt ungt fólk er búið að gera það upp við sig að það eigi samleið með öðrum Evrópumönnum þótt ekki sé allt gott í útlöndum. Það vill vera í straumi tímans og láta rödd okkar heyrast, styrkja þann hluta okkar eigin menningar sem á skilið að lifa og vill brýna hana í samstarfi við aðra. Við höfum miklu fleira að bjóða en svo að minnimáttarkennd þurfi að þvælast fyrir okkur og ættum að hafa metnað til að vilja vera þátttakendur með skyldur en ekki alltaf þiggjendur. En ef við getum ekki endalaust hallað okkur aftur á bak, notið gæðanna sem samstarfið veitir og sleppt skuldbindingunum, hvers vegna ekki að snúa sér í vestur? Bandaríkjamenn geta ekki boðið okkur jafnnáið samstarf og Evr- ópusambandið nema við fengjum hreinlega að ganga í sambands- ríkið. Varla yrðu minni átök hér um svo dramatískt afsal á fullveldi og annað verða menn að hafa í huga: Til að þetta geti gerst verð- ur bandaríska þjóðin að sam- þykkja að heil eyþjóð í Evrópu bætist í hópinn, minnihlutaþjóð með eigin tungu og stanslausar kröfur um sérstaka meðhöndlun, heimsfræg fyrir þrætugirni. Dett- ur nokkrum í hug að Bandaríkja- menn myndu gera þetta af fúsum og frjálsum vilja, kalla yfir sig svona vanda? Þeir væru þá gengn- ir af göflunum. Ef við viljum tengja Ísland bet- ur við umheiminn er eðlilegast að byrja á álfunni þar sem við búum, kannski verðum við síðar hluti af enn stærri heild. Við erum enn rík og full af trú á því að við getum eitthvað. Við getum notfært okkur aðild að Evrópusambandinu til að stuðla að skárri heimi og jafn- framt gætt þröngra hagsmuna okkar. Við myndum ekki síst vinna þar með þjóðum eins og Bretum, öðrum Norður- landabúum og vonandi Þjóð- verjum í átökum sem óhjá- kvæmileg eru í Evrópusam- bandinu milli miðstýringaráráttu og einstaklingsfrelsis, milli suður- evrópsks valdhroka embættis- manna og norður-evrópskra lýð- ræðishefða. Bandaríkjamenn hafa kennt okkur fleira en kókdrykkju. Vegna náinna kynna af þeim met- um við betur en margar Evr- ópuþjóðir gildi persónulegra rétt- inda og veitir ekki af að þeim sé hampað í álfunni. Við gætum orðið svolítill amerískur Trójuhestur fyrir þessi gildi. Fögnuðurinn yrði ekki alls staðar jafnmikill í sölum valdakerfisins en evrópskur al- menningur stæði með okkur. Hann er ekki ónýtur liðsmaður. Hve langan tíma tæki þetta? Skemmri tíma en fyrir fátækar Austur- og Mið-Evrópuþjóðir, við yrðum aufúsugestir. Við gætum samþykkt tillögu um aðildar- umsókn á þessu ári, rofið þing næsta vor og kosið aftur til þings sama ár til að samþykkja stjórn- arskrárbreytinguna sem forsætis- ráðherra segir að nauðsynlegt sé að gera ef ákveðið verði að sækja um aðild. Árið 1959 voru tvennar Alþingiskosningar vegna þess að aflögð voru einmennings- og tví- menningskjördæmi, þeim var fækkað í átta og þingmönnum fjölgaðúr 52 í 60. Varla er hug- myndin um aðild að Evrópusam- bandinu síður mikilvæg ákvörðun. Sjálfir aðildarsamningarnir þyrftu ekki að verða erfiðir eða tímafrek- ir vegna þess að við erum þegar búin að samþykkja megnið af lagasetningu Evrópusambands- ins. Við búum í Evrópu Ef við kjósum að vera utanveltu eins og paparnir getum við að vísu haldið áfram að búa til börn en þau verða enn líklegri en ella til að yfirgefa landið vegna þess að tíðarandinn er ekki hlið- hollur einangrun. kjon@mbl.is VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson AFKOMA fyrirtækja, sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands, hefur versnað verulega á undanförnum 18 mánuðum. Þegar rýnt er í reikninga þeirra kemur í ljós að fjármagns- kostnaður og launakostnaður eru þeir kostnaðarliðir sem hafa hækkað mest. Samfara hærri launakostnaði hefur framleiðni hins- vegar ekki aukist eins og nauðsynlegt hefði verið. Fjarmagnsliðir hafa hækkað vegna þess að mikið af fyrir- tækjum er með skuldir sínar í erlendum gjald- miðlum og við lækkandi gengi krónunnar hafa þessar skuldir hækkað. Hjá fyrirækjum sem fjármagna rekstur sinn með lántöku í íslensk- um krónum hefur fjár- magnskostnaður rokið upp vegna hinna háu vaxta hér á landi. Erlendis hafa þeir sem fara með yfirstjórn peningamála brugðist við versnandi afkomu fyr- irtækja með lækkun vaxta. Þannig hefur t.a.m. seðlabanki Bandaríkj- anna lækkað vexti 5 sinnum frá ára- mótum um samtals 2,5% og eru vext- ir hans nú 4%. Þegar horft er til aðgerða Seðlabankans Íslands frá áramótum blasir önnur mynd við. Sambærilegir vextir á Íslandi í dag eru ekki 4% heldur vel yfir 10% eða meira en 150% hærri. Það er afar ólíklegt að erlendir aðilar hafi áhuga á að fjárfesta í öðrum atvinnurekstri hér á landi, en orkufrekum iðnaði, á meðan vextir eru svo háir. Störfin í fyrirtækjum sem tapa eru ótrygg eins og gjaldþrotin í lok átt- unda og upphafi níunda áratugarins sýndu okkur. Hagnaður fyrirtækja ræður einnig hæfni þeirra til ný- sköpunar, þ.e. vöruþróunar og mark- aðssóknar, en slíkt er forsenda sam- keppnishæfni þeirra. Að fyrirtæki séu rekin með hagnaði, eftir að upp- byggingu þeirra er lokið, skiptir því öllu máli fyrir hagkerfið. Fjöldi nýrra fyrirtækja hefur ver- ið að hasla sér völl í íslensku við- skiptalífi á undanförnum árum. Þau hafa einkum fjármagnað uppbygg- ingu sína með hlutafé frá einstak- lingum og áhættusjóðum, enda yfir- leitt um óskráð félög að ræða. Fjölmörg þessara fyrirtækja standa nú frammi fyrir því að hafa mjög tak- markaðan aðgang að slíku fjár- magni. Að undanförnu hafa þessi fyrirtæki leitast við að fjármagna tímabundið rekstur sinn með yfir- dráttarlánum. Yfirdráttarvextir eru nú ríflega 20% á ársgrundvelli. Mið- að við núverandi fjármagnskostnað er ljóst að þau munu ekki lifa lengi. Það verður því miður ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að mörg þeirra munu óhjákvæmilega heltast úr lestinni á næstunni, verði vextir ekki lækkaðir verulega. Við það munu margir aðrir tapa en frum- kvöðlarnir og þeir sem veitt hafa til þeirra fjármagni. Tapið mun einnig bitna á fyrirtækjum sem afgreitt hafa vörur til þessara fyrirtækja og á fjármálastofnunum, al- veg eins og gerðist fyr- ir áratug. Keðjuverk- andi áhrif koma fram. Mesta hættan af þessari þróun er hins- vegar þau andlegu áhrif sem hún kann að hafa á ungt fólk, eink- um vilja og metnað þess til að ráðast í eigin atvinnurekstur. Við höfum upplifað meiri hugarfarsbreytingu á síðasta áratug hjá ungu fólki, hvað þetta varðar, en í langan tíma. Eftir tímabil stöðnunar og aftur- halds í atvinnumálum, sem orsakað- ist öðru fremur af neikvæðu viðhorfi stjórnvalda til atvinnulífsins og óstjórnar í efnahgsmálum, varð mikil breyting á, í upphafi síðasta áratug- ar, þegar ný viðhorf og nýir vindar tóku að blása um íslenskt samfélag. Á síðasta áratug hafa ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og nú Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, undir forystu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, staðið fyrir meiri breytingum á starfsum- hverfi fyrirtækja en flestir gera sér grein fyrir. Meginárangurinn af þessum aðgerðum birtist í gríðar- legri uppsveiflu í íslensku efnahags- lífi og fyrrgreindu viðhorfi ungs fólks til þess að hasla sér völl í íslensku at- vinnulífi. Hundruð nýrra fyrirtækja og þúsundir nýrra starfa hafa orðið til og hundruð frumkvöðla hafa fært ný viðhorf og bjartsýni inn í íslenskt atvinnulíf sem einnig hefur skilað sér inn í eldri fyrirtæki og opinberar stofnanir. Það er afar mikilvægt að núver- andi ríkisstjórn, sem átt hefur svo stóran þátt í að skapa þennan árang- ur, geri nú allt til að verja hann. Það hefur margítrekað komið fram í um- mælum Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra að hann skilur afar vel stöð- una, enda hefur hann verið í fararbroddi stjórnarflokkanna og ásamt samstarfsfólki sínu leitt þessa þróun. Seðlabanki Íslands telur ýmis teikn á lofti um að hætta steðji að ís- lensku fjármálakerfi þar sem við- skiptahalli og útlánaaukning geti leitt til óstöðugleika í fjármálakerf- inu og hugsanlega til fjármála- kreppu. Þetta kann að vera rétt, en með hliðsjón af því sem fram hefur komið í þessari grein er það skoðun undirritaðs að nú þurfi snör handtök og framsýni af hálfu stjórnenda Seðlabankans. Um mitt síðasliðið ár tóku óveð- ursskýin að hrannast upp við sjón- deildarhringinn vegna bakslags á er- lendum fjármálamörkuðum og erfiðleika sem tóku að gera vart við sig í sjávarútvegi, bæði hráefnameg- in og markaðsmegin í rekstrinum og krónan tók að lækka. Við þessu brást Seðlabankinn með því að hækka enn innlenda vexti og verja krónuna. En nú var sú staða komin upp að fyr- irtækin voru orðin stórskuldug og þessar aðgerðir skiluðu því ekki til- ætluðum árangri. Þróuninni síðan hefur þegar verið lýst hér að framan. Hvað er þá til ráða? Það er afar mikilvægt að nú þegar verði gripið til aðgerða til að lækka vexti og auka aftur trú fólks á at- vinnurekstur og fjárfestingar í at- vinnurekstri. Það er slæmt þegar „kúrfurnar verða of krappar“ eins og nú er að gerast. Með því að treysta rekstrarforsendur fyrirtækjanna mun þeim takast að snúa rekstrinum til betri vegar og snúa tapi í hagnað. Þetta mun auka tiltrú markaðarins á atvinnulífið og er forsenda þess að fjármagn flytjist til landsins að nýju. Nær undantekningalaust eru fyrir- tækin komin í gang með viðamiklar aðhaldsaðgerðir. Vaxtalækkun nú mun því ekki skapa aukna þenslu. Stjórnendur peningamála í landinu verða að átta sig á að afkoma fyr- irtækjanna er forsenda framfara. Þeim ber að laga sig að þessu mark- miði á hverjum tíma en ekki öfugt. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur margoft sýnt að hann skilur þetta, nú síðast með tillögum sínum um lækkun skatta. Full ástæða væri fyrir ríkisstjórnina að skoða lækkun sem flestra skatta á fyrirtæki og ein- staklinga, t.d. lækkun bensínskatts og virðisaukaskatts, til að slá á verð- bólguna. Hinar hörðu sveiflur hafa oft kost- að okkur miklar fórnir. Það er alveg óþarfi að fara nú í eina slíka sveiflu þegar í raun flestar breytistærðir í samfélaginu gefa tilefni til jákvæðni og bjarstýni á framtíðina. Hvað er til ráða? Páll Kr. Pálsson Efnahagsmál Það er afar mikilvægt, segir Páll Kr. Pálsson, að nú þegar verði gripið til aðgerða til að lækka vexti. Höfundur er framkvæmdastjóri 3p fjárhúss. EINHVERJIR muna kannski eftir hinu kaldhæðnislega leikriti eftir Friedrich Dürren- matt, Besuch der alten Dame, sem á íslensku fékk heitið Sú gamla kemur í heimsókn. Þar kemur forrík margra auðkýfinga ekkja í gamla heimabæinn sinn, sem er að farast úr eymd líkt og kvótalaust þorp á Íslandi. Hún býðst til að rétta efna- hag bæjarins við gegn því að bæjarbúar drepi gamlan unnusta henn- ar, sem hafði svikið hana endur fyrir löngu. Leikritið fjallar síðan um það hvernig hver kunningi mannsins á fætur öðrum gefst upp fyrir kröfu fjármagnsins uns að lokum er bund- inn endir á líf hans í nafni einhvers konar réttlætis og nauðsynjar. Skáld eru oft spámenn. Þessa dag- ana virðast svipaðir atburðir vera að gerast austur í Serbíu. Fyrir meira en áratug höfðu stjórnvöld þar áunnið sér nokkra náð hjá fjármálavaldi heimsins. Síðan kom þar dólgur til forystu að nafni Mílosevits sem ekki vildi að öllu leyti beygja sig fyrir þessu sama valdi og umsvifum þess. Þá var heims- pressunni, sem fjár- málavaldið stjórnar æv- inlega, sigað á Serba og forsetann sérstaklega og hefur það einelti staðið í áratug. Loks beið þessi Mílosevits ósigur í frjálsum kosn- ingum. Þá heimta handbendi fjár- málavaldsins að fá hann framseldan til að hegna honum fyrir óhlýðni til „skræk og advarsel“ fyrir aðra. Ella fái Júgóslavía enga fjárhagsaðstoð. Smám saman eru ráðamenn landsins að kikna í hnjánum fyrir kröfu fjár- málavaldsins rétt eins og bæjarbúar fyrir kerlingunni hjá Dürrenmatt. Ugglaust er Mílosevits fantur eins og flestir landstjórnarmenn í heimin- um. En hann er áreiðanlega ekki meiri fantur en til að mynda forsetar Bandaríkjanna hafa verið hver fram af öðrum svo ekki sé minnst á smá- djöflana. Honum á hins vegar að refsa fyrir sams konar glæpi og fjöldi ann- arra gerir sig sekan um, en heims- pressan þegir yfir af því henni er ekki skipað að glenna það fyrir sjónir al- mennings. Ástæðan er sú að þessi fantur reyndi af skammsýni sinni að standa upp í hárinu á hinu eina sanna valdi heimsins, fjármálavaldinu. Sú gamla kemur í heimsókn Árni Björnsson Serbía Hins vegar á að refsa Mílosevits fyrir sams konar glæpi, segir Árni Björnsson, og fjöldi ann- arra gerir sig sekan um. Höfundur er þjóðháttafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.