Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 47 betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10. B. i. 16. Sjóðheit og sexý gamanmynd. Allt þetta kynlíf og ofbeldi á einni nóttu... þetta er of mikið! Sýnd kl. 8. Bond mynd fyrir fjölskduna HK DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. Læknirinn er mættur aftur. Tvöfalt betri. Tvöfalt fyndnari. EÓT Kvikmyndir.is Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ samfilm.is Sýnd kl. 8. Vit nr. 235 Læknirinn er mættur aftur. Tvöfalt betri. Tvöfalt fyndnari. EÓT Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10. Vit nr. 246 Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ samfilm.is 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. Strik.is HL. MBL Sýnd kl. 6. B. i. 14. Vit nr 220. Sýnd kl. 8. Vit nr. 235 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit nr. 242 MAGNAÐ BÍÓ The Crimson Rivers er sýnd í Regnboganum Sýnd. 6, 8 og 10.Sýnd. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára Sjóðheit og sexý gamanmynd. Allt þetta kynlíf og ofbeldi á einni nóttu... þetta er of mikið! ...Liv Tyler (Armageddon), Matt Dillon (There´s Something About Mary), John Goodman (Big Lebowski), Michael Douglas (Traffic) og Paul Reiser (Mad About You) fara á kostum!  Kvikmyndir.com  Hausverk.is  Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Frábær fjölskyldu og ævintýramynd „Bond mynd fyrir fjölskduna“ HK DV  AI MBL  ÓHT Rás2 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16.  Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is  Hausverk.is  ÓHT Rás 2 Læknirinn er mættur aftur. Tvöfalt betri. Tvöfalt fyndnari. EÓT Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ÞAÐ ERU hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns, Ný dönsk, Botnleðja, Jobbi Maggadon og Dýrin í sveitinni, Buttercup, Halim, Tvö dónaleg haust, Eyfi og Blúsmenn Andreu sem ætla að leika til heiðurs Rafni Jóns- syni, eða bara Rabba eins og þjóðin þekkir hann, á Gauki á Stöng í kvöld. Safnað fyrir sérútbúnum bíl „Þetta kemur þannig til að Rabbi er búinn að vera með MND-sjúkdóm- inn í 13–14 ár,“ útskýrir Jón Ólafsson, meðlimur Nýrra danskra. „Í fyrsta lagi, þá dregur þessi sjúkdómur fólk til dauða á örfáum árum. Rafn er bú- inn að vera með þetta svona lengi og hefur verið ótrúlega duglegur. Maður hefur aldrei vorkennt honum af því að hann er alltaf að gera eitthvað, gefa út plötur eða taka upp. Svo barst okkur til eyrna að hann sé að reyna að kaupa sérútbúinn bíl til þess að komast ferða sinna sem hann á æ erf- iðara með, af skiljanlegum ástæðum. Svona bíll kostar nokkrar milljónir og þótt hann fái einhverjar niðurfelling- ar vegna örorku þá er þetta bara ákaflegt basl fyrir hann að vera að standa í þessu einn. Og af því að hann getur ekki verið að hoppa hér um grundir um helgar til þess að næla sér í peninga, þá var einhver sem lét sér detta þetta í hug. Að halda tón- leika honum til heiðurs og styrktar.“ Allir tónlistarmennirnir sem leika í kvöld tengjast Rabba á einn eða annan hátt. Rabbi var á bak við trommusettið í fyrstu liðskipan Sál- arinnar, með Andreu í hljómsveitinni Grafík, vann að fyrstu plötu Nýrra danskra, gaf út fyrstu þrjár plötur Botnleðju og á syni í hljómsveitunum Halim og Buttercup. En hvar lágu leiðir Jakobs Magnússonar, eða Jobba Maggadon eins og hann kallar sig í kvöld, eiginlega saman? „Mín aðkoma að þessu er hugsuð sem einhverskonar þakklætisvottur fyrir það að hafa kynnst Rafni ung- ur,“ útskýrir Jakob með málrómi sögukennarans. „Við fórum saman til New York og gerðum Ýr-plötu. Þetta var mjög skemmtilegur tíma í lífi okkar beggja og ef ég fæ tækifæri til þess að gefa honum smáorku til baka núna, mörgum árum síðar, þá er það bara kærkomið.“ Allir leggjast á eitt „Gaukurinn lánar húsið. Hljóð- menn og rótarar eru allir í góðum gír,“ segir Jón skælbrosandi og stolt- ur. „Við erum svosem vanir því tón- listarmennirnir að leggja góðu mál- efni lið. Enda alltaf leitað til okkar þegar safnanir eru annarsvegar. Ég held að það minnsta sem við getum gert sé að styrkja hvor annan ef ein- hver okkar á um sárt að binda.“ „Annars finnst mér skemmtilegra að líta á þetta sem „heiðurstónleika“ fyrir Rabba af því að hann er afar ást- sæll og farsæll,“ bætir Jakob við. „Hann hefur gert mjög góða hluti í gegnum tíðina og skapað sér miklar persónulegar vinsældir og vináttu við þá sem hafa kynnst og unnið með honum. Hvort sem menn standa í ein- hverju stríði við krankleika eða skuldir þá er tími í hvers manns lífi sem samstarfsmennirnir koma sam- an og votta hver öðrum vinsemd og virðingu. Til þess eins að lyfta mönn- um upp.“ Algjör hugsjónamaður „Rafn er enn í fullu fjöri,“ segir Jón hress í bragði eins og hann sé að tala um fyrirliða knattspyrnuliðs. „Hann er að taka upp plötu með Halim núna og var að klára plötu með Tveimur dónalegum haustum. Undanfarin ár hefur hann verið að keppa við Japis og Skífuna með grasrótarútgáfu sinni. Hann var t.d. fyrsti útgefandi Buttercup, sem er mjög vinsæl hljómsveit í dag. Hann er algjör hug- sjónamaður hvað þetta varðar og rosalega mikill áhugamaður um ís- lenska tónlist.“ „Ég upplifði hann svipað og Stew- art Copeland í The Police,“ upplýsir Jakob. „Hann var trommarinn sem keyrði áfram tónlistina og taktinn, en líka sá sem hafði yfirsýnina og hélt utan um allan pakkann.“ „Það eru líka fáir íslenskir trommuleikarar sem hafa náð að skapa sér jafneinkennandi stíl og Rabbi. Hann á t.d. eitt frægasta trommubrot inn í íslenskt lag, þ.e. „Mér finnst rigningin góð“,“ segir Jón, setur sig svo í trommustelling- arnar, trommar ofan á vindinn og syngur brotið: „Dant-aradd-dadd- dadd-dadd!“ Hver hljómsveit leikur í fimmtán mínútur og hefur því tíma fyrir 3–4 lög. Dagskráin ætti þannig að standa yfir í rúmar tvær klukkustundir. En hvað kostar svo inn? „Ég var að spá í 1200 kr. Hvað finnst þér um það? Er það ekki bara fín tala? Það er aðeins meira en venjulega, enda eru fleiri hljómsveit- ir en venjulega. 1500 kallinn myndi líklegast stuða einhvern... æi, segjum bara 1200 krónur,“ ákveður Jón skyndilega, stingur tungubroddinum örlítið út, lyftir öxlum, hristir hausinn og brosir. Og þar með var það ákveð- ið. „Dant-aradd- dadd-dadd-dadd“ Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér! Í kvöld reynir á þessi frægu orð þegar hópur íslenskra tónlistarmanna heldur tónleika til heiðurs Rabba. Birgir Örn Steinarsson hitti þá Jón Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon og ræddi við þá um þeirra framlag í kvöld. Rafn Jónsson tónlistarmaður. Ný dönsk sýnir lit í kvöld. Morgunblaðið/Brian Sweeney Botnleðja flaggar sínu í kvöld. Styrktartónleikar til heiðurs Rafni Jónssyni biggi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.