Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM
46 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RICHARD Belzer er háðfugl hinn
mesti og vel þekktur í Bandaríkj-
unum. Hann hefur stýrt spjallþáttum
á sjónvarpsstöðvum þar í landi og
leikið í og leikstýrt fjölda þátta bæði í
útvarpi og sjónvarpi. Í bók sinni tek-
ur hann fyrir tvö mál, sem honum
eru hugleikin. Annars vegar morðið á
John F. Kennedy og hins vegar fljúg-
andi diskar og geimverur, eða JFK
og UFOs eins og þeir segja í NY og
USA, þar sem allt mögulegt og
ómögulegt er skammstafað.
Belzer styttir sér þó ekki mjög leið
í þessari bók. Hann leitar víða fanga
og nýtir sér allt sem hugsast getur
máli sínu til stuðnings. Opinber skjöl,
leyniskýrslur, bækur, tímarit og
fleira er meðal þess efnis sem hann
nýtir sér og er margt af því hið
skemmtilegasta aflestrar. Bókin er
sett þannig upp, að ýmsu ítarefni,
eins og tilvitnunum og viðtölum, er
skotið inn í megintextann þar sem
við á og þessi innskot eru oft ansi
skondin og skemmtileg viðbót.
Hvar varst þú
22. nóvember 1963?
Það eru ótrúlega margir, sem
muna nákvæmlega hvar þeir voru
staddir, þegar þeir fengu fréttina um
að John F. Kennedy Bandaríkja-
forseti hefði verið myrtur, þar sem
hann ók í bílalest um Dallas. Sá sem
sakaður var um morðið á forset-
anum, Lee Harvey Oswald, var svo
myrtur er hann var á leið til rétt-
arhaldanna, inni á lögreglustöðinni
fyrir framan fjölda lögreglumanna,
af heldur vafasömum næturklúbbs-
eiganda, Jack Ruby. Mörgum hefur
þótt margt gruggugt við þessa at-
burðarás, m.a. höfundi bókarinnar,
Richard Belzer, og hann undrast
stórlega hversu vanhæf lögreglan
var, að geta ekki verndað aðal-
sakborninginn í málinu, manninn,
sem myrti Kennedy. Hann tekur fyr-
ir skýrslu Warren-nefndarinnar, sem
var skipuð af stjórninni, til að fara
nákvæmlega yfir allt sem viðkom
morðinu á Kennedy. Hann hæðist að
niðurstöðum nefndarinnar, sem hann
telur þversagnakenndar og byggja á
nýjum eðlisfræðilögmálum. Hann
spyr líka eftir þeim sem gáfu sig
fram sem vitni að morðinu og hvað
hefur orðið um þá. Það skrýtna er, að
allir eru þeir komnir undir græna
torfu, dóu af slysförum eða fyrirfóru
sér fljótlega eftir atburðinn.
Ýmsar orsakir lágu fyrir því að
John F. Kennedy var af sumum tal-
inn hættulegur stjórnmálamaður.
Hann var óþægur ljár í þúfu pen-
ingaaflanna og deildi mjög á vafa-
sama starfsemi og peningastjórnun
bankanna. Hann barðist hart gegn
skipulagðri glæpastarfsemi og velgdi
mafíósum undir uggum. Þetta, ásamt
afstöðu hans í Kúbudeilunni, telur
Belzer að hafi gert það að verkum að
mörgum hafi fundist nauðsynlegt að
fjarlægja manninn. Belzer telur enn-
fremur, að Kennedy hafi vitað of
mikið um hina fljúgandi furðuhluti og
geimverurnar, sem þeim stýrðu og
þann feluleik, sem var í kringum þá
vitneskju alla. Máli sínu til sönnunar
segir hann meðal annars, að forset-
inn hafi trúað vinkonu sinni, Marilyn
Monroe, fyrir því að geimverur væru
í raun og veru til og að hann hefði
sannanir fyrir því og það sem verra
var, kvikmyndadísin gat ekki þagað
yfir leyndarmálinu og sagði frá og
þar með hafi þeim er málið varðaði
verið ljóst, að nauðsynlegt væri að
þagga endanlega niður í forsetanum.
Fljúgandi furðuhlutir í Roswell
Dag nokkurn í júlí árið 1947, fór
bóndinn Mac Brazel í gönguferð um
landareign sína í Roswell í Nýju
Mexíkó. Hann varð heldur betur
hissa, þegar hann gekk fram á tor-
kennilega hluti, sem lágu á víð og
dreif á stóru svæði. Honum sýndist
þetta við fyrstu sýn vera brot úr ein-
hvers konar farartæki, þótt hann
gæti í fljótu bragði ekki átta sig á
hvers kyns farartæki um væri að
ræða. Meðal þess, sem bóndinn fann
í draslinu, var sérkennilegur hlutur
eða plata, sem virtist vera úr málmi.
Málmplatan hafði þann eiginleika, að
þótt hún væri brotin saman og beygl-
uð, skrapp hún alltaf aftur í upp-
runalega lögun. Brazel fann einnig
eitthvert plastdrasl að því er hann
hélt. Það var svo hart, að ekki var
hægt að rispa það og hvað sem karl-
inn reyndi, tókst honum ekki að
kveikja í því og það bráðnaði ekki.
Hann sýndi nokkrum í fjölskyldunni
og vinahópnum það sem hann hafði
hirt úr flakinu. Fljótlega blönduðu
yfirvöld sér í málið, komu á staðinn
og fluttu hvert einasta snitti á brott,
stórt sem smátt. Það kvisaðist strax
út, að eitthvað væri meira en lítið
sérstakt við draslið sem blessaður
bóndinn fann. Yfirvöldin gerðu allt
sem þau gátu til að þagga málið niður
og gáfu út yfirlýsingu um, að þarna
hefði verið um að ræða leyfar af veð-
urathugunartæki, loftbelg, sem hefði
hrapað þarna til jarðar. Leyndin og
lætin, sem urðu í kringum fund Mac
Brazels bentu þó eindregið til þess,
að hann hefði fundið eitthvað miklu
merkilegra en veðurathugunartæki,
því karlinn var hafður í stofufangelsi
í vikutíma og honum hótað öllu illu, ef
hann segði einhverjum frá því sem
hann vissi um brakið.
Stuttu síðar fóru að ganga sögur
um það, að málm- og plasthlutarnir,
sem fundust á búgarði Brazels í Nýju
Mexíkó, væru leyfar fljúgandi disks,
sem hafði brotlent þarna og enn-
fremur var því haldið fram, að þarna
hefði fundist heillegur stjórnklefi og í
honum voru nokkrar geimverur, all-
ar látnar nema ein.
Málinu til sönnunar
Jim Marrs er rithöfundur og einn
þeirra, sem Belzer hefur leitað fanga
hjá við gerð bókarinnar. Hann hefur
löngum haldið fram samsæriskenn-
ingum um morðið á Kennedy. Hann
skrifaði bókina Crossfire, sem Oliver
Stone studdist við þegar hann gerði
kvikmyndina JFK. Hann hefur einnig
gefið út bókina Alien Agenda, þar sem
hann telur fram sannanir á því að við
jarðarbúar séum ekki einu geimver-
urnar í alheiminum. Eitt af mörgu,
sem Marrs sagði Belzer frá, var að
hann hefði undir höndum leyniskjal
þar sem fjallað er um brakið sem
fannst við Roswell í Nýju Mexíkó og
annað sem fannst þar skammt frá og
sagt frá geimverum sem þar fundust.
Marrs sagði að skjalið hefði greini-
lega gengið milli æðstu stjórnenda
Bandaríkjanna, því á því voru nöfn
þeirra, sem það höfðu lesið. Meðal
annarra nafna, sem lesa mátti var
nafn þingmannsins Johns F. Kenn-
edys!
Belzer reynir af fremsta megni að
sanna kenningu sína um samsæri.
Það er samsæri þeirra sem valdið
hafa og þeirra sem auðæfunum
stýra. Þessi tvö öfl þagga hvaðeina
niður, sem þeir telja að almenningi sé
ekki hollt að vita um og þagga niður í
þeim, sem reyna að beina athygli
manna að svínaríinu.
Hann heldur því fram, að saga for-
tíðar og nútíðar sé samsafn af lygum,
sem menn hafa sammælst um að
halda fram sem staðreyndum. Margt
sem við sjáum, heyrum og lesum í
hinum virtustu fjölmiðlum séu
ósannindi, en þeim sé svo haganlega
fyrir komið og lygarnar svo vel fram
bornar, að við höldum að um sann-
leikann sé að ræða og gleypum við
honum án umhugsunar. Hann hlífir
engum og sendir föst skot og mörg í
allar áttir. Sem betur fer hafa efa-
semdarmenn alltaf verið til, þeir,
sem ekki gleypa við staðhæfingunum
sem yfirvöldin halda fram og leyfa
sér að tjá skoðanir sínar í ræðu og
riti. Sumir þeirra sleppa lifandi frá
andófi sínu og andmælum, eins og
Richard Belzer sjálfur er lifandi
dæmi um. Hann segir að vísu að það
sé einungis því að þakka að hann býr
mestan hluta ársins í Frakklandi og
fer bara í stuttar heimsóknir til
Bandaríkjanna. Æ, æ, æ, kannski
eiga þeir, sem vilja Belzer feigan,
ekki pening fyrir flugfari til Frakk-
lands?
Því skal ekki neitað, að margt af
því sem höfundur bókarinnar heldur
fram, er mjög sennilegt og lesandinn
efast ekki um á stundum, að kenn-
ingin um samsæri sé rétt, en hann
skýtur stundum yfir markið, einkum
í kaflanum um hina fljúgandi furðu-
hluti. Það má þó vel lesa þessa bók
sér til skemmtunar.
UFOs, JFK and Elvis er eftir Richard
Belzer og fæst í Pennanum-Eymundsson.
HVER MYRTI KENNEDY?
Fljúgandi furðu-
hlutir og forseti
Vestur í Bandaríkjunum
deila menn enn um
hver myrti John F.
Kennedy og seilast
langt í röksemdafærslu.
Ingveldur Róberts-
dóttir gluggaði í bókina
UFOs, JFK and Elvis,
eftir Richard Belzer.
Hver myrti Kennedy?
FERDIA Mac Anna er fæddur í
Dublin árið 1955. Cartoon City er
fjórða bók hans en áður hafa komið
frá hans hendi tvær skáldsögur og
ein minningabók. Cartoon City er
skáldsaga þar sem sagt er frá Myles
Sheridan og nokkrum ævintýrum
hans.
Myles er í sambúð sem veitir hon-
um litla lífsfyllingu, enda býr hann
bara með þessari konu vegna þess að
hann barnaði hana. Konan hans er að
byggja hús handa þeim og á meðan
þau bíða eftir að fá húsið afhent búa
þau heima hjá mömmu Myles. Hann
vinnur á dagblaði þar sem hann sér
um umbrot, prófarkalestur og þess
háttar sem honum finnst heldur leið-
inlegt, enda langar hann miklu held-
ur að leyfa sköpunargáfunni að njóta
sín og hann á sér þann draum að
verða virtur blaðamaður. Dag nokk-
urn dregur heldur betur til tíðinda
þegar Pat, æskufélagi hans og
verndari, hringir í hann eftir 10 ára
fjarveru.
Pat er ekki allur þar sem hann er
séður og hann býður Myles að koma
með sér í leiðangur og ræna tóbaks-
flutningabíl. Myles verður harla
glaður, enda sér hann þarna tæki-
færi til að sýna og sanna hvers hann
er megnugur. Hann semur við rit-
stjórann um að skrifa grein í blaðið
um ferð sína inn í undirheimana.
Greinin vekur mikla athygli og Myl-
es fær fleiri verkefni frá ritstjórn-
inni. Þessi ránsferð Myles á þó eftir
að hafa gríðarleg áhrif á líf hans, því í
henni kynnist hann stúlkunni Miu
sem hann verður yfir sig ástfanginn
af.
Þau kynni leiða hann inn í enn
frekara rugl þar sem allt getur gerst
og ekkert er ómögulegt, rétt eins og í
ævintýrunum. Reyndar minnir sag-
an um Myles mig að mörgu leyti á
myndina Who Framed Roger Rabb-
it, sum atriðin eru svo absúrd og fá-
ránleg, en það er svakalega gaman
að ferðast um Cartoon City með
Myles Sheridan.
Allt
getur
gerst
Ingveldur Róbertsdótt ir
Forvitnilegar bækur
Cartoon City, eftir Ferdia Mac
Anna. Review gefur út árið 2000.
279 bls. kilja og fæst í Pennanum-
Eymundsson og kostar 995 krónur.
Hér kemur eitt dæmi um
skemmtilegt innskot í bók
Belzers:
Abraham Lincoln var kosinn á þing
árið 1846
John F. Kennedy var kosinn á þing
árið 1946
Abraham Lincoln var kjörinn for-
seti árið 1860
John F. Kennedy var kjörinn for-
seti árið 1960
Sjö stafir eru í nöfnunum Lincoln
og Kennedy
Forsetarnir voru myrtir á föstudegi
Báðir voru skotnir í höfuðið
Eiginkonur þeirra voru með þeim,
þegar þeir voru myrtir
Einkaritari Lincolns hét Kennedy
Einkaritari Kennedys hét Lincoln
Báðir voru myrtir af Suðurríkja-
manni
Arftakar þeirra í embætti voru Suð-
urríkjamenn
Arftakar þeirra í embætti hétu
Johnson
Andrew Johnson, sem tók við af
Lincoln, var fæddur 1808
Lyndon Johnson, sem tók við af
Kennedy, var fæddur 1908
John Wilkes Booth, sem myrti Lin-
coln, var fæddur 1839
Lee Harvey Oswald, sem myrti
Kennedy, var fæddur 1939
Morðingjarnir voru alltaf nefndir
fullu nafni
Það eru samtals 15 bókstafir í nöfn-
um þeirra
Booth skaut á Lincoln í leikhúsi og
faldi sig í vöruskemmu
Oswald skaut á Kennedy frá vöru-
skemmu og faldi sig í leikhúsi
Booth og Oswald voru myrtir áður
réttað var yfir þeim
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM
e. Ray Cooney
Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös 29. júní kl. 20 -NOKKUR SÆTI
Lau 30. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös 6. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 14. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Þri 3. júlí kl. 20 – Forsýning,
miðaverð kr. 1.200
Mið 4. júlí kl. 20 – Frumsýning
Lau 7. júlí kl. 20
Sun 8. júlí kl. 20
Söngleikur fluttur af nemendum
Verslunarskóla Íslands
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
HEDWIG KL. 20.30
Forsýning mið 4/7 UPPSELT
Frumsýning fim 5/7 UPPSELT
Lau 7/7 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda
örfá sæti laus
Fös 13/7
Lau 14/7
Hádegisleikhús KL. 12
RÚM FYRIR EINN
fim 28/6 nokkur sæti laus
Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og
frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í
síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða
530 3037.
midasala@leik.is — www.leik.is
Miðasölusími er 530 3030
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
!"#$%&'(( )*! + ,* -.**' "
/01232
145
6"
7
81
141111 9 % %:;,
&+4E<'(( ) .+:E<'(( "
*! + ,*' "
;;;" <' " = <' "
* ( >"6? ! ',@ ',, ',"
! ( >"3A ""6B)6C@ !")'""6B3#?"