Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 31 Strandgötu 32, s. 555 2615 Perlugljáandi ný naglalökk „jellies“ og metalgljáandi Liquid Metal varalökk eru litrík og freistandi. Sumarleg gloss og vatnsheldir maskarar í ýmsum litum. Líttu við á kynningu miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. júní. Veglegir kaupaukar.Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila  30/50/100/120/200 eða 300 lítra  Blöndunar- og öryggisloki fylgir  20% orkusparnaður  Hagstætt verð ISO 90 02 Frábæ r endi ng! EFTIR að áform um að sökkva Eyjabökkum í tengslum við fyrirhug- aða 210 MW Fljótsdals- virkjun voru slegin af, kom í ljós, sem margan grunaði að efnahags- grundvöllur reyndist ekki að baki áætlunum um byggingu álvers á Reyðarfirði. En það sem úrslitum réði, að ekki var anað út í efna- hagslega ófæru, var ötul barátta almenn- ings, sem lét eftirminni- lega til sín taka. Málið tók nýja stefnu og nú skyldi stefnt að „pottþéttum“ virkjanakosti, þ.e. risa- virkjun (á íslenskan mælikvarða) við Kárahnjúka, ásamt með röð smærri virkjana og veita, samtals upp á 750 MW. Fyrri áfanginn 625 MW nægir orkuþörf 240-280 þúsund tonna ál- bræðslu. Landsvirkjunarmenn full- yrtu að þrefalt stærri virkjun myndi þýða mun lægra verð á orkueiningu og að auki væri helmingi stærri ál- bræðsla mun hagkvæmari kostur. Fjárfestar í álbræðslu En þá er komið að fjárfestingar- þætti málsins, að því er að álbræðsl- unni lýtur. Væntanlegur viðsemjandi, risafyr- irtækið Norsk Hydro, hefur engin áform uppi um að verða meirihluta- fjárfestir í álbræðslunni. Þess vegna er illu heilli leitað til íslenskra fjár- festa. Hverjir skyldu þeir vera? Ís- lensku lífeyrissjóðirnir, sem tryggja eiga mönnum öruggan lífeyri eftir starfslok! Nú er þeim ætlað að leggja fjár- magn í áhættufjárfestingu, sem eng- inn álrisanna hefur minnsta áhuga á að fjárfesta í! Kynning Landsvirkjunar En hvernig er málið nú kynnt fyrir landsmönnum? Með almennu orða- lagi um efnahagslegan ávinning, sem sé það mikill að hann réttlæti þau um- hverfisspjöll, sem hljótast munu af framkvæmdinni og þá væntanlegu mengun sem af álbræðslunni mun leiða. Í því sambandi er í engu reynt að verðleggja umhverfisspjöllin, né kostnað við „mótvægisaðgerðir“ vegna losunar 770 þús. tonna af CO2 (27 % aukning). Lengst af hafa Landsvirkjunarmenn (LV-menn) ekki viljað ræða neina þá þætti opinberlega, sem máli skiptir. Stutt er síðan Friðrik Sófusson lýsti því yf- ir, að ekki yrði gefið neitt upp um áætlaðan virkjunarkostnað eða orku- verð! Heimdallarfundur Það kom því mjög á óvart, þegar Heimdallur auglýsti fund sem hald- inn var í Valhöll nýlega, þar sem til staðar voru í pallborði til að ræða væntanleg virkjunarmál Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjórnarformaður LV og Stefán Pétursson fjármála- stjóri LV auk Þorsteins Siglaugsson- ar rekstrarhagfræðings, sem lagt hefur fram mjög ítarlegt mat á arð- semi Kárahnjúkavirkjunar. Niður- staða Þorsteins er að heildartapið sé varlega áætlað 35 milljarðar kr.! Ekki var við öðru að búast en að LV-menn hefðu sitthvað við þessar niðurstöður Þorsteins að athuga. Honum var að sjálfsögðu hælt fyrir að hann kynni að reikna, en megingagnrýnin fólst annars vegar í að hann gæfi sér rang- ar forsendur um heildarkostnaðinn, þ.e. 107 milljarða kr., sem Stefán ítrekað fullyrti að hlyti að fela í sér virkjun við Kröflu og raflínu þaðan til Reyðarfjarðar! Fyrir einungis 3 vik- um upplýsti Sigurður Arnalds, verk- efnisstjóri umhverfismatsins, á kynn- ingarfundi um matsskýrslu á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkj- unar að áætlaður kostnaður væri 70 milljarðar kr. vegna fyrri áfanga og 20 milljarðar kr. vegna síðari áfanga. Þetta var í samræmi við þær tölur sem lengi höfðu heyrst í umræðunni, þ.e. 90 milljarða kr. heildar- kostnað. Frá því að þessar tölur fóru að heyrast hefur banda- ríkjadalur hækkað um rúm 20%. Áætlun Þor- steins var þannig beint frá LV komin! Megingagnrýni Stef- áns fólst hinsvegar í að Þorsteinn gæfi sér al- rangar forsendur um þróun álverðs til fram- tíðar litið. Í stað fram- lengingar á verðlínu ál- verðs, sem um áratuga skeið hefur farið lækk- andi, segir Stefán LV gefa sér að raungildi álverðs haldist óbreytt USD 1550 næstu 20 ár! Jóhannes Geir skaut því þá innað í raun væri miðað við USD 1530. Hvílík „tilvilj- un“ að hann nefnir þá tölu. En það er einmitt á þeim grund- velli, þ.e. USD 1530 + USD 200 = USD 1730 sem verið er að reyna að lokka fjármagn út úr lífeyrissjóðum landsmanna þessa dagana! Til að láta dæmið líta enn betur út gagnvart þeim er bætt við USD 200 vegna íblöndunarefna (hvað kosta þau?), þ.e. söluverðmæti sérstaks „gæða- áls“. Þannig er fjárfestum heitið hagnaði upp á 18-20%, en að sjálf- sögðu ekki minnst á áætlað orkuverð! Hvers vegna fjárfesta erlendir ál- hringir ekki á Íslandi? Þessari spurningu var að vísu varpað fram á fundinum, en henni eins og öðru svarað með útúrsnúningi um að erlend álfyrirtæki biðu í röðum eftir að kaupa orku á Íslandi! Á móti má spyrja og gefa sér að heimurinn sé Ísland. Hvernig ætlar álfyrirtæki á Austurlandi, sem borga þarf rúmlega 2 kr. (rúmlega 20 mills) að keppa við álfyrirtæki á Vesturlandi sem greiðir 1–1,30 kr. (10–13 mills)? Framsóknar- boðskapur í Valhöll Jóhannes Geir brást hinn versti við, þegar honum var bent á hag- kvæmni Vatnsfellsvirkjunar og sagði með þjósti að þetta væri ekki sam- anburðar- hæft, þ.e. á Þjórsár-, Tungnaársvæðinu væri verið að ger- nýta fjárfestingar sem til staðar væru en í tilfelli Austurlands væri um upp- byggingu frá grunni að ræða! Þetta var jafn „dásamlegt“ innlegg stjórn- arformannsins í umræðu um efna- hagsgrundvöllinn og hugleiðingar hans um „græna málminn,“ þ.e. álið og mikilvægi þess að fórna íslenskri náttúru til þess að koma í veg fyrir að mengandi álver verði reist annars staðar í heiminum! Framganga Jóhannesar var barns- lega einlæg, þar sem hann m.a. sagði að nauðsyn væri að ráðast í þessar framkvæmdir til að tryggja aukna hagsæld til framtíðar á Íslandi. Þann- ig fengu viðstaddir „ómengaðan framsóknarboðskap“ í Valhöll. Þáttur fjármálastjóra Framganga fjármálastjóra LV var öllu óhugnanlegri. Þar voru engir draumórar eða „hugsjónir“ sem réðu ferð, heldur ískaldur ásetningur að ná með öllum ráðum þeim markmið- um LV að láta ekki landslýð „niður- lægja“ einokunarfyrirtækið öðru sinni. Eða eins og Stefán sagði : „Ál- verið fer ekkert, þó fjárfestar gefist upp á rekstrinum“! Blekkingin mikla Sveinn Aðalsteinsson Höfundur er viðskiptafræðingur og einn stofnenda Umhverfisvina. Kárahnjúkavirkjun Hvers vegna, spyr Sveinn Aðalsteinsson, fjárfesta erlendir ál- hringir ekki á Íslandi? EINS og lesendum er kunnugt hefur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur lagt sig í framkróka undanfar- ið við að reyna að sýna fram á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar, en ekki haft árangur sem erfiði. Hefur hann jafnframt haft stór orð um fagleg óheilindi undirritaðs. Hrakti ég þessar ásakanir í grein hér í blaðinu þriðjudaginn 19. júní. Benti ég jafnframt á helstu gallana á útreikning- um Guðmundar. Lesendum til upprifjunar deilir hann tekjum og fjárfestingu rangt niður á fjárfest- ingartímabil og framlengir tekjur um 40 ár án þess að reikna með endurfjárfestingu. Engin tilraun er gerð til að reikna rétta ávöxt- unarkröfu, en eins og dr. Þórólfur Matthíasson, dósent, hefur bent á hér í blaðinu er ávöxtunarkrafa mín síst of há, samanborið við við- miðun Norðmanna. Reynir Guð- mundur að afsaka sig með því, að hann hafi notað sömu aðferðir til að meta arðsemi Fljótsdalsvirkj- unar. Líkanið var vissulega áþekkt. Hins vegar var orkuverðið 1 kr/kwst í mati hans á Fljótsdals- virkjun, en nú notar hann 1,70 og skýrir það muninn að mestu. Þrátt fyrir fræðilega hrakninga gefst Guðmundur Ólafsson ekki upp og má vissulega hrósa honum fyrir einbeitni og stefnufestu. Tel- ur hann sig nú hafa fundið út að ég reikni rangt og byggi lækkun álverðs 1989-2001, skv. grafi í skýrslu minni, á hallatölu grafsins (sjá Morgunblaðið 23. júní). Hefur hann sjálfur fundið hallatölu, byggða á álverði m.v. 15 mánaða samninga, sem er áþekk þeirri prósentulækkun sem ég nota og ályktar því að ég miði við hallatöl- una. Þetta er rangt og vona ég að Guðmundur kynni sér framvegis málin áður en hann dregur álykt- anir, en prósentulækkun mín er ekki byggð á hallajöfnunni, heldur á mismun upphafs- og lokaverðs m.v. meðaltalslínu, deilt með ára- fjölda. Til skýringar er hallatalan -0,0431, ekki -0,0149, en með- allækkun á ári um 1,5%, skv. grafi mínu. Miða ég við stað- greiðsluverð, ekki 15 mánaða samninga Þess misskilnings virðist gæta hjá Guð- mundi, að beint sam- hengi sé á milli samn- ingsverðs á áli og orkusölusamninga. Þetta er rangt, enda snýst samningsverð áls um framvirka samninga og taka þeir ekki síður mið af verðbólguvæntingum en vænting- um um þróun álverðs. Þetta er þó ekki meginatriði, þótt Guðmundur virðist halda það, en grafið fremur birt til viðmiðunar, enda myndu fáir byggja spá um 60 ára þróun á 12 ára grafi einu saman. Virðist Guðmundur sjálfur telja að álverð muni standa í stað næstu 60 árin. Álverð fylgir hins vegar framleiðniaukningu í iðnaðinum til langs tíma, þótt Guðmundur gleymi jafnan að gera ráð fyrir henni. Þessi villa jafnast nánast á við að reikna með að hagvöxtur hætti við gerð Kárahnjúkavirkj- unar. Tel ég ofætlun að hún muni hafa svo sorgleg áhrif á efn- hagsþróun í heiminum! Meginatriði þessa máls er lang- tímabreyting álverðs og þar með orkuverðs. Landsvirkjun hefur miðað við 1% lækkun skv. skamm- tímaspá. Álverð hefur lækkað um 2% að meðaltali árlega frá þarsíð- ustu aldamótum. Tel ég öruggara að reikna með a.m.k. sömu lækkun næstu 60 ár, enda búist við mikl- um tækniframförum í álfram- leiðslu eftir 10-15 ár, sem munu hafa veruleg áhrif á framleiðslu- kostnað, og þar með verð. Ekki hefur verið ágreiningur um áætl- aðan stofnkostnað, en Guðmundur grípur í það hálmstrá að reikna skyndilega með 30% lækkun hans, þvert á áætlanir Landsvirkjunar. Mér leiðist þessi óvandaði mál- flutningur Guðmundar Ólafssonar og ætla ég að sama gildi um les- endur. Vona ég að orðaskiptum þessum sé nú lokið. Þeim sem áhuga hafa bendi ég á að reikni- líkan mitt er aðgengilegt á slóðinni http://www.notendur.centrum.is/ ardsemi. Lokaorð um aðferðir Virkjanir Álverð fylgir framleiðni- aukningu í iðnaðinum til langs tíma, segir Þorsteinn Siglaugsson, þótt Guðmundur Ólafs- son gleymi jafnan að gera ráð fyrir henni. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Þorsteinn Siglaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.