Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
ÁKVEÐIÐ var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær-
morgun að selja umtalsverðan hlut, þriðjung eða
meira, í Landsbanka Íslands hf. Gert er ráð fyrir að
kaupandi verði erlendur kjölfestufjárfestir og
standa vonir til þess að gengið verði frá sölunni fyr-
ir lok ársins.
Í tilkynningu vegna sölunnar segir: „Viðskipta-
ráðherra hefur ákveðið að hafinn verði undirbún-
ingur á sölu á umtalsverðum hlut af eignarhlut rík-
isins í Landsbanka Íslands hf. til kjölfestufjárfestis.
Með umtalsverðum hlut er átt við ráðandi hlut eða
að minnsta kosti þriðjung hlutafjár í félaginu. Ráð-
gert er að salan fari fram fyrir árslok 2001. Skilyrði
samkvæmt ákvörðun ráðherra er að sala á slíkum
hlut leiði til aukinnar samkeppni á íslenskum fjár-
magnsmarkaði og auki samkeppnishæfni hans.“
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög
góð samstaða hafi verið í ríkisstjórn um þessa nið-
urstöðu og hún sé mjög ánægð með hana. „Miðað
við skilyrðin sem sett eru, sem eru þau að salan auki
samkeppnishæfni félagsins og einnig samkeppnis-
hæfni íslensks fjármagnsmarkaðar, erum við að
tala um erlendan kaupanda,“ sagði Valgerður.
Hún sagði að það væri jákvætt vegna þess að það
yki erlenda fjárfestingu í landinu, sem ekki væri
vanþörf á, auk þess sem það yki alþjóðavæðingu at-
vinnulífsins. Þá mætti einnig gera ráð fyrir því að
það myndi bæta lánshæfismat bankans.
Hún sagði að allur alþjóðamarkaðurinn kæmi til
álita í þessum efnum. Flestir litu hins vegar fyrst til
Norðurlandanna og Norður-Evrópu, en auðvitað
kæmu Bandaríkin og aðir aðilar til greina.
„Þetta skref sem við stígum núna með því að gefa
kost á ráðandi hlut í bankanum breytir mjög stöð-
unni og gerir bankann áhugaverðari,“ sagði Val-
gerður.
Samrýmist markmiðum
um dreifða eignaraðild
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbank-
ans, segir að sala á þriðjungshlut samrýmist því
markmiði sem sett var í upphafi um dreifða eign-
araðild. „Ég tel hins vegar brýnt að gerður sé grein-
armunur á óbeinni fjárfestingu, innlendri eða er-
lendri, sem samkvæmt lögum er skilgreind sem öll
fjárfesting sem er minni en 10% í bankanum og hins
vegar þegar virkur eignarhlutur er keyptur en það
er samkvæmt lögum eignarhlutur sem er meiri en
10% en ekki ráðandi, þ.e. 50% eða meira. Með kjöl-
festufjárfesti í almennri umræðu er átt við aðila
sem á umtalsverðan virkan eignarhlut í banka en
ekki ráðandi hlut. Þannig samrýmist slík aðild
markmiðinu um dreifða eignaraðild.“
Ákveðið að selja þriðjung
eða meira í Landsbanka
Halldór J. Kristjánsson
bankastjóri segir fyrirhugaða
sölu samrýmast markmiðum
um dreifða eignaraðild
Leitað tilboða/6
ORKUVEITA Reykjavíkur hefur
til skoðunar möguleika á að end-
urnýta raforku þá sem fellur til í
stóriðjum álversins og járnblendi-
verksmiðjunnar á Grundartanga
með byggingu gufuaflsstöðvar á
svæðinu. Framleiðslugeta slíkrar
stöðvar gæti orðið allt að 60 MW á
ári.
Borgarstjórinn í Reykjavík og
bæjarstjórinn á Akranesi undirrit-
uðu í gær viljayfirlýsingu um að
sameina Orkuveitu Reykjavíkur og
Akranesveitu, Andakílsárvirkjun og
eignarhlut Akraneskaupstaðar í
Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð-
ar. Kom fram á fundinum að Orku-
veita Reykjavíkur sér talsverða
vaxtarmöguleika á Akranesi og
raunar Vesturlandi öllu, ekki síst
stóriðjusvæðinu á Grundartanga og
hinum miklu sumarhúsabyggðum á
Vesturlandi, þar sem eru hundruð
sumarhúsa.
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri
Orkuveitunnar, sagðist í samtali við
Morgunblaðið vera ánægður með
sameiningaráformin, enda stækk-
uðu þau athafnasvæði fyrirtækisins
og þar með vaxtarmöguleika þess.
„Við höfum verið að horfa til þess
að það eru ákveðnir möguleikar í
stóru iðjuverunum á Grundartanga
til endurnýtingar á þeirri orku sem
þar þarf til framleiðslunnar,“ segir
Guðmundur. „Þar er mjög mikil
varmaorka og talsverðir möguleikar
á rafmagnsframleiðslu.“
Að sögn Guðmundar standa yfir
viðræður við Norðurál um sölu á
raforku beint til fyrirtækisins vegna
frekari stækkunar álversins á
Grundartanga og ekki síst af þeim
sökum sjái Orkuveitan mikla mögu-
leika í uppbyggingu á stóriðjusvæð-
inu þar.
„Í dag stígur gríðarlegur af-
gangsvarmi upp í loftið á þessu
svæði. Með því að breyta honum í
gufu og taka hana gegnum túrbínur
má framleiða rafmagn, rétt eins og
gert er á Nesjavöllum.“
Guðmundur telur að framleiðslu-
geta slíkrar stöðvar geti numið 30
til 60 MW á ári, eða svipað og fram-
leitt er af raforku á Nesjavöllum í
dag. Til samanburðar má geta þess
að áætlað er að fyrirhugað Norð-
lingaöldulón gefi 100 MW af sér og
fyrirhuguð jarðvarmavirkjun í
Bjarnarflagi á að gefa 20 MW af
raforku.
Áform um gufuaflsstöð til endurnýtingar raforku úr stóriðju á Grundartanga
Sambærileg framleiðslu-
geta og í Nesjavallavirkjun
Frumkvæðið/26
KRÍURNAR eru í miklum ham
þessa dagana við að verja varp-
lönd sín. Það fékk ljósmyndarinn
að reyna í kríuvarpi nálægt Vík í
Mýrdal í gær. Þær bæði görguðu
og gogguðu og létu öllum illum
látum.
Morgunblaðið/RAX
Kríuárás í
Mýrdalnum
FERJUFLUGVÉL frá Írlandi, sem
hvorki gat lent í Keflavík né á
Reykjavíkurflugvelli vegna þoku í
gærkvöldi, lenti á Sandskeiði.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
sköpuðust engin vandræði vegna
þessa og gekk lendingin á Sand-
skeiði vel.
Ferjuflugvél
lenti á Sand-
skeiði
Í ENDURSKOÐUÐUM áætlunum
Flugleiða er gert ráð fyrir að við
óbreyttar aðstæður verði tap af
rekstri félagsins á árinu. Rekstur
Flugleiða gekk þokkalega framan
af ári en versnaði í apríl og í maí
fækkaði farþegum í bæði milli-
landa- og innanlandsflugi og sam-
dráttur varð í fraktflutningum
félagsins.
Flugleiðir ætla í ljósi þessarar
stöðu að minnka framboð í áætl-
unarflugi milli landa um 5% og þá
mun félagið hætta að fljúga milli
Keflavíkur og Halifax í haust en það
er sú áætlunarleið sem minnst hef-
ur gefið af sér. Þá verður og dregið
úr framboði hjá dótturfyrirtækjun-
um Flugleiðum-Frakt, Flugfélagi
Íslands og Ferðaskrifstofu Íslands.
Gengi bréfa Flugleiða lækkaði
um 4,8% í gær og er nú 2,0.
Útlit fyrir rekstrartap
hjá Flugleiðum
Hætt að
fljúga til
Halifax
Horfur á taprekstri/18
PÉTUR Pétursson sagði starfi
sínu lausu sem þjálfari karla-
liðs KR í gær en undir hans
stjórn hömpuðu KR-ingar Ís-
landsmeistaratitlinum á síð-
ustu leiktíð og báru sigur úr
býtum í deildabikarkeppninni í
vor.
KR-liðinu hefur ekki gengið
sem skyldi á Íslandsmótinu í ár
og eftir tapleik á móti Val í
fyrrakvöld tók Pétur þá
ákvörðun að láta staðar numið
en meistararnir eru í áttunda
sæti deildarinnar, með sjö stig
eftir sjö leiki. Við starfi Péturs
tekur væntanlega Skotinn Dav-
id Winnie sem hefur verið að-
stoðarþjálfari KR-inga á yfir-
standandi tímabili.
Pétur
hættur
með meist-
arana
Sagði upp/B1
♦ ♦ ♦