Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 25
Á kreml.is jarmar særður maður
og ber sig aumlega. En málstað
hefur hann veikan að verja og
skýlir sér því með upphrópunum
og gerir þær persónulegar. Eirík-
ur Bergmann heitir hann og segir
farir sínar ekki sléttar. Vondur
maður hafi svarað grein sinni í
Morgunblaðinu og sé sá maður
víst útsendari Ísraela og jafnvel
sérstaklega þjálfaður til þess arna.
Hann segir (og DV vitnar til af
áfergju): „Það kemur ekki á óvart
að Snorri G. Bergsson skuli, í
Morgunblaðinu 12. júní, gera at-
hugasemdir við skrif mín um hið
hörmulega ástand í Palestínu í
sama blaði 6. júní. Þeir sem fylgst
hafa með umræðunni á Íslandi um
voðaverkin fyrir botni Miðjarðar-
hafs vita að Snorri er sjálfskipaður
talsmaður Ísraelsstjórnar hér á
landi. Mér skilst reyndar að hann
sé sérstaklega menntaður í þeim
fræðum frá skóla í Ísrael.“ Því
miður Eiríkur, ég sá í grein þinni
aðeins örlítið pár þar sem sögu-
legum staðreyndum var misþyrmt
í áróðursskyni og varla fyrirfannst
sú setning, sem var ekki af öðru
tvennu beinlínis röng eða sagði að-
eins hluta staðreynda (þá sem
henta betur málstað þeirra sem
ala á hatri og óvild).
En til að hryggja Eirík dálítið,
þá er ég hvorki skipaður né sjálf-
skipaður erindreki Ísraelsstjórnar
á Íslandi, heldur einn fárra Íslend-
inga sem hafa lesið sér til um mál-
ið út frá sjónarmiðum beggja aðila,
og mótað sér skoðun þaraf, en
ekki eingöngu af slitróttum frétt-
um fjölmiðla, sem aðeins snerta yf-
irborð þess vanda, sem vissulega
er fyrirliggjandi í Miðausturlönd-
um. Ennfremur lærði ekki sér-
staklega til hins meinta starfs,
heldur stundaði ég nám í Miðaust-
urlandafræðum við Hebreska há-
skólann í Jerúsalem, en hann er
talinn með þeirra virtari í heim-
inum. Síðan tefli ég stundum við
Ísraela á internetinu og þigg þá
væntanlega fyrirmæli þaðan, eins
og góðum erindreka sæmir! Og
samsærið vex.
Enda er það svo, að Eiríkur
svarar ekki efnislega neinu sem ég
segi, heldur segir: „Þegar að upp-
hrópunum sleppir er fátt í athuga-
semdum Snorra sem vert er að
staldra við enda beitir hann ódýr-
um útúrsnúningum, almennum yf-
irhylmingum og gömlum áróðurs-
tuggum að hætti þeirra sem hafa
veikan málstað að verja.“ Hvað
kallast þá, að skrifa grein sem á að
níða niður Ísraelsríki og fer með
staðlausa stafi, tómt fleipur og
varla fyrirfinnast sannleikskorn í
þeirri grein, sem hann stærir sig
af og vill að menn lesi til að kom-
ast að kjarna málsins? Ég lagðist
þó svo lágt, að notast við heimildir
og sögulegar staðreyndir í svar-
grein minni, en það ku vera illa
liðið á kreml.is.
Það hlýtur að vera veikur mál-
staður að verja, þegar grein Eiríks
gleymir því fornkveðna: Hafa skal
það sem sannara reynist. Maður
hefði haldið, ef Ísraelsmenn eru
svona vondir, að Eiríkur hefði get-
að töfrað fram eitthvað haldbært,
en ekki farið óblíðum höndum um
staðreyndir og falið sig undir
fíkjuviðarblöðum þess, sem veit
hann hefur verið afhjúpaður. Svar
hans á miklu frekar við hann sjálf-
an, því „margur hyggur mig sig“.
Enda spyr ég, hvað koma Miðaust-
urlönd við sjálfskipuðum erindreka
Evrópusambandsins?
Varðandi drenginn Muhammed
og skrif mín í frelsi.is í fyrra er
það ljóst, að drengurinn féll fyrir
byssukúlum eigin manna. Það ligg-
ur á ljósu og er ekki deilt um,
nema af mönnum sem
vita lítið um málið,
þekkja enn minna af
sögulegum staðreynd-
um en blása sig út af
áróðursritum og fela
sig í pólítískum blekk-
ingarleik. Einnig
liggja fyrir heimildir
um viðbrögð föður
hans, sem fyrst sagði
skotin hafa komið frá
þeirri átt sem byssu-
menn eigin fólks höfðu
aðsetur, en breytti síð-
an um skoðun, enda
teljast $ 50.000 ágæt-
is uppbót fyrir líf, sem
því miður var liðið
undir lok og var síðan
fórnað á áróðursaltari
Palestínumanna og
taglhnýtinga þeirra á
Vesturlöndum.
Ég hef ekkert á
móti Palestínumönn-
um, en ég þoli ekki
þegar sögulegum stað-
reyndum er misþyrmt
með hrottafengnum
hætti og í sama dúr og
andsemítískir hug-
myndaspekingar fyrri
tíma. Mér líkar illa við
þann áróðursmálflutning sem
Eiríkur ber á borð, og margir
félagar hans einnig, þar sem mál-
staður annars aðilans er fyrir borð
borinn án athugunar og heldur sá
málstaður tekinn, sem þessa stund-
ina er vinsælli. Þannig skrifa að-
eins lélegir pólítískusar sem vita,
að ef sama vitleysan er endurtekin
nógu oft byrja menn að trúa henni.
Sökum þess að svar Eiríks á
kreml.is er innihaldslaust tek ég
mér orð hans í munn og segi:
„Auðvitað á maður ekki standa í
ritdeilum við menn sem eru þetta
blindir á eigin málstað, en hér
verður ekki hjá því vikist, þótt ég
hafi tæpast geð í mér til að halda
því áfram.“ Munurinn er sá, að ég
hef rannsakað málið og þekki sögu-
legar staðreyndir þess, en blindur
leiðir blindan á kreml.is, rétt eins
og í kreml.stalin í gamla daga.
Báðir falla síðan í sömu gryfju.
Þegar fáfræðinni er hampað
Höfundur er sagnfræðingur.Snorri G. Bergsson
Sagnfræði
Munurinn er sá, segir
Snorri G. Bergsson, að
ég hef rannsakað málið
og þekki sögulegar stað-
reyndir þess.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi