Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BEITIR ehf. í Vogum á Vatnsleysu- strönd gekk nýverið frá samningum um sölu á beitningavélum með beitn- ingatrekt, skurðarhníf og línuspili til Nýfundnalands í Kanada en undan- farin ár hefur fyrirtækið selt slíkan búnað til Noregs, Færeyja og Græn- lands. Hafsteinn Ólafsson er eigandi fyrirtækisins ásamt eiginkonu sinni Þóru Bragadóttur og reka þau fyr- irtækið í sameiningu. Um síðustu áramót flutti fyrirtækið í nýtt og stærra húsnæði við höfnina í Vogum og eru eigendur bjartsýnir á fram- tíðina. Hafsteinn Ólafsson segir rekstur- inn hafa byrjað árið 1984, þegar hann var hættur á sjónum og vildi starfa sjálfstætt í landi, en hann var vélstjóri á loðnu- og síldveiðiskipum. „Við byrjuðum á því að þjónusta út- gerðir en síðan þróaðist þetta út í ryðfría smíði. Síðan kom hingað fyrir tilviljun fullorðinn maður frá Sand- gerði og bað mig um að smíða fyrir sig beitningavél og hafði mjög sér- staka hugmynd um það hvernig hann vildi hafa hana. Hann smíðaði pappamódel og það er í rauninni enn verið að smíða eftir því að hluta til.“ Hafsteinn segir hlutina síðan hafa þróast og fyrirtækið sé nú orðið þekktast fyrir þann línubúnað sem þar er framleiddur, bæði beitninga- vélar og annan búnað sem notaður er við línuveiðar. „Þetta hefur hingað til verið sérstaklega ætlað í minni báta, það er okkar sérfag, þó við höfum tekið að okkur verkefni í stærri skip- um,“ segir Hafsteinn. „Það sem hefur síðan verið að ger- ast síðustu tvö árin og er hvað mest spennandi, er að við höfum verið að selja þetta svona mikið erlendis. Það fór mikið til Noregs síðasta haust og nú koma Kanadamenn inn í þetta. Við eigum alveg eins von á því að þar geti orðið gífurleg vakning varðandi umhverfisvænar veiðar, sérstaklega við Nýfundnaland.“ Heppin með söluaðila erlendis Að sögn Hafsteins hafa þau verið mjög heppin með söluaðila í Noregi og Kanada og sérlega heppin með sölumann í Færeyjum, en þangað var verið að selja tvö línuveiðasett í 30 tonna báta. Umboðsaðili Beitis í Færeyjum er sá sami og keypti af þeim fyrsta kerfið, en hann er einn öflugasti fiskimaðurinn í Færeyjum, að sögn Hafsteins. „Hann sá þetta í nokkrum bátum hér heima og ákvað að prófa, því þetta hentar þeim vel vegna þess að þeir eru á flakki milli eyja og því erfitt að taka með alla beitningaraðstöðu eftir því hvar fisk- urinn er. En þetta gat hann tekið með.“ Á síðasta ári seldi Beitir alls 30 kerfi og nú þegar árið er hálfnað er framleiðslan komin langt upp í þá tölu. Hafsteinn segir besta sölutím- ann reyndar búinn hér heima og því muni útflutningurinn ráða því hvort fyrirtækið nái að selja meira en í fyrra. Hjá fyrirtækinu starfa þrír menn auk þeirra hjóna en Þóra sér um bókhaldið og öll aðföng fyrir fyrir- tækið. Að sögn Hafsteins hefur hún tekið þátt í uppbyggingunni allan tímann og vinnudagurinn hafi oft verið ansi langur hjá þeim hjónum áður en þau fluttu í nýja húsnæðið og bættu við mannskap. Var fljót að máta trillukarlana „Þá vorum við í 70 fermetra að- stöðu og þá var eina leiðin að lengja sólarhringinn, því ekki var hægt að bæta við mannskap. Við vorum eig- inlega búin að fá okkur fullsödd af því, enda slitnaði aldrei á milli vinnu- daga og frídaga.“ Þóra svarar flest- um erindum sem fyrirtækinu berast og segir Hafsteinn skemmtilegt að segja frá því að í upphafi, þegar hún var að tala við trillukarlana, hafi þeir lítið viljað við hana ræða, bæði menn hér heima og erlendis. „Og alls ekki ef það var eitthvað fræðilegt. Í dag þarf ég ekki mikið að fara í símann sem er auðvitað gífurlegur vinnu- sparnaður, að þurfa ekki að vera allt- af rifinn úr verki. Það er einfaldlega vegna þess að hún mátar þá svo fljótt. Þegar hún fer að spyrja þá, átta þeir sig mjög fljótt á því að hún er að tala um hluti sem þeir þekkja og eru að hugsa um.“ Hjónin Hafsteinn Ólafsson og Þóra Bragadóttir reka saman vélsmiðjuna Beiti í Vogum Morgunblaðið/Eiríkur P. Þóra Bragadóttir og Hafsteinn Ólafsson við nýsmíðað línuspil sem fyrir- tækið framleiðir til útflutnings til Kanada. Selja beitningavél- ar til Kanada Vogar ELLERT Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að það hljóti að koma til breytinga á gildandi til- lögum um breytta tilhögun skólahverfa í bænum. Hugmyndir að nýjum tillögum verða lagðar fyrir bæjarráð á morgun og af- greiddar á bæjarstjórnarfundi í næstu viku en ekki er enn þá ljóst hvernig þær munu endanlega líta út. Bæjarstjórn samþykkti einróma fyrr í þessum mánuði tillögur skóla- og fræðsluráðs um breytingar á skólahverfum til að jafna fjölda nemenda í skólum bæjarins og nýta þannig húsnæðið betur. Lagði nefndin m.a. til að Holtaskóli og Njarðvíkurskóli yrðu á sama skóla- svæði og Myllubakkaskóli og Heið- arskóli á öðru svæði. Það felur m.a. í sér að nemendur sunnan Vestur- götu, þ.á m. í Garðahverfi, eiga að ganga í Myllubakkaskóla þó að Heiðarskóli sé nær. Veruleg óánægja hefur verið meðal foreldra í Garðahverfi vegna þessarar ráðstöfunar og bárust bæj- arráði erindi þar sem skiptingunni er harðlega mótmælt og þess farið á leit að börnin fái að ganga í Heið- arskóla. Í erindunum kemur m.a. fram að foreldrar hafi fjárfest sér- staklega í húsnæði til að vera ná- lægt skólanum og breytingarnar valdi því að börnin séu send í annan skóla frá vinum sínum í hverfinu. Erindi foreldranna voru tekin fyrir á fundi skóla- og fræðsluráðs í síðustu viku en ráðið vísaði þeim aft- ur til bæjarráðs og skólaskrifstofu bæjarins. Ellert Eiríksson bæj- arstjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að eftir fund skóla- og fræðsluráðs hefði hann haldið nokkra fundi með staðgengli skóla- málastjóra og í framhaldi af því yrðu lagðar fram nýjar tillögur fyr- ir bæjarráð á morgun. Þrjár bekkjardeildir í stað tveggja Ellert segir þá búna að ganga frá sínum hugmyndum en bæjarráð og bæjarstjórn taki endanlega ákvörð- un um það hvort fyrri gildandi ákvörðun standi eða hvort vilji sé til þess að breyta henni. „Það er verið að reyna að finna einhvern flöt á þessu. Ég held nú, án þess að ég vilji taka fram fyrir hend- urnar á einum eða neinum, að það sé nú voðalega vont að þetta verði breytingalaust. Ég held að það hljóti að koma til einhverjar breytingar.“ Að sögn Ellerts segir í gildandi tillögum að nemendur eigi að öllu jöfnu að fara í þann skóla sem er styttra frá heimili nemandans og það sé auðvitað staðreynd að t.d. nemendur í Garðahverfi, sem verið er að tala um að setja í Myllubakka- skóla, eigi sannanlega lengri vega- lengd að fara í skólann. Nýjar regl- ur voru settar til að taka á því vandamáli sem fylgir mikilli fjölgun nemenda sem hafi jafnvel verið heldur meiri en menn áttu von á í sumum skólum. Í Heiðarskóla verða t.d. í haust þrjár 18 og 19 nemenda bekkjardeildir í 1. bekk í stað tveggja eins og miðað var við. Bæjarstjóri segir að bæjarráð muni endurskoða tillögur um skólahverfi Morgunblaðið/Þorkell Heiðarskóli er nýjasti skólinn í Reykjanesbæ en þar hefur nemendum fjölgað meira en ráð var fyrir gert. Hlýtur að koma til breyt- inga Reykjanesbær SAMKVÆMT nýjum tóbaks- varnarlögum sem taka gildi 1. ágúst nk. þarf að koma tóbaki þannig fyrir á sölustöðum að það blasi ekki við viðskiptavin- um, enda er það talið hafa aug- lýsingagildi og að slík uppstill- ing geti komið illa við þá sem eru að hætta reykingum og gef- ið börnum og unglingum í skyn að tóbak sé sjálfsögð og eðlileg neysluvara. Eftir að nýju lögin taka gildi þurfa útsölustaðir að sækja um leyfi hjá viðkomandi heilbrigð- iseftirliti á hverju svæði og seg- ir Ragnar Örn Pétursson, for- maður heilbrigðisnefndar Suð- urnesja, að um eitt hundrað staðir á Suðurnesjum þurfi að sækja um slíkt leyfi. Heilbrigð- iseftirlitið er nú að vinna í því að útbúa umsóknareyðublöð fyrir þá sem vilja sækja um leyfi til að selja tóbak. Rétta þarf viðskiptavinum tóbak sem það vilja kaupa Fríhöfnin í Leifsstöð er einn þessara staða á umráðasvæði Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Samkvæmt lögunum má tóbak ekki vera sýnilegt á sölustöðum en viðskiptavinir hafa fram til þessa getað afgreitt sig sjálfir með tóbak eins og hvern annan varning í hillum Fríhafnarinn- ar. „Ég get ekki betur séð en Fríhöfnin verði að bregðast á einhvern hátt við því,“ segir Ragnar. Hann segir að lögin hljóti að hafa einhver áhrif í Fríhöfninni, þar sem tóbakið sé sýnilegt og fólk taki það í sjálfsafgreiðslu. Verði það ekki sýnilegt er ljóst að einhver afgreiðslumaður þarf að rétta þeim viðskiptavin- um tóbak sem vilja kaupa slíka vöru. Tóbak óleyfilegt í hillum í Fríhöfn- inni Reykjanes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.