Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 1
162. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 19. JÚLÍ 2001
HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, sagðist í
gær ekki sjá neina von til þess að deila Ísraela og
Palestínumanna myndi leysast á meðan Ariel
Sharon sæti í embætti forsætisráðherra Ísraels.
„Það er engin von til þess að málin leysist meðan
Sharon situr við völd. Hann skilur bara morð,
árásir og stríð,“ sagði Mubarak í viðtali við kín-
verskan blaðamann að því er fram kom hjá
egypsku fréttastofunni MENA.
Mubarak sagði enn fremur að viðræður við rík-
isstjórn Sharons væru „gagnslausar“ og kenndi
henni um að ekki hefði tekist að koma á ró á her-
numdu svæðunum.
Þetta eru hörðustu og svartsýnustu ummæli
sem forsetinn hefur látið frá sér fara frá því að
Sharon var kjörinn í embætti forsætisráðherra
Ísraels í febrúar.
Jafnframt lét Mubarak þá skoðun sína í ljós að
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefði
„lagt mikið á sig til að draga úr ofbeldinu“ en
hann gæti ekki haft fulla stjórn á því.
Arafat átti fund með Mubarak í Kaíró um sl.
helgi og var einnig viðstaddur fund utanríkisráð-
herra arabaríkjanna sem lauk þar í gær.
Ísraelar harma ummæli forsetans
Egyptar hafa haft efasemdir um Sharon frá
upphafi en hafa tekið þá afstöðu að bíða og sjá
þar til nú. Mubarak lætur ummælin falla nú þeg-
ar ofbeldishrinan, sem staðið hefur í 10 mánuði,
fer sívaxandi á Vesturbakkanum og Gaza-svæð-
inu. Að auki er vopnahléið sem samið var um fyr-
ir tilstilli Bandaríkjamanna hinn 13. júní sl. í and-
arslitrunum.
Ísraelska ríkisstjórnin sagðist í gær harma
mjög ummæli Mubaraks Egyptalandsforseta.
„Ef hann hefur í alvöru látið þessi orð falla þá er
það svo sannarlega ekki til að bæta andrúms-
loftið,“ sagði Avi Pazner, talsmaður stjórnarinn-
ar.
Ísraelsmenn sendu fjölda skriðdreka á her-
numdu svæðin í gær og efldu mjög herlið sitt.
Þessar aðgerðir segja þeir að séu aðvörun til Pal-
estínumanna en staðhæfa að þeir ætli sér samt
sem áður ekki að ráðast inn á svæði þeirra.
Arafat sagði ekkert annað að ráðherrafundi
loknum en að hann hefði verið mjög mikilvægur.
Nefnd utanríkisráðherra arabaríkjanna var
mynduð til að fylgja eftir þeirri ákvörðun
ríkjanna að styðja Palestínumenn í deilu þeirra
við Ísraela.
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, um ástandið í Mið-Austurlöndum
Friður óhugsandi með-
an Sharon er við völd
Kaíró. AFP.
RÁÐHERRAR utanríkismála í
átta helstu iðnríkjum heims, G-8-
löndunum svonefndu, komu saman
í Róm í gær til tveggja daga við-
ræðna til að undirbúa leiðtogafund
ríkjanna í Genúa á föstudag.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og rússneskur
starfsbróðir hans, Ígor Ívanov, not-
uðu tækifærið í gærmorgun til að
fjalla um samskipti ríkjanna. Enn-
fremur reyndu ráðherrar aðildar-
ríkja Evrópusambandsins að fá
stjórnvöld í Japan til að hvika ekki
frá stuðningi við Kyoto-bókunina
um varnir gegn loftslagsbreyting-
um sem Bandaríkjamenn eru and-
vígir.
Gert er ráð fyrir að allt að
100.000 manns úr röðum andstæð-
inga ýmiss konar mála, þar á meðal
hnattvæðingar og mengunar, komi
til Genúa og noti tækifærið til að
mótmæla.
Schengen tímabundið
felldur úr gildi
Aðeins ein járnbrautarstöð er
opin í Genúa og kom fyrsta lestin
með um 700 mótmælendur frá Róm
í gær. Einnig voru þar 25 Bangla-
desh-menn sem ætla að taka þátt í
göngu innflytjenda sem krefjast
aukinna réttinda. Sumir mótmæl-
endur hafa þegar smíðað sér skildi,
aðrir hafa troðið bylgjupappa undir
fötin til að verjast hnjaski í átökum.
Ítölsk yfirvöld hafa meinað nær
700 útlendingum að koma til lands-
ins og voru ákvæði Schengen-
samningsins felld tímabundið úr
gildi vegna fundarins. Lögreglan
hefur lagt margvíslegar hömlur á
daglegt líf borgarbúa, sorptunnur
hafa verið fjarlægðar, dómshús
hafa lokað. McDonalds-skyndibita-
staðir eru lokaðir og verslunareig-
endur hafa sumir þegar neglt
planka fyrir glugga sína, minnugir
átakanna undanfarna mánuði á al-
þjóðlegum leiðtogafundum. Fáir
voru á götum úti í gær, kaffihús
voru mannlaus.
Er fundurinn hefst verða um
20.000 lögreglumenn að störfum.
Umferð einkabíla er bönnuð á af-
mörkuðu svæði milli hafnarinnar
og Palazzo Ducale, hallarinnar þar
sem fundurinn verður haldinn. Allir
verða að sýna sérstök skilríki til að
fara um svæðið sem girt er stál-
rimlum. Í höfninni eru varðbátar á
sveimi og við flugvöllinn eru loft-
varnaflaugar.
Mikill viðbúnaður í Genúa
Róm, Genúa. AP, AFP.
EGYPSKIR karlmenn, sakaðir um
að hafa brotið egypsk lög er varða
klám og siðgæði, hylja andlit sín er
þeir ganga í hópi í átt að dómshús-
inu í Kaíró í gær. Alls voru 52 karl-
menn handteknir í borginni 11. maí
sl. fyrir að halda samkvæmi fyrir
samkynhneigða. Málið hefur vakið
mikla hneykslan meðal strangtrú-
aðra múslima í Egyptalandi en al-
þjóðleg mannréttindasamtök hafa
fordæmt handtöku mannanna.
AP
Handteknir fyrir samkynhneigð
VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, viðurkenndi á blaðamanna-
fundi í Kreml í gær að hafa staðið
rangt að málum þegar kjarnorkukaf-
báturinn Kúrsk sökk fyrir nærri ári.
Sagði hann að heppilegra hefði verið
ef hann hefði snúið þegar í stað til
Moskvu þegar fréttir bárust af slys-
inu, en hann var í sumarfríi þegar
það átti sér stað. „Frá sjónarhorni
fjölmiðla hefði það litið betur út, en
hefði ekki breytt neinu,“ sagði Pútín.
Hann sagði að ekkert hefði getað
bjargað lífum þeirra sem í bátnum
voru.
Þá sagði forsetinn að Rússar
myndu ekki taka þátt í samræmdum
viðbrögðum við þeim breytingum
sem fylgja myndu fyrirhugaðri eld-
flaugavarnaráætlun Bandaríkja-
manna með Kína eða nokkru öðru
ríki. Pútín sagði jafnframt að hann
liti ekki á Atlantshafsbandalagið
(NATO) sem óvin Rússlands, en að
hann ætti erfitt með að skilja hvers
vegna Vesturlönd vildu stækka
bandalagið til austurs. „Við erum
fylgjandi því að múrar sem aðskilja
þjóðir séu brotnir niður, en það verð-
ur að vera ljóst hvað í því felst.“ Pút-
ín sagðist fylgjandi því að Evrópa
yrði eitt varnarsvæði, annaðhvort
með því að Rússland fengi inngöngu
í NATO eða að NATO yrði lagt niður
og annað svipað bandalag sett á fót
sem Rússar ættu þá hlut í.
AP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
á blaðamannafundinum í
Moskvu í gær. Alls sóttu um 500
blaðamenn fundinn.
Pútín við-
urkennir
mistök
Moskva. AP, AFP.
ÓVÍST er hvort botninum er náð í
efnahagserfiðleikunum í Bandaríkj-
unum, samdráttur í öðrum löndum
gæti tafið fyrir bata, að sögn Alans
Greenspans, seðlabankastjóra
Bandaríkjanna. Hann svaraði spurn-
ingum þingnefndar í gær í kjölfar
þess að bankinn sendi frá sér yfirlýs-
ingu um horfurnar í efnahagsmálum.
Greenspan var spurður hvort nú
sæi fyrir endann á stöðnunarskeið-
inu sem staðið hefur í eitt ár og svar-
aði hann því til að erfiðleikunum væri
ekki lokið „en augljóst er að hraðinn
á niðursveiflunni hefur minnkað“.
Hann sagði að eitt af því sem hefði
gert kleift að lækka vexti jafn mikið
og raun hefur orðið á árinu væri að
tekist hefði að halda verðbólgunni í
skefjum og gaf í skyn að ef til vill yrði
að lækka þá enn frekar. Lét hann í
ljós von um að lægri vextir ásamt
lækkandi olíuverði og væntanlegri
endurgreiðslu tekjuskatts til al-
mennings myndu auka neysluna og
ýta undir hagvöxt á næstu mánuðum.
Spá 1–2% hagvexti
Greenspan sagðist aðspurður ekki
óttast að mikill efnahagsvandi í Arg-
entínu myndi hafa umtalsverð áhrif í
Bandaríkjunum. En óvissan um
efnahagsframvinduna væri mikil.
Hins vegar hefði efnahagur lands-
manna lagað sig að breyttum að-
stæðum.
Seðlabankinn sendir frá sér
skýrslu af þessu tagi tvisvar á ári.
Hann segir að tímabili slakrar
frammistöðu efnahagsins sé ekki lok-
ið enn þá og ekki hægt að útiloka að
grípa þurfi til frekari aðgerða. Bank-
inn spáir 1–2% hagvexti á árinu en 3–
3,5% á næsta ári.
Alan Greenspan
Vextir enn
lækkaðir?
Washington. AP, AFP.