Morgunblaðið - 19.07.2001, Page 2

Morgunblaðið - 19.07.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af öllum kröfum sem Alþýðu- samband Íslands setti fram vegna lagasetn- ingar um kjaramál fiskimanna í vor. Dómurinn féllst ekki á að lögin, sem bundu enda á verkfall sjómanna, hefðu ekki átt að ná til þeirra aðildarfélaga Alþýðusambandsins sem ekki áttu í verkfallsátökum né heldur að þau fælu í sér ólögmæta skerðingu á samningsfrelsi og verkfallsrétti. Héraðsdómur, sem var fjöl- skipaður, hafnaði öllum kröfum og gerði hvor- um málsaðila að bera sinn kostnað vegna máls- ins, en bæði ríki og Alþýðusamband höfðu farið fram á að hinn aðilinn greiddi málskostnað. Dómnum áfrýjað til Hæstaréttar Alþýðusambandið vísaði í kröfum sínum til 74. greinar stjórnarskrárinnar um félagafrelsi en héraðsdómur taldi að hún næði ekki til þess að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem takmörkuðu eða sviptu stéttarfélög verkfalls- rétti ef til grundvallar lægju efnislega hlut- lægar forsendur, þ.e. brýn nauðsyn til að koma í veg fyrir verkföll. Það var mat dómsins að þegar sett voru lög á verkfall sjómanna í vor hefðu aðstæður verið á þann veg að löggjaf- arvaldinu hefði verið heimilt að skerast í leikinn án þess að varðaði 74. grein stjórnarskrárinnar. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambandsins, segir ljóst að dómnum verði áfrýjað. „Við teljum mjög brýnt að málið fari áfram fyrir Hæstarétt og verður strax farið að vinna í því. Málið er einfaldlega of stórt til þess að það dugi að fara með það fyrir eitt dómsstig. Það hefur ekki verið látið reyna á þetta ákvæði stjórnarskrárinnar [74. gr.], sem er fremur nýtt, um lögverndun stéttarfélaga og starfsemi þeirra. Við teljum mjög brýnt að þessi mörk verði skýrð, hvaða heimildir löggjafinn hafi til að grípa inn í þetta ákvæði stjórnarskrárinnar.“ Gylfi segir dóminn vissulega vera nokkur vonbrigði enda hafi verið farið af stað með það fyrir augum að löggjafinn hafi gengið lengra en stjórnarskráin heimili og jafnframt segir hann Alþýðusambandið mjög ósátt við hvernig stjórnvöld brjóti á samningsrétti stéttarfélaga og telur brýnt að á það reyni á æðri dóms- stigum. Sjávarútvegsráðherra sá sér ekki fært vegna anna að tjá sig um dóminn en Þorsteinn Geirs- son, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytis, sagði að þar ríkti almenn ánægja með nið- urstöðuna. „Niðurstaðan er talin vera bæði vönduð og vel grunduð. Hins vegar liggur fyrir að málinu verður áfrýjað, þannig að næst verð- ur það flutt og varið í Hæstarétti,“ sagði Þor- steinn og bætti við að setning laga á sjómanna- verkfall hafi byggst á ákveðnum lagaskilningi sem nú hafi verið staðfestur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómur genginn í máli Alþýðusambands Íslands gegn ríkisvaldinu Ríkið sýknað af öllum kröfum HJALTI Sæmundsson, aðalvarð- stjóri hjá Landhelgisgæslunni, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi ljóst að hefði Una í Garði sent tilkynningar um staðsetningu eins og gert er innan fjareftirlits Landhelgisgæslunnar væru miklar líkur til þess að björgun skipverj- anna sem komust af hefði gengið miklu hraðar fyrir sig. Tveir menn eru taldir af eftir að báturinn fórst aðfaranótt þriðju- dags. Hjalti sagði að í kjölfar slyss- ins hefði stofnunin tekið ýmis atriði varðandi björgunina til athugunar. Hjalti segir að Una í Garði hafi verið búin Inmarsat-C gervihnattar- búnaði sem var stilltur þannig að hann sendi frá sér boð um staðsetn- ingu skipsins á tólf klukkustunda fresti. Þau boð fóru í STK-kerfið. Síðasta sending frá skipinu kom kl. 20:47. Talið er að skipið hafi farist um sex klukkustundum síðar. Inmarsat-C kerfið sem notar GPS er mjög nákvæmt og skeikar stað- setningu skipa vart meira en 50 metrum. Hjalti segir hins vegar að upplýsingar Tilkynningarskyldunn- ar um staðsetningu skipa frá Inm- arsat-C kerfum séu settar inn í svo- kallað reitakerfi Tilkynningar- skyldunnar. Þegar ljóst varð að líkur væru til þess að Una í Garði hefði farist fékk Landhelgisgæslan þær upplýsingar frá Tilkynningarskyld- unni að síðasta staðsetning skipsins hefði verið innan svæðis sem var um 305 ferkílómetrar að stærð. Þá hafi í raun enginn vitað með vissu hvort Una í Garði var í höfn eða ekki. Hefði skipið verið innan fjareftirlitsins hefðu miklu nákvæmari upplýsingar um staðsetningu þess legið strax fyr- ir. Þá hefði það hjálpað mikið til ef skipið hefði tilkynnt sig úr höfn. Langflest íslensk fiskiskip eru nú búin sjálfvirkum tilkynningar- skyldubúnaði. Annars vegar er not- ast við Inmarsat-C gervihnattarbún- að en hins vegar við svokallað STK-kerfi. Yfir 1.300 íslensk skip eru búin STK-tækjum en þau senda boð til landstöðva. Þær stöðvar ná um 40–50 sjómílur eftir aðstæðum. Hjalti segir að víða séu „svartir blettir“ í STK-kerfinu og skip og bátar séu því sífellt að detta inn og út úr kerfinu. Þá segir Hjalti ljóst að dreifikerfi STK-kerfisins þoli ekki samanburð við Inmarsat-C. „Það er eiginlega ekki fyrr en farið er upp undir fjörur við há fjöll þannig að fjöllin beri í milli skipsins og gervihnattarins, sem er yfir miðbaug, að Inmarsat-C kerfið dettur út,“ segir Hjalti. Svartir blettir ekki margir Eiríkur Þorbjörnsson rafmagns- tæknifræðingur, sem hefur unnið að uppsetningu og viðhaldi á STK-kerf- inu fyrir Tilkynningarskylduna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að svartir blettir í kerfinu væru ekki margir og unnið væri að því að fækka þeim enn frekar. Helst dyttu skip og bátar út úr kerfinu fyrir Hornbjargi. Þá væri langdrægni kerfisins ekki næg undan Höfn í Hornafirði. Að öðru leyti virkaði STK-kerfið mjög vel innan 40–50 sjómílna. Gæslan fékk ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu Unu í Garði Björgun hefði getað gengið hraðar fyrir sig Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÖrn stefnir á verðlaunapall á HM í Japan / C1 KR tapaði í Albaníu og missti af Galatasaray / C2 4 SÍÐUR Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 12 SÍÐUR Sérblöð í dag ÁSGEIR Sverrisson hefur tekið við fréttastjórn erlendra frétta á Morg- unblaðinu í stað Steingríms Sigur- geirssonar sem horfið hefur til framhaldsnáms við Harvard-há- skóla í Cambridge í Bandaríkjunum. Ásgeir Sverris- son er fæddur 7. janúar 1960. Hann varð stúd- ent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1979 og lagði síðan stund á heimspeki við Háskóla Íslands. Eftir nám vann Ásgeir sem þýðandi, kennari og tón- listarmaður. Frá árinu 1986 starfaði hann á ritstjórn Morgunblaðsins sem blaðamaður, löngum sem umsjónar- maður erlendra frétta uns hann varð fréttastjóri erlendra frétta árið 1994. Ásgeir gegndi því starfi til ársbyrj- unar 1997 að hann fór til náms og starfa á Spáni um eins árs skeið. Eftir heimkomuna hóf hann aftur störf á ritstjórn Morgunblaðsins og hefur m.a. ritað reglulega Viðhorfsdálka. Ásgeir Sverr- isson frétta- stjóri er- lendra frétta Ásgeir Sverrisson ÞEIR virkuðu svangir skarfarnir í Oddbjarnarskeri á Breiðafirði og létu vel í sér heyra og hafa eflaust beðið í ofvæni eftir því að mamma þeirra verndaði þá frá forvitnum gestum og kæmi jafnframt með eitthvert æti handa þeim. Beðið eftir mat í gogginn Ljósmynd/Friðþjófur Helgason MENNIRNIR sem komust af þeg- ar Una í Garði sökk út af Skaga- firði aðfaranótt þriðjudags heita: Hjalti Ástþór Sigurðarson, skip- stjóri, Leó Þorsteinsson, vélstjóri, Ásgrímur Pálsson, stýrimaður, og sonur hans, Gunnlaugur Ásgríms- son. Lögreglan í Keflavík tók skýrslu af skipverjunum í gær. Mennirnir tveir sem fórust með skipinu hétu Árni Pétur Ólafsson, matsveinn, og Ástmar Ólafsson, vélarvörður. Komust af þegar Una í Garði sökk MAÐUR um tvítugt var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á sunnudags- kvöld, en hann var með 80 grömm af hassi í öðrum skónum. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði manninn við tollskoðun í Leifsstöð. Málið telst upplýst. Með hass í skónum ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Keflavík þurfti í gær að aðstoða þrjá Þjóðverja sem voru blautir og kaldir við Djúpa- vatn. Að sögn lögreglunnar kom til- kynning frá vegfaranda, sem staddur var við Djúpavatn, rúm- lega hálf fimm. Þjóðverjarnir höfðu komið til hans og verið frek- ar illa á sig komnir vegna kulda og bleytu. Lögreglan fylgdi ferðamönnun- um, sem hafa eitthvað vanmetið ís- lenska veðráttu að hennar sögn, á gistiheimili í Hafnarfirði. Aðstoða þurfti ferðamenn ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.