Morgunblaðið - 19.07.2001, Side 4

Morgunblaðið - 19.07.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÉTTIDÚKURINN sem Árni Johnsen alþingismaður keypti fyrir hönd byggingarnefndar Þjóðleik- hússins er í geymslu á vegum Þjóð- leikhússkjallarans uppi í Gufunesi, en eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur umræddur dúkur verið í geymslu á vegum Þjóðleikhússins og var það haft bæði eftir Árna Johnsen og Rafni Gestssyni húsverði leikhússins. Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri fullyrti hins vegar í fréttum Bylgjunnar og Ríkisútvarpsins í gærmorgun og í hádeginu að þetta væri ekki rétt og byggði það á samtölum sínum við húsvörðinn. Dúkinn keypti Árni í byrjun mán- aðarins og átti að nota hann í við- gerð á austurhlið leikhússins, en lekið hefur af bílaplani inn á smíða- verkstæði leikhússins. Eftir að dúkurinn var keyptur var ákveðið að fresta framkvæmdum og liggur ekki fyrir hvenær þær hefjast. Árni sótti dúkinn sjálfur og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins fór hann með hann upp í Þjóðleik- hús. Þar lá hann í nokkra daga. Þegar forráðamenn veitingarekstr- ar Þjóðleikhússkjallarans voru að rýma dót úr kjallaranum fór dúk- urinn með og er nú í geymslu sem Þjóðleikhússkjallarinn er með við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Vísað á bug af þjóðleikhússtjóra Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði m.a.: „Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri vísar því á bug að þéttidúkur sem Árni Johnsen al- þingismaður skrifaði hjá Þjóðleik- húsinu í versluninni Garðheimum sé í vörslu hússins eins og segir í frétt Morgunblaðsins í dag. Stefán segir að frétt Morgun- blaðsins í dag um málið sé því ekki á rökum reist. Blaðið hafði eftir Rafni Gestssyni, húsverði Þjóðleik- hússins, að þéttidúkurinn væri í geymslu á vegum leikhússins. Stef- án segir að eina vitneskja húsvarð- arins um þetta mál séu orð Árna Johnsen um að þar sé dúkinn að finna. Hann hafi rætt þetta mál við húsvörðinn og fengið staðfest að dúkurinn sé ekki í húsinu eða neinni geymslu á þess vegum. Rafn húsvörður Gestsson vildi ekki ræða við fréttastofu um þetta mál nú rétt fyrir fréttir. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri segist hins vegar hafa rætt ítrekað við Rafn í morgun og fengið það stað- fest að dúkurinn væri ekki í geymslu á vegum Þjóðleikhússins. Morgunblaðið segir hins vegar að rétt hafi verið haft eftir í frétt blaðsins í dag.“ Hélt því fram að fréttin væri röng Í hádegisfréttum Ríkisútvarps- ins hélt Þjóðleikhússtjóri því einn- ig fram að frétt Morgunblaðsins hefði verið röng. Í henni sagði: „Tjarnardúkur sem Árni Johnsen keypti í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins er ekki geymdur í Þjóðleikhúsinu eða í geymslu á þess vegum. Árni segir svo í Morgunblaðinu í morg- un, Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri segir að það sé rangt. Árni keypti 200 fermetra af tjarnardúk í Garðheimum í byrjun júlí fyrir 173 þúsund krónur. Bylgjan greindi frá þessu í gær. Gísli Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Garðheima, segir að búið sé að senda reikning fyrir dúknum til Framkvæmdasýslunnar en ekki sé búið að greiða hann. Hann segir dúkinn meðal annars notaðan til að koma í veg fyrir leka á húsum og til að búa til tjarnir í görðum. Í Morgunblaðinu í morgun segir Árni Johnsen að dúkurinn sé í Þjóðleikhúsinu eða í geymslu í húsi úti í bæ og segist telja að hús- vörður leikhússins geti bent á hvar hann sé. Haft er eftir húsverðinum að dúkurinn sé í geymslu á vegum leikhússins. Stefán Baldursson, þjóðleikhússtjóri sagði við frétta- stofu í morgun að dúkurinn væri ekki í vörslu leikhússins og að hús- vörðurinn hafi aðeins haft orð Árna Johnsens fyrir því að dúkurinn væri í geymslu á vegum leikhúss- ins. Árni Johnsen viðurkenndi í fyrrdag að hafa sagt ósatt um það hvar óðalsteinar sem hann keypti fyrir leikhúsið væru geymdir en hann hafði sagt að þeir væru geymdir á brettum úti í bæ en þá var búið að gera úr þeim stétt við heimili hans. Árni hefur nú sam- kvæmt þessu í annað sinn á örfáum dögum gefið rangar upplýsingar um það hvar byggingarefni er nið- urkomið sem hann hefur keypt í nafni leikhússins.“ „Þetta dúksmál er greinilega mjög flókið“ Stefán Baldursson, Þjóðleikhús- stjóri, óskaði eftir því við Morg- unblaðið síðdegis í gær að koma eftirfarandi á framfæri: „Þetta dúksmál er greinilega mjög flókið og þetta mál verður skoðað ofan í kjölinn í úttekt þeirri sem nú fer fram á vegum Ríkisendurskoðunar. Að öðru leyti mun ég ekki ræða frekar um innkaup Árna Johnsen í fjölmiðlum meðan úttektin stendur yfir.“ Þéttidúkur sem Árni Johnsen keypti fyrir hönd byggingarnefndar Þjóðleikhússins Er í geymslu Þjóðleik- hússkjallarans í Gufunesi Morgunblaðið/Ásdís Þéttidúkurinn í geymslu Þjóðleikhússkjallarans í Gufunesi í gær. LJÓSLEIÐARINN fór í sundur við Ásabraut á Akranesi um klukk- an hálf fjögur í gærdag þar sem verktaki var við vinnu. Var vinnu við að koma ljósleiðaranum í lag lokið um klukkan sjö um kvöldið. Í tilkynningu frá Símanum segir, að af þeim sökum hafi orðið trufl- anir á farsímakerfum og gagna- flutningum á Vesturlandi og einnig á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra um tíma. Auk þess voru truflanir á sjónvarps- og útvarps- sendingum á sama svæði. Þá var erfitt með símasamband við Akra- nes og Borgarnes. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi gerði þetta það að verkum að þeir náðu ekki sambandi við lög- reglubílinn sem var úti. Ákveðin vandamál hafi skapast en þó ekkert stórvægileg. Morgunblaðið/Billi Unnið að viðgerð ljósleiðarans sem fór í sundur á Akranesi í gær. Ljósleiðarinn í sund- ur á Akranesi í gær ÖKUMAÐUR rútunnar, sem fór út af brúnni yfir Hólsselskíl á Hóls- fjöllum hinn 16. júlí í fyrra, var í gær sýknaður af ákæru um mann- dráp af gáleysi og brot á umferð- arlögum. Ríkissaksóknari sakaði manninn um að hafa ekið of hratt og án nægilegrar aðgæslu inn á brúna með þeim afleiðingum að rút- an fór út af brúnni og valt ofan í ána. Einn farþegi í rútunni lést og 11 slösuðust. Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að slysið hefði að langmestu leyti orðið vegna að- stæðna sem ökumaðurinn gat ekki gert sér grein fyrir fyrirfram. Því væri ósannað að hann hefði ekið gá- leysislega inn á brúna. Dómurinn féllst á það með ökumanninum að brúin sýndist breiðari en hún er í raun en stöplar brúarinnar og handrið hallast út að ofan. Í dómnum segir að brúin sé óvenjulega mjó af einbreiðri brú að vera. Á Norðurlandi eystra eru 158 brýr. Níu þeirra eru 2,6 metrar á breidd eins og brúin yfir Hólsselskíl og eru sumar þeirra eru á afvegum. Þá segir dómurinn að telja verði líklegt, af skráningarblöðum ökurit- ans, að hraði rútunnar, þegar hún kom inn á brúna hafi verið á bilinu 43–54 km/klst. Það sé þó ekki öruggt. Auðvelt sé fyrir mann sem þekkir brúna að átta sig á því að slíkur hraði sé of mikill, en það liggi ekki í augum uppi fyrir mann sem er að fara veginn í fyrsta sinn líkt og ökumaðurinn var að gera í um- rætt sinn. Ekki var talið útilokað að sjón- skerðing ökumannsins á vinstra auga hefði átt nokkurn þátt í slys- inu. Í niðurstöðu dómsins segir að ekki hafi verið skilyrði til þess að veita honum réttindi til hópbílaakst- urs árið 2000 en þau réttindi voru afturkölluð í fyrra. Ökumanninum er hins vegar ekki gefið þetta að sök enda hafi hann að öllu leyti lög- lega og heiðarlega staðið að um- sókn um ökuréttindin. Hann hafði búið við þessa sjónskerðingu frá unga aldri en hafði ekki gert sér grein fyrir því. Í greinargerð augn- læknir er slíkt sagt algengt. Málsvarnarlaun verjanda manns- ins, Tryggva Bjarnasonar hdl., munu greiðast úr ríkissjóði. Finnur T. Hjörleifsson héraðs- dómari kvað upp dóminn en með- dómendur hans voru Gísli V. Hall- dórsson bifvélavirkjameistari og Steinn Hermann Sigurðsson, leigu- bílsstjóri og bifreiðasmiður. Brúin yfir Hólsselskíl blekkti augað Ökumaður rút- unnar sýknaður BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra segir það skýrt að Fram- kvæmdasýsla ríkisins greiði reikn- inga vegna byggingaframkvæmda við Þjóðleikhúsið. Hún geri það án þess að leita blessunar mennta- málaráðuneytisins. Þegar álitamál rísa sé ekki óeðlilegt, að menn leiti álits annarra, áður en þeir taka ákvörðun. „Ég er sífellt að gera það í mínu starfi, en ber að sjálfsögðu ábyrgð á þeim ákvörðunum, sem ég tek en ekki sá, sem gefur mér álit sitt,“ sagði menntamálaráðherra er Morgunblaðið leitaði viðbragða hans vegna fréttar í DV í gær þar sem Óskar Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, vísar á embættismann í menntamálaráðuneytinu, sem hafi lagt blessun sína yfir reikninga sem Árni Johnsen undirritaði í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhúss. Í DV sagðist Óskar hafa upplýst Ör- lyg Geirsson, skrifstofustjóra menntamálaráðuneytisins, um reikningana og gert athugasemdir vegna þeirra. Menntamálaráðherra segir Framkvæmdasýslu ríkisins ekki vera að skjóta sér undan ábyrgð á ákvörðunum sínum um greiðslu reikninga vegna byggingafram- kvæmda við Þjóðleikhúsið með því að bera álitamál undir embættis- menn ráðuneytisins og embættis- mennirnir ekki heldur að taka ákvörðun fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins með því að lýsa áliti sínu. Menntamálaráð- herra um Fram- kvæmdasýslu ríkisins Ber ábyrgð á ákvörð- unum þótt leitað sé álits ráðuneytis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.