Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ G ERT er ráð fyrir að íbú- um á höfuðborgarsvæð- inu fjölgi um 60 þúsund til ársins 2024, í tillög- um að svæðisskipulagi sem samvinnunefnd sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu hefur unnið og sem kynntar voru í gær. Það þýðir að byggja þurfi 32 þúsund nýjar íbúðir á svæðinu og að störfum fjölgi um 35 þúsund. Gert er ráð fyrir að byggja þurfi um 1,5 milljón fer- metra af verslunar- og skrifstofuhús- næði á tímabilinu. Aðalskipulag í sveitarfélögunum átta verður byggt á tillögum nefndarinnar og er gert ráð fyrir að svæðisskipulagið taki gildi fyrir næstu áramót. Í tillögunum, sem taka til Reykja- víkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Sel- tjarnarness, Bessastaðahrepps og Kjósarhrepps, er gert ráð fyrir að þétta megi núverandi byggð með um sjö þúsund íbúðum. Reiknað er með að alls þurfi tæplega 1.600 hektara landsvæði fyrir nýja byggð á tíma- bilinu. Blönduð byggð í Vatnsmýri Samkvæmt aðalskipulagi Reykja- víkur er gert ráð fyrir að Reykjavík- urflugvöllur verði um kyrrt í Vatns- mýrinni til ársins 2016. Samvinnunefndin lét gera, í sam- vinnu við innlenda og erlenda ráð- gjafa, umfangsmikla athugun á framtíðarstaðsetningu innanlands- flugvallar og kom fram tillaga um flugvöll í Hvassahrauni. Flugmála- stjórn telur það ekki heppilegan stað vegna veðurfars. Í skipulagstillögun- um segir að borgarstjórn Reykjavík- ur hafi ákveðið að vinna samkvæmt niðurstöðu flugvallarkosningarinnar í mars síðastliðnum. „Eftir árið 2016 er æskilegt út frá sjónarmiðum byggingarlistar að byggð þróist á landsvæði flugvallarins í Vatnsmýr- inni, sem er m.a. í samræmi við óskir atvinnulífsins um þróun borgarinnar sem miðstöðvar viðskipta-, athafna- og menningarlífs sem sé alþjóðlega samkeppnishæft,“ segir í tillögun- um. Þar er gert ráð fyrir að um helm- ingur flugvallarsvæðisins verði byggður upp til ársins 2024. Reiknað er með blandaðri byggð á svæðinu og að fjöldi íbúða og starfsmanna verði álíka mikill. Til ársins 2024 er rúm fyrir 2.500 íbúðir í Vatnsmýrinni og væri möguleiki á að bæta 3.500 íbúð- um við, verði samþykkt að flugvöll- urinn fari. Nýtingarhlutfall lóða verður hærra í Vatnsmýrinni en víð- ast hvar annars staðar á höfuðborg- arsvæðinu, samkvæmt tillögunum. Landfyllingingar eru fyrirhugað- ar við Eiðsgranda og í Gufunesi fyrir blandaða byggð íbúða og atvinnu- starfsemi, og fyrir íbúðarbyggð við Kársnes og Arnarnes. Árið 2024 er gert ráð fyrir sam- felldu þéttbýli milli Mosfellsbæjar í norðri og Hafnarfjarðar í suðri. Megináhersla er á að byggðin teygi sig ekki í austurátt, hið græna bak- land borgarinnar, sem oft hefur ver- ið nefnt „græni trefillinn“, verði varðveitt og endurbætt. Fjöldi íbúa yfir sextugu tvöfald- ast og færri íbúar í hverri íbúð Miðað er við að fólksfjölgun á höf- uðborgarsvæðinu verði svipuð og verið hefur síðustu ár. Búist er við að íbúafjöldinn verði kominn upp í 228 þúsund árið 2024, sem er 60 þúsund fleiri íbúar en í dag. Þetta svarar til um 36% fólksfjölgunar á tímabilinu, sem er fjölgun um tæplega 2.300 íbúa árlega að meðaltali. Á blaða- mannafundi í gær þar sem tillögurn- ar voru kynntar kom fram að búist er við að helmingur þessarar fjölgunar verði náttúruleg fjölgun og að hinn helmingurinn verði brottfluttir frá landsbyggðinni. Aldurssamsetning íbúa mun breytast mikið á skipulagstímanum þar sem eldra fólki mun fjölga mun meira en yngra fólki. Búist er við að íbúum á aldrinum 5–24 ára fjölgi um 16% til 2024, en fólki yfir sextugt um 105%. Í kjölfar þessara breytinga er gert ráð fyrir að íbúum í hverri íbúð muni fækka, bæði þar sem fólk eign- ist færri börn og öldruðum fjölgi. Talið er að meðalfjöldi íbúa í hverri íbúð lækki úr 2,67 árið 1998 í 2,4 árið 2024. Ráðgert er að fólki fjölgi mest í Reykjavík, í Hamrahlíðarlöndum, Úlfarsdal, Norðlingaholti, Gufunesi, Geldinganesi og í Vatnsmýrinni. Í prósentum talið verður fjölgunin mest í Garðabæ, 157% og Mos- fellsbæ, 151%. Á blaðamannafundinum í gær kom fram að áhersla hafi verið lögð á sjálfbæra þróun í vinnslu svæðis- skipulagsins, þannig að núverandi byggð verði þétt eins mikið og sveit- arfélögin geta samþykkt. Haft var orð á því að byggðin verði eins og eins konar eyjar í landslaginu, þétt- ing byggðar verði undir íslenskum formerkjum þannig að talsvert verði um opin svæði milli íbúðasvæða. Lagt er til að byggðin verði látin þróast á þeim stöðum þar sem veð- urfar hefur hvað minnst áhrif á bú- setu. Því er gert ráð fyrir að byggð verði ekki valinn staður í meira en 100 metra hæð yfir sjávarmáli. Lagt er til að sérhæfðu skrifstofu- og þjónustuhúsnæði verði valinn staður í miðbæ Reykjavíkur, vestan Kringlumýrar, og í kjarnanum í Smáranum í Kópavogi. Annarri þjónustustarfsemi verði komið fyrir í hverfiskjörnum. Reiknað er með að 40% starfa í hátækniiðnaði dreifist á þrjá staði, Keldnaland, Vatnsmýrina og Urriðaholt í Garðabæ. Einkum er gert ráð fyrir iðnaðar- svæði á þremur stöðum, á Hólms- heiði við Suðurlandsveg, Geldinga- nesi og sunnan við Hafnarfjörð. Heildarkostnaður vegna nauðsyn- legra framkvæmda á skipulagstíma- bilinu er metinn á 183 milljarða króna á verðlagi fyrir þetta ár. Árleg fjárfesting er tæplega átta milljarð- ar, eða ríflega 1% af vergri þjóðar- framleiðslu, þar af nema vegafram- kvæmdir þyngst. Bílaumferð í göng Búist er við að bílaumferð aukist um 40% á skipulagstímanum. Þessi aukning kallar á umtalsverðar fjár- festingar í umferðarmannvirkjum. Talið er nauðsynlegt að 60–70 millj- arðar verði lagðir í gatnafram- kvæmdir og segir Stefán Her- mannsson, borgarverkfræðingur og formaður samvinnunefndarinnar, að leggjast þurfi í tvo þriðju hluta fram- kvæmdanna strax á fyrri hluta skipulagstímabilsins. Meðal þess sem gert er ráð fyrir er að göng verði lögð undir Öskjuhlíð og austurhluta Kópavogs, þannig að tengja megi Hringbraut og Kringlu- mýrarbraut annars vegar og Kringlumýrarbraut og Reykjanes- braut hins vegar. Þá er reiknað með að ráðist verði í fyrri hluta Sunda- brautar, sem mun liggja milli Sæ- brautar og Geldinganess. Í skýrsl- unni eru einnig sýnd göng undir Skólavörðuholtið, frá Hringbraut að Sæbraut. Þar segir þó að enn hafi ekki verið miðað við göngin í umferð- arspám og framkvæmdaáætlunum. Einnig segir að þegar til lengri tíma sé litið komi vegtenging þvert yfir Skerjafjörð til greina, í tengslum við byggð á flugvallarsvæðinu. Í skipulaginu eru Kringlumýrar- braut, Hafnarfjarðarvegur, Reykja- nesbraut og Sundabraut, ásamt hluta Sæbrautar Vesturlands- og Suðurlandsvegar flokkaðar sem stofnbrautir þar sem annaðhvort verða mislæg gatnamót, eða göng, sem ætti að koma í veg fyrir að mikl- ar tafir verði á umferð. Þá er gert ráð fyrir lagningu Ofanbyggðarvegar síðar á skipulagstímabilinu. Strætó hafi forgang Mikil áhersla er lögð á að almenn- ingssamgöngur verði styrktar þar sem þétting byggðar, aukin þrengsli í umferðinni, skortur á bílastæðum og fjölgun íbúa muni auka eftirspurn eftir slíkri þjónustu. Lagt er til að þar sem því verði komið við verði sérstök akrein fyrir almennings- vagna og að umferðarljós verði stillt þannig að vagnarnir hafi forgang fram yfir fólksbíla. Einnig er lagt til að byggt verði upp svæðisbundið göngu- og hjólastígahverfi, sem tengi sveitarfélögin átta. Svæðisskipulagstillagan verður nú kynnt almenningi næstu vikurn- ar. Að kynningu lokinni verður til- lagan endurskoðuð áður en hún fer í lögformlega kynningu. Stefnt að því að sveitarfélögin sem um ræðir verði búin að afgreiða tillögurnar fyrir næstu áramót. Hvert sveitarfélag á tvo fulltrúa í samvinnunefndinni. Þeir nefndar- menn sem Morgunblaðið ræddi við á fundinum í gær voru sammála um að ágætis samstarf hefði ríkt í nefndinni og töldu þeir ólíklegt að ekki yrði far- ið eftir tillögunum í megindráttum við samþykkt aðalskipulags. Enda hefði verið litið til hugmynda og skoðana meirihlutans í hverju sveit- arfélagi fyrir sig og rituðu allir full- trúarnir nöfn sín undir tillögurnar. Tillögur að svæðisskipulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2024 kynntar Morgunblaðið/Jim Smart Þetta er í fyrsta sinn sem öll átta sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa saman að heildarskipulagi svæð- isins. Lengst til hægri eru Stefán Hermannsson, borgarverkfræðingur og formaður samvinnunefndarinnar, og Árni Þór Sigurðsson, annar tveggja varaformanna nefndarinnar og formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur, á blaðamannafundinum í gær. Áhersla lögð á þéttingu byggðar Íbúum á höfuðborg- arsvæðinu mun fjölga um tæp 40% og þarf að byggja 32 þúsund nýjar íbúðir þar til ársins 2024, samkvæmt til- lögum að svæðisskipu- lagi fyrir höfuðborg- arsvæðið, sem Nína Björk Jónsdóttir kynnti sér. Byggt verður á helmingi flugvallar- svæðisins í Vatnsmýri á tímabilinu.                                                ! "      !       #    $                            !    " #$   %   &'     "   %    "   &       '  "   (          )       $ () )* ninabjork@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.