Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 11
B
JÖRN Bjarnason
menntamálaráðherra
óskaði eftir greinar-
gerðinni með bréfi til
byggingarnefndar
Þjóðleikhússins 31. júlí 1997. Í bréf-
inu kemur fram að í ráðuneytinu sé
nú verið að meta fjárþörf fram-
kvæmda sem kostaðar eru af End-
urbótasjóði menningarbygginga.
„Ráðuneytið telur af því tilefni
nauðsynlegt að óska eftir nýrri
áætlun frá byggingarnefnd Þjóð-
leikhússins um væntanlegar fram-
kvæmdir þar á næstu árum og
kostnað við þær. Óskar ráðuneytið
eftir því að Framkvæmdasýsla rík-
isins komi að þessari áætlanagerð
þannig að gætt sé krafna um opin-
berar framkvæmdir. Með hliðsjón af
slíkri framkvæmdaáætlun og kostn-
aðarmati á grundvelli hennar mun
ráðuneytið beita sér fyrir fjárveit-
ingum til endurbóta á Þjóðleikhús-
inu,“ sagði ennfremur í erindisbréfi
ráðherra til formanns byggingar-
nefndarinnar, Árna Johnsen alþing-
ismanns. Aðrir í nefndinni voru þeir
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri
og Steindór Guðmundsson, þv. for-
stöðumaður Framkvæmdasýslu rík-
isins. Skipað var að nýju í nefndina
með formlegu erindisbréfi mennta-
málaráðherra hinn 13. febrúar 1996
og var hlutverk nefndarinnar þá
þannig skilgreint: „meðal annars að
skipuleggja framhald þess upp-
byggingarstarfs sem staðið hefur
yfir um skeið, gera áætlanir um
kostnað og tillögur um leiðir og
verklag.“
Tækniþróun kollvarpað
stjórnbúnaði leikhúsa
Það var Verkfræðistofa Gunnars
Torfasonar ehf. sem vann greinar-
gerðina fyrir byggingarnefnd Þjóð-
leikhússins. Fylgiskjöl með henni
voru fjögur; kostnaðaráætlun, til-
laga að dreifingu útgjalda á sex ára
tímabili, kostnaðaráætlun miðuð við
verðlag í mars 1999, ljósmyndir alls
sex blöð af rakaskemmdum og
skemmdum utanhúss og loks grunn-
myndir af helstu framkvæmda-
áföngum.
Í greinargerðinni er byggingar-
saga Þjóðleikhússins rifjuð upp og
bent á á að árið 2000 fagni húsið 70
ára afmæli og leikhúsið hálfrar ald-
ar starfsafmæli. Á þeim árum hafi
hönnun leikhúsa þróast verulega og
öll tækni gjörbreyst. Nægi þar að
nefna áhrif tölvuvæðingar sem koll-
varpað hafi öllum stjórnbúnaði leik-
húsa. Í upprifjuninni kemur fram að
allan þennan tíma, eða þar til 1.
áfangi endurreisnar hússins fór
fram á árunum 1990 til 1991, hafi
eðlilegt viðhald og endurnýjun verið
látin sitja á hakanum.
Eftir umfangsmiklar breytingar
og viðgerðir á húsinu að utan og inn-
an var Þjóðleikhúsið opnað að nýju
með hátíðarsýningu 21. mars 1991. Í
greinargerð byggingarnefndar
kemur hins vegar fram að enn sé
fjölmörgu ólökið. Þannig sé enn eft-
ir að ljúka frágangi á gestasvæðum
á 1. hæð, t.d. niðurfellingu lofta á
göngum, uppsetningu lyftu fyrir
hreyfihamlaða og byggingu tækni-
rýmis fyrir framtíðarbúnað loft-
ræstikerfa hússins svo aðeins fátt
eitt sé nefnt.
Þá segir að til viðbótar þessum
endurbótum hafi á síðustu árum
tekist að þoka áfram nokkrum úr-
bótum í turnbyggingu leikhússins,
þrátt fyrir lítið fjárráð byggingar-
nefndar. Sé þar um að ræða fimm
afmarkaða verkþætti, aðstöðu
starfsfólks, stækkun saumastofu,
andlitslyfting ganga og stigahúss,
endurbætur lagna og endurnýjun
lyftu.
Aukinheldur kemur fram að frá-
rennslislagnir hússins hafi verið
endurnýjaðar og styrktar sumarið
1996, þar sem liggja frá húsinu í
sundinu milli nýja Hæstaréttar-
hússins og Þjóðleikhússins og allar
götur norður fyrir gamla og undir
fyrra hús Hæstaréttar. Þessi fram-
kvæmd hafi verið ófyrirséð, en kom-
ið til byggingar húss Hæstaréttar. Í
framhaldinu hafi sundið frá Hverf-
isgötu að Lindargötu verið hellu-
lagt, að hluta til í samvinnu við
Hæstaréttarhúsið.
Áætlun um framkvæmdir
á sex ára tímabili
Í framkvæmdaáætlun greinar-
gerðarinnar er gert ráð fyrir að
framkvæmdir taki til sex ára tíma-
bils og að þær verði unnar í sam-
fellu. Þeim er lýst með eftirfarandi
hætti:
„Fyrsta árið taki eingöngu til
undirbúningsvinnu eins og áætlana-
gerðar og þarfagreiningar, frumat-
hugana og tilrauna vegna utanhúss-
viðgerða, auk þess sem unnið verði
að brunavarnarþáttum samkvæmt
áður gerðri áætlun. Samningar
verði gerðir við ráðgjafa og hönnun
hafin.
Næstu fjögur ár verði hin raun-
verulegu framkvæmdaár og er
reiknað með að þörf sé á árlegri
fjárveitingu að upphæð 304 milljónir
kr. að meðaltali.
Á öðru ári er áformað að ljúka við
utanhússviðgerðir og byggja tækja-
klefa í jörðu, án búnaðar en með til-
heyrandi lóðargerð.
Á þriðja ári er áformað að kaupa,
setja upp og tengja tækjabúnað í
tækjaklefa og kemst þar með öryggi
á rekstur loftræsti- og hitakerfa
hússins. Þá verði keypt lyfta sem
tryggi aðkomu hreyfihamlaðra og
hún sett upp með tilheyrandi múr-
broti og byggingu nýrra snyrtiher-
bergja karla í Leikhússkjallara, en
núverandi snyrtiherbergi eyðileggj-
ast með tilkomu lyftunnar. Fullnað-
arfrágangur fari fram á gestasvæð-
um 1. hæðar.
Á fjórða og fimmta ári er áformað
að vinna að og ljúka endurbótum og
breytingum í Leikhúskjallara og
turnbyggingu. Sundurliðun og
skipting þeirra framkvæmda í
áfanga hefur ekki verið gerð, en
reiknað er með að fyrra árið verði
fjárfrekara vegna tækjakaupa. Tek-
ið skal fram að engin hönnun liggur
fyrir á endurnýjum hljóðkerfis,
þannig að áætlaður kostnaður vegna
þess er óviss þegar þetta er ritað.
Sjötta og síðasta árið verði lokið
við endurnýjun brunavarnakerfis í
turnálmu og er það í samræmi við
þegar gerðar áætlanir.“
„Ekki tókst vel til um stjórnun
samkvæmt skipuritinu“
Í greinargerð er vikið að ráðgjöf-
um Þjóðleikhússins og rifjað upp
skipurit það sem gilti við byggingu
hússins og þá sem komu að vinnu
arkitektsins, Guðjóns Samúelssonar
húsameistara ríkisins.
Þá er greint frá þeim sem komu
að endurbótum á árunum 1988 til
1991 og rifjuð upp saga byggingar-
nefndarinnar og sýnt skipurit í sam-
ræmi við lög um skipan opinberra
framkvæmda.
Síðan segir: „Hins vegar tókst
ekki vel til um stjórnun samkvæmt
skipuritinu og kom þar margt til.
Aðstæður í húsinu voru að hluta til
illa kannaðar, áður en hönnun hófst.
Þetta varð til þess að hönnun var í
raun skammt á veg komin þegar
verkið var boðið út og varð það til
þess að það samningsform sem fyrir
valinu varð, reyndist ónothæft. Æf-
ingaþörf Þjóðleikhússins á lokatíma
framkvæmda hafði verið vanmetin.
Áfangaskipti, þ.e. mörk 1. áfanga,
voru illa skilgreind og loks má geta
þess að byggingarnefnd var í stöð-
ugri varnarstöðu vegna fjármála og
rangra kostnaðaráætlana.“
Í niðurlagi greinargerðarinnar er
bent á að sumarfrí leikhússins sé að
jafnaði aðeins tveir mánuðir. Þar
sem ekki fari saman hávaðasamar
byggingarframkvæmdir og leik-
starfsemi sé sýnt að framkvæmda-
tími hvers árs verði mjög skammur.
Það kalli aftur á mjög góða skipu-
lagningu og vandaðan undirbúning
framkvæmda hverju sinni til þess að
framkvæmdatími gjörnýtist og
truflun á starfsemi hússins verði
sem minnst. Bent er á að nauðsyn-
legt geti reynst að lengja sumarfrí
leikhússins eitthvað vegna fram-
kvæmdanna, eða loka húsinu tíma-
bundið eins og gert var 1990.
„Brýn þörf á utanhússviðgerðum
hefur áður verið kynnt fyrir fjár-
laganefnd Alþingis sem og nauðsyn-
legar endurbætur innanhúss í suð-
urálmu. Formleg afstaða bygging-
arnefndar til nauðsynlegra endur-
bóta og viðhalds í norðurálmu, bæði
hvað varðar tæknibúnað og ýmsar
almennar innréttingar, sem rekja
má til hrörnunar og tæknilegrar
úreldingar, hefur hins vegar ekki
verið lögð fram,“ sagði í lokaorðum
greinargerðarinnar og einnig að
nauðsynlegt sé fyrir byggingar-
nefnd að fá vitneskju um hvernig
fjárveitingu til endurnýjunar verði
háttað, til þess að hægt sé að koma í
gang undirbúningsvinnu.
Ekki framkvæmda- eða
verkáætlun, segir ráðherra
Engin ákvörðun hefur enn verið
tekin af stjórnvöldum um endur-
bætur á Þjóðleikhúsinu, enda þótt
ríflega tvö ár séu frá því að grein-
argerð byggingarnefndar Þjóðleik-
hússins barst menntamálaráðherra
í hendur. Áætlanir nefndarinnar um
kostnað við endurbætur upp á 1.200
milljónir kr. hafa heldur ekki verið
kynntar með formlegum hætti í rík-
isstjórn eða í fjölmiðlum.
Þegar Morgunblaðið leitaði til
Björns Bjarnasonar menntamála-
ráðherra vegna þessa máls, benti
hann á að tilgangur greinargerðar-
innar hefði verið sá að fá fram á ein-
um stað yfirlit yfir það sem óunnið
er talið við Þjóðleikhúsið og því
megi segja að hún sé eins konar
óskalisti sem ætlaður er til skoðunar
í ráðuneytinu og Endurbótasjóði
menningarbygginga, en eins og mál-
um sé háttað sé gengið að því sem
vísu að hann verði látinn standa
undir kostnaði við þessar fram-
kvæmdir.
„Ég taldi nauðsynlegt að gerð
yrði slík heildaráætlun til að þeir að-
ilar, sem kæmu að því að ákveða
framhaldið hefðu hana undir hönd-
um. Þetta er að sjálfsögðu ekki
verk- eða framkvæmdaáætlun enda
hefur ekki verið ákveðið að ráðast í
þessar miklu framkvæmdir, þar sem
fjárveitingar skortir,“ segir Björn.
Menntamálaráðherra bendir á að
meginráðstöfunarfé Endurbóta-
sjóðs menningarbygginga renni nú
til Þjóðminjasafnsins. Þessi áætlun
um Þjóðleikhúsið sé til undirbún-
ings því að skipa stórframkvæmd-
um þar í verkáfanga þegar menn
sjái fram á að fjármagn fáist. Hafi
verið fjallað um málið innan ráðu-
neytisins og á vettvangi Endurbóta-
sjóðs menningarbygginga en engar
ákvarðanir teknar eða eða nokkrum
veitt umboð til að vinna í samræmi
við þessa skýrslu.
Á hinn bóginn hafi áfram verið
unnið að því að sinna brýnustu við-
haldsverkefnum innan Þjóðleik-
hússins í samræmi við fjárheimildir
hverju sinni.
„Ráðuneytið hefur hvorki kynnt
það í ríkisstjórn né annars staðar,
hve mikið fé skortir til að koma
Þjóðleikhúsinu í viðunandi horf
samkvæmt þessari skýrslu, en oft
hefur því verið hreyft opinberlega
að til þess þurfi að minnsta kosti
einn milljarð króna. Ráðuneytið hef-
ur lagt áherslu á að framkvæmdum
við Þjóðminjasafnið sé lokið, áður en
ráðist er í skipulegar stórfram-
kvæmdir við Þjóðleikhúsið,“ segir
Björn og bætir því við að rétt sé að
geta þess að þriðja stofnunin, Þjóð-
skjalasafnið, telji sig einnig eiga rétt
á að fá verulegar fjárhæðir úr End-
urbótasjóði menningarbygginga á
næstu árum þar sem starfsaðstaða
þess sé óviðunandi. Þar hafi menn
einnig unnið að því að gera áætlanir
um fjárþörf og verkáfanga.
„Framlög úr Endurbótasjóði
menningarbygginga hafa verið
skert við afgreiðslu á fjárlögum
undanfarin ár til að hafa hemil á
þenslu í efnahagslífinu með sem
minnstum opinberum framkvæmd-
um,“ segir ráðherra ennfremur.
Hann kveðst ekki hafa séð ástæðu
til að óska eftir frekari áætlunum
frá byggingarnefnd Þjóðleikhússins
miðað við fjárveitingar.
Áætlun um endurbætur við Þjóðleikhúsið í greinargerð byggingarnefndar árið 1999
Viðhald og endur-
nýjun setið á hak-
anum í fjörutíu ár
Greinargerð byggingarnefndar Þjóðleikhússins, sem skilað var í
apríl 1999, dregur upp heldur dökka mynd af ástandi hússins og í
henni er gerð áætlun til sex ára um framkvæmdir upp á ríflega
1.200 milljónir kr. Björn Ingi Hrafnsson reifar efni skýrslunnar,
sem ekki hefur áður verið gerð opinber, og ræðir við Björn
Bjarnason menntamálaráðherra.
Morgunblaðið/Billi
+,-" .'
!"""
"
"
"
#"""
$"""
""""
""""
"
"
%$&$'
("""
&"""
&%&)
%$!
"
"
&)(""
!
"
"
"
#""""
'"""
&"""""
"
"
"
!&!!"
"
'''#"%
!""
"
"
"
"
"
""""
#
"!
"
"
#"
!
**
+ $%&$'(
#!"
#""
&!"
&""
'!"
'""
!"
""
!"
,%% ,"" ," ,"' ,"& ,"#
-. bingi@mbl.is