Morgunblaðið - 19.07.2001, Side 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 21
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
01
Þú eyðir 1/3 hluta
ævinnar í rúminu!
Með því einu að snerta takka getur þú
stillt rúmið í hvaða stellingu sem er.
Með öðrum takka færð þú nudd sem
þú getur stillt eftir eigin þörfum og látið
þreytuna eftir eril dagsins líða úr þér.
Með stillanlegu rúmunum frá Betra Bak
er allt gert til þess að hjálpa þér að ná
hámarks slökun og þannig dýpri og
betri svefni.
...gerðu kröfur um
heilsu & þægindi
20”
THOMSON á betra
verði í BT
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477
Opið: Mán. - fös kl. 10-18
ÞAÐ ER ALLT BRJÁLAÐ
GUÐRÚN Sigurðardóttir heldur
sína fyrstu sýningu á leirverkum í
Halldórskaffi í Brydebúð í Vík í Mýr-
dal. Guðrún er náttúrubarn í list-
sköpun og hefur farið ótroðnar slóðir
í listsköpun sinni. Fyrir nokkrum ár-
um kynntist hún leirnum og varð það
ást við fyrstu sýn. Í stað þess að fara
hefðbundnar leiðir í leirvinnslu hefur
hún þróað eigin tækni í meðhöndlun
á mold, sandi og vikri, sem hún
blandar með eigin aðferð í leirinn.
Þessi blanda sem hún notar gefur
leirnum nýtt og framandi yfirbragð.
Þá má sérstaklega geta söguskál-
anna en í þær mótar hún jafnvel heil-
an æviferil og hefur hver skál sína
sögu að segja, en skálarnar er hægt
að sérpanta. Flest verka Guðrúnar
eru til sölu en þó eru nokkur í einka-
eign. Sýningin stendur frá 15. júlí til
15. ágúst.
Leirbrot í
Vík í Mýrdal
Fagridalur
SIGRÚN Lilja Einarsdóttir hefur
opnað aðra myndlistarsýningu sína
í Halldórskaffi í Brydebúð í Vík í
Mýrdal. Sigrún, sem er nánast
hreinræktaður Mýrdælingur, fædd
og uppalin í Þórisholti, sækir efni-
við mynda sinna í þjóðsögur úr
Mýrdalnum en hún hefur rann-
sakað þær meðfram námi sínu í
bókmennta- og þjóðfræði í Háskóla
Íslands. Sigrún hefur reynt að fara
ótroðnar slóðir í myndsköpun sinni
en hún er að mestu leyti sjálf-
menntuð, einungis sótt námskeið í
málun. Myndirnar eru allar ol-
íumálverk unnar síðastliðið ár. Sýn-
ingin stendur til 15. ágúst og eru
allar myndirnar til sölu.
Huliðsöfl og
kynjaverur
Fagridalur
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sigrún Lilja ásamt dóttur sinni, Þorgerði Sól, við málverkið Kötlu.
HALDIÐ var upp á 10 ára afmæli
Hyrnunnar fyrir skemmstu. Kjör-
orð afmælisdagsins voru ,,Komdu
við og gerðu þér glaðan dag með
okkur“.
Gestum var boðið upp á pylsur
frá Goða, Svala eða Fanta að
drekka, auk íss frá Emmess. Einn-
ig bauð Hyrnan fólki frítt í sund-
laug Borgarness allan daginn og
veittur var afmælisafsláttur á elds-
neyti sem nam með safnkorti 4,80
kr./ltr.
Hyrnan var formlega opnuð kl.
12 á hádegi 21. júní 1991, með því
að starfsfólk gömlu sjoppunnar við
Borgarbrautina gekk fylktu liði yf-
ir götuna að Hyrnunni. Starfsfólkið
hóf störf á nýjum stað eftir að Vil-
hjálmur Jónsson, þáverandi for-
stjóri Essó klippti á rauðan borða
sem strengdur var á milli tveggja
bensíndæla. Fyrstu áfyllinguna
fékk velþekkt tveggja hæða rúta
frá Sæmundi sérleyfishafa.
Hefur staðið undir
væntingum
Í fyllingu tímans hefur komið á
daginn að Hyrnan hefur staðið
undir væntingum og vel það. Hyrn-
an samanstendur af þremur deild-
um, sjoppu og verslun, veitingum
og bensínafgreiðslu. Samkvæmt
Georg Hermannsyni rekstrar-
stjóra getur fjöldi afgreiðslna á
góðum degi farið upp í þrjú þúsund.
Yfir sumartímann fer heildarfjöldi
starfsmanna hátt í 70 manns og
nýtur fjöldi skólafólks góðs af því.
Hyrnan stendur þó á vissum tíma-
mótum vegna tilkomu Hyrnutorgs
verslunarmiðstöðvar á næstu lóð.
Enn sem komið er hefur ekki þó
dregið úr aðsókn að Hyrnunni og
er Georg bjartsýnn á framtíðina.
Hyrnan orðin 10 ára
Borgarnes
Nærir
og
mýkir
NÆRINGAROLÍA
♦ ♦ ♦
Til að auglýsa á þessari síðu hafðu
samband við okkur í
síma 569 1111 eða sendu okkur
tölvupóst á augl@mbl.is