Morgunblaðið - 19.07.2001, Page 23
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 23
ÍÞRÓTTAVÖRUR, snyrtivörur og
heimilistæki eru meðal vöruflokka hjá
netversluninni Magnkaup.net sem
var opnuð 1. júlí síðastliðinn á slóðinni
www.magnkaup.net. Á vegum versl-
unarinnar verður m.a. starfræktur
tilboðsklúbbur en félagar í honum fá
send ný tilboð með tölvupósti, t.d. ut-
anlandsferðir, tónleikar og nýjar
vörur, segir í fréttatilkynningu frá
versluninni. Þar segir að netverslunin
sé hýst á IBM-netþjónum Nýherja og
að allar pantanir séu dulkóðaðar.
Ný verslun
á Netinu
♦ ♦ ♦
UM helgina býður Nýkaup í Kringl-
unni svínakjöt á tilboðsverði en verð-
lækkunin er á bilinu 24–43%, skv.
fréttatilkynningu. Sem dæmi lækka
svínalæri og -bógur úr 559 í 399 kr.
kg og svínakótilettur úr 1.099 í 799
kr. kg. Tilboðið stendur frá 19. til 21.
júlí eða á meðan birgðir endast.
Svínakjöts-
útsala í Nýkaupi
Nýjar Duracell-rafhlöður
Á markað eru komnar tvær nýjar
tegundir af Duracell-rafhlöðum.
Duracell Ultra M3 er hönnuð í orku-
frek tæki eins og stafrænar mynda-
vélar. Duracell Plus er gerð með þau
tæki í huga sem nota minni orku, svo
sem klukkur og vasaljós.
Nýtt
Clarins-krem og hreinsimaski
Komnar eru á markað nýjar vörur
frá Clarins, Aromatic plant dagkrem
og Aromatic
hreinsimaski.
Þessar vörur eru
sagðar koma á
jafnvægi í húðinni
og veita vörn
gegn daglegu
áreiti.
Lavazza-kaffi á Olís
Settar hafa verið upp nýjar sjálf-
virkar kaffivélar á Olísstöðvunum í
Mjódd og Álfheim-
um. Þar er selt
ítalskt Lavazza-
kaffi. Kaffið er
framreitt í lokuðum
málum sem eru
hentug í bílinn.
Víkurprjón á Netið
Víkurprjón hefur sett upp net-
verslun á slóðinni www.vikurprjon.-
is þar sem hægt er að kaupa prjón-
aðar peysur og sokka af ýmsum
gerðum.
mbl.is
VIÐSKIPTI
Brauðbörnin eru í sumarskapi. Nú fylgir boðsmiði
íFjölskyldu-oghúsdýragarðinnmeðöllumBrallara-
brauðum:Pyslu-hamborgara-og samlokubrauðum.
Halli og Brauðbörnin bjóða þér að koma og
skemmta þér í frábærum leiktækjum og heilsa upp
áölldýrin ígarðinum.Láttusjáþig félagi!
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga frá kl. 10-18.
Sumarglaðningur fylgir öllum Brallarabrauðum í júlí
Boðsmiði í Fjölskyldu- oghúsdýragarðinn
X
Y
Z
E
T
A
/
S
ÍA