Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 24
NEYTENDUR
24 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ESSÓ-stöðvarnar
Gildir til 31. júlí nú kr. áður kr. mælie.
Göteborg Ballerina, 180 g 115 135 640 kg
Maarud ostapopp, 100 g 139 155 1.390 kg
Snickers, 60 g 59 70 990 kg
Mars 59 70
Prins Pólo stórt, 40 g 59 70 1.480 kg
Floridana appelsínu/ eplasafi, ¼ ltr 59 75 236 ltr
Tebollur með súkkulaði/eða rúsínum 189 210 189 st.
Emmess lurkar 79 90 79 st.
FJARÐARKAUP
Gildir til 21. júní nú kr. áður kr. mælie.
Skafís, 5 teg. 2 ltr 498 589 249 ltr
Hrásalat, 350 g 99 145 340 kg
Grillsvínakótilettur 898 1.198 898 kg
Grillpylsur 498 725 498 kg
Vatnsmelónur 98 189 98 kg
Góu tvenna hraunb./æðibitar 298 378 298 pk.
Fersk bláber, 350 g 198 298 565 kg
Homeblest kex, 300 g 148 169 493 kg
Hagkaup
Gildir til 25. júlí nú kr. áður kr. mælie.
Marinerað lambalæri 989 1.198 989 kg
Kjarnafæðis gráðostsósa, 200 ml 137 170 685 ltr
Kjarnafæðis hvítlaukssósa, 200 ml 137 170 685 ltr
Kjarnafæðis piparsósa, 200 ml 137 170 685 ltr
Aviko crispy krokettur, 450 g 159 198 353 kg
Nabisco Oreo kremkex, 176 g 119 149 676 kg
Chicken Tonight Peking, 500 g 259 298 518 kg
Nettó
Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie.
Vínarpylsur,10 st. 565 754 565 kg
Kryddl.silungur 848 998 848 kg
Grill lambaframhryggjasneiðar 1430 1.589 1430 kg
Grill lambakótilettur 1423 1.582 1423 kg
Chic.freschetta pitsa supr., 24 cm 398 458 1047 kg
Capri krydd.kjúkl., bitar 638 798 638 kg
Bláber box, 551 ml 199 332 361 kg
NÝKAUP
Gildir til 21. júlí nú kr. áður kr. mælie.
Svínalæri 399 559 399 kg
Svínalærissneiðar, 1fl 599 798 599 kg
Svínabógur 399 559 399 kg
Svínabógsneiðar 499 699 499 kg
Svínakótilettur 799 1.099 799 kg
Svínahnakki, úrb. 799 1.139 799 kg
Svínahnakki, m/beini 499 879 499 kg
Svínalundir 1.359 1.798 1.359 kg
SAMKAUP
Gildir til 22. júlí nú kr. áður kr. mælie.
Melónur gular 129 259 129 kg
Bökunarkartöflur í álbakka 129 229 129 pk.
Gourmet lambakótilettur 1.254 1.568 1.254 kg
Gourmet lærisneiðar 1.238 1.548 1.238 kg
O. piparsósa, 300 g 139 199 463 kg
EF barbequesósa, 420 ml 149 189 355 ltr
EF hvítlauksssósa, 420 ml 159 195 379 ltr
Vatnsmelónur 129 259 129 kg
SELECT-verslanir
Gildir til 25. júlí nú kr. áður kr. mælie.
Tomma og Jenna safar 3 st. 119 kr. 150 kr.
Maryland kex 105 kr. 130 kr.
Freyju lakkrísdraumur, stór 85 kr. 110 kr.
Stjörnu poppkorn, osta og venjulegt 98 kr. 120 kr.
Mónukossar, 8 st. 289 kr. nýtt
UPPGRIP-verslanir OLÍS
Júlí tilboð nú kr áður kr. mælie.
Villiköttur 75 95 75 st.
Kit Kat Chunky Orange súkkul., 55 g 75 100 1.360 kg
Prins Póló stór, 3 st. í pk. 148 240
Toffypops, 150 g 138 160 920 kg
Fanta appelsín, 0,5 ltr 110 130 220 ltr
Doritos snakk , 200 g, 4 teg. 238 285 1.190 kg
Hel
garTILBOÐIN
MIKILL verðmunur var á
bláberjum milli verslana á
höfuðborgarsvæðinu þeg-
ar verð var kannað í gær-
morgun. Askja af bláberj-
um frá Bandaríkjunum,
sem er 551 ml., um 350
gr., kostaði minnst 169
krónur í Bónus og 179 kr.
í Sparverslunum en mest
399 krónur í Nýkaupi og
349 kr. í Hagkaupi. Verð-
munurinn er því mestur
136% á milli Bónuss og
Nýkaups.
Í Fjarðarkaupum kost-
aði bláberjaaskjan 198
krónur, í Nettó er hún á
tilboði á 199 kr og í Nóa-
túni kostaði askjan í gær
285 kr.
Ljóst er að verðmunur
er mjög mikill, ekki síst í
verslunum Baugs; Bónus,
Hagkaupi og Nýkaupi, þar sem
framleiðandi og innflytjandi er sá
sami.
Hver er skýringin á þessum gíf-
urlega verðmun?
„Ég veit ekki á hvaða verði þeir
eru að kaupa þetta,“ segir Brynjar
Ingólfsson, innkaupastjóri Ný-
kaups, og bætir við: „Stundum eru
menn að borga með berjunum og
aðrir ekki.“
En getur það skýrt þennan gíf-
urlega verðmun? Er álagningin ekki
einfaldlega of há?
„Við leggjum ekkert óeðlilega á
þessa vöru,“ segir Brynjar en vill
ekki gefa upp álagninguna. Hann
segir þó að innkaupsverð fyrir Ný-
kaup sé um 240 krónur. Ef reiknað
er með þeirri krónutölu er álagn-
ingin því um 66%. „Stundum er
álagningin svona há og stundum er
hún einfaldlega lægri.“
Í sama streng tekur Finnur Árna-
son, framkvæmdastjóri Hagkaups.
„Þetta er afmörkuð verðsamkeppni
og menn eru að borga með vör-
unni.“ Aðspurður hvort Hagkaup
muni lækka verð vegna aukinnar
samkeppni segir Finnur: „Við erum
með fjölda tilboða í hverri viku en
við erum ekki að elta öll tilboð
keppinautanna. Lækkun á verði blá-
berja er þó vel hugsanlegt.“
Gauti Þorgilsson, rekstrarstjóri
hjá Bónus, segist ekki geta svarað
fyrir hátt vöruverð hjá keppinautum
en Bónus bjóði alltaf besta verðið.
„Við skoðum verð í öðrum versl-
unum og gerum betur.“ Aðspurður
segir Gauti að berin séu seld undir
kostnaðarverði í verslunum Bónuss,
þau lækkuðu úr 199 kr. á þriðjudag í
169 kr. í gær og hann gerir ráð fyrir
að það verð muni haldast.
Innflytjendur ætla ekki
að lækka verð
Eggert Á. Gíslason, fram-
kvæmdastjóri heildsölunnar Mata
sem flytur inn bláber m.a. fyrir
Nettó, Fjarðarkaup og Sparversl-
anir, gerir ekki ráð fyrir að berin
muni lækka frekar í verði í inn-
kaupum, þrátt fyrir að aðalupp-
skerutíminn standi nú yfir í Banda-
ríkjunum, en oft hafa þau lækkað í
kjölfarið. „Það má skýra meðal ann-
ars með hærra gengi en áður. Neyt-
endur hafa þrátt fyrir það fengið
berin á mjög góðu verði
síðastliðnar vikur, á um
200 krónur öskjuna sem
er sambærilegt verð og í
fyrra.“
Bláberin lækka ekki
heldur svo neinu nemur
hjá Ávaxtahúsinu, sem
selur Baugsverslunum
bláber, að sögn Einars
Þórs Sverrissonar fram-
kvæmdastjóra. „Hafa ber
í huga að flugfraktin og
annar flutningskostnaður
vegur um helming af inn-
kaupsverði og honum
verður ekki breytt, þrátt
fyrir lækkandi verð í
Bandaríkjunum.“ Einar
segir ekki unnt að bera
evrópsk bláber saman við
bandarísk en gæði þeirra
síðarnefndu eru mun
meiri. Ísland er meðal
fárra Evrópuþjóða sem kaupir ber
þaðan.
Í Bandaríkjum og Danmörku
er verð svipað eða lægra
Bláber voru víða á tilboði í
Bandaríkjunum í byrjun mánaðar-
ins en verðið er nú svipað eða lægra
en hér á landi. Í matvöruversluninni
Keystore í Brooklyn hverfinu í New
York í Bandaríkjunum, kostar sams
konar askja og seld er í verslunum
hér um 100 krónur en Keystore er
keðjuverslun, svipuð og Hagkaup.
Í stórmarkaðnum Giant Food Inc.
í höfuðborginni Washington, kostaði
um 300 gr. askja af bláberjum í
gær um 250 krónur. Í verslunar-
keðjunni Safeway er tilboð þessa
viku, þar fást tvær öskjur sem vega
350 gr. hvor á um 400 krónur.
Í Kaupmannahöfn ber enn sem
komið er lítið á bláberjum í versl-
unum. Enn er verið að selja ódýr
jarðarber, kirsuber, rifsber, sólber
og hindber. Í versluninni ISO, sem
er í líkingu við Hagkaup, eru seld
bláber frá Ítalíu í tæplega 200 gr.
bökkum á um 177 íslenskar krónur,
en tveir pakkar kosta 294 krónur.
Innkaupsverð á bláberjum mun ekki lækka þrátt
fyrir lækkandi verð hjá framleiðanda
Um 136% verðmun-
ur milli verslana
Í matvöruverslunum hér eru seld bandarísk bláber og
nú er aðaluppskerutíminn.
Gillette-rakvélablöð
Af hverju stafar gífurlegur
verðmunur á rakvélablöðum fyrir
Gillette Mach 3?
Þegar hringt var í nokkrar
verslanir kom í ljós að verðmunur
á Gillette Mach 3-rakvélarblöðun-
um er mjög mikill. Blöðin eru seld
fjögur saman í pakka. Lægst
reyndist verðið vera í Bónus þar
sem þau kostuðu 535 krónur. Þau
voru nokkru dýrari í Fjarðarkaup-
um þar sem þau kosta 630 kr. og
svo mun dýrari í Nýkaupi, eða 849
kr. Af þeim verslunum sem haft
var samband við var verðið hæst í
11–11 þar sem þau kosta 868 kr.
Þessi mikli munur á verði vekur
athygli, enda verðmunur allt að
62%. En af hverju skýrist þessi
munur?
Sævar Einarsson, markaðsstjóri
11–11, segir ekki auðvelt að út-
skýra hann. „Hér eru menn að
reka mismunandi tegundir versl-
ana, ég get ekki útskýrt hvers
vegna einstaka verslanir geta haft
verðið svona lágt, þetta er um
kostnaðarverð þar sem það er
lægst. Ég get ekki svarað því
hvers vegna menn eru að gefa
þessa vöru. Ég tel okkur hafa eðli-
lega verðlagningu.“ Í sama streng
tekur Sigurður Reynoldsson, inn-
kaupastjóri matvöru í Hagkaupi,
en þar kostuðu rakvélarblöðin 785
krónur. „Við erum með þá álagn-
ingu sem við teljum okkur þurfa.
Svo er það eins og gerist og geng-
ur á þessum markaði að verslanir
reyna stundum að hafa sumar
vörur dýrari og aðrar ódýrari en
keppinauturinn.“
Sveinn Sigurbergsson, verslun-
arstjóri í Fjarðarkaupum, segir
samkeppni lækka verðið á þessari
vöru. „Þetta hefur verið sam-
keppnisvara sem lendir oft í verð-
könnunum og okkar álögur hafa
endurspeglað það. Við höfum jafn-
vel borgað með vörunni.“
Red Bull-orkudrykkur
Undanfarið hefur verið rætt
um hættulega orkudrykki í Sví-
þjóð. Eru þessir drykkir á mark-
aði hér? Hver er munurinn á þeim
drykkjum sem eru á markaði hér
og þeim sem ollu hugsanlega
dauða ungmennanna í Svíþjóð?
Sá orkudrykkur sem um er rætt
í Svíþjóð þessa dagana er Red
Bull. Hann fæst ekki hér á landi
enda inniheldur hann mun meira
magn af koffíni en leyfilegt er.
Samkvæmt reglugerðum Evrópu-
sambandsins mega orkudrykkir
ekki innihalda meira en 135 milli-
grömm af koffíni í hverjum lítra.
Þessar reglur gilda bæði hér á
landi og í Svíþjóð. Munurinn er að
sögn Sigurðar Gunnlaugssonar,
markaðsstjóra Vífilfells, innflytj-
anda Battery og Magic, sá að í
Svíþjóð hafa nokkrir drykkir feng-
ið undanþágu frá þessu hámarki
og eru þá með mun meira magn af
koffíni. Þeirra á meðal er Battery,
sem fæst hér á landi, og Red Bull,
sem er með 320 milligrömm af
koffíni í hverjum lítra. Hann er
bannaður hér á landi.
Steinar B. Aðalbjörnsson, nær-
ingarfræðingur hjá Hollustuvernd
ríkisins, segir algengt að sami
drykkurinn sé mismunandi eftir
löndum vegna lagatakmarka.
Þannig er til dæmis orkudrykk-
urinn Battery með 320 milligrömm
af koffíni í hverjum lítra í Svíþjóð
en undir 135 milligrömmum hér á
Íslandi. „Innflytjendur hafa oft tök
á að fá breytta efnasamsetningu
sem hentar reglum á hverjum
stað. Þess vegna geta drykkirnir
verið mismunandi eftir löndum, þá
er þeim hreinlega breytt fyrir inn-
flytjandann.“
Ekki er enn vitað hvað það var
nákvæmlega sem dró sænsku ung-
mennin til dauða. Steinar bendir á
að það sé ekki endilega koffínið
eitt og sér sem hafi haft þessi
áhrif. Hugsanlegt er að samspil
koffíns við eitthvert annað efni í
orkudrykknum, eða einfaldlega
fæðu þeirra sem létust, hafi valdið
dauða þeirra. Rannsókn á þessu
máli stendur yfir í Svíþjóð.
Rétt er að árétta að það er mik-
ill munur á svokölluðum íþrótta-
drykkjum annars vegar og orku-
drykkjum hins vegar. Sigurður
Gunnlaugsson hjá Vífilfelli segir
hlutverk íþróttadrykkja vera að
koma í veg fyrir vökvatap eða
bæta upp vökvatap sem verður við
áreynslu og iðkun íþrótta. Þetta er
þveröfugt við orkudrykki sem inni-
halda koffín, en það efni eitt og sér
veldur vökvalosun innan líkamans.
Íþróttadrykkir eru í grunnatriðum
vatn með viðbættum litarefnum
auk sykurs sem auðveldar upptöku
vatns. Orkudrykkir eru hins vegar
drykkir sem innihalda ýmist mik-
inn sykur, mikið koffín eða hvort
tveggja. Þetta tvennt er svo allt
annar handleggur en fæðubótar-
efni, enda tilgangurinn með þeim
annar.
Spurt og svarað um neytendamál