Morgunblaðið - 19.07.2001, Side 25

Morgunblaðið - 19.07.2001, Side 25
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 25 Á ANNAÐ þúsund manns hafa heimsótt jöklasýninguna á Höfn í Hornafirði það sem af er sumri. Sýningin var formlega opn- uð í fyrravor og þar sem hún átti vinsældum að fagna var ákveðið að halda sýningunni áfram nú í ár. Dóra Stefáns- dóttir atvinnu- og ferðamála- fulltrúi Hornafjarðar segir að jöklasýningin sé þó breytt þar sem búið sé að bæta ýmsu nýju við. „Við erum nú með stutta kvikmynd um Vatnajökul eftir Valdimar Leifsson en tónlistin er eftir Jónas Moravék skólastjóra tónlistarskólans á Höfn. Þá erum við einnig með litskyggnusýningu eftir Jóhönnu Arnbjörnsdóttur og verk eftir aðra myndlistarmenn sem eiga það sameiginlegt að búa undir jökli. það eru Páll frá Húsafelli, nágranni Langjökuls og Helga Erlendsdóttir og Inga Jónsdóttir nágrannar Vatna- jökuls. Fræðsluspjöld vega þyngst á jökla- sýningunni segir Dóra en þau fjalla almennt um jökla og eðli þeirra og sérstök áhersla er lögð á Vatnajökul. Hún bendir á að Helgi Börnsson eigi heiðurinn að þeim. Þá er tekin fyrir sambúð manna og jökla hér í Skafta- fellssýslu og það voru starfsmenn sýslusafnsins sem tóku saman það sem þar kemur fram. Dóra bendir á að til sýnis séu einnig gamlir munir eins og tjöld, sleði sem var notaður í dönskum leiðangri árið 1934, jöklastika frá Kvískerjum, nú- tíma jöklafatnaður, landakort og bækur. En hver átti hugmyndina að því að opna jöklasafn á Höfn? „Það var Helgi Björnsson jökla- fræðingur en hann var m.a. fenginn til að gera Grímsvötnum skil á jöklasafni í Noregi. Hann varpaði fram þessari hugmynd þegar verið var að ræða möguleika í ferðaþjónustu hér á svæðinu. Sýningin var fyrst sett upp í fyrra og var þá samstarfsverkefni Reykjavíkur , menningarborg Evr- ópu árið 2000 sem styrkti sýninguna fjárhagslega en að auki ýmsir aðrir. Í ár njótum við stuðnings menningar- borgarsjóðs auk annarra. Við fengum líka 5 milljón króna styrk frá Alþingi til að vinna að undirbúningi jöklaset- urs.“ Dóra segir að nefnd sé að athuga þá möguleika sem í því felast. Nefnd- in fór m.a. til Noregs til að kynna sér jöklasafnið sem Helgi kom að og einn- ig tvö onnur við Jostedalsjökulinn sem Norðmenn segja stærsta jökul- inn á meginlandinu. „Menn sjá fyrir sér að jöklasetrið muni tengjast væntanlegum þjóðgarði, Vatnajökli.“ Margir heimsækja jöklasýninguna á Höfn Morgunblaðið/GRG Jöklasýningin á Höfn í Hornafirði var opnuð í fyrra. Komið hefur verið fyrir á sýningunni ýmsum gömlum munum sem á einn eða annan hátt tengjast Vatnajökli.  Jöklasýningin er opin alla daga í sumar frá klukkan 10-18. Boðið er upp á fyrirlestra um efni sem tengist jöklum annan hvern þriðjudag. Þá daga er sýningin opin til klukkan 22. Panta má kvöldheimsóknir fyrir hópa í síma 478 1500. Kvikmynd meðal nýjunga SAFN Jóns Sigurðssonar á Hrafns- eyri við Arnarfjörð er opið alla daga í sumar og þar getur að líta fjölbreytta ljósmyndasýningu um líf og starf Jóns forseta, auk ýmissa muna sem tengjast honum, að því er fram kemur hjá Hallgrími Sveinssyni staðarhald- ara. Minningarkapella Jóns Sigurðs- sonar, sem Sigurbjörn Einarsson biskup vígði 3. ágúst 1980, er til sýnis og þar segir Hallgrímur að þeir sem óska geti staldrað við og hlustað á ljúfar píanóballöður hjá safnverðin- um, Sigurði G. Daníelssyni, einkum eftir Sigfús Halldórsson. Í burstabæ Jóns Sigurðssonar er rekin greiðasala og þar er selt kaffi með heimabökuðu meðlæti og súpa og brauð. Hægt er að taka á móti allt að 50 manns í einu og eru hópar beðn- ir að panta með fyrirvara. Vestfirskt handverk að fornu og nýju frá Byggðasafni Vestfjarða og Handverkshópnum Koltru á Þingeyri er til sýnis í bænum og gefst þar gott tækifæri til að bera saman handíðir manna á Vestfjörðum fyrr og nú. Safn nýuppgerðra verkfæra sem tengjast hestum er einnig til sýnis á staðnum og er til vitnis um hlutverk „þarfasta þjónsins“ í sveitum landsins á sínum tíma. Margt að sjá í safni Jóns Sigurðssonar Sími safnsins er 456 8260 og netfangið er jons@snerpa.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.