Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 28
flokksmenn fengju að velja á milli, enda er hann talinn leiðtogi íhalds- samari armsins í flokknum og hefur verið kallaður arftaki Margrétar Thatcher. Skráðir félagar í Íhaldsflokknum fá brátt senda kjörseðla og verða úrslit- in kunngerð 12. september. Mjótt þykir á munum milli Clarkes og Smiths og þora fáir að spá fyrir um niðurstöðuna. Fulltrúar andstæðra fylkinga Clarke og Smith eru að ýmsu leyti fulltrúar andstæðra fylkinga í Íhalds- flokknum. Fyrst ber að nefna að Clarke er eindreginn Evrópusinni og hlynntur inngöngu Breta í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU), ólíkt meirihluta flokksmanna. Smith er hins vegar í hópi mestu efasemd- armanna um Evrópusamstarfið og hefur jafnvel látið þau ummæli falla að ef til vill væri hagstæðast fyrir Breta að standa fyrir utan ESB. Evrópumálin hafa verið Íhalds- flokknum þung í skauti og telja marg- ir að það hafi átt þátt í lélegu gengi flokksins í kosningunum í júní að hann gerði andstöðuna við evruna að helsta kosningamáli sínu. Afstaðan til evrunnar er talin vera það sem helst geti staðið í vegi fyrir því að íhaldsmenn treysti Clarke fyrir leiðtogaembættinu, enda hefur meiri- hluti flokksmanna efasemdir um inn- göngu í EMU. Óttast margir að klofn- FRAMBJÓÐENDURNIR tveir til leiðtogaembættisins í breska Íhalds- flokknum, sem almennir flokksmenn munu nú greiða atkvæði um í póst- kosningu, eru afar ólíkir menn og ljóst er að þeir myndu leiða flokkinn í ólíkar áttir. Í þriðju umferð atkvæðagreiðslu þingflokks íhalds- manna á þriðju- dag hlaut Kenn- eth Clarke, fyrrverandi fjár- málaráðherra, 59 atkvæði, Iain Duncan Smith, talsmaður flokks- ins í varnarmál- um, 54 atkvæði en Michael Portillo, talsmaður í ríkis- fjármálum, rak lestina með 53 atkvæði. Úrslitin voru óvænt fyrir tvennar sakir; annars vegar áttu fáir von á að Evrópusinn- inn Clarke fengi flest atkvæði og hins vegar kom á óvart að Portillo félli úr leik, því hann hafði lengst af þótt sig- urstranglegastur og var efstur í fyrri umferðunum tveimur. Aftur á móti þótti líklegt frá upphafi að Smith yrði annar þeirra tveggja sem almennir ingurinn innan flokksins vegna Evrópumálanna versni enn frekar, nái hann kjöri. Ýmsir hafa ennfremur bent á að það gæti orðið ríkisstjórn Verkamannaflokksins hvatning til að flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um evru- aðild, enda væri þá ekki von á eins harðri andstöðu af hálfu Íhaldsflokks- ins og ella. En Clarke hefur tekið skýrt fram að hann telji að Íhaldsflokkurinn eigi fremur að einbeita sér að öðrum málaflokkum, einkum mennta- og heilbrigðismálum. Hann hefur heitið því að ganga ekki gegn vilja meiri- hluta flokksmanna í Evrópumálum og að gera ekki upp á milli manna eftir afstöðu þeirra til evrunnar. Í öðru lagi tilheyrir Clarke frjáls- lyndari armi flokksins, en Smith þeim íhaldssamari. Þó stærstur hluti skráðra flokksmanna, sem hafa at- kvæðisrétt í leiðtogakjörinu, sé vafa- laust í íhaldssamari kantinum nýtur Clarke mikilla vinsælda meðal þeirra og skoðanakannanir benda þar að auki til þess að hann sé líklegri til að auka stuðning almennra kjósenda við flokkinn. Smith kemur verr út í könn- unum og telja margir hann lítt til þess fallinn að ná til almennings, þó hann njóti trausts meðal íhaldsmanna. Einnig má nefna að Clarke býr yfir gríðarlegri pólitískri reynslu og hefur gegnt mikilvægum ráðherraembætt- um, en Smith hefur aldrei átt sæti í ríkisstjórn. Reynslan er talin Clarke til tekna, en hins vegar gæti Smith grætt á því að ekki er hægt að bendla hann við erfið mál frá því Íhaldsflokk- urinn var enn við stjórnvölinn. Fall Portillos Niðurstaðan í atkvæðagreiðslu þingflokksins á þriðjudag eru gríðar- leg vonbrigði fyrir Michael Portillo, enda hafði um árabil verið litið á hann sem framtíðarflokksleiðtoga. Portillo tilkynnti strax að hann myndi draga sig í hlé og láta af setu í skuggaráðu- neytinu. Portillo var fyrstur til að gefa kost á sér til leiðtogaembættisins og naut stuðnings lykilmanna, þar á meðal tveggja þriðju hluta skugga- ráðuneytisins. Allt þar til í lok síðustu viku var útlit fyrir að hann yrði efstur í kosningu þingflokksins og myndi síðan sigra í leiðtogakjörinu. En Portillo hefur alltaf verið nokk- uð umdeildur. Voru andstæðingar hans óþreytandi við að líkja stefnu hans við „sýndarmennskupólitík“ Tonys Blairs, væna hann um að vera slæm fyrirmynd í siðferðismálum (Portillo hefur viðurkennt að hafa átt kynlíf með karlmanni á skólaárunum) og vega að honum fyrir að hafa færst nær miðju í pólitíkinni. Það var Portillo mikið áfall er hann missti þingsæti sitt 1997, en hann náði aftur kjöri 1999 og eftir það virtist leið hans til æðstu metorða vera greið. En eftir áfallið á þriðjudag er hann varla talinn eiga afturkvæmt í eldlínuna. Býsna ólíkir menn keppa um leiðtogastöðuna í breska Íhaldsflokknum Myndu leiða flokkinn í ólíkar áttir Reuters Kenneth Clarke ræðir við fréttamenn fyrir framan breska þinghúsið. Kenneth Clarke og Iain Duncan Smith heyja lokabaráttuna um leiðtogaembættið í breska Íhaldsflokknum, en að sögn Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur treysta fáir sér til að spá fyrir um úrslitin. Iain Duncan Smith Michael Portillo ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Minjasafnið er við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal KOMIÐ hefur í ljós að 184 ferðatölvur og hátt í 500 skot- vopn hafa horfið úr geymslum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI). Vitað er að ein tölvan innihélt leynileg gögn og verið getur að þrjár til viðbótar hafi einnig geymt slíkar upplýsing- ar. Að minnsta kosti þrettán tölvum var stolið en ekki er vit- að um afdrif hinna. Ekki hefur komið fram hvort tölvunni sem geymdi hinar leynilegu upplýs- ingar var stolið eða hvort hún hafi horfið með öðrum hætti. Öldungadeildarþingmaðurinn Charles Grassley sagði á þriðjudaginn að frammistaða FBI væri óafsakanleg, „það er háalvarlegt mál að lögreglan skuli hafa týnt tölvum sem inni- halda svona viðkvæmar upplýs- ingar,“ sagði Grassley. Rannsókn á starfsemi FBI Alls virðast 449 byssur hafa horfið úr geymslum FBI og var 184 þeirra stolið. Heimildar- menn innan FBI segja að ein þeirra hafi þegar verið notuð til að fremja morð. Flestar eru byssurnar skammbyssur en nokkrar vélbyssur hafa einnig horfið. Formaður dómsmála- nefndar þingsins, James Sen- senbrenner, sagði á þriðjudag að alvarleg mistök hjá FBI hefðu eitt sinn verið stórfréttir en væru orðin reglulegir við- burðir. Tölvurnar og vopnin hurfu ekki öll í einu heldur hefur þetta átt sér stað á ellefu ára tímabili og segja þingmenn að alvarlegt sé að FBI hafi lagt meiri áherslu á að hylma yfir slík hvörf í stað þess að rann- saka þau. Dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, John Ashcroft, hefur fyrirskipað allsherjar rannsókn á innviðum stofnunarinnar og meðferð lögreglumanna á eign- um hennar. Á fullkominn listi yfir eignir FBI að liggja fyrir ekki síðar en þrítugasta sept- ember næstkomandi. Röð hneykslismála hefur gengið yfir alríkislögregluna síðustu misseri. Nýlega var kínverskum vísindamanni sleppt úr fangelsi en hann var grunaður um að hafa stundað njósnir fyrir Kínverja. Þótti rannsókn málsins hafa misfar- ist og var mönnum því ekki stætt á því að halda honum lengur. Alríkislögreglan er einnig ennþá að rannsaka mál Ro- berts Hanssens sem hefur við- urkennt að hafa njósnað fyrir Rússa og skemmst er að minn- ast þess að um fjögur þúsund blaðsíður er vörðuðu mál hryðjuverkamannsins Timothy McVeighs bárust lögmönnum hans fyrst nokkrum dögum fyr- ir áætlaða aftöku McVeighs. Hneyksli hjá FBI Horfin vopn og týnd gögn Washington. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.