Morgunblaðið - 19.07.2001, Page 37

Morgunblaðið - 19.07.2001, Page 37
vegna hefur verið lögð mikil vinna í að skoða aðrar lausnir en hefðbundin mislæg gatnamót. Í drögum að nýju aðalskipulagi er lagt til að Kringlu- mýrarbraut verði lögð í göng eða stokk undir Miklubraut og þannig verði þungum umferðarstraumum beint norður á Sæbraut og létt á Miklubrautinni vestan Kringlumýr- arbrautar um leið og umferðaröryggi verður aukið og umhverfið ekki eyði- lagt. Ennfremur er mörkuð stefna um að almenningssamgöngur njóti for- gangs í umferðinni í miklu ríkari mæli en nú þekkist hér á landi enda er brýnt að auka hlutdeild þeirra í höf- uðborgarumferðinni. Óheft aukning einkabílaumferðar, með tilheyrandi kostnaði vegna gríðarlegra mann- virkja, slysa, umhverfisspjalla, tímasóunar o.fl. þjónar hvorki hags- munum borgarbúa né komandi kyn- slóða, en hætt er við að sú stefna hefði orðið ofan á ef sjálfstæðismenn hefðu farið með stjórn borgarinnar undan- farin ár. Flugvallarmálið Loks gerir borgarfulltrúi Vilhjálm- ur flugvallarmálið að umtalsefni. Reynir hann þar að gera umfjöllun um það mál í drögum að aðalskipulagi eins tortryggilegt og hann frekast kann. Sannleikurinn er þó sá að úrslit atkvæðagreiðslunnar í febrúar end- urspeglast í drögum að nýju aðal- skipulagi eins og ávallt var sagt. Þess vegna er lögð áhersla á að fá um helming flugvallarsvæðisins til þróun- ar fyrir borgina á skipulagstímanum en það sem þá er eftir bíður seinni tíma til skipulagningar. Ekki er úti- lokað að reka áfram flugvöll í tengslum við Vatnsmýrina, t.d. með einni flugbraut, en að mínu mati er þó miklu líklegra að svæðið muni allt þróast með sama hætti eftir árið 2024 eins og á sjálfu skipulagstímabilinu. Slík þróun myndi styrkja hvað mest miðborg Reykjavíkur og undirstrika hvað skýrast þau almennu markmið sem við setjum okkur í aðalskipulag- inu, markmið um vistvæna og alþjóð- lega höfuðborg. Höfundur er formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. ferðin 17 mínútur og 35 sekúndur. Brjóti menn hins vegar enn meira af sér og aki á 110 kílómetra hraða eru þeir 15 mínútur og 59 sekúndur að aka liðlega 29 kílómetra veg. Tímasparnaðurinn af þessu ólög- lega athæfi er annars vegar ein mínúta og 57 sekúndur (100 km í stað 90) og hins vegar 3 mínútur og 33 sekúndur (110 í stað 90). Les- endur góðir, er það þess virði? Fyrir hönd Umferðarráðs óska ég öllum vegfarendum á Reykja- nesbraut slysalausrar umferðar. Sömu ósk á ég heitasta til allra þeirra sem um landið okkar ferðast. Komum glöð heim úr sér- hverri ferð! Höfundur er framkvæmdastjóri Umferðarráðs. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 37 Nýtt útlit • betra blað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.