Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 41
ÓÐUM styttist í
opnun nýs flugvallar í
Vatnsmýri. Fram-
kvæmdir hófust árið
2000 og skal lokið síðla
árs 2002. Eftir at-
kvæðagreiðslu um
framtíð Vatnsmýrar
17. mars sl. flýttu flug-
málayfirvöld fram-
kvæmdum um eitt ár
án samráðs við borgar-
yfirvöld og í trássi við
framkvæmdaleyfi og
umhverfismat.
Árið 1991 var það
eitt af fyrstu verkum
ríkisstjórnar Davíðs
Oddsonar, fyrrum
borgarstjóra í Reykjavík, að taka af
öll tvímæli um að flugvöllur yrði til
frambúðar í Vatnsmýri. Því var fallið
frá áætlun Flugmálastjórnar um við-
gerð á gamla flugvellinum fyrir 150
milljónir króna. Í staðinn skyldi
byggður nýr völlur. Í þessari ákvörð-
un felst mikið vanmat á hagsmunum
borgarbúa og lítill skilningur á
félagslegu og hagrænu kerfi borg-
arinnar og afleiddum áhrifum á þjóð-
arhag.
Kostnaður er áætlaður 1.530 millj-
ónir eða 5.500 krónur á hvern Íslend-
ing.
Flugmálastjórn áformar að auki
nýja flugstöð, flugskýli, vegagerð ofl.
fyrir a.m.k. 3.000 milljónir. Líftíminn
er mest 15 ár og ljóslega er um að
ræða stórfenglegt og vítavert fjár-
málasukk. Ábyrgir eru samgöngu-
ráðherra, samgöngunefnd Alþingis,
Flugráð og Flugmálastjórn.
Ráðamenn borgarinnar eru einnig
ábyrgir. Þeirra er skyldan að þjóna
hagsmunum Reykvíkinga í bráð og
lengd. Og þeirra er valdið til að koma
flugvellinum úr Vatnsmýri, m.a. með
breyttu aðalskipulagi. Þeir hafa þó
brugðist skyldum sínum og ábyrgð
með skorti á dómgreind, þekkingu
og innsæi og með því einfaldlega að
fórna vísvitandi ómetanlegum hags-
munum Reykvíkinga fyrir persónu-
legan frama og fyrir völd og aðstöðu
flokka sinna. Þvinguð „sinnaskipti“
nokkurra borgarfulltrúa rétt fyrir
atkvæðagreiðsluna 17. mars virðast
hafa verið tímabundin.
Fjármálasukkið er þó hlutfalls-
lega saklaust. Flugmálayfirvöld hafa
í hálfa öld sýnt Reykvíkingum fá-
dæma lítilsvirðingu, frekju og yfir-
gang.
Steininn tók fyrst úr fyrir áratug
þegar þau ákváðu að festa flugvöll í
sessi í Vatnsmýri í eitt skipti fyrir
öll, þvert á hagsmuni borgarbúa.
Stefnan var reyndar mörkuð í
borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar
árið 1986 með deiliskipulagi flugvall-
arsvæðisins.
Leiðinni að settu marki lauk í
ágúst 1999 með útgáfu Borgarskipu-
lags á framkvæmdaleyfi fyrir nýjan
flugvöll. Sú leið er vörðuð ófaglegum
og óvönduðum vinnubrögðum Flug-
málastjórnar, sem ávallt kemst upp
með sjálfdæmi í eigin málum. Við
þau verk hefur hún á seinni árum
notið stuðnings borgaryfirvalda,
m.a. við gerð aðal- og
deiliskipulags og ekki
síst við gerð illræmdrar
skýrslu Hagfræðistofn-
unar Háskóla Íslands
1997.
Flugvöllur í Vatns-
mýri er hluti af byggða-
stefnu dreifbýlisflokk-
anna, sem byggir á
hróplegu misvægi at-
kvæða og hefur um
áratugi einkennst af
handahófskenndum
fjáraustri, sjálfteknum
umboðslaunum og mis-
beitingu valds.
Sú stefna er löngu
gjaldþrota enda hefur
hún leikið landsmenn grátt, jafnt í
strjálbýli sem í þéttbýli. Hún er þó
enn í hávegum höfð hjá hópi ráða-
manna. Borgarfulltrúar D-lista eru
bundnir af flokksaga skv. landsmála-
stefnu flokksins og tveir borgar-
fulltrúar Framsóknarflokks binda
hendur annarra fulltrúa í meirihluta
R-lista vegna stjórnarþátttöku
flokksins og stefnu í byggðamálum.
Skipulag höfuðborgarinnar, með
Vatnsmýrina í brennidepli, verður
kosningamálið 2002. Það verður
helsta verkefni nýrrar borgarstjórn-
ar að koma flugvellinum úr Vatns-
mýri eins fljótt og kostur er.
Hráskinnsleik-
ur í höfuðborg
Örn
Sigurðsson
Höfundur er arkitekt.
Reykjavíkurflugvöllur
Flugvöllur í Vatnsmýri,
segir Örn Sigurðsson,
byggist á hróplegu
misvægi atkvæða og
hefur einkennst af
handahófskenndum
fjáraustri, sjálfteknum
umboðslaunum og
misbeitingu valds.
ÍÞRÓTTIR
mbl.is