Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnhildur ÓskGuðmundsdóttir fæddist í miðbæ Reykjavikur 3. október 1930. Hún lést á Landspítalan- um 9. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Einar Þor- kelsson matsveinn, f. 20. október 1906, d 4. október 1968, og kona hans Ingi- gerður Jónsdóttir, f. 5. október 1912. d. 20. apríl 1998. Systir Gunnhildar er Sigríður f. 5. ágúst 1946, gift Einari Högna- syni og eiga þau þrjá syni. Eig- inmaður Gunnhildar er Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri, f. 26. júní 1931, og sonur Stefáns Jónssonar, f. 15.mars 1909, og Ragnheiðar Huldu Þórðardóttur, f. 30. mars 1910, sem búa í Hafn- arfirði. Gunnhildur og Jón Gunnar gengu í hjónaband 25. júní 1955. Börn þeirra eru: 1) Ingigerður hjúkrunarfræðingur, f. 13. janú- ar 1955, maki Jón Halldórsson hrl., f. 17. maí 1946. Börn þeirra eru Halldór Haukur, f. 27. nóv- aldur til og til þess tíma að hún átti sitt fyrsta barn 1955. Árið 1956 fluttist hún til Flateyrar við Önundarfjörð með eiginmanni sínum og bjó þar í 27 ár eða til ársins 1983 en þá fluttu þau hjónin til Grindavíkur og bjuggu þar í 16 ár meðan Jón Gunnar gegndi þar starfi bæjarstjóra. Eftir það átti hún lögheimili í Vesturbyggð en hafði jafnframt meginaðsetur sitt að Sævangi 1, Hafnarfirði. Á Flateyri og í Grindavík starfaði hún mikið að félagsmálum. Á Flateyri studdi hún lengi leikfélagið og um langt skeið var hún gjaldkeri kvenfélagsins. Á vegum kven- félagsins stóð hún meðal annars fyrir byggingu og rekstri leik- skóla. Í Grindavík gekk hún fljótlega til liðs við kvenfélagið og var formaður þess síðustu ár- in þar í bæ. Gunnhildur starfaði fyrir Körfuknattleiksdeild karla í Grindavík af miklum áhuga. Til þessa hefur hún gegnt starfi gjaldkera í Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu og beitt sér þar sérstaklega fyrir stuðningi við byggingu Barna- spítala Hringsins. Jafnframt hús- móður- og félagsstörfum sinnti hún ýmsum störfum eftir því sem þörf var á og tíminn leyfði meðal annars sem fréttaritari Morgunblaðsins. Útför Gunnhildar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ember 1979, og Jón Gunnar, f. 5. apríl 1988. 2) Stefán við- skiptafræðingur, f. 20. júlí 1957, maki Guðrún G. Halldórs- dóttir aðstoðar- skólastjóri, f. 7. júlí 1958, börn þeirra, Inga Dóra, f. 22. október 1981, og Jón Gunnar, f. 12. júlí 1990. 3) Guð- mundur Einar við- skiptafræðingur, f. 18. febrúar 1960, maki Sesselja Gunn- arsdóttir kennari, f. 15. nóvem- ber 1963, börn þeirra, Gunnar Snorri, f. 11. apríl 1983, og Gunnhildur Ósk, f 16. janúar 1991. 4) Hulda viðskiptafræðing- ur, f. 8. desember 1962, maki Birgir Örn Friðjónsson við- skiptafræðingur, f. 19. febrúar 1964, börn þeirra, Anna María, f. 21. júní 1991, og Svana Björg, f. 15. mars 1999. Gunnhildur ólst að mestu upp í miðbæ Reykjavikur og hóf þar að starfa við verslunarstörf hjá Ingibjörgu Johnsen og síðar hjá Klæðaverslun Andrésar Andrés- sonar, svo fljótt sem hún hafði Skelfileg frétt hljómaði í eyrum okkar, þegar sú frétt barst að hún Gunna hafði dáið um miðjan dag en trúin hjálpar, þegar sorgin býr um sig í brjóstum okkar. Mér himneskt ljós í hjarta skín, í hvert sinn er ég græt. En drottinn telur tárin mín. Ég trúi og huggast læt. (Kr. Jónsson.) Hugsum til hjartkærrar tengda- dóttur og sendum henni hinstu kveðju okkar með einlægu þakklæti fyrir ástúð alla og samskipti í hálfa öld. Blessuð sé minning hennar. Hulda og Stefán Jónsson. Þegar ég hitti Gunnu fyrst fann ég strax hve velkomin ég var inn í fjöl- skylduna hennar. Alla tíð síðan hefur mér liðið vel í návist hennar og sam- band okkar verið mjög gott. Hennar sterka hlið var að njóta samvista við fólk, enda var hún hrókur alls fagn- aðar þar sem hún kom, kraftmikil og smitandi skemmtileg. Ég fékk oft að heyra það hjá fjölskyldu minni og vinum hve góða og skemmtilega tengdamömmu ég ætti. Hún var í mjög góðu sambandi við börnin sín og alla sem þeim tengdust. Gunna var ákaflega ánægð með sitt og sína. Henni var umhugað um fólkið sitt og reyndi að gæta þess að engan vantaði neitt. Hún var ákaflega gjafmild og örlát. Ég man þegar Inga Dóra mín fæddist þá var það ekki margt sem við þurftum að kaupa sjálf, amma Gunna kom bara með þetta meira og minna. Hún hafði mjög gaman af að kaupa stelpuföt, sérstaklega fallega kjóla, enda voru þeir til í röðum í fataskápnum, kjólarnir frá ömmu Gunnu, allt frá skírnarkjólnum til stúdentskjólsins. Strákaföt var ekk- ert gaman að kaupa. Það gátum við gert sjálf! Góðir tímar mínir með Gunnu hafa liðið hratt og í október sl. þegar Gunna varð sjötug buðu hún og Jón börnum og tengdabörnum í skemmtisiglingu á Karabíska hafinu. Það er eftirminnileg ferð fyrir okkur öll. Koma á alla þessa fallegu staði, „dressa okkur upp“, borða góðan mat og meira að segja spila bingó á ensku! Fyrir tæpum þremur árum fluttu Gunna og Jón á Sævanginn í Hafn- arfirði og eins hún sagði sjálf: „Ábyggilega fallegasta húsið í Firð- inum, með fallegasta garðinum“ og ekki má gleyma útsýninu. Svona ánægð var hún með nýja umhverfið sitt. Mikið hefði verið gaman ef hún hefði fengið að njóta þess lengur. Hún Gunna mín var þannig að þar sem hún átti heima þar leið henni vel. Hún hafði einstakt lag á að gera not- lagt í kringum sig og hafði gott auga fyrir fallegum hlutum. Árin mín með Gunnu hefði ég vilj- að að væru fleiri. Ekki fæ ég við það ráðið, en gleðst yfir því að minning- arnar eru ljúfar og umfram allt skemmtilegar, enda var ég löngu bú- in að segja henni að ef ég hefði ein- göngu getað valið mér tengdamóður hefði ég valið hana. Minninguna um góða tengdamóður mun ég geyma í hjarta mér. Guð blessi Gunnu mína. Guðrún. Elsku Gunna, mikið eigum við eft- ir að sakna þín. Ég kynntist Gunnu, tengdamóður minni, um haustið 1987, stuttu eftir að ég kynntist Huldu. Fyrir fyrstu jólin mín í Grindavík voru mágar mínir búnir að innprenta í mig að hrósa rjúpusós- unni, því sósan var stolt hennar. Það var óþarfi því sósan var hreinasta meistaraverk. Eftir að við Hulda fór- um að halda jól sjálf klúðraði ég sós- unni. Gunna gerði eftir það alltaf aukaskammt af sósu fyrir mig, sem ég sótti til hennar rétt fyrir sex á að- fangadag, því það var auðveldara en að elda sósu í gegnum síma. Það var sama hvað við Hulda tók- um okkur fyrir hendur, þú studdir okkur alltaf og varst alltaf svo já- kvæð. Hvort sem við vorum að velta fyrir okkur íbúðarkaupum eða að flytja norður, þá var þetta aldrei neitt mál í þínum huga. Þegar við vorum búin að selja íbúðina okkar án þess að vera búin að koma okkur upp húsnæði á Akureyri var ekkert sjálf- sagðara en að við flyttum inn til þín, þrátt fyrir að til stæði að halda stór- veislu til að fagna 70 ára afmæli Jóns og að þú værir á leiðinni í erfiða að- gerð. Ég er viss um að þú hefur notið þess að hafa Önnu Maríu og Svönu Björgu svona nálægt þér þessar síð- ustu 3 vikur. Þegar við spyrjum Svönu að því í dag hvar hún eigi heima svarar hún: „Ömmu Gunnu og afa Jóni,“ þótt amma hafi ekki verið hjá henni þessa síðustu daga. Gunna var kjarnorkukona í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og gaf þeim mál- um sem hún hafði áhuga á alla krafta sína. Það var sama hvað hún gerði, það var alltaf gert af jákvæðni og aldrei verið að mikla hlutina fyrir sér, hvort sem það var að skipuleggja veislu, hreinsa garðinn, taka sum- arbústaðinn í gegn, mála húsið eða starfa fyrir körfuboltann eða Kven- félagið í Grindavík. Gunna mín, það er mikið tómarúm í lífi okkar eftir að þú ert farin og þá sérstaklega Huldu, þar sem samband ykkar var mjög náið. Svana er það lítil ennþá að hún skilur ekki hvað hefur gerst, en við munum sjá til þess að hún fái að kynnast þér í gegnum okkur. Þú munt alltaf lifa í hjarta okkar. Kveðja Birgir. Ég upplifði versta dag lífs míns fyrir stuttu, þegar ég fékk þær frétt- ir að hún elsku amma mín væir dáin. Þvílíka sorg hafði ég aldrei komist í kynni við áður. Eina stundina var í lagi með ömmu, og ég var á leiðinni að heimsækja hana, en næstu stund- ina var hún dáin og ég var stigin inní þann veruleika að fá aldrei að sjá hana elsku ömmu Gunnu aftur. Mér finnst ég vera föst í vondum draumi og geti ekki vaknað. Ég á svo margar góðar minningar um ömmu Gunnu, sem gera mig klökka núna, en munu síðar þegar tíminn hefur læknað dýpstu sárin, láta mig brosa. Hún amma var mikil smekkkona og var mikið inní tískunni. Hún gaf mér fyrsta kjólinn minn, og þegar ég fermdist kom hún heim til mín og sagðist vera búin að kaupa ferming- arkjólinn. Ég fékk auðvitað vægt sjokk og var nú ekki alveg sátt við að hún hefði bara keypt fermingarkjól án þess að tala við mig. En þá sá ég kjólinn og féll gjörsamlega í stafi, því hann hefði ekki getað verið flottari og smellpassaði þar að auki. Svo fatt- aði ég auðvitað ég hefði nú ekkert þurft að stressa mig yfir þessu því amma vissi alveg hvað hún var að gera þegar um föt og tísku var að ræða. Ég bjó hjá ömmu í tvö ár á menntaskólaárunum. Vorum við oft- ast tvær í kotinu og höfðum það voða gott. Mér fannst nú matseldin henn- ar ömmu mjög skondin, því hún fékk bókstaflega æði fyrir ákveðnum teg- undum af mat. T.d. einu sinni fékk hún æði fyrir hrygg og saltkjöti og þá var matseðillinn fyrir vikuna þannig að á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum var saltkjöt. Á þriðju- dögum, fimmtudögum og laugardög- um var hryggur. Á sunnudögum skrapp hún í bingó og þá gaf hún mér 1000 kall og sagði mér að kaupa pizzu. Ég gat náttúrulega ekki verið ósátt við þetta matarval, því ég komst að því í dvölinni hjá ömmu að ég var sami sælkerinn og hún. Amma var sérstaklega örlát. Eitt sinn þegar ég kom heim úr skólanum lágu föt og gjafir á rúminu mínu. Amma hafði skroppið í bæinn og litið í búðar- glugga og séð föt sem henni fundust passa mér svo vel, þannig að hún bara rölti inn og keypti þau. Ó, elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert stödd núna, en ég veit fyr- ir víst að tilvera mín verður aldrei sú sama án þín. Ég elska þig! Þín Inga Dóra. Amma Gunna var besta amma í öllum heiminum. Oft þegar hún vissi af komu minni eldaði hún grjóna- graut, því hún vissi að grjónagrautur er uppáhaldsmaturinn minn. Við amma vorum búnar að ákveða að hafa það svo gott í sumar, þegar ég myndi búa hjá henni. Við ætluðum að fara í pottinn, fara saman í bæinn og fara upp í sumarbústað. Við amma höfðum líkan smekk, og því gekk okkur alltaf vel þegar við fórum sam- an í bæinn til að kaupa jólakjól. Amma var líka ákveðin í því að kaupa fermingarkjólinn handa mér og Gunnhildi frænku, og þykir mér leið- inlegt að hún skyldi ekki hafa náð því. Elsku amma Gunna, ég skal segja Svönu Björgu, sem er bara tveggja ára, frá því hvað þú varst góð amma. Ástarkveðja, Anna María. „Hún Gunna dó klukkan fimm í dag.“ Með þessum þungbæru orðum tilkynnti Jón Gunnar, bróðir minn, foreldrum okkar lát eiginkonu sinnar hinn 9. júlí sl. þegar hann ásamt Ingi- gerði dóttur sinni kom á heimili þeirra á Hamarsbraut 8 í Hafnar- firði. Gunnhildur Ósk Guðmunds- dóttir hafði þá fimm dögum áður kvatt okkur hress og glöð er hún bjóst til að fara á sjúkrahús til að- gerðar vegna meinsemdar, sem ekki var talin mjög alvarleg. Nú höfðu aðrir þættir komið til svo ekki varð við neitt ráðið. Glæsileg og mæt kona hafði yfirgefið okkur í blóma lífs síns. Gunnhildur birtist okkur fjöl- skyldunni á Hamarsbraut 8 á vor- dögum árið 1953 sem vinkona bróður míns, ung og glæsileg. Hjónaband þeirra fylgdi þar á eftir og síðan flutningur til Flateyrar við Önund- arfjörð þar sem Jón Gunnar tók að sér rekstur fiskvinnslu og útgerðar. Á Flateyri bjuggu þau í 27 ár og ólu þar upp sín fjögur myndarlegu börn. Á Flateyri tóku þau mjög virkan þátt í atvinnulífi staðarins og Gunnhildur var mikilvirk í félagslífi með þátttöku í kvenfélagi, leikstarfsemi, gerð leik- vallar fyrir börn, rekstri kvikmynda- húss og ýmsum öðrum þáttum, sem stuðluðu að traustu samfélagi stað- arins. Við í Hafnarfirði söknuðum þeirra úr návist okkar og margar ferðir voru farnar til þeirra af ýmsu tilefni og við eignuðumst vegna þeirra marga góða vini á Flateyri. Frá Flateyri lá leiðin til Grinda- víkur þar sem Jón Gunnar tók við stöðu bæjarstjóra og þar bjuggu þau í nær 16 ár. Einnig þar gerðist Gunn- hildur öflugur þátttakandi í félagslífi staðarins, í kvenfélagi, kirkjulegu starfi og á vettvangi íþrótta. Loks árið 1998 fannst okkur að Jón og Gunna væru komin heim, þegar þau keyptu sér hús í Hafnar- firði og settu þar niður heimili sitt. Gunnhildur vann ötullega að því að fegra og snyrta þetta nýja heimili þeirra og horfði með tilhlökkun til framtíðarinnar á fögrum stað í návist við börn sín, barnabörn, vini og venslafólk. Jón Gunnar, ennþá fullur starfsorku, tók að sér stöðu bæjar- stjóra í Vesturbyggð og á Patreks- firði varð þeirra annað heimili. Einn- ig þar tók Gunnhildur til hendinni að þar mætti verða sem vistlegast. Gunnhildur var mjög glæsileg kona og með afbrigðum smekkvís. Hún var glaðvær og með hlýju við- móti sínu og ósérhlífni eignaðist hún fjölda vina. Hún var starfsglöð og framtakssöm og bar heimili þeirra Jóns þess glöggt vitni hvar svo sem þau bjuggu. Gunnhildur naut sín vel í fjölmenni og var höfðingleg þegar þau hjónin stóðu fyrir veisluhöldum á heimili sínu. Minnist ég margra mannfagnaða á tyllidögum fjölskyld- unnar svo og á ættarmótum okkar. Tæpum tveim vikum fyrir andlát Gunnhildar naut ég gestrisni þeirra hjóna, fyrst á Patreksfirði og síðan í Hafnarfirði, þegar þau tóku á móti gestum í tilefni sjötugsafmælis Jóns Gunnars. Þá var hún hrókur fagn- aðar í hópi fjölda gesta. Gunnhildur hafði gaman af ferðalögum og ferð- aðist víða með manni sínum og með kvenfélagskonum. Í tvennskonar ferðum tók hún þó ógjarnan þátt. Það voru fjalla- og skíðaferðir. Naut ég góðs af þessu með því að vera samferðamaður bróður míns. En minnisstætt er hversu eindregið hún hvatti til slíkra ferða svo við mættum njóta þeirra. Hjálpfýsi var Gunnhildi eðlileg og það gladdi hana þegar hún hafði spurnir af að öðrum vegnaði vel. Ég minnist þess þegar hún fyrirvara- laust kom á heimili aldraðra foreldra okkar, tók til við að þvo og lagfæra gluggatjöld eða að sauma ný. Eða þá að hún kom með pokann sinn og sett- ist við að fægja silfrið sem hafði verið vanrækt. Hjálpandi hönd Gunnhild- ar kom víða við en aldrei minnist ég þess að hún orðaði það hvað hún hafði gert eða lagt til góðra mála. „Hún Gunna dó klukkan fimm í dag.“ Þessi óvæntu og miskunnar- lausu tíðindi kalla fram vissar tilfinn- ingar. Fyrst er það sorgin, hún verð- ur ekki umflúin, en lífið heldur samt áfram. Þá er það þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa svo lengi fengið að njóta návistar og vináttu góðrar konu, barna hennar, tengdabarna og barnabarna. Fyrir allt það þakka ég vegna mín og annarra, sem mér tengjast. Minningin um Gunnhildi Ósk Guð- mundsdóttur, þessa stórbrotnu og gjafmildu konu, mun lengi lifa með okkur. Þórður Stefánsson. Hann var yndislegur sólskinsdag- urinn í garðinum hjá Jóni og Gunnu mágkonu. Fullur af hamingjusömu fólki sem var að samfagna 70 ára af- mæli svila míns. Þetta var eins og elskuleg mágkona mín óskaði sér, sólskin þannig að garðurinn hennar og afrakstur síðasta mánaðar geisl- aði. Smáskugga bar þó á þar sem hún kenndi sér meins og var á leið í að- gerð fáum dögum seinna. Að lokinni aðgerð sem virtist lofa góðu birtist hverfulleikinn og á fáeinum augna- blikum breyttist vonin í sorglegan endi á stuttu stríði lífs og dauða. Kynni mín af Gunnu og Jóni hóf- ust fyrir 37 árum er við heimsóttum þau á Flateyri þar sem Jón stundaði útgerð. En þar hafði eiginkona mín verið í vist hjá systur sinni og mági á sumrin. Tveimur árum seinna flutt- umst við til Ísafjarðar og næstu fjög- ur árin var stutt á milli systranna, og margs er að minnast. Ekki fór hjá því að mágkona mín fengi að kynnast frumburði okkar þar sem hann var þar tíður gestur á Flateyri og fór hamförum um nágrennið. Sextán ár voru á milli þeirra systra og bar aldr- ei skugga á þeirra vináttu, þótt ald- ursmunurinn væri mikill enda Gunna einstök manneskja að umgangast. Það var ósjaldan sem við komum, að það var fullt hús af gestum því vina- mörg voru þau. Fyrir utan uppeldi fjögurra barna rak Gunna mágkona þar stórt heimili með glæsibrag, gestaheimili sem var oft miðstöð stjórnmála og menningar þar vestra. Eftir dvöl þeirra fyrir vestan fluttu þau til Grindavíkur þar sem Jón gerðist bæjarstjóri. Gunna mágkona undi sér vel í Grindavík þar sem hún fékk útrás fyrir áhugamál sín, hvort heldur í kvenfélaginu eða íþrótta- salnum en hún var mikill unnandi körfubolta og stóð dyggilega með sínum mönnum. Þjónustulipurð og dugnaður voru henni í blóð borin og átti hún oft til að bregða sér bak við búðarborðið hjá vinkonu sinni í Grindavík því aðgerðalaus gat hún ekki verið. Á Mýrum í Borgarfirði eignuðust þau sumarbústað þar sem hún undi sér vel. Það var ánægju- legur dagur sem ég og fjölskylda mín áttum með henni þar í vor, er verið var að opna húsið eftir veturinn. Þeg- ar Jón breytti um starf og gerðist bæjarstjóri í Vesturbyggð keyptu þau sér hús í Sævangi í Hafnarfirði, draumahús. Hús með stórum falleg- um garði í hrauninu, fullum af trjám og allskyns gróðri. Þar gat hún setið og dásamað útsýnið út um stofu- gluggann, þar var svo mikil fegurð og ró að hennar sögn. Elsku Gunna mágkona. Ég, Sigga og fjölskylda okkar þökkum þér samfylgdina, megir þú eiga góða GUNNHILDUR ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.