Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þóra Ólafsdóttirfæddist 7. júlí 1923. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni 15. júlí síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Ólafur Kristinn Jónsson, f. 1897, d. 1971, og Þóra Ingólfsdóttir, f. 1897, d. 1923. Fósturforeldrar voru hjónin Gróa Pétursdóttir, f. 9.8. 1892, d. 24.6. 1973, og Nikulás Kristinn Jónsson, f. 10.11. 1895, d. 4.10. 1971. Bræður Þóru voru Pétur Oddbergur, f. 6.7. 1921, d. 23.9. 1998, Jón Ólafur, f. 21.5. 1925, d. 19.5. 1975, og Örnólfur, f. 16.4. 1929, d. 18.11. 1986. Þóra giftist Hall- dóri Þórhallssyni 1949, þau skildu. Þau áttu einn son, Þórhall, f. 26.10. 1952. Eiginkona hans er Susanne Halldórsson. Dóttir þeirra Heidi Margr- ét, f. 1980, d. 1998. Sambýlismaður Þóru hin síðari ár er Gunnar Helga- son, f. 30.9. 1922. Útför Þóru fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þóra Ólafsdóttir föðursystir mín er látin 78 ára að aldri. Tóta frænka var í raun bróðurdóttir afa míns Nikulásar Kr. Jónssonar en var tekin í fóstur af þeim hjónum Gróu Pétursdóttur og Nikulási aðeins nokkra daga gömul. Móðir Tótu lést af barnsförum og sagan segir að amma Gróa hafi komið niður á höfn með hvítvoðunginn í fanginu þegar afi var að fara í sjóferð og spurt hann hvort þau ættu ekki að taka barnið að sér. Tóta hefur alltaf verið partur af fjölskyldunni og ólst upp sem eina systirin á heimilinu á Öldugötu 24 í hópi þriggja bræðra. Í æsku var hún sú sem hægt var að punta, senda í ballett og einnig var hún með eindæmum músíkölsk spil- aði bæði á píanó og harmonikku. Á heimilinu bjó einnig systir ömmu Gróu, Guðlaug sem var aldrei kölluð annað en Lauga frænka. Það kom sér oft vel að hafa tvær konur á heim- ilinu, þar sem amma var alltaf á ferð og flugi á fundum bæði í pólitíkinni og að sinna öðrum félagsmálum. Segja má að Lauga hafi verið önnur móðir fyrir börnin og einnig önnur amma fyrir okkur barnabörnin. Þær tengd- ust sterkum böndum Tóta frænka og Lauga og gegnum tíðina var mikill samgangur á milli þeirra. Síðar þegar Lauga fór á hjúkrunarheimilið Skjól þá var nokkuð öruggt að Tóta væri hjá Laugu þegar við hin í fjölkyldunni heimsóttu hana. Það var alltaf jafn gaman í þeim heimsóknum því þær voru með eindæmum hressar og skemmtilegar. Þær voru báðar mikl- ar hannyrðakonur og saumaði Tóta fagurlega krosssaum í púða, á stóla og bekki. Það er einnig mjög ljóslif- andi í huganum að koma í heimsókn á Öldugötuna þar sem Tóta sat oft inní stofu með staflana af nælonsokkum í kringum sig. Þarna var hún að gera við lykkjuföll fyrir vinkonur og að viðgerð lokinni var sokkurinn sem nýr. Tóta vann í fjöldamörg ár í Út- vegsbankanum allt til starfsloka, þar eignaðist hún marga vini og góða vinnufélaga sem hún talaði um af hlý- hug. Hún giftist Halldóri Þórhalls- syni árið 1952 og átti með honum einkabarn sitt Þórhall en þau Halldór slitu samvistum. Þórhallur fór í fram- haldsnám til Ameríku eftir stúdents- próf og hefur hefur hann búið þar síð- an ásamt eiginkonunni Sue. Þau eignuðust eina dóttur Heidi Margréti og fór Tóta oft í heimsókn til þeirra og var hún mjög stolt af þeim og eign- aðist margar góðar minningar um eina barnabarnið sitt. En Heidi lenti í hörmulegu umferðaslysi og lést að- eins 18 ára gömul ný útskrifuð úr menntaskóla. Það var mikil gæfa fyr- ir Tótu og Gunnar Helgason að kynn- ast fyrir nokkrum árum síðan. Þau áttu mörg góð ár saman og þegar Tóta veiktist fyrir tæpum tveimur ár- um síðan hefur Gunnar heimsótt hana daglega á sjúkrabeðið. Elsku Þórhallur, Sue, Gunnar og aðrir ást- vinir, við fjölskyldan vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Lífið heldur áfram og minningin um Tótu kemur ávallt til með að fylgja okkur. Blessuð sé minning Þóru Ólafsdóttur. Gróa Þóra Pétursdóttir. Elsku Tóta frænka. Með þessum orðum vil ég þakka þér samfylgdina gegnum árin. Þú varst stór þáttur í lífi mínu frá því ég fæddist. Þegar ég var lítil bjuggum við öll saman á Öldugötunni hjá ömmu og afa, og þaðan eru margar góðar minningar. Seinna þegar þú varst á Gullfossi, spenningurinn við að taka á móti þér, alltaf fékk maður eitthvað gott. Og þegar þú og Steinar voruð á ferðalagi um Vestfirði þá komstu og bjargaðir mér úr sveitinni sem mér leiddist svo í. Í veislum varst þú hrókur alls fagnaðar þegar þú dróst fram harmonikkuna og spilaðir. Á jólunum spilaðir þú á píanóið og all- ir sungu með. Ég gæti haldið enda- laust áfram því þú ert skemmtileg- asta frænka sem hægt er að eiga. Guð geymi þig Tóta mín. Þín bróð- urdóttir Guðlaug. Elsku Tóta frænka, okkur systurn- ar langar til að skrifa nokkrar línur og þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við höfum átt með þér. Við áttum heima í sama húsi og amma og afi og Lauga og Döddi, og stundum bjóst þú þar líka með Þórhalli sem er einkasonur þinn. En það var nú ekki hægt að segja að það væri lognmolla í kringum þig. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar þegar þú tókst upp nikkuna eða settist við píanóið, ég man að okkur fannst toppurinn þegar það var eitthvert nýtt vinsælt lag, þá þurftum við ekki annað en að byrja á því, þú gast alltaf klárað lagið, og þú hafðir alltaf gaman af að spila Eyja- lögin, að ógleymdum jólalögunum. Við munum líka eftir því þegar þú sagðir okkur frá því þegar afi Nikulás gaf þér harmonikkuna, þú sagðir að hann hefði verið svo stoltur af því hvað þú stóðst þig vel í skóla, og skyldir verða stúdent. Þú varst vin- mörg og hélst alltaf góðu sambandi við þína gömlu skólafélaga. Elsku Tóta, það er svo sárt að þú skulir vera farin frá okkur, en mikið höldum við að þú sért hvíldinni fegin, það var ekki í þínum anda að vera bundin við hjólastól og þiggja alla aðstoð. Svo vitum við að vel var tekið á móti þér af stórum hópi ættingja. Við þökkum öllu því góða fólki sem hefur hugsað um þig síðastliðið eitt og hálft ár. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við erum þakklátar fyrir stundirn- ar sem við áttum með þér, og munum varðveita minninguna um þig í hjarta okkar. Elsku Þórhallur, Sue og Gunnar, megi Guð varðveita ykkur og styrkja. Agnes og Gróa Jónsdætur. Þóra Ólafsdóttir, eða Tóta eins og hún var alltaf kölluð, fæddist 7. júlí 1923, og var því rétt orðin 78 ára þeg- ar hún lést. Móðir hennar lést við fæðingu hennar og var hún þá tekin í fóstur til föðurbróður síns, Nikulásar Jónssonar skipstjóra, og konu hans Gróu Pétursdóttur, sem var móður- systir mín. Þar fékk hún gott uppeldi og naut sín vel. Við Tóta vorum bestu vinkonur, svo að segja frá því við vorum í vagni, en ég var þremur mánuðum yngri en hún. Fljótt komu ýmsir hæfileikar Tótu í ljós, hún var bráðmúsíkölsk og létt í spori. Mér er minnisstætt þegar Gróa frænka var að fara með hana á hina og þessa staði, þar sem hún átti að sýna ballett eða dans og það gerði hún með sóma. Þegar við urðum eldri vorum við óaðskiljanlegar og oftar en ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi -            ,      75 7 4767   ? @ 5              2     3   . .$ &             '  4  0 2      "%9 !!' % ! ""  5 && !!' "%9  !!' $ *5 && ! "" #   !!' %!!%&  ! "" 5&  ! "" 2< . !!' # ! ""  5 !' '   * ( )' )   76  + (8 - 9 ? &A  & !!   <       1      56 *  +       ($!"! "" ' !" % * ( )               5 8 - 5% >  :@                  % 0%" $  "%9 ! ""   $! 5 &" !' 5" ! "" 5 &"95 &" !' 5 !  & "" "%  2 ! "" & ) )'%!!'    '     *     '7   ) .   B " C                    3    . .$ ) > &&5 && !!' %5 && !!'  5%& !' * ( )           767 7 (7 - 5  !" %/  9"&>%#&!9 '  "D@  2   *  +     + &%# !!' & # ! "" 4!"9  *# !!'    '      * ( ) '7              7 76 - 92' %&& ! !""&>%#&!959% @@ %&'!!                   % $$ 4         *   *         '  2     +$! ""  "%   '   * ( )                .70E 7 - ? &! "=F 4 G '    8  "   7   "%  !& ""  "%   '   * 9  )          774 (   4&/ !%&=:          /  0 2 '  ! "    ,* ,   #   &"  7       :    *          /  0 )9 5  & !!' 5  & 5%&)9 !!' 5 G  # ! ""*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.