Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 45

Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 45
ekki eyddi Tóta sumrinu með okkur austur í sumarbústað við Þingvalla- vatn. Varla er hægt að minnast á Tótu án þess að minnast á „Laugu“, en Lauga eða Guðlaug var systir mömmu og var í heimili hjá Gróu og Nikulási. Lauga var Tótu eins og önnur mamma og reyndist henni afar vel, sem hún svo fékk ríflega launað af Tótu seinna. Tóta gekk í Mennta- skólann. Þar eignaðist hún marga góða vini enda var hún afar glaðlynd og skemmtileg kona. Hún giftist Þór- halli Halldórssyni frá Vestmannaeyj- um og áttu þau einn son saman. Þau slitu samvistir. Tóta vann lengst af hjá Útvegsbankanum, eða þar til hún hætti störfum vegna aldurs. Seinna á lífsleiðinni kynntist hún yndislegum manni, Gunnari Helgasyni, sem var henni afar góður og eftir að hún veiktist vék hann varla frá henni. Ég vona að góður Guð styrki hann í sorg sinni og veri með honum ætíð, því betri mann er vart að finna. Arnþrúður (Lilla). Kær vinkona Þóra Ólafsdóttir er látin eftir mikil veikindi. Tótu hef ég þekkt lengi, við höfum verið í saumaklúbbi saman í yfir 50 ár. Minningarnar hrannast upp og fljótt koma upp í huga minn fjórar ungar, glæsilegar stúlkur sem héldu hópinn hér í Reykjavík. Þetta voru Kiddý systir, Lilla Kristins, Didda Guðmunds og Tóta Nikk. Þær voru bæði fallegar og kátar enda leit þær margur guminn hýru auga. Nú eru tvær horfnar úr þessum hópi, Didda og nú Tóta. Blessuð sé minning þeirra. Ég var oft með þessum vinkonum og á margar góðar minningar um gleðistundir með þeim. Þóra Ólafsdóttir var alin upp í Reykjavík hjá Gróu Pétursdóttur, fv. bæjarfulltrúa í Reykjavík og varafor- seta S.V.F.Í., og Nikulási Kr. Jónssyni skipstjóra. Þess vegna var hún kölluð Tóta Nikk. Á heim- ilinu var einnig Guðlaug systir Gróu sem reyndist Tótu mjög vel. Þarna ólst Tóta upp við ástríki foreldra og bræðra, sem voru þrír, Pétur, Jón og Örnólfur. Fjölskyldutengslin voru sterk og þær mágkonur Tótu, Mar- grét og Sigríður voru miklar vinkon- ur hennar og reyndust henni sérlega vel í hennar veikindum. Það var gam- an að koma heim með Tótu á Öldu- götuna, mér var þar vel tekið. Tóta giftist Halldóri Þórhallssyni frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau einn dreng, Þórhall sem er verk- fræðingur. Þau slitu samvistir. Þórhallur hefur verið búsettur í Bandaríkjunum um áraraðir. Hann giftist amerískri stúlku, Sue og áttu þau eina dóttur, Heide Margréti. Hjá þeim dvaldi Tóta oft og naut þess að vera með ömmustúlkunni. Þessi fjölskylda fór ekki varhluta af sorginni því Heide lést í bílslysi 18 ára gömul. Þetta var stórt áfall fyrir Tótu, sem elskaði þetta eina barna- barn sitt mikið enda var hún sérlega gæfuleg stúlka. Þá var gott að eiga góða fjölskyldu að. Tóta vann hjá Útvegsbankanum lengst af sínum starfsferli. Hún var vel gefin og ákaflega mikil hannyrða- kona og lærði til þess í hannyrðaskóla í Kaupmannahöfn eftir að hún lauk stúdentsprófi. Margt fallegt liggur eftir hana í útsaumi. Hún átti fallegt heimili og var góð heim að sækja og vinmörg var hún. Tóta var mjög músikölsk, spilaði á píanó og svo átti hún harmonikku. Margar voru gleðistundirnar með vinum á góðum stundum þegar Tóta tók í nikkuna eða píanó og hélt uppi söng og gleði, hún var sannkallaður gleðigjafi. Síðustu árin átti hún góðan vin, Gunnar Helgason sem reyndist henni mjög vel og mun hann sakna vinar í stað. Það er margs að minnast eftir margra ára vinskap og held ég að mér sé óhætt að mæla fyrir okkur all- ar í saumaklúbbnum þegar ér segi, þakka þér allt og allt kæra vinkona. Ég sendi Þórhalli, Sue, Gunnari, Maggy, Siggu og þeirra fjölskyldum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurbjörg Magnúsdóttir (Bíbí). MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 45 ✝ Erlingur Guð-jónsson fæddist 9. október 1952 í Reykjavík. Hann lést á Haukeland Syke- hus í Bergen í Nor- egi 8. júlí síðastlið- inn. Foreldrar Erlings eru Guðjón Sigmundsson, f. 16.1. 1926 í Vest- mannaeyjum, d. 13.8. 1979 í Kristi- ansand, og Ester Sigurjónsdóttir, f. 30.7. 1925 á Siglu- firði. Systur Erlings eru: Brynja, f. 3.5. 1947, maki Sigtryggur Eyfjörð Benedikts- son, f. 31.3. 1945, Hlín, f. 17.5. 1963, og Unnur, f. 15.8. 1964, maki Egill Jóhannsson. Erlingur kvæntist hinn 15.júní 1972 Haf- dísi Guðrúnu Magnúsdóttur, f. 24.11. 1953. Foreldrar hennar voru Magnús Hildi- mar Jónsson, f. 5.12. 1905 á Minnibakka, N-Ísafjarðarsýslu, d. 20.4. 1991, og Laufey Guðjóns- dóttir, f. 22.10. 1910 í Reykjavík, d. 11.2. 1968. Þau Erlingur og Hafdís eiga fjög- ur börn: Guðjón Örn, f. 4.10. 1972, maki Liv Unni; Við- ar Páll, f. 10.11. 1975, maki Inger; Ester Eva, f. 3.12. 1979, maki Øystein; og Helena Íris, f. 13.7. 1986. Þau Erlingur og Hafdís hafa búið í Noregi í yfir 20 ár og sein- ustu árin starfaði Erlingur á ol- íuborpöllum á Norðursjó. Útför Erlings fór fram í Krist- iansand 17. júlí. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem.) Það er með miklum trega sem við kveðjum kæran vin sem alltof fljótt var tekinn frá fjölskyldu og vinum. Við erum varla ennþá búin að átta okkur á þessari sorgarfregn að hann Erlingur okkar sé dáinn. Við kynntumst þeim hjónum fyrir 15 árum þegar við vorum búsett í Kristiansand í eitt ár. Hún nafna kom og heilsaði upp á okkur því henni þótti gaman að sjá í dag- blaðinu að alnafna hennar væri bú- sett í sama hverfi og þau hjónin. Þennan tíma sem við bjuggum í þessum fallega bæ syðst í Noregi þróaðist vinátta sem við höfum viðhaldið alla tíð síðan. Í fyrra þegar við fórum til Noregs til að sýna Klöru dóttur okkar fæð- ingabæ sinn og hvar hún ólst upp sína fyrstu mánuði hittum við Dísu og Erling. Daginn eftir að við komum í bæinn brást Erlingur vel við vandræðagangi okkar með fellihýsi og bíl og bjargaði málum eins og hans var von og vísa og samdi við umboðið í bænum að taka bílinn til viðgerðar daginn eftir að við komum í bæinn. Þannig þekktum við Erling, ávallt reiðubúinn til að rétta fram hjálparhönd, svo ljúfur og hlýr. Við erum mjög þakklát þeim fyrir þessar yndislegu stundum sem við áttum með þeim þessa daga sem við stoppuðum í Kristiansand. Sá tími sem við ætl- uðum að stoppa dróst heldur betur því okkur leið svo vel í návist þeirra í hlýlegu íbúðinni þeirra. Við hefðum viljað geta sýnt þakk- læti okkar í verki í næstu Íslands- heimsókn þeirra. Það var svo gaman að fá að upp- lifa samstöðu þeirra hjóna í fyrra- sumar. Þau voru jafn heilluð af golfíþróttinni og ætluðu að eiga saman margar góðar stundir við það sameiginlega áhugamál í fram- tíðinni. Elsku Dísa, við vitum að þú hef- ur misst mikið, engan gat grunað þá að aðeins tæpu ári seinna yrði Erlingur horfinn frá okkur. Við sendum þér og börnum ykk- ar og tengdabörnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minning um góðan mann lifir áfram. Steinar, Hafdís, Linda, Klara og Birgir. ERLINGUR GUÐJÓNSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. &"  7           5  &  !!'  >1 ! #!&# ! 9.& "%/9 9& 1," '  '    '       %  1"5  & ! "" 5  & ! ""  >&  5  & ! "" #  !5  & !!' 5%&  5  & ! ""* ;  * )" *   7      7       " )       "   "   ' 5 4* 48  - >  !"  7 %@H ! * &%!& "" 5%& 09&! "" /&%25 ! "" 5 && !G%& $&5%# !!' 4*  ! "" !&5*5%# !!' 5%& *  ! "" 4!" 5%# !!' 5  !  5%# ! ""    '!/!" > !&9" * ( )                     ( (I # @= %/              " #   $   . .$ !& "" 9  ?# ! ""  > I % %!!' $ I %  )!")  !' 2/ !I % 5%## !!' 4'&$ I % %/ !!' 9 I %    % !!' 2%& I %  && !!' $ I % /!"%   !!' ( I %    '     *       *  ,         " "    "      76  - 5  !" 5   9<& "@:* :   *  )    ")    4+ /  0 1  ' ,"  1"   "" # !!' 5  >&    "" "%9 0* % !!'    !!' &! %"  $! "" 5    "" < 5  !!' #  *  $!!' 0%" *($!"! ""    '     *       *    *    7        " 5  4 0E 7 1," " ,   5&  5%&'!&01"5 ! *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.