Morgunblaðið - 19.07.2001, Side 46
FRÉTTIR
46 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sumarbrids í Hamri
Stefán Vilhjálmsson sendi okkur
eftirfarandi frétt af bridslífinu í
höfuðstað Norðurlands þar sem
hann hvetur norðanmenn sem og
ferðamenn til að líta inn í Hamri á
þriðjudagskvöldum.
Á vegum Bridsfélags Akureyrar
er spilað á þriðjudagskvöldum í
Hamri, félagsheimili Þórs við
Skarðshlíð. Spilaður er léttur tví-
menningur, spilamennska hefst kl.
19:30 og allt spilafólk hjartanlega
velkomið.
Pétur Guðjónsson og Una
Sveinsdóttir hafa verið sigursæl í
sumarbridge, en urðu þó ekki
meðal efstu para síðasta þriðju-
dagskvöld. Þá unnu Frímann Stef-
ánsson og Björn Þorláksson, hlutu
110 stig. Næstir urðu Stefán Vil-
hjálmsson og Hermann Huijbens
með 101 stig og þriðju Sverrir
Haraldsson og Marinó Steinarsson
með 90 stig.
Sumir telja spilamennsku ekki
eiga við á sumrin, en aðrir vilja
meina að alltaf sé gott „bridsveð-
ur“:
Brids er gott í bleytutíð
er bylur regn á glugga,
og skíni sumarsólin blíð
er sest við spil í skugga.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Bílstjórar — vélamenn
Vanir vöru- og „trailer“-bílstjórar óskast strax.
Einnig vantar vanan mann á traktorsgröfu og
vélamann í afleysingar.
Upplýsingar í símum 899 2303 og 565 3140.
Klæðning ehf.
byggingaverktakar,
Skeifunni 7, 2. hæð,
108 Reykjavík,
s. 511 1522, fax 511 1525
Trésmiðir
Óskum eftir að ráða vana trésmiði til
starfa sem fyrst, undirverktökum og/eða
launþegum, við utanhússklæðningu og
ísetningu á gluggum. Næg vinna fram-
undan. Unnið í uppmælingu.
Upplýsingar gefur Hákon Örn Arnþórs-
son í síma 822 4403.
Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar
Setbergsskóli
Vegna forfalla vantar kennara við Setbergs-
skóla til að kenna almenna kennslu á yngsta
stigi. Um er að ræða kennslu eftir hádegi.
Launa- og kjaramál fara eftir gildandi kjara-
samningum KÍ og launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 25. júlí.
Allar upplýsingar gefur Loftur Magnússon
skólastjóri í síma 555 2915 og 565 1011.
Víðistaðaskóli
Við heilsdagsskóla Víðistaðaskóla er laus staða
forstöðumanns og auk þess er laus staða al-
menns starfsmanns. Æskilegt er að umsækj-
endur hafi uppeldismenntun eða reynslu af
uppeldisstörfum.
Launa- og kjaramál eru samkvæmt samningum
STH við Hafnarfjarðarbæ. Allar upplýsingar
gefur skólastjóri Sigurður Björgvinsson í síma
899 8530 og 555 2912.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar,
Strandgötu 31 en einnig er hægt að sækja um rafrænt á netfangið:
hafnarfjordur.is .
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Ólafur Stefánsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali.
Atvinnuhúsnæði til leigu
Skeifan
Til leigu neðri hæð og skrifstofur á pöllum í
nýuppgerðu húsi. Á skrifstofuhæð er loftræst-
ing, tölvu-og símalagnir, snyrting og eldhús-
krókur. Lofthæð í sal er um 4,4 m. Næg bíla-
stæði eru við húsið.
Austurströnd
Til leigu 190 fm verslunar/þjónustuhúsnæði
í nýbyggðu húsi á Seltjarnarnesi. Húsnæðið
er staðsett í norðurenda hússins og afhendist
tilbúið til innréttinga.
Mosfellsbær
Til leigu ca 700 fm verslunarhúsnæði í verslun-
armiðstöð í Mosfellsbæ. Gengið er inn í hús-
næðið á jarðhæð.
Austurstræti
400 fm kjallari undir 10-11 verslun í Austur-
stræti.
Upplýsingar gefur Þorlákur Ó. Einarsson
á skrifstofu.
Sími 570 4500, fax 570 4505.
FYRIRTÆKI
Fyrirtæki
Til sölu fiskverkunarhús á Suðurnesjum 180 m2.
Tilbúið fyrir saltfiskverkun. Vélar og tæki geta
fylgt. Flatningsvél-hausari-viktar-kör og fl.
Húsinu fylgir stór eignarlóð.
Upplýsingar í síma 421 1584.
TIL LEIGU
Til leigu
í Sætúni 8, efsta hæð, („penthouse“), alls
169 fm.
Upplýsingar veitir Stóreign í síma 55 12345.
TILKYNNINGAR
Hestur í óskilum
Grár fullorðinn hestur á járnum í óskilum í Mið-
dal í Laugardal. Stafirnir EH klipptir í síðu.
Upplýsingar í símum 486 1169 eða 486 1199.
Oddviti Laugardalshrepps.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00.
Vitnisburðir. Ræðumaður:
G. Theodór Birgisson.
Fjölbreyttur söngur. Kaffi að
lokinni samkomu. Allir velkomnir.
www.samhjalp.is .
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Samkoma kl. 20.00.
Högni Valsson predikar, „Trú án
Heilags anda". Lofgjörð og fyrir-
bænir.
Allir hjartanlega velkomnir!
Sunnudag: Opið hús kl. 20.00.
Mánudag: Fjölskyldubæna-
stund og samfélag.
„Lát ráðvendni og hreinskilni
gæta mín, því að á þig vona ég,
ó Guð."
Athugið! Opnunartími skrifstofu
og bókabúðar er alla virka daga
frá kl. 13.00 til 16.00.
www.vegurinn.is .
600—1400 fm húsnæði í Skeif-
unni. 4,4 m lofthæð, góðar inn-
keyrsludyr, næg bílastæði, frábær
staðsetning. Hentar fyrir verslun,
heildsölu, lager o.fl. Hagstætt
leiguverð.
Upplýsingar í síma 588 2220.
Útivist með
helgarferð að
Fjallabaki
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir
um helgina til ferða um Fjalla-
baksleiðir, bæði þá nyrðri og syðri
þar sem hægt verður að velja milli
öku- og skoðunarferðar að Fjalla-
baki og nýrrar gönguleiðar.
Nýja gönguleiðin liggur af
Fjallabaksleið nyrðri í Jökuldölum
og er gengið þaðan um Illagil,
Muggudali og Strútslaug að Strút,
en í ökuferðinni er m.a. komið við í
Eldgjá, Álftavatnakróki, skoðaður
Rauðibotn og margt fleira áhuga-
vert, segir í fréttatilkynningu.
Útivist býður einnig að venju
upp á helgarferðir á Fimmvörðu-
háls og í Bása. Fararstjórar eru
Hákon Gunnarsson og Anna Soffía
Óskarsdóttir. Pantanir og farmið-
ar eru á skrifstofunni á Hallveig-
arstíg 1.
Áhyggjur
vegna málefna
sauðfjárbænda
„ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing-
arinnar græns framboðs lýsir
áhyggjum af því óvissuástandi sem
skapast hefur í slátrunar- og af-
urðasölumálum sauðfjárbænda víða
á landinu. Sauðfjárbændur mega
síst við því, afkomu sinnar vegna,
að lenda í erfiðleikum með að af-
setja framleiðslu sína og sæta
óvissu um uppgjör. Einnig er ljóst
að fyrirhuguð lokun afurðastöðva
verður mikið áfall viðkomandi
byggðarlögum ef af verður.
Þuríður Backman, fulltrúi þing-
flokks Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs í landbúnaðar-
nefnd Alþingis, hefur óskað eftir
því að nefndin komi saman til fund-
ar til að kynna sér stöðu mála og
kanna með hvaða hætti er unnt að
tryggja hagsmuni bænda,“ segir í
ályktun frá þingflokki Vinstri
grænna.
♦ ♦ ♦