Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 49
sjónvarps-
dagskráin
á mbl.is
Á Fólkinu á mbl.is er tenging við
vefinn sjonvarp.is þar sem sjón-
varpsdagskrá allra helstu stöðva er
að finna. Hægt er að skoða dag-
skrána eftir tíma, sjónvarpsstöðv-
um eða efni. Einnig er hægt að fá
áminningu um ákveðna dagskrárliði
í tölvupósti.
Verð á herb. og íbúðum yfir hátíðarnar:
Stúdíóíbúð kr. 5.000 á nóttu
eða kr. 20.000 á viku.
Herb. með aðgangi að baði á nóttu kr. 4.000
eða kr. 15.000 á viku.
Ekki er um morgunverð að ræða á þessu
tímabili.
Gleðileg jól.
Gistihús Regínu
Mjölnisholti 14, 3. hæð, símar 551 2050 og 898 1492
Það verður opið að venju hjá okkur um jólin og áramót
frá 17. des. fram til 5. janúar
Óskum öllum landsmönnum nær og fjær
gleðilegra jóla, árs og friðar.
Mjölnisholti 14, 3. hæð, sími 551 20 0 gistih.regina@isl.is
Við bjóðum ódýrari gistingu
í miðri viku í júlí og ágúst.
Verð:
Stúdíóíbúð kr. 5.000
2ja manna herbergi kr. 4.000
Eins manns herbergi kr. 3.000
Morgunverður innifalinn.
SAMKVÆMT tillögum Eftirlits-
stofnunar EFTA (ESA) munu sex
sveitarfélög verða tekin af byggða-
korti fyrir Ísland og munu þau og
fyrirtæki í þeim ekki eiga kost á
byggðastyrkjum ef þau óska þess.
Þessi sveitarfélög eru Reykjanes-
bær, Sandgerðishreppur, Gerðar-
hreppur, Vatnsleysustrandarhrepp-
ur, Akraneskaupstaður og Innri-
Akraneshreppur. Samkvæmt eldra
byggðakorti var höfuðborgarsvæðið
eina svæðið sem ekki gat notið
byggðastyrkja.
Í reglum Evrópusambandsins
(ESB) eru ríkisstyrkjum settir
mjög þröngar skorður. Þó má beita
byggðastyrkjum en hins vegar geta
ekki öll svæði fengið slíka styrki.
Því fer ESA eftir þrenns konar
viðmiðum, þ.e. hver þjóðarfram-
leiðsla viðkomandi svæðis er, at-
vinnustigi byggðar og þéttleika
byggðar.
Síðasta nefnda viðmiðið á við um
Ísland, en það þýðir að ef íbúar eru
færri en 12,5 á ferkílómetra þá get-
ur það svæði notið byggðastyrkja.
Deila má um hvað séu
byggðastyrkir og hvað ekki
Kristján Skarphéðinsson, skrif-
stofustjóri byggðamála í iðnaðar-
ráðuneytinu, segir að byggðakort
fyrir Ísland hafi síðast verið sam-
þykkt árið 1996 en þá hafi verið
miðað við þá kjördæmaskipan sem
senn fellur úr gildi. Því þurfi iðn-
aðarráðuneytið að fá samþykki
ESA fyrir nýju byggðakorti.
„Við lögðum til að miðað yrði við
nýju kjördæmin en ESA fannst það
vera allt of stór svæði. Því var
ákveðið að skipta þessu niður miðað
við sveitarfélög.“
Eins og áður segir munu áður-
nefnd sveitarfélög og fyrirtæki í
þeim ekki geta fengið byggðastyrki.
Spurður um hver áhrif á viðkom-
andi sveitarfélög munu vera segist
Kristján ekki geta sagt til um það
og enn fremur megi ávallt deila um
hvað séu byggðastyrkir og hvað
ekki.
„Að sumu leyti má segja sem svo
að það séu engir byggðastyrkir á
Íslandi. Við erum með Byggða-
stofnun en hún fær samtals 200
milljónir á ári samkvæmt fjárlögum
og af því fer hluti í rekstur stofn-
unarinnar og eitthvað í styrki en yf-
irleitt eru það mjög litlir styrkir.“
Hann segir jafnframt að ef fyr-
irtæki á almennum markaði fái lán
frá Byggðastofnun þá séu vextirnir
lægri en á almennum markaði og í
því felist að sjálfsögðu styrkur.
En hvaðan kemur sá styrkur?
„ESA er að segja að fyrirtæki í
þessum sveitarfélögum megi ekki fá
byggðastyrki en svo er spurning
hvað eru byggðastyrkir.“
Mótmælt að Akranes
sé ekki á kortinu
Þegar síðasta byggðakort fyrir
Ísland var gert árið 1996 var um
mikið atvinnuleysi að ræða á Suð-
urnesjum en svo er ekki í dag.
Kristján segir að iðnaðarráðuneytið
hafi hins vegar mótmælt því að
Akraneskaupstaður og Innri-Akra-
neshreppur séu á einu atvinnu-
svæði. Kaupstaðurinn og hreppur-
inn eigi því að tilheyra
byggðakortinu.
„Í fyrsta lagi höfum við sagt að
miklu færri en 12,5 búi á hverjum
ferkílómetra uppi á Akranesi og í
Innri-Akraneshreppi og í öðru lagi
þá getur venjulegur verkamaður
ekki búið upp á Akranesi og unnið í
Reykjavík vegna þess kostnaðar
sem það hefur í för með sér. Það er
því ekki hægt að segja að göngin
leiði til þess að þetta sé orðið eitt
atvinnusvæði nema þegar atvinnu-
rekandinn greiðir allan ferðakostn-
að.“
Kristján segir að iðnaðarráðu-
neytið vænti svara frá ESA síðar í
þessum mánuði.
Tillögur Eftirlitsstofnunar EFTA um byggðakort fyrir Ísland
Sex sveitarfélög
munu ekki eiga kost
á byggðastyrkjum