Morgunblaðið - 19.07.2001, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
"# $
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
NÚ ER gaman hjá fjölmiðlafólki,
nóg um að skrifa og skrafa. Þing-
maður einn hefur
orðið uppvís að
ósannsögli og
stuldi. Það er eins
og að nú sé búið
að finna hinn eina
sanna sökudólg
fyrir allt svindl og
svínaríi sem
stundað hefur
verið í þessu þjóð-
félagi um aldir.
Árni Johnsen
réttdræpur og dæmdur af öllum.
En mér er spurn – hvað gerist í
framhaldinu? Verður Árni dæmdur
og er þá þar með búið að hreinsa
þetta þjóðfélag af öllu illu? Eða mun
kannski einhver halda áfram að
svindla og einn og einn halda áfram
að svíkja, til dæmis undan virðis-
aukaskatti?
Það á eftir að koma í ljós, kannski
verður þjóðfélagið okkar miklu betra
eftir þessar aðfarir, kannski ekki.
Hvað sem því líður ætla ég að segja
mína meiningu og hún er sú að um-
burðarlyndi er betra en dómharka
þegar einhverjum verður eitthvað á,
sérstaklega ef verið er að hugsa til
þess að byggja upp betri heim og
bjartari framtíð. Ég held að við get-
um öll sagt með sanni að ekkert okk-
ar sé með öllu saklaust og ef við vilj-
um sýna sanna samábyrgð leitum við
ekki eftir sökudólg til að gera heim-
inn betri heldur lausnum.
Fyrirgefning og mildi eru merki-
legri meðul og árangursríkari en
refsingar og harðneskja.
Við fáum fréttir utan úr hinum
stóra heimi frá Ísrael, Írlandi og
Júgóslavíu. Á þessum stöðum er
endalaust verið að berjast og enginn
vill gefa eftir, sættast og fyrirgefa.
Hefndin er ekki lausn, hún hefur
aldrei verið það eins og sagan sannar
svo sorglega aftur og aftur. Hefnd og
refsing verður aldrei lausn sem leiðir
til friðar og betra lífs. Fyrirgefningin
aftur á móti er lausn, hún hefur bara
svo sorglega sjaldan verið reynd á
opinberum vettvangi. En þótt fyrir-
gefningin hafi ekki verið mikið
ástunduð milli þjóða og þjóðarbrota
hafa flestir reynslu af því að þeim
hafa verið fyrirgefnar ýmsar yfir-
sjónir af þeirra nánustu, mömmu,
pabba, eiginmanni eða eiginkonu. Og
þeir sem það hafa reynt vita að það
hefur gert þá að betri mönnum og
heiminn þar með betri, því heimur-
inn er endurspeglun af okkur þannig
að ef við verðum betri menn verður
heimurinn betri. Því segi ég – hvern-
ig væri að fyrirgefa Árna? Ég held
það gæti verið áhugaverð tilraun til
að sjá hvernig það virkar, því við vit-
um að refsingar og hefnd virka ekki.
SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Illugagötu 39, Vestmannaeyjum.
Dæmum ekki
Frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur:
Sigrún
Þorsteinsdóttir
Í GREIN í Morgunblaðinu 17. júlí sl.
vekur Kristinn Pétursson (Garðabæ)
athygli á ummælum Árna M. Mathie-
sen sjávarútvegsráðherra á ráðstefnu
sem haldin var í tengslum við alþjóð-
legu sjávarútvegssýninguna í Boston
nú í vor. Árni var frummælandi á ráð-
stefnunni og í ræðu sinni þakkaði
hann 25% aflareglunni, sem beitt hef-
ur verið nokkur undanfarin ár, þann
árangur sem náðst hefur í uppbygg-
ingu þorskstofna á Íslandsmiðum.
Klykkti ráðherrann út með að segja
að senn mætti vænta þess að árlegur
þorskkvóti yrði hækkaður í 350 þús-
und tonn.
Kristinn segir að engir íslenskir
fjölmiðlar hafi greint frá þessum um-
mælum utan hvað málgagn Lands-
sambands smábátaeigenda hafi
vitnað til fréttar WorldCatch frétta-
vefsins um ræðu íslenska
sjávarútvegsráðherrans. Þetta er
rangt hjá Kristni. Sama dag og Árni
M. Mathiesen hélt ræðu sína í Boston
var efni ræðunnar gert að umtalsefni í
frétt á fréttavef InterSeafood.com,
sem er alíslenskur fréttavefur um
sjávarútvegsmál þrátt fyrir nafnið, og
var sérstök athygli vakin á áherslu
ráðherrans á þátt aflareglunnar í
uppbyggingu þorskstofnsins og því að
vænta mætti 350 þúsund tonna þorsk-
kvóta. Reyndar skildi ég ummælin
þannig að þessa kvóta væri að vænta
á næsta ári og ég sé það að erlendir
fjölmiðlar, s.s. Fishing News Inter-
national, lögðu sama skilning í málið.
Auk fréttar InterSeafood.com á hin-
um íslenska hluta fréttavefjarins, var
ræða sjávarútvegsráðherra birt orð-
rétt á hinum enska hluta fréttavefjar-
ins. Þá skal bent á að ræðan hefur
verið aðgengileg á heimasíðu sjávar-
útvegsráðuneytisins.
Þegar greint var frá tillögum Haf-
rannsóknastofnunar um ráðlega veiði
úr einstökum nytjastofnum á næsta
fiskveiðiári og ákvörðun sjávarút-
vegsráðherra þar að lútandi, voru
umrædd ummæli ráðherrans rifjuð
upp í frétt á InterSeafood.com. Sér-
stök athygli var vakin á því misræmi
sem fram kom í ræðunni í Boston og
þeim niðurskurði sem gerður var á
þorskkvótanum. Það er því rangt hjá
Kristni Péturssyni að íslenskir fjöl-
miðlar hafi ekki fjallað um umrætt
mál. Hins vegar má virða honum það
til vorkunnar að þótt frétta- og mark-
aðsvefur InterSeafood.com hafi verið
starfræktur í rúma níu mánuði þá er
útbreiðslan enn sem komið er tak-
mörkuð við 500 til 600 alvöruheim-
sóknir á hverjum virkum degi. Á
þessum tíma hafa verið birtar hátt í
6.000 fréttir um sjávarútvegsmál á
vegum InterSeafood.com. Auk þess
sem InterSeafood.com er með starf-
semi á Íslandi er starfrækt frétta-
þjónusta í Færeyjum og sömuleiðis
eru þær sjávarútvegsfréttir sem hæst
bera á Íslandi og í Færeyjum birtar á
ensku og norsku. Kristni og öðrum,
sem vilja kynna sér efni vefsins, er
bent á að rólegt er yfir fréttaþjónust-
unni þessa dagana vegna sumarleyfa
en úr því ætti að rætast þegar kemur
fram í ágústmánuð.
EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON
fréttastjóri InterSeafood.com
Ummæli Árna á
InterSeafood.com
Frá Eiríki St. Eiríkssyni: