Morgunblaðið - 19.07.2001, Side 58

Morgunblaðið - 19.07.2001, Side 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD heldur Djasskvintettinn Jump Monk tónleika í Deiglunni á Akureyri og hefjast þeir kl. 21.30. Þar með hefst tónleikaferð hans sem heldur áfram á Mývatni, held- ur síðan til Neskaupstaðar, Hafnar í Hornafirði, til Hellu og endar viku seinna í Reykjavík. Kvintett þessi er samstarfsverk- efni saxófónleikaranna Ólafs Jóns- sonar og Hauks Gröndal, og á efnis- skrá er tónlist samin af píanóleik- aranum og tónsmiðnum Thelonius Monk. Best með tvo blásara Ólafur og Haukur hafa leikið saman í hinum ýmsu hljómsveitum undanfarin ár, en Ólafur útskrif- aðist úr Berkley College of Music í Boston vorið 1992. Haukur hefur, eftir lokapróf frá Tónlistarskóla FÍH 1997, verið búsettur í Kaup- mannahöfn þar sem hann nemur við Rytmisk Musikkonservatorium og er fyrsti Íslendingurinn sem kemst inn í þann skóla. Þeir hafa fengið mér sér á ferðalagið menn af ekki verri endanum, þá Tómas R. Einarsson bassaleikara, Matthías Hemstock trommuleikara og hinn unga og snjalla píanista Davíð Þór Jónsson. „Það er skemmtilegt að hafa tvo blásara í bandi af þessu tagi frekar en einn sólóista, við erum búnir að útsetja fínustu raddir og þetta er orðið miklu meira,“ segir Haukur. – Verður engin keppni um sólóin þá? „Nei, það er bara svona góðlátleg samkeppni í gangi,“ segir Haukur og glottir. „Sum af þessum lögum eru þrælútsett en þetta er samt als ekki stíft,“ bætir Ólafur við. Skemmtilegar hrynpælingar „Við erum að spila lög sem hafa síður heyrst, en öll tónlistin hans Monks er svo frábær að maður verður að prófa að spila allt sem hann hefur gert allavega einu sinni,“ segir Haukur. Strákarnir segja svo marga hrifna af Monk því hann sé viss tenging úr „bebop“-djassi yfir í módern djass, að mjög stór hluti af nútíma djasshljómi komi frá Monk. „Hann var með geysilega skemmtilegar hrynpælingar,“ segir Ólafur, „og lögin sem við munum flytja eru frá mjög breiðu tímabili, eða frá 1946 til um 1960.“ „En Monk var geðklofa- sjúklingur og var alveg óvirkur frá byrjun áttunda áratugarins og þar til hann dó 1982. Öll lögin sem við leikum eru þannig að ef maður hef- ur eitthvað hlustað á djass þá heyr- ir maður strax að þetta er Monk,“ segir Haukur. – Eru þau ekkert tormelt? „Nei, því þetta er svo ryþmískt og sérstakt að það er ekki spurning að allir geta haft gaman að þessu. Bandið er líka mjög gott og Davíð Þór stendur sig mjög vel í hlutverki Monks,“ segja saxófónleikararnir að lokum ánægðir með sig og sína. Morgunblaðið/Ásdís Kvintettinn Jump Monk skipa Haukur, Davíð Þór, Ólafur, Matthías og Tómas. Blásarar í hrynpælingum Djasskvintettinn Jump Monk á ferð um landið Rás 1 Íslenskur djass kl. 19.00 um helgar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.