Morgunblaðið - 19.07.2001, Side 59
Rosalega skemmtilegur biti
Morgunblaðið/Ásdís
Árni, Pétur Már og Böðvar Bjarki gera skemmtilegar myndir og ófyrirsjáanlegar.
Í KVÖLD og næstu kvöld kl. 22.30
sýnir Filmundur þrjár hentumyndir.
Þetta er ný tegund kvikmynda,
fundin upp á Íslandi. Þar er beitt
þeirri aðferð að setja raunverulega
atburði í óvenjulegt samhengi og fá
þannig nýja sýn á lífið.
Fyrsta myndin sem sýnd verður
er Kyrr eftir Árna Sveinsson. Önnur
myndin heitir Friður en leikstjóri
hennar er Pétur Már Gunnarsson.
Þriðja myndin nefnist Lúðrasveit og
brú og höfundur hennar er Böðvar
Bjarki Pétursson.
Að teygja á kvikmyndaforminu
„Það var fyrir algjöra slysni sem
við fundum upp hentumyndirnar,“
segir Árni.
„Við fundum að myndirnar okkar
voru skildar og fórum að velta því
fyrir okkur hvernig myndir þetta
væru. Pétur Már rannsakaði lista-
söguna og við áttuðum okkur á að
þetta form var þegar til í listasög-
unni undir heitinu „ready-made art“
og hentumyndir er þýðing Þorsteins
Thorarensen á því heiti,“ útskýrir
Böðvar Bjarki.
„Það sem við teljum að sé nýtt er
að gera þetta í kvikmyndum.“
„Upphafið var þegar Duchamps
ljósmyndaði pissuskálina árið 1912.
Það var líka upphafið að því þegar
listin fór að fjarlægjast áhorfandann
allverulega,“ segir Árni. „Fyrir
þann tíma var list mjög meðfærileg
en það breyttist allt með honum.“
– Eruð þið að reyna að fjarlægjast
áhorfendur?
„Nei, en það er löngu tímabært,
sérstaklega hérna á Íslandi, að
teygja aðeins á þessu kvikmynda-
formi,“ segir Böðvar Bjarki. „Heim-
ildamyndir eru yfirleitt mjög leið-
inlegar en við reynum eitthvað nýtt
og ferskt með þessu formi. Við Ís-
lendingar vorum orðnir uppi-
skroppa með nálgun. Myndir í dag
eru algjörlega fyrirsjáanlegar. Okk-
ur langar að brjóta það upp. Á sama
tíma var ég að reyna að gera
skemmtilega mynd.“
„Já, við reyndum það allir,“ segir
Árni.
– Hvernig gerir maður skemmti-
lega mynd?
„Það er ofboðslega vinna á bak
við þær allar í upptökum, klippingu
og frágangi og það styður við inni-
haldið. Ég held að skemmtilegar
myndir séu þær sem hafa eitthvert
innihald og setja einhverja hugsun
af stað. Er það ekki?“ spyr Böðvar
Bjarki.
Allt alvöru fólk
Við vinnu myndarinnar Lúðra-
sveit og brú fylgist hann með Páli
Pampichler og Hauki Karlssyni í eitt
og hálft ár.
„Upphaflega hugmyndin var að
fjalla um vinnuna og heimspeki
hennar. Mig langaði ekki að þvinga
þetta saman, heldur sjá til hvað
gerðist. Einu sinni læt ég lúðrasveit
og brú mætast.
Grunnhugmyndin var að fjalla um
verkið, hvernig verk verður til, og
niðurstaðan er bara myndin sjálf,
það verk sem hún er.“
Árni tekst á við Hlemm í sinni
mynd.
„Þetta er svæði í Reykjavík sem er
mjög skemmtilegt, þar er mikið af
klikkuðu fólki. Það eina sem vantar
þangað eru hórur, þá er allur skal-
inn kominn. Einhver var að segja að
fyllibytturnar hefðu of mikið vægi í
þessari mynd en það er ekki satt,
það er svo mikið af þeim þarna. Í
myndinni er Keisaranum lokað,
mesta veruleikaflótta sem Reykvík-
ingar hafa tekið þátt í. Að færa rón-
ana frá Hlemmi niður á Austurvöll.
Alveg súrt!“ segir Árni og hlær.
Pétur Már fjallar síðan um laumu-
reykingar í sinni mynd.
„Þetta er par og annað laumu-
reykir fyrir hinu. Hvort það er kem-
ur í ljós. Konan er svolítið feimnari.
Ég elti hann í vinnuna og ætlaði að
gera það sama með hana en það var
erfiðara. Málið var að mynda þau í
sínu hversdagslífi og tala síðan við
annað fólk sem var komið út úr
skápnum með sínar reykingar,“ út-
skýrir hann.
„Við vonum að sem flestir komi til
að sjá eitthvað nýtt,“ segir Böðvar
Bjarki.
„Ég hef engan hitt sem finnst
myndirnar leiðinlegar,“ bætir Pétur
Már við.
„Þetta er rosalega skemmtilegur
biti úr íslenskum raunveruleika.
Þetta er allt alvöru fólk og alvöru
aðstæður settar í skemmtilegt sam-
hengi sem við getum kallað bíó-
myndir,“ segir Árni og botnar við-
talið.
Filmundur sýnir
þrjár hentumyndir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 59
ÞAÐ er erfitt að hugsa sér að iðk-
endur eins nútímavæns tónlistar-
forms og dans/raftónlistar búi yfir
fortíðarþrá. En þannig verður mál-
um víst háttað á Café 22 í kvöld þeg-
ar hin eina sanna „old skool har-
dcore“-stemmning verður rifjuð upp
fyrir tilstilli þeirra plötusnúða, hins
goðsagnakennda Grétars og hins
grínaktuga DJ Bjössa brunahana.
Þeir félagar hafa að undanförnu ver-
ið að bisa við að blása rykið af göml-
um, jöskuðum tólftommum frá dýrð-
ardögum hinnar hamingjuríku
harðkjarnatíðar og víst að það verð-
ur stansað, dansað og öskrað (flaut-
að?) fram á bjarta nátt.
Miðaverð er sléttar 500 kr. og
verður dyrum tímavélarinnar upp
lokið kl. 21.00 en látnar aftur fimm
tímum síðar. Þess ber að geta að á
staðnum verða seldir sérstakir
blanddiskar með öllu því besta sem
harðkjarnadanstónlistin bjó yfir á
árunum 1990–1993. Samsetning
þeirra var í höndum Orko og DJ Elv-
ars Inga.
DJ Grétar.
Dansað
til að
muna
Reif í Reykjavík
betra en nýtt
Nýr og glæsilegur salur
Sýnd kl. 10.
Sýnd kl. 8
Kvikmyndir.com
Hausverk.is
Sýnd kl. 6.
EÓT Kvikmyndir.is
Dýrvitlaus og drepfyndinn
Sýnd kl. 6, 8 og10
Með Rob Schneider úr
Deuce Bigalow: Male Gigolo Frá höfundum
Big Daddy
Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Sýnd kl. 8 og 10.
www.sambioin.is
Dýrvitlaus og drepfyndinn
Með Rob Schneider úr
Deuce Bigalow: Male Gigolo
Frá höfundum Big Daddy Forsýnig kl. 8.
Enskt tal. Vit nr. 244
Heilsuviðvörun: Ef þú tekur upp lífshætti
Bridget Jones þá gæti það skaðað heilsu þína.
Sýnd kl. 10.
Vit nr 243.
Kvikmyndir.com
strik.is
Sími 461 4666 samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
www.sambioin.is
Sýnd kl. 9.30. Síðustu sýn Vit 235.
Sýnd kl. 6 og 8.Vit nr 249.
Heilsuviðvörun: Ef þú tekur upp lífshætti
Bridget Jones þá gæti það skaðað heilsu þína.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit nr 243.
PEARL HARBOR
7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu.
Hann heyrði að
það væri villt í LA.
hann vissi ekki hversu villt!
Kvikmyndir.com
strik.is
One Night at McCool´s er sýnd í Regnboganum
MAGNAÐ
BÍÓ
Kvikmyndir.com
Hausverk.is
Geggjuð gamanmynd
frá leikstjóra Ghostbusters!
Sýnd. 6, 8 og 10.
Dýrvitlaus og drepfyndinn
Með Rob Schneider úr (Deuce Bigalow:
Male Gigolo.) Framleitt af hinum eina
sanna Adam Sandler
Sýnd. 6, 8 og 10.
Stærsta ævintýri sumarsins er hafið
Sýnd kl. 4, 6, 8 og
10.05.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.05.
úr (Deuce Bigalow: Male Gigolo.)
www.laugarasbio.is
Framleitt af hinum
eina sanna Adam Sandler
Dýrvitlaus og drepfyndinn
Hausverk.isKvikmyndir.com
Sýnd kl. 4, 6, 8 og
10.05. B. i 12 ára.