Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 60
EINS og kunnugt er stendur til að endurvekja Eldborg-
arhátíðina á Snæfellsnesi um verslunarmannahelgina.
Undanfarna daga hefur verið lögð lokahönd á dagskrána
og nú þegar hafa Stuð-
menn, Skítamórall, Greif-
arnir, Ný dönsk, Sóldögg,
Írafár, Buttercup, Í
svörtum fötum, Geirfugl-
arnir, Lúdó & Stefán,
XXX Rotweilerhundar,
Útrás, Yasmine Olsson,
3G’s, Spútnik, Johnny
on the NP, Nova, Gos,
Jimi Suzuki og (rúsínan
í pylsuendanum) Jet
Black Joe boðað komu
sína á hátíðina.
„Jú, það passar,“
svaraði Páll Rósin-
krans er Morgunblaðið
hringdi í hann til þess
að fá það staðfest hvort
Jet Black Joe væru í
raun á dagskránni en sjö ár
eru síðan sveitin lagði upp laupana. „Það má eiginlega
segja að ég og Gunni Bjarni séum að halda upp á það að
það séu tíu ár frá því að ég og hann spiluðum fyrst saman.“
Páll Rósinkrans segir það ekki komið á hreint hverjir
leiki með sveitinni, en segir það nokkuð víst að Hrafn
Thoroddsen hljómborðsleikari verði ekki með að þessu
sinni þar sem hann verði staddur á Þjóðhátíð í Vestmanna-
eyjum sem liðsmaður SSSólar. Einnig segir hann ólíklegt
að trommuleikarinn Jón Örn Arnarson leiki með.
Aðspurður hvort þetta sé vísir að frekari samstarfi hans
og Gunnars Bjarna segir Páll það vera alls óákveðið.
„Við erum bara í rauninni að taka þetta. Kannski tökum
við einhverja tvo eða þrjá tónleika en svo spáum við bara í
áframhaldið síðar. Þetta á þannig séð ekki að vera nein
endurkoma. Þetta er bara svona smá vinaþel. Það er eng-
inn „dottinn í það“ eða eitthvað svoleiðis,“ segir Páll að lok-
um.
Samkvæmt Einari Bárðasyni hefur dagskrá hátíðarinn-
ar vakið áhuga hjá erlendum plötufyrirtækjum og útsend-
arar Atlanta, Warner Chapel og Maverick boðað komu
sína. Hægt er að nálgast miða í verslunum 10 - 11 en 16 ára
aldurstakmark er inn á hátíðina.
Dagskrá Eldborgar 2001 að taka á sig endanlega mynd
Morgunblaðið/Arnaldur
Birgitta Haukdal úr Írafári ásamt kærastanum
Hanna Bach úr Skítamóral, en báðar sveitirnar
koma fram á hátíðinni.
Jet Black Joe leik
ur á
Eldborg.
Í svörtum fötum ætlar að fanga athyglina á Eldborg.
Jet Black Joe
snýr aftur
60 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
var á tónleikunum á sínum tíma,
brást skjótt við beiðni Lam-
berts og sendi honum töluvert
af efni. Fór svo að hún er nú
tengiliður Lamberts á Íslandi
og munu þau vinna verkið í
sameiningu.
„Ég skrifaði honum Lambert,
þar sem ég sat á sviðinu þegar
Zeppelin voru að spila hér. Ég
dreif mig í því að fá fullt af upp-
lýsingum, fór niður í Þjóðarbók-
hlöðu og svoleiðis,“ segir Krist-
ín í samtali við Morgunblaðið.
Hún segir þau ætla að gefa
bókina út eins fljótt og auðið er,
eða þegar búið er að safna sam-
an öllum upplýsingum. „Allt
verður svo sent til kostunaraðil-
ans sem er víst einhver japansk-
ur auðkýfingur. Það fer svo eft-
ir því hvernig honum líst á þetta
hvort hann muni hjálpa til. En
bókin verður gefin út, hvort sem
kostunaraðilar koma að þessu
eða ekki. Hann Lambert mun
þá bara gera það sjálfur.“
Viðbrögð hafa ekki látið á sér
standa og nú hefur verið ákveð-
ið að gefa einnig út íslenska út-
gáfu af verkinu. Þeir sem vilja
fá íslensku útgáfuna senda heim
til sín geta sent tölvupóst á zep-
pelin226_1970@hotmail.com.
Þess má og geta að allir þeir
sem leggja hönd á plóg við verk
Kristínar og Lamberts verður
getið í báðum útgáfunum.
Áhugasömum er boðið að
hafa samband, annaðhvort í
síma 869-0291 eða með tölvu-
pósti, dagmey@hotmail.com,
telji þeir sig geta aðstoðað.
STÓRSVEITIN Led Zeppelin
hélt eftirminnilega hljómleika í
Laugardalshöll, 22. júní árið
1970. Á þeim tíma átti hún ein-
göngu tvær plötur að baki en sú
síðari, Led Zeppelin II, er af
mörgum fræðimönnum talin ein
besta rokkplata allra tíma. Í
kjölfar Íslandsheimsóknarinnar
samdi sveitin svo lagið
„Immigrant Song“, sem inni-
heldur, eins og frægt er orðið,
línurnar „We come from the
land of the ice and snow, From
the midnight sun where the hot
springs blow.“ (eða „Við komum
frá landi ísa og snjós, hvar hver-
ir spúa og miðnætursól er ljós“).
Það lag varð einmitt opnunarlag
næstu plötu sveitarinnar, Led
Zeppelin III, sem kom út þá um
haustið.
Um þessar mundir er ungur
Breti, Keith Lambert, að vinna
að örbók um þessa tónleika, 32
síðna í tímaritsformi (þ.e. A4
broti), og hefur í því skyni leitað
aðstoðar Íslendinga við öflun
heimilda. Lambert er 34 ára
gamall, meðlimur í Led Zeppel-
in tökulagasveitinni Simply Led
og vart þarf að taka fram að
hann er forfallinn aðdáandi.
Á þriðjudaginn birtist frétt á
síðum þessum þar sem var aug-
lýst eftir minjum tengdum tón-
leikunum, s.s upptökum, mynd-
um, aðgangsmiðum, veggspjöld-
um og fólk enn fremur hvatt til
að hafa samband, lægi það á
haldbærum gullmolum varðandi
tónleikana.
Kristín nokkur Snæfells, sem
Led Zeppelin á Íslandi 1970
Minningar
óskast
Ljósmynd/Guðjón Einarsson
Jimmy Page, gítarleikari Led Zeppelin, á sviðinu í Höllinni.
NÝTT OG BETRA
Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
www.sambioin.is
strik.is
KVIKMYNDIR.is
1/2
Hugleikur
Sýnd kl. 4 og 6.
Vit 236.
Sá snjalli er
bxunalaus!
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Vit 242.
Nýi Stíllinn
Keisarans
Sýnd kl. 4. ísl tal
Vit 213
Heilsuviðvörun: Ef þú tekur upp lífshætti
Bridget Jones þá gæti það skaðað heilsu þína.
Nýjasti rómantíski gamanmyndasmellurinn frá framleiðendum
Notting Hill & Four Weddings And A Funeral. Með Renée Zelweger
(Jerry Maguire, Nurse Betty), Hugh Grant (Notting Hill, Four Weddings
And A Funeral) og Colin Firth (Shakespeare in Love og Fever Pitch).
Kemur báðum kynjum í gott skap.
Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.10. Vit nr. 250
Kvikmyndir.com
DV
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 243.
Sýnd kl.8.15. Vit 235. B.i. 12.
PEARL HARBOR
7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu.Sýnd kl. 3.45 og 6.
Vit 234
strik.is
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 249
Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Ghostbusters!
Hausverk.is
Kvikmyndir.com
Hann heyrði að
það væri villt í LA.
hann vissi ekki hversu villt!
HÁSKÓLABÍÓ
þar sem allir salir eru stórir
Hagatorgi sími 530 1919
Sýnd kl. 10. B. i. 16. Síðasta sýn
Keanu Reeves
og James Spader
Hluti myndarinnar var tekinn upp á Íslandi
Frábær hasarmynd sem fór
beint á toppinn í Bandaríkjunum
Stærsta ævintýri sumarsins er hafið
TILLSAMMANS
betra er að
borða grautinn
saman en
steikina einn
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12.
1/2 Kvikmyndir.com
H.L. Mbl.
H.K. DV
Strik.is
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 6.
Síðasta sýnSýnd kl. 8 og 10.30.
RIEN SUR ROBERT
SV Mbl
Sýnd kl. 8 . B.i.16. Síðasta sýn
Kvikmyndir.comDV strik.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
MIÐASALAN á tónleika bresku
hljómsveitarinnar Coldplay í
Laugardagshöllinni 22. ágúst fer
í gang 30. júlí kl. 10.00 – á slag-
inu. Miðaverð verður 5.500 krón-
ur í stúku og 4.500 í stæði og er
aldurstakmarkið 18 ár, sökum
áfengisveitinga sem verða á
staðnum. Sölustaðir verða tveir á
höfuðborgarsvæðinu, Skífan á
Laugavegi og í Kringlunni, en
einnig verða 2.000 miðar, af þeim
5.500 sem í boði verða, seldir á
Netinu á val.is, einkum til að
þjónusta áhugasama tónleikafara
utan borgarmarkanna.
Að sögn Þorsteins Stephensens,
eins tónleikahaldara, hefur ekki
verið gengið frá upphitunar-
atriðum en hann segir að þau mál
ættu að skýrast innan tíðar.
Liðsmenn Coldplay ætla sér að
staldra lengur við á Íslandi en
gengur og gerist með listamenn
er hér á landi leika enda segir
Þorsteinn þá afar spennta yfir
því að koma og skoða landið og
leika fyrir sína fjölmörgu ís-
lensku unnendur. Þeir áforma að
vera hér í fjóra daga, frá mánu-
degi fram á fimmtudag, en þá
halda þeir til Írlands til að leika
á margumtöluðum heimkomu-
tónleikum U2 í Slane-kastala.
„Það má því segja að tónleikarnir
á Íslandi sé nokkurs konar loka-
æfing fyrir U2 tónleikana stóru,“
segir Þorsteinn. „Sveitarmenn
hafa tjáð mér að þeir ætli sér að
leika fulla dagskrá sem taki ríf-
lega einn og hálfan tíma í flutn-
ingi. Coldplay hefur leikið vítt og
breitt um heimin undanfarið og
þykir orðin vel þétt á sviði og
kröftug.“
Lokaæfing
fyrir stór-
tónleikana
með U2
Chris Martin söngvari þykir mjög
tilfinningaþrunginn á sviði.
Miðasalan á Coldplay-tónleikana hefst 30. júlí