Morgunblaðið - 16.08.2001, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 9
Útsala
20-75%
afsláttur
á horni Laugavegs og Klapparstígs,
sími 552 2515
Sígild verslu
n
Tilboðsdagar í ágúst
10-50% afsláttur
Húsgögn, lampar, púðar glös og skart
Verðhrun
allt að 70% afsláttur
Stærðir 36-52
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
Má bjóða þér
ÚTSÖLU stóla ?
RUGGUSTÓLL
Áður kr:76.900.-
Nú kr: 53.800.-
SESSALONE
Áður kr:89.900.-
Nú kr: 59.900.-
ALBUFERA
Áður kr:54.900.-
Nú kr: 34.900.-
GARBI
Áður kr:54.900.-
Nú kr: 34.900.-
Faxafeni
www.t
k.is
líttu á
Laugavegi 56, Sími 552 2201
www.teeno.com
TEENO
R Ý M I N G A R S A L A
Nú er tækifærið til að gera góð
kaup á antikhlutum. Við breytum.
20-30% AFSLÁTTUR
Laugavegi 101. sími 552 8222
Opið
mán-fö. kl. 11-18 lau. 11-16
Hverfisgötu 78, sími 552 8980
20%
aukaafsláttur
Góðar vörur
Útsala
NÝTT flaggskip bættist í flota Stapa-
manna þegar Pétur Pétursson sigldi
Bárði SH-81 inn í höfnina á Arnar-
stapa rétt eftir hádegi 10. ágúst.
Fjöldi fagnaði komu Bárðar og fóru
þar fremstir í flokki Kristinn Jónas-
son bæjarstjóri og Ásbjörn Óttars-
son, forseti bæjarstjórnar Snæfells-
bæjar, sem sjálfur er skipstjórnandi.
Bárður SH-81 er smíðaður af Báta-
gerðinni Samtak ehf. í Hafnarfirði, af
gerðinni Vikingur 1340 sem er
stærsti fjöldaframleiddi fiskibátur úr
trefjum á Íslandi. Pétur segist mjög
ánægður með þá reynslu sem hann
hefur af nýja bátnum, sem hann sigldi
frá Hafnarfirði í renniblíðu. Sá gamli
ber áfram nafnið Bárður en einkenn-
isstöfum hans hefur verið breytt í
SH-181.
Nýi báturinn er 19,52 rúmlestir og
23 brúttótonn. Í lúkarnum eru kojur
fyrir 3–4, eldhús með öllum helstu
tækjum, stórt borð og bólstraðir
bekkir. Á dekki er góð vinnuaðstaða,
stýrishúsið er bjart og rúmgott og
lestin mjög stór. Þegar búið var að
binda landfestar sótti Pétur fleiri
bakka af smurðum samlokum í lest-
ina til að bjóða gestum sínum upp á
og sögðu sumir að ekki væri amalegt
ef aflinn yrði alltaf svona bragðgóður.
Bárður SH-81 er nú stærsti bátur
sem gerður er út frá Stapa.
Þau Pétur og eiginkona hans,
Lovísa Sævarsdóttir, hafa um árabil
rekið útgerð sína frá Arnarstapa, en
frá árinu 1995 hafa þau búið á Stað-
arbakka sem stendur beint ofan við
Stapahöfn. Auk Péturs verða í áhöfn
Bárðar SH-81 þeir Ingi Pálsson og
Þorkell Geir Högnason sem hafa
starfað með honum til margra ára.
Pétur sagðist ekki vita hvort hann
héldi útgerð gamla Bárðar áfram en
þó gæti það verið að minnsta kosti
hluta úr ári því honum fylgdi grá-
sleppuleyfi.
Nýtt flagg-
skip í flota
Stapamanna
Ljósmynd/Guðrún G. Bergmann
Lovísa Sævarsdóttir og Pétur Pétursson um borð í Bárði SH-81.
Hellnar/Snæfellsbær. Morgunblaðið