Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ákvörðun, dags. 10. des. 1996, að nefndin hafi haldið fjölmarga fundi. Í nefndu bréfi segir m.a. að nefndin hafi fjallað um málefni leikhússins á 27 fundum á því ári og er greint frá því hvenær fundirnir voru haldnir. Jafnframt greindi formaðurinn frá því í bréfinu að fundartími reiknist að meðaltali 4,5 klukkustundir. Í bréfi Árna til Framkvæmdasýsl- unnar af sama tilefni, dags. 10. des. 1999, og þóknananefndar, 25. jan. 2000, kemur fram að fundir á árinu 1997 hafi verið 33, 35 á árinu 1998 og 29 á árinu 1999. Tekið skal fram að Þjóðleikhússtjóri var ekki boð- aður á og sat ekki nema hluta þess- ara funda. Að þessu frátöldu liggur ekkert formlegt fyrir um fundi nefndarinn- ar, dagskrá þeirra eða ákvarðanir. Af þessum sökum fæst, eins og áður segir, ekki glögg mynd af störfum nefndarinnar. Í því efni verður fremur að treysta á gögn frá verk- tökum og munnlegar upplýsingar eða minni þeirra, sem starfa í Þjóð- leikhúsinu eða hafa verið þar á vett- vangi s.l. ár. Ljóst er þó að verkaskipting inn- an nefndarinnar virðist frá byrjun hafa verið með þeim hætti að þjóð- leikhússtjóri gekk úr skugga um, gjarnan með eða í samráði við sitt starfsfólk, hvað brýnast væri að endurbæta eða kippa í liðinn og kom með tillögur þar að lútandi. Í þessu sambandi er þess að geta að bæði vinnueftirlitið, rafmagnseftir- litið og brunamálayfirvöld gerðu á þessu tímabili ítrekaðar athuga- semdir við bæði vinnuaðstöðu, raf- kerfi og brunavarnir í leikhúsinu og settu fram ákveðnar kröfur um úr- bætur. Á tímabili var starfsemi leik- hússins jafnvel háð skammtíma frestum til úrbóta af hálfu þessara eftirlitsstofnana. Þessar athuga- semdir voru nokkuð leiðandi um þau verkefni sem ráðist hefur verið í að lagfæra á liðnum árum. For- maður nefndarinnar tók að sér að ráða verktaka í þau verk, sem ráðist var í, fylgja þeim eftir og hafa um- sjón og eftirlit með framkvæmdum á vettvangi, samþykkja reikninga o.s.frv. Bæði formaðurinn og þjóð- leikhússtjóri ráku erindi nefndar- innar fyrir stjórn Endurbótasjóðs menningarbygginga, þó ekki hafi þeir gert það sameiginlega að því er séð verður. Þriðji nefndarmaðurinn, Steindór Guðmundsson, fyrrum for- stjóri FSR, sem nú er látinn, mun hafa starfað tiltölulega lítið í nefnd- inni. Stöðu sinnar vegna gat hann á hinn bóginn fylgst glöggt með fram- kvæmdum í leikhúsinu og kostnaði við þær. Tekið skal fram að Þókn- ananefnd ákvarðaði ekki öðrum nefndarmönnum en formanni þókn- un vegna starfa í þágu nefndarinn- ar. Þjóðleikhússtjóri hefur borið að hann hafi á sínum tíma kvartað við stjórn Endurbótasjóðs menningar- bygginga yfir vinnulagi í bygging- arnefndinni og þá einkum því form- leysi, sem var á fundum og ákvörðunum, sem teknar voru. Þessar athugasemdir eru bókaðar í fundargerðum stjórnar Endurbóta- sjóðs menningarbygginga, sbr. t.d. tölul. 2. í fundagerð frá 3. des. 1998 en þar er sagt að þjóðleikhússtjóri hafi getið þess að samstarfserfið- leikar hafi háð starfi byggingar- nefndarinnar. Rétt er að taka fram að þjóðleikhússtjóri telur frásögn í fundargerðum stjórnar Endurbóta- sjóðs ónákvæma. Hann hafi, eins og áður segir, fyrst og fremst kvartað yfir forminu á vinnulagi formanns nefndarinnar en ekki samstarfinu sem slíku. Samskipti byggingarnefnd- arinnar við FSR Eins og áður hefur komið fram sat fyrrum forstöðumaður FSR í nefndinni frá ársbyrjun 1996 til 1999. Ætla má að tilgangurinn með skipun hans hafi verið sá að efla tengsl nefndarinnar við FSR og tryggja fagleg vinnubrögð. Rifja má upp að skipunarbréf nefndarinnar gerir fyrst og fremst ráð fyrir því að nefndin fjalli um endurbætur og uppbyggingu Þjóðleikhússins og skipuleggi framhald þess uppbygg- ingarstarfs, sem staðið hafði um skeið, geri áætlanir um kostnað og tillögur um leiðir og verklag. Nefndinni virðist ekki hafa verið ætlað að hafa beint ákvörðunarvald um þau verkefni, sem ráðast skyldi í eða hafa sérstaka stjórn eða um- sjón með þeim. Hvað, sem þessu líð- ur, þróaðist starf nefndarinnar strax í þá átt að verða einskonar framkvæmdanefnd, sem bæði ákvað og hafði stjórn og umsjón með þeim verkefnum, sem ráðist var í. Engar formlegar athugasemdir, hvorki frá menntamálaráðuneyti né FSR, virð- ast hafa komið fram við þessa skip- an mála. Tengslum nefndarinnar við FSR og verkaskiptingu þessara aðila lýs- ir Óskar Valdimarsson, forstjóri FSR, svo í bréfi sínu til fjármála- ráðherra, dags. 17. júlí s.l. „Á haustdögum árið 1999 óskaði Árni Johnsen, formaður byggingar- nefndar Þjóðleikhússins, eftir fundi með undirrituðum þar sem fjallað yrði um verkaskiptingu milli FSR og byggingarnefndarinnar. Á fund- inum greindi formaðurinn frá því að vegna lítilla framkvæmda undanfar- in ár hefði verkaskipting þróast á þann veg að þjóðleikhússtjóri raðaði verkefnum í forgangsröð, formað- urinn tæki að sér umsjón með fram- kvæmdaþáttum og FSR annaðist verkbókhalds- og greiðsluþjónustu. Formaðurinn færi yfir alla reikn- inga og staðfesti réttmæti þeirra með undirritun sinni, áður en þeir kæmu til greiðslu hjá FSR. Sameig- inlega þyrftu svo byggingarnefndin og FSR að gæta þess að ekki yrði unnið fyrir hærri fjárhæðir en veitt- ar væru til verksins á ári hverju. Hann sagði þetta vinnulag hafa reynst vel og vildi hann halda því óbreyttu, enda stæðu ekki fyrir dyrum miklar framkvæmdir sem kölluðu á breytt fyrirkomulag. Und- irritaður taldi þetta óvenjulega að- ferðafræði, en gerði að öðru leyti ekki athugasemdir við verkaskipt- inguna. Síðan umræddur fundur átti sér stað hefur þetta fyrirkomulag verið viðhaft við framkvæmdir við Þjóð- leikhúsið, jafnvel þó að fram- kvæmdir hafi verið nokkru meiri en gert var ráð fyrir. Formaður bygg- ingarnefndarinnar hefur undan- tekningalaust staðfest réttmæti reikninga með áritun sinni, áður en þeir hafa verið skráðir í bókhald FSR. Undirritaður hefur síðan sjálfur yfirfarið og flokkað alla reikningana og stofnunin hefur séð um greiðslu þeirra. Við yfirferð reikninganna hafði undirritaður oft- ar en ekki samband við formanninn til að fá skýringar á reikningum. Þessi samskipti fóru yfirleitt fram munnlega, en einnig bárust skrif- legar skýringar á nokkrum reikn- ingum. Í öllum tilfellum taldi und- irritaður að skýringar formannsins væru fullnægjandi, og gerði því ekki frekar athugasemdir við þær. Formaðurinn fékk reglulega upp- lýsingar um stöðu byggingarreikn- ings og í sameiningu var þess gætt að ekki væri framkvæmt fyrir hærri fjárhæðir en heimild var fyrir í fjár- lögum. Samskipti FSR og formanns byggingarnefndar hafa verið fagleg og hnökralaus. Skrifstofustjóri fjármálasviðs menntamálaráðuneytisins, hefur með reglubundnum hætti verið upp- lýstur um fjármálalega stöðu fram- kvæmda og í nokkrum tilfellum hafa reikningar verið bornir undir hann áður en til greiðslu þeirra kom. Sérstaklega á þetta við um uppgjörsreikninga frá fyrri árum, þegar farið hefur verið fram á greiðslu fyrir verkþætti sem fram- kvæmdir voru á árunum 1994 til 1997 og undirritaður hafði enga möguleika á að sannreyna. Einnig fjallaði ráðuneytið um þóknun for- manns fyrir nefndarstörf. Það er skoðun undirritaðs að þrátt fyrir að verkaskipting milli byggingarnefndar og FSR hafi í þessu verki verið með óvenjulegum hætti og ekki til eftirbreytni, þá sé hún ekki orsakavaldur að þeim per- sónulega vanda formanns bygging- arnefndarinnar, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga.“ Samskipti Endurbótasjóðs menningarbygginga við bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins og menntamálaráðuneytið Samkvæmt 1. gr. laga nr. 83/1989 um Þjóðarbókhlöðu með síðari breytingum skal Endurbótasjóður menningarbygginga standa straum af kostnaði við endurbætur á húsa- kosti menningarstofnana, stuðla að verndun gamalla bygginga í eigu ríkisins eða bygginga, sem vernda þarf að mati Þjóðminjasafnsins og samkvæmt tillögum þess. Tekjur sjóðsins eru einkum hinn svokallaði sérstaki eignarskattur auk fram- laga úr ríkissjóði, skv. fjárlögum hverjum sinni. Sjóðurinn lýtur sex manna stjórn. Skipar menntamála- ráðherra þrjá þeirra til fjögurra ára í senn, einn skv. tilnefningu kirkju- málaráðuneytisins og tvo án tilnefn- ingar. Skal annar þeirra hafa sér- þekkingu á þjóðminjavernd. Sameinað Alþingi kýs hlutfallskosn- ingu þrjá menn í stjórnina til jafn- langs tíma. Menntamálaráðherra skipar formann nefndarinnar úr hópi stjórnarmanna, sbr. nánar 7. gr. nefndra laga nr. 83/1989. Sjóðs- stjórn ákveður framlög úr sjóðnum í byrjun hvers árs þegar fjárlög hafa verið samþykkt. Hún lætur vinna áætlun um verkefni sjóðsins til fimm ára og endurskoðar hana árlega. Skal slík áætlun kynnt Al- þingi ár hvert við undirbúning fjár- laga, sbr. 7. gr. laganna. Málefni Þjóðleikhússins hafa margoft komið til umræðu í stjórn Endurbótasjóðs menningarbygg- inga frá árinu 1994. Af lestri fund- argerða stjórnar sjóðsins verður berlega ráðið að oft hafi gengið treglega að afla upplýsinga um áformaðar framkvæmdir við endur- bætur á Þjóðleikhúsinu og áætlana um kostnað við þær. Sem dæmi um þetta má nefna eftirfarandi: Fundur 15. sept. 1998 „Fundarmenn létu í ljós von- brigði sín vegna framvindu mála í sambandi við endurbætur á Þjóð- leikhúsinu, þar sem engar haldbær- ar áætlanir eða framkvæmdaáform lægju fyrir. Samþykkt að boða byggingarnefnd Þjóðleikhúss til næsta fundar Endurbótasjóðs til að gera grein fyrir áætlunum sínum.“ Fundur 3. desember 1998 „Áætlanir um endurreisn Þjóð- leikhúss. Byggingarnefnd Þjóðleikhússins hafði verið boðuð til fundarins bréf- lega. Steindór Guðmundsson, for- stöðumaður Framkvæmdasýslu rík- isins hafði boðað forföll. Þjóðleikhússtjóri, Stefán Baldurs- son, kom á fundinn. Formaður sjóðsstjórnar skýrði frá því að á fjárveitingu 1998 standi eftir ónot- aðar til endurbóta á Þjóðleikhúsinu 30 milljónir kr. Á næsta ári sé áætl- að að veita 10 millj. kr. til Þjóðleik- hússins þannig að nú séu til ráðstöf- unar 40 millj. kr. til endurbóta. Þjóðleikhússtjóri gat um samstarfs- erfiðleika sem undanfarið hefðu háð starfi byggingarnefndarinnar. Áætlanir væru ekki fyrir hendi um hvernig best mætti nýta það fram- kvæmdafé sem nú væri til ráðstöf- unar. Ákveðið var að skrifa bygging- arnefnd Þjóðleikhússins bréf og óska eftir nýjum áætlunum varð- andi endurbætur og áfangaskipti framkvæmda í Þjóðleikhúsinu. Í umræðum um einstaka fyrirhugaða verkþætti komu fram efasemdir um raunhæfi kostnaðarmats einkum hvað varðar fyrirhugaða lyftu við austurhlið hússins. Var það álit sjóðsstjórnar að nauðsyn bæri til að endurskoða fyrri áætlanir hið fyrsta til að hindra stöðvun í fram- kvæmdaferlinu. Afrit af bréfi til byggingarnefnd- ar skyldi sent menntamálaráð- herra.“ Umrætt bréf sjóðsins til bygging- arnefndarinnar er dags. 7. des. 1998 og var afrit af því sent mennta- málaráðherra. Í því segir m.a. svo: „Síðastliðinn fimmtudag voru endurbætur Þjóðleikhúss ræddar á fundi sjóðsstjórnar. Byggingar- nefnd hússins hafði verið boðuð til fundarins, en því miður sá aðeins einn nefndarmaður sér fært að koma. Á fundinum kom fram að áætl- anir, sem lofað hafði verið að liggja myndu fyrir síðastliðið vor, hafa ekki enn verið gerðar. Einnig er enn óráðstafað meiri hluta þess fjár, sem ætlað hafði verið til fram- kvæmda á því ári, sem senn er að ljúka, og ekkert liggur fyrir um verkefni næsta árs. Sjóðsstjórnin telur því óhjákvæmilegt að draga mjög úr fjárframlögum til fram- kvæmda við Þjóðleikhúsið að sinni, enda mörg önnur brýn verkefni sem bíða. Þess er nú eindregið farið á leit við byggingarnefndina að hún hefj- ist þegar í stað handa um gerð við- halds- og endurbótaáætlunar fyrir Þjóðleikhúsið. Til þess að áætlunin fái markvissa og faglega umfjöllun leyfir sjóðsstjórnin sér að leggja til að Framkvæmdasýslu ríkisins verði falinn undirbúningur hennar. Drög að áætluninni verði send sjóðs- stjórninni og eignadeild mennta- málaráðuneytisins eigi síðar en í lok janúar næstkomandi.“ Vegna þess sem fram kemur í bréfinu um að meiri hluta þess fjár, sem ætlað hafði verið til fram- kvæmda, hafi ekki verið ráðstafað er þess að geta að á þessum tíma höfðu ekki borist reikningar frá Ís- taki hf. vegna nokkuð umfangsmik- illa verkefna í Þjóðleikhúsinu þá um sumarið. Fundur 23. mars 1999 „Þjóðleikhús: Hvað varðar endurreisn Þjóðleik- húss virðist allt sitja við það sama og á síðasta fundi sjóðsstjórnar. Engin áætlun hefur borist frá for- manni byggingarnefndar um fyrir- hugaðar framkvæmdir. Steindór Guðmundsson, forstöðumaður Framkvæmdasýslu ríkisins hefur tekið undir sjónarmið Endurbóta- sjóðs menningarbygginga um nauð- syn endurskoðunar framkvæmda- áætlunar fyrir Þjóðleikhúsið. Stjórnarmenn létu í ljós þá skoðun að nauðsyn bæri til að skýra ráð- herra frá stöðu mála. Formanni fal- ið að ræða við ráðherra og skýra hvernig málum er háttað í sam- bandi við framkvæmdir i Þjóðleik- húsi.“ Fundur 2. apríl 2001 „Þjóðleikhúsið: Rætt um stöðu framkvæmda við Þjóðleikhúsið og talið nauðsynlegt að kalla eftir áætl- unum því sambandi. Talið æskilegt að formaður ræði við ráðherra um stöðu byggingarnefndar Þjóðleik- hússins.“ Af framangreindum bókunum í fundargerðum Endurbótasjóðs verður ekki annað ráðið en að stjórn sjóðsins hafi í nokkur ár ver- ið óánægð með stöðu mála hjá byggingarnefnd Þjóðleikhússins og hafi oftar en einu sinni gert menntamálaráðherra grein fyrir þeirri afstöðu sinni. Í tengslum við athugun þessa bar núverandi for- maður sjóðsstjórnarinnar, sem jafn- framt gegnir starfi deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, að hann hafi a.m.k. tvisvar tekið málið upp við ráðherra og gert honum grein fyrir því að bæta þyrfti verklag í nefndinni, þar sem þar væri ekki að öllu farið eftir settum reglum. Formaður stjórnar Endurbóta- sjóðs bar einnig að hann hafi rætt vinnulag formanns nefndarinnar við FSR, einkum um reikninga um verk, sem enginn hafi haft vitneskju um eða verið kynnt að öðru leyti fyrr en löngu eftir að til þeirra var stofnað. Þetta hafi verið sameigin- legt áhyggjuefni hans og FSR og gjarnan hafi verið fallist á greiðslur með nokkurri ólund en lítið annað hafi verið hægt að gera. Reikningar voru oftast eðlilegir bæði að formi og efni, uppáskrifaðir af formanni byggingarnefndar o.s.frv., þó menn kunni að hafa haft athugasemdir við hvernig til þeirra var stofnað. Samskipti menntamálaráðu- neytisins við byggingarnefnd Þjóðleikhússins Sem fyrr greinir var byggingar- nefnd Þjóðleikhússins skipuð snemma á árinu 1996. Í bréfi menntamálaráðherra til byggingar- nefndarinnar, dags. 31. júlí 1997, er óskað eftir nýrri áætlun frá bygg- ingarnefnd um væntanlegar fram- kvæmdir við Þjóðleikhúsið næstu Í greinargerðinni er fjallað um störf byggingarnefndar Þjóðhildarkirkju á Grænlandi. SJÁ SÍÐU 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.