Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM
52 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STRÍÐSÁTÖK í ýmsum myndum
setja svip sinn á síðari hluta áttunda
áratugarins. Hæst af öllu ber Víet-
namstríðið, sem er í algleymingi og
skilur ekkert eftir sig annað en
hörmungar, og fáeinar, ódauðlegar
kvikmyndir eins og The Deer Hunter
og Apocalypse Now.
Fleiri styrjaldir, og ekki jafndap-
urlegar, skrá nafn sitt í kvikmynda-
söguna. Fyrst og fremst Stjörnustríð
– Star Wars, George Lucasar, sem,
flestum á óvart, kemur af stað meiri
háttar æði um alla jarðkringluna og
verður langmest sótta mynd sög-
unnar.
Bæði Universal og United Artists
(sem skömmu síðar verður gjald-
þrota), vísa hinum liðlega þrítuga
Lucas á dyr, er hann biður um 11
milljónir dala til að fjármagna gerð
vísindaskáldsögulegrar spennu-
myndar sem gerist á fjarlægri plán-
etu, óravegu úti í geimnum. Höfn-
unina gráta menn og naga grimmt á
sér handarbökin á þessum bæjum.
Forráðamenn 20th Century Fox,
taka hinsvegar vel á móti „undra-
barninu“, og sjá ekki eftir því.
Milljónirnar 11 fara einkum í brell-
ur, leiktjöld og -muni. Myndin, sem
er tekin í Honduras, Túnis, Dauða-
dalnum í Kaliforníu og Elstree kvik-
myndaverinu í Bretlandi, lítur svo
stórfenglega út að hún gæti hafa
kostað þrefalt meira. Myndin er
greinilega innblásin af teiknimynda-
sögum, gömlum B-myndabálkum og
riddarasögum fyrri tíma. Ákveðið er
að gera a.m.k. tvær framhalds-
myndir um ævintýri Luke Skywalk-
ers (Mark Hamill) og þeirra félaga
allra.
Annað stríð, kennt við Star Trek,
sem einnig á eftir að ala af sér ótal af-
kvæmi, flytur sig um set á tímabilinu,
af skjánum á tjaldið.
Fráföll stórmenna sem settu svip
sinn á kvikmyndaöldina eru einnig
áberandi á tímabilinu. 1976 falla m.a.
frá þrír, merkisleikstjórar; Luchino
Visconti, Fritz Lang og Sir Carol
Reed. Chaplin lést á jóladag ’77, á
heimili sínu í Sviss, 88 ára. Daginn
eftir fellur frá Howard Hawkes, vest-
ur í Hollywood. Þá er þetta síðasta ár
sjálfs „kóngsins“, rokkgoðsins Elvis
Presley, sem einnig lék í fjölda kvik-
mynda; Bing Crosby og John „Duke“
Wayne hverfa til feðra sinna ’79, líkt
og Jean Renoir, sem fellur frá á
heimili sínu í Beverly Hills, víðsfjarri
hans ástfólgna Montmartre. Meistari
Alfred Hitchcock hverfur á braut ári
síðar, ásamt Steve McQueen og Pet-
er Sellers.
Maður kemur í manns stað. Eitt
efnilegasta nýstirnið sem kemur
fram er John Travolta. Drengurinn
gerir allt spinnvitlaust með diskó-
dansmyndinni Saturday Night Fever
(’77) og enn frekar með dans-
og söngvamyndinni Grease
ári síðar.
Ástralía kemst á kortið
Þó svo að Ástralir hafi ver-
ið fljótir að tileinka sér kvik-
myndagerð (1899), og hafi
verið manna fyrstir að gera
mynd sem var lengri en ein
spóla (The Story of the Kelly
Gang, 1906), náði hún aldrei
öruggri fótfestu né vakti at-
hygli á alþjóðavettvangi
gegnum tíðina, að undan-
skilinni öflugri og virtri heim-
ildarmyndagerð. Síðan verð-
ur sprenging um miðjan
áttunda áratuginn. Hver stór-
leikstjórinn kemur fram á
sjónarsviðið með gæðamynd-
ir sem vekja heimsathygli. Peter
Weir ríður á vaðið með hinni dulúðgu
The Picnic at Hanging Rock (’75), og
The Last Wave (’77). Bruce Beres-
ford er einnig í fararbroddi með
Don’s Party (’76), og ennfrekar
Breaker Morant (’79). The Chant of
Jimmy Blacksnith (’78), er fyrsta
stórvirki Freds Schepisi og Gillian
Armstrong kemur með hina athygl-
isverðu My Brilliant Career (’79). Þá
má ekki gleyma George Miller, sem
sendir frá sér fyrstu metaðsókn-
armyndina um Mad Max, ’79.
Fjöldi hæfileikamanna kemur í
kjölfarið og jafnframt verða til
nokkrar alþjóðlegar kvikmynda-
stjörnur í kjölfar byltingarinnar. Sú
stærsta verður Mel Gibson, sjálfur
Óði Max. Sam Neill, Bryan Brown,
Judy Davis, o.fl. nöfn verða á hvers
manns vörum. Ástralska nýbylgjan
rís hæst á síðari hluta áttunda ára-
tugarins. Þá fara brautryðjendur
hennar, framan sem aftan við töku-
vélarnar, að hverfa til Hollywood og
enn frekari landvinninga.
Þýska nýbylgjan nær hámarki
Allt frá 1966 hefur kvikmyndagerð
verið í miklum uppgangi í Vestur
Þýskalandi. Hámarki nær hún tví-
mælalaust á ofanverðum áttunda
áratugnum. Fremstir í flokki fara
þeir Rainer Werner Fassbinder,
Wim Wenders, Werner Herzog og
Volker Schlöndorff. Fassbinder er
afkastamestur, sendir frá sér urmul
mynda á tímabilinu; Satansbraten
(’76), In einem Jahr mit 13 Monden
(’78), Die Ehe der Maria Braun (’78),
og stórvirkið, sjónvarpsþáttaröðin
Berlin Alexanderplatz (’79), hvað
merkastar.
Wim Wenders hefur verið að láta
æ meira að sér kveða og Der americ-
anische Freund (‘77), fer sigurför um
kvikmyndahátíðahringinn. Heimild-
armyndin Lightning Over Water
(’80), um síðustu daga lærimeistara
hans og stéttarbróður, bandaríska
leikstjórans Nicholas Ray, er einnig
firnasterk og eftirminnileg. Herzog
kemur með Sroszek (’77), Nosferatu
og Woyzek, (’78). Schlöndorff sendir
frá sér meistaraverkið, verðlauna-
myndina Der Blechtrommel, ’80.
Metár og mistök
í Hollywood
Upphæðirnar verða æ meira svim-
andi sem vel lukkaðar afþreying-
armyndir ná að hesthúsa. Afþrey-
ingin verður sífellt hnitmiðaðri og
betri, dreifingin fullkomnari og álit-
legar myndir komast inní áður
óþekktan fjölda kvikmyndahúsa
fyrstu vikurnar. Hin viðtekna
„Roadshow“-dreifingaraðferð, sem
hefur verið allsráðandi frá því á önd-
verðum sjöunda áratugnum, og
byggist á að bestu og vænlegustu
myndirnar eru sýndar langtímum
saman í útvöldum kvikmyndahúsum
stærstu borga, verður snarlega úrelt
og deyr drottni sínum. Stjörnustríðs-
myndirnar hnekkja öllum fyrri met-
um. Star Wars, og síðar framhalds-
myndin frábæra, The Empire
Strikes Back (’80), fara með aðsókn-
artölur á heimsvísu uppí nýjar
stjarnfræðilegar hæðir.
Um þessar mundir fer einnig að
bera á aukinni tilhneigingu fram-
leiðenda að gera framhaldsmyndir
vinsælla kassastykkja. Ekki líður á
löngu uns sá háttur verður regla.
Menn sjá einfaldlega fundið fé í for-
seldum hugmyndum og ónýttum
möguleikum auglýsingaherferða
frummyndanna. Upp frá þessu verða
slíkar myndir allajafna með þeim
langmest sóttu.
Framleiðendur verða einnig stór-
tækari í fjármögnun, kassastykkin
eru einmitt ósjaldan fokdýr í fram-
leiðslu. Þar nálgast tölurnar einnig
nýjar, áður ókunnar hæðir. Gamla
bandaríska máltækið er í fullu gildi:
„Það kostar peninga að búa til pen-
inga.“ Skellirnir verða því stærri en
áður þekkist. Jafnvel svo að sá alvar-
legasti á tímabilinu, Heaven’s Gate
(’80), ríður United Artists, einu elsta
og virtasta kvikmyndaveri sögunnar,
að fullu. Einnar myndar manninum
Michael Cimino (The Deer Hunter),
tekst að sólunda því sem Chaplin,
Griffith, Pickford og Fairbanks
byggðu upp í árdaga kvikmyndanna.
Stórvestrinn Himnahliðið, reynist
jafnlélegur og hann er dýr.
Annars er UA einmitt að gera frá-
bæra hluti. Meistaraverkið Gauks-
hreiðrið – One Flew Over the
Cuckoo’s Nest fær gífurlega aðsókn
og umtal ’76, og hirðir öll helstu Ósk-
arsverðlaunin. Jack Nicholson legg-
ur einn stærsta hornsteininn að eigin
ódauðleik með ógleymanlegri túlkun
á grallaranum McMurphy, sem verð-
ur að lúta í lægri hlut fyrir kerfinu,
holdiklæddu í hjúkkunni Ratched,
sem Louise Fletcher leikur af
ískaldri, valdsmannslegri ró. Sann-
arlega ein af bestu myndum sög-
unnar og leikararnir fá Óskars-
verðlaunin ásamt myndinni og
leikstjóranum Milos Forman. UA
kemst einnig í gullnámu, kennda við
Rocky. Þessi líflega B-mynd, hug-
arfóstur leikarans og handritshöf-
undarins Sylvesters Stallone, kemur
öllum á óvart og fær gríð-
arlega aðsókn og hirðir Ósk-
arinn sem besta mynd ársins
’77, og fyrir leikstjórnina.
Rocky er boxari og hornreka í
þjóðfélaginu sem á sér stóra
drauma sem rætast í hringn-
um en Stallone sjálfur er ekk-
ert betur staddur fyrir daga
Rockys. Myndin á svo auk-
inheldur eftir að ala af sér
fjölda framhalds- og met-
aðsóknarmynda. Sagði ein-
hver að ameríski draumurinn
væri hættur að rætast?
Clint Eastwood varð
heimsstjarna með tilkomu
spaghettívestranna. Þessi
fyrrum B-myndastjarna held-
ur vel á spilunum. Sýnir að
hann er jafngallharður og
snjall og náungarnir sem hann leikur
í vinsælum myndum eins og Dirty
Harry. Hann heldur áfram að sanna
sig sem leikstjóri/leikari, í frábærum
og vinsælum vestrum á borð við The
Outlaw Josey Wales (’76), hefnd-
arsögu manns sem, að loknu Þræla-
stríðinu, nær sér niðri á morðingjum
fjölskyldu sinnar. Eastwood , John
Vernon og Chief Dan George, eru all-
ir eftirminnilegir, líkt og kvikmynda-
taka Bruce Surtees – og örugg leik-
stjórn Eastwoods, sem tók við af
Philip Kaufman.
Spielberg heldur áfram á beinu
brautinni með Close Encounters of
the Third Kind (’77). margverðlaun-
uðu, vísindaskáldsögulegu ævintýri
um samskipti manna og geimvera,
sem heldur áhorfandanum hug-
föngnum. Hinsvegar sannar hann
regluna um að öllum geti orðið á,
með gamanmyndinni 1941 (’79), sem
reynist flest annað en skemmtileg.
Woody Allen bregst hinsvegar ekki
bogalistin þegar kemur að hans afar
persónulegu New York-myndum.
Gerir Annie Hall (’77), eina sína
bestu mynd, á tímabilinu, en farnast
mun síður í Bergmanpælingunum
Interiors (’78), nær aftur áttum í
Stardust Memories (’80).
Ridley Scott gerir hina frá-
bæru geimhrollvekju, Alien
(’79), Bob Fosse leikstýrir All
That Jazz, persónulegustu
dansmynd sögunnar. Nýr
leikstjóri, Brian De Palma,
lofar góðu með nokkrum
mögnuðum
hrollvekjum:
Carrie, Ob-
session (’76),
The Fury (‘78), og
Dressed To Kill
(’80). Það er þó eng-
in annar en meist-
ari Kubrick sem
kemur með hrika-
legasta hroll
tímabilsins, The
Shining (’80),
bráðsnjalla kvik-
myndagerð
skáldsögu ungs
metsöluhöf-
undar, Steph-
en King.
Hann er
einnig höfundur Carrie. Þá er Martin
Scorsese að gera nokkrar af bestu
myndum áttunda áratugarins; Taxi
Driver (’76); tónlistarmyndina The
Last Waltz (’78), með lokatónleikum
The Band og meistaraverkið Raging
Bull (’80), sú fyrst- og síðastnefnda
með Robert De Niro í yfirburðaham.
Í skugga Víetnam
Sem fyrr segir, fellir Víetnam-
stríðið skugga á bandarískt þjóðlíf,
þeir endurspeglast í mynd Hals
Ashby, Coming Home (’78), sem er
minnisstæðust fyrir Óskars-
verðlaunaleik Jons Voight í hlutverki
lamaðs hermanns, og Bruce Dern,
sem fer engu síður vel með hlutverk
atvinnuhermannsins sem er kokkál-
aður af Voight. Mikið mun betri er
meistaraverk Michaels Cimino, The
Deer Hunter (’78), löng, ströng og
átakanleg stríðsádeila sem leikstjór-
inn rekur af einstakri sögumennsku.
Persónurnar ungir og saklausir
verksmiðjustrákar sem í einu vet-
fangi er varpað inní helvíti stríðsins,
áhyggjulausir æskudagarnir verða
fjarlægar minningar. Eftirhreyt-
urnar ægilegar, ekkert verður sem
fyrr. Robert De Niro, Meryl Streep,
Christopher Walken, John Savage,
John Cazale, George Dzundza, öll
standa þau ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum. Aðrar og verri eftirhreytur
var traustið sem Cimino ávann sér og
kom UA í koll, sem fyrr segir.
Annað stórvirki með stríðsátökin í
bakgrunni, Apocalypse Now (’79), er
af allt öðrum toga en engu að síður
vel heppnað og athyglisvert. Sjaldan
hefur stríðsfirran verið jafneftir-
minnilega opinberuð og í meðförum
Francis Ford Coppola og hans
manna. Ringulreiðin og blóðsúthell-
ingarnar yfirþyrmandi en sitt sýnist
hverjum um skerpuna. Kvikmynda-
gerðin sjálf er einnig eftirminnileg,
þar sem hvert áfallið rak annað, svo
var með miklum ólíkindum.
Mynd Roberts Aldrich, Twilight’s
Last Gleaming (’77), að ógleymdu
Hárinu – Hair, sem Forman tók ’79,
eru tvær aðrar, merkar myndir um
myrka tíma. Þær skipta hinsvegar
tugum, Víetnammyndirnar, sem
löngu eru gleymdar og grafnar.
Rólegt yfir Evrópu
Evrópubúar hafa
frekar hægt um sig á of-
anverðum áttunda ára-
tugnum. Andrzej Wajda
er hvergi banginn við að
ráðast á hrollvekjandi
tíma Stalíns í Marm-
aramanninum (’77). Ann-
ars hvílir á þeim bannhelgi í
austurblokkinni. Agnes
Varda lofsyngur fem-
inismann L’Une chante,
L’autre pas (’77), en Louis
Malle gerir minnisstæðar
myndir, Pretty Baby (’78) og
Atlantic City (’80), í
Bandaríkjunum. Frakk-
ar koma með mótvægi
við Óskarnum, verðlaun
kennd við César, árið
1977. Meðal fyrstu sig-
urvegaranna er leik-
stjórinn Bertrand Tav-
ernier, fyrir Que la féte
commence, og leik-
ararnir Romy Schneider
og Philippe Noiret. Schneider
vinnur þau aftur ári síðar,
Ingmar Bergman sendir lönd-
um sínum tóninn ’76, er kóngsins
tollheimtumenn ganga fullgírugir
til verka, að hans mati. Bergman
hverfur á braut og sest að í Þýska-
landi um sinn. Síðar gerir hann
Autumn Sonata (’79), lítt eftir-
minnilega mynd með Ingrid Berg-
man, hennar fyrstu mynd í heima-
landinu í fjóra áratugi. Roman
Polanski leikstýrir (m.a.) sjálfum sér
í The Tenant (’76). Hann kemst síðar
í heimspressuna vegna vandamála
sem koma upp vegna viðskipta hans
við 13 ára stúlku. Hann verður að
flýja Vesturheim og sest að í París að
nýju. Hinn lági en knái Pólverji er
fljótur að finna sig og sendir frá sér
Tess (’79), tilkomumikla mynd. Í
austri hrærir sig gamla ljónið Akira
Kurosawa, afraksturinn Kagemusha
(’80), enn eitt meistaraverkið frá
hans hendi.
Stríðsár og diskófár
Stríðsádeilumyndin The Deer Hunter þykir
með bestu myndum áttunda áratugarins. Hér er
Robert De Niro í hlutverki sínu.
Bíóöldin1976–1980
eftir Sæbjörn Valdimarsson
John
Travolta
í Sat-
urday
Night
Fever.
Í HLAÐVARPANUM
Í kvöld fim. 16. ágúst kl. 21.00
Tónleikar: Lög úr söngleikjum
Sigríður Eyrún
Geir Ólafs &
Furstarnir
Vesturgötu 2, sími 551 8900
í kvöld
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU
VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA -
AUKASÝNINGAR
Fö 17. ágúst kl. 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Su 19. ágúst kl. 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU
Laugardaginn 25. ágúst kl. 20.00
Laugardaginn 1. september kl. 20.00
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið