Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 48

Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞETTA er 10. sumarið sem Kirkju- miðstöð Austurlands starfrækir sum- arbúðir fyrir börn við Eiðavatn. Þetta forna höfuðból, Eiðar, er um 15 km norður frá Egilsstöðum og því vel í sveit sett hvað samgöngur varðar. Sumarbúðastarfið á rætur í kirkju- legri samvinnu um æskulýðsstarf á Eiðum sem Prestsfélag Austurlands beitti sér fyrir. Fyrst voru það ferm- ingarbarnamót, mörg vor frá 1959 og síðan, frá 1968, sumarbúðir fyrir börn og fleiri hópa. Framan af árum var þetta sumar- búðastarf í leiguhúsnæði í barnaskól- anum á Eiðum en það húsnæði fékkst eftir að leitað hafði verið að slíkri að- stöðu í nokkur ár. Fljótlega var svo farið að huga að eigin byggingu með drauma um bætta aðstöðu og frekari útfærslu þessarar sameiginlegu kirkjulegu starfsemi á Austurlandi. Fyrirmynd- in var ekki síst Vestmannsvatn í S- Þingeyjarsýslu. Vorið 1976 var svo hafist handa við byggingarframkvæmdir við austan- vert Eiðavatn, upp af Prestavík, sem svo heitir frá fyrri tíð. Áfram var svo reynt að mjaka þessum byggingum næstu árin undir forræði Presta- félagsins. Til ýmissa aðila var leitað um fjárframlög og margvíslega lið- veislu. Eðlilegt þótti að söfnuðirnir yrðu formlega aðilar að þessari starfsemi og því var komið á fót sjálfseignar- stofnuninni Kirkjumiðstöð Austur- lands, sem tók við hálfbyggðum hús- um, en skipulagsskrá hennar var formlega staðfest 10. júní 1985. Kirkjumiðstöð Austurlands er á vegum prófastsdæmanna eystra: Múlaprófastsdæmi og Austfjarðapró- fastsdæmi skipa hvort um sig, á héraðsfundi, tvo fulltrúa í stjórn stofnunarinnar og Prestafélag Aust- urlands skipar svo fimmta stjórnar- fulltrúann. Loks var byggingum lokið og húsa- kynni Kirkjumiðstöðvar Austurlands, sem við nefnum gjarnan Sumarbúð- irnar við Eiðavatn, vígð 25. ágúst 1991. Um er að ræða svefnskála sem ætlaður er 40 manns, skála sem hýsir eldhús, sal og nokkurt gistirými fyrir starfsfólk, og svo minni tengibygg- ingu, alls er um nálega 700 m2 að ræða. Þetta er timburhús á steyptum grunni en flekana í það smíðaði Gunn- ar Auðbergsson, trésmíðameistari á Eskifirði. Sumarið 1992 flutti svo sumarbúða- starfsemin í þetta nýja húsnæði. Mestu munaði varðandi dvalarhópa aldraðra og fatlaðra því afar greið- fært er innanhúss fyrir þá sem eiga erfitt með hreyfingu. Úti eru svo stíg- ar, lagðir slitlagi og greiðfærir hjóla- stólum, alveg frá útidyrum og niður að vatni og inn að litlum íþróttavelli. Mun leitun að jafngóðri aðstöðu fyrir hreyfihamlaða. Stígana kostuðu sam- tökin Þroskahjálp á Austurlandi og sáu jafnframt um gerð þeirra. Áhersla hefur verið á gott starfs- fólk við sumarbúðirnar sem sóttar eru víða að þó einhver áraskipti séu varðandi aðsókn. Þetta sumar hefur hún verið mjög góð og um 200 börn átt þar dvöl. Húsakynni Sumarbúðanna hafa svo komið í góðar þarfir, einkum haust og vor fyrir ýmsa kirkjulega fundi og námskeið en margvísleg kirkjufræðsla virðist nú einn helsti vaxtarbroddur í kirkjulegu starfi í landi okkar. Margir eiga nú góðar minningar frá sumarbúðadvöl við Eiðavatn þar sem hlúð hefur verið að trúarlegum og félagslegum þroska í fögru um- hverfi. Líkamshreysti og lífsgleði hef- ur ekki síður verið efld með leikjum, íþróttaiðkun, siglingum á vatninu og nálægum tjörnum og glaðværum kvöldvökum. Þeir sem kynnst hafa kirkjulegu sumarbúðastarfi telja það veita börn- unum dýrmætt veganesti fyrir lífs- gönguna og góður hugur er í fólki að efla starfsemina við Eiðavatn enn meir á komandi árum. VIGFÚS INGVAR INGVARSSON, Laugavöllum 19, Egilsstöðum. Sumarbúðir við Eiðavatn í áratug Frá Vigfúsi Ingvari Ingvarssyni: Sumarbúðir við Eiðavatn. FRÁ árinu 1983 hef ég búið í Mos- fellsbæ. Strax kom í ljós að mót- tökuskilyrðum útvarpsmerkja var verulega ábótavant og ómögulegt ef ekki voru notuð utanhússloftnet. Nokkru síðar voru gerðar lagfær- ingar svo að með utanhússloftneti náðist ágætis útvarpsmerki svo að vel mátti njóta tónlistar og annars útvarpsefnis, a.m.k. frá ríkisút- varpinu. Einungis í stofunni, við hlið sjónvarpsins, en hvergi annars staðar. Við vorum lengi vongóð um að frekari lagfæringar kæmu þann- ig að hægt yrði á auðveldan og skýran máta að hlusta á færanleg útvarpstæki. Það hefur enn ekki orðið. Með full-útdregin loftnet næst fremur léleg útvarpsmóttaka og þarf lítið að gerast í umhverfinu til að útsendingin falli nánast út eða verði óskiljanleg. Þar sem við erum miklir útvarpsunnendur á heimilinu hefur ekki farið hjá því að keypt hefur verið nokkurt magn útvarpstækja, enda héldum við fyrst að það væru léleg tæki sem útskýrðu þessi vandkvæði. Það hef- ur ekki leyst þennan vanda. Á vinnustöðum okkar í borginni eru skilyrðin allt önnur og þægilegri. Árlega höfum við hringt ýmist í Ríkisútvarpið eða gamla Póst og síma og þar sagðist fólk vita af þessu vandamáli og að hugað yrði að lagfæringum bráðlega. Aldrei gekk það eftir. Nú hef ég áhuga á að vita hvort ekki stendur til að bæta útsendingar til Mosfellsbæjar og þá jafnframt hvort okkur Mos- fellingum á ekki að vera gert mögulegt að heyra fleiri stöðvar en Ríkisútvarpið og Bylgjuna. KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Áslandi 2, Mosfellsbæ. Móttökuskilyrði útvarps Frá Kristínu Sigurðardóttur:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.